Vísir - 11.02.1969, Side 3

Vísir - 11.02.1969, Side 3
VlSIR . Þriðjudagur 11. febrúar 1969. Myndsjá Visis ÆSKAN SKEMMTIR SER ....... Prúðbúið ungt fólk skemmti sér í hinu nýja húsnæði, sem nafn hefur ekki enn fengizt á. Ckrautljós lýstu upp salinn og ^ það var mikil stemmning á fyrsta dansleiknum, sem hald inn var í húsnæði æskufólksins, sem áður var Lídó, á laugardags kvöldið . Nú fékk æskan langþráð dans húsnæöi og þar ræður æskan algjörlega ríkjum. Skemmtiat- riöin voru miðuð við það — þjóð lagasöngur, diskótek og Hljóm- ar. Tuttugu vinsælustu dægurlög in í Englandi um þessar mund ir voru kynnt og dansinn dun- aði. Það var fullt hús, yfir 500 manns, og margir stóðu utan dyra, sem ekki komust inn. — Sumir höfðu verið svo óforsjál ir að hafa ekkj með nafnskírteini með mynd en þess krefjast for ráðamenn hússins áður en inn- ganga er leyfð. Veitingar voru við hæfi þessa aldursflokks, gosdrykkir, sælgæti, franskar kartöflur -og hamborgarar. Flaskan kostar 15 krónur sem er allmiklu lægra en venjulegt veitingahúsaverð, inngangseyririnn er kr. 80. — Þetta eru atriöi sem foreldr- arnir hafa áhuga á. Og i húsinu fer fram at- kvæöagreiðsla, því nafn á húsið sem allir aðilar geta sætt sig við vantar ennþá, og unglingamir greiða atkvæði, um það, hvaða nafn hæfi bezt þessum skemmti stað unga fójksins. Dansinn dunaði í skrautlýstum salnum og það var stemmning. (Ljósmyndir: Sigurgeir, Ljósm.st. Óla Páls).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.