Vísir - 11.02.1969, Blaðsíða 6
6
VISIR . Þriðjudagur 11. febrúar 1969.
TONABIÓ
íslenzkur texti.
(„After the Fox“)
Skemmtileg, ný, amerisk gam
anmynd, í litum og Panavision.
Sýnd kl. 5 og 9.
KOPAVOGSBIO
œ
Skýrsla OECD um efnahag Islands:
Dppþot á Sunset Strip
y
Spennandi og athyglisverð, ný,
amerisk mynd með islenzkum
texta. Myndin fjallar um hin
alvarlegu þjóðfélagsvandamál
sem skapazt hafa vegna laus-
ungar og uppreisnaranda'áísku
fólks stórborganna. Myndin er
í litum og Cinemascope.
Sýnd kli 5.15 og 9
Bönnuð bömum.
BÆIARBÍÓ
Eiturormurinn
(Giftsnogen)
Óvenju djörf særtsk stórmynd
eftir skáldsögu Stig Dager-
mans. Aöalhlutverk: Christine
Schollin, Harriet Anderson og
Hans Ernback.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð bömum innan 16 ára.
HASKOLABIO
Brennur Paris?
Islenzkur texti. Aðalhlutverk:
Jean-Paul Belmondo, Charles
Boyer, Kirk Douglas, Glenn
Ford, Orson Welles.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 12 ára.
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Deleríum Búbónis miðvikudag
kl. 20.
Candida fimmtudag kl. 20.
Aðgönguntiöasalan opin frá kl.
13.15 tí’ 20 - Sími 1-1200
Leikfébg Kópavogs
Ungfrú Éttansjálfur
eftir Gísla Ástþórsson.
, Sýning miðvikudagiskvöld kl.
20.30.
Aðgöngumiðasalan er opin frá
Jd. 4. Slmi 41985.
//
SÁRSAUKAFULL AÐLÖGUN
//
OECD hefur birt skýrslu sína um efnahag íslands, g,
ástand og horfur. Hér fer á eftir formáli og lokaorð
skýrslunnar í lauslegri þýðingu blaðsins.
Formáli.
„Miklir erfiðleikar hafa verið
í íslenzku efnahagslffi síðustu
tvö árin. Árið 1967 minnkaði út-
flutningur mjög, sem orsakaöist
af rýrum aflabrögðum og tals-
veröri verölækkun á útflutnings-
afurðum. Enda þótt mikil eftir-
spurn innanlands stuðlaði aö
því að viðhalda hagvexti,
minnkaði raunveruleg þjóðar-
framleiðsla brúttó, og þjóðar-
tekjumar minnkuðu vemlega,
sé tekið tillit til rýmandi við-
skiptakjara.
Mikill halli var á greiöslu-
jöfnuði, og gjaldeyrisvarasjóðir
minnkuðu stórlega. Mjög dró úr
arðsemi ýmissa mikilvægra út-
flutningsgreina, sem var lítil
fyrir vegna fyrri kostnaðar-
hækkana, og jók það á nauð-
syn styrkja handa þeim grein-
um. Óhjákvæmilegt reyndist að
fella gengi íslenzku krónunnar,
þegar gengi sterlingspunds og
ýmiss anriars gjaldmiðils var
lækkað. Nýja gengið var 57 kr.
fyrir Bandaríkjadollar, það er
24,6% gengislækkun. Var hún
tilkynnt 24. nóvember 1967.
Á árinu 1968 urðu áhrif geng-
islækkunarinnar veruleg minnk-
un innflutnings, en mikill halli
hefur áfram verð á greiðslu-
jöfnuði við útlönd, þrátt fyrir
miklar lántökur erlendis, þar
séifi ftijög dró úr útflutningi
vegna frekari rýmunar afla og
veröfalls. Gjaldeyrisvarasjóöir
hafa rýmað svo mjög, að þeir
em litlir eftir. Raunveruleg
þjóðarframleiðsla hefur minnkað
nokkm örar en árið 1967, og
nokkurt atvinnuleysi þefur
skapazt.
Áframhaldandi fall á veröi út-
flutningsvara og hækkun kaups
og annars kostnaðar sem leiddi
af gengislækkuninni, hafa enn
gert arðsemi útflutningsgrein-
anna mjög háða miklum styrkja-
greiðslum úr rlkissjóöi. Þar
sem fátt bendir til þess, að fljótt
rætist úr með afla og verðlag
útflutningsafurða, varö önnur
gengislækkun krónunnar 11.
nóvember, og í þetta sinn nam
hún 35,2%. Nýja gengið em 88
krónur fyrir Bandaríkjadollar.
Ólíklegt er, aö veruleg fram-
leiðsluaukning verði árið 1969,
og búast má við, að örðugt reyn-
ist að eyða halla á greiðslujöfn-
uði, þótt staðan ætti að batna,
en þetta mun leiöa af sér nauð-
syn mikilla lántaka erlendis.
Það virðist vera mikilvægt
stefnumið, að gagngerðar grund-
vallarbreytingar verði gerðar á
efnahagskerfi íslands, þegar á
lengri tíma er litiö.
i
Horfur og niðurstöður.
Síldin treg.
Mikilvægast er greinilega að
kanna horfur um aflabrögð og
verðlag útflutningsafurða.
Fiskifræðingar viröast á einu
máli um það, að aldursflokkar
fullþroskaörar síldar vom í há-
marki árin 1966 og 1967 og
munu verða mun minni í all-
mörg næstu ár. Enn mikilvæg-
ara fyrir aflabrögö er þó, hvem-
ig göngum síldarinnar er farið.
Lítið er fyrirfram vitað um eðli
þeirra þátta, sem ráða, göngu
síldar í hafinu, og spár um þær
eru óvissar. Veöurfar kann aö
ráða miklu. Margir sérfræðing-
aru em þeirrar skoðunar, aö
lækkun sjávarhitans í Noröur-
Atlantshafi síðustu árin háfi
verið meginþátturinn í breyt-
ingu gangna síldarinnar.
Fiskifræðingar telja, að drag-
ast muni, að síldin snúi aftur til
miðanna við Island, og gætu því
aflabrögð orðið tiltölulega rýr í
allmörg ár. Varðandi bolfisk
virðast horfur um aflabrögö
bgtri en áöuri var ætlað. Álitið
er, að stofn fullþroska þorsks
og annars bolfisks muni nægur
tii þess að aflabrögð verði svip-
uð og árið 1968 eða ef til vil!
eitthvað meiri.
Miklar verðhækkanir
ólíklegar.
Mikil óvissa er um verðlag
á útflutningsafuröum. Mikil
aukning framboðs fisks og fisk-
afurða frá öðmm löndum, eink-
um Noregi og Perú, hefur haft
mikil áhrif til að lækka verðið
síðustu tvö árin. Venjulega
mætti búast við að lægra verð
mundi hafa einhver áhrif til að
draga úr framboði og þannig
leiða til hækkunar verðs aö nýju.
Það er hins vegar mjög í ó-
vissu, hversu mikið verð kann
að hækka, vegna þess að áhrif
markaðsaðstæðna era stundum
takmörkuð. Þannig gæti lægra
verð I mörgum tilfellum orðið
til þess, að ríkisstjómir tækju
upp eöa ykju styrki til fisk-
framleiðslu, svo að breytingar
á markaðsverði hefðu lítil áhrif
á framleiðslumagnið, Þess
vegna bendir fátt eitt, enn sem
komið er, til verðhækkana á
fiski á næstunni.
Fiskifræðingar eiga ekki von á sildarkúf á næstunni.
Er þannig stendur á, virðist hin
ógæfusamlega þróun aflabragða
og útflutningsverðlags I seinni
tíö vera meira en stundarfyrir-
bæri. Ekki . verður að minnsta
kosti fram hjá þvl gengið viö
ákvörðun efnahagsstefnu, aö
mögulegt er, aö aukning á út-
flutningi sjávarafurða næstu ár-
in kynni að veröa minni en
sennilegt virtist fyrr. Þess
vegna kann að vera nauösyn
hraðari breytingar I átt að fjöl-
breytni efnahagslffsins. Þetta er
ekki auðvelt viðfangs, þar sem
margir hlutir verða til að tak-
marka gmndvallarbreytingar.
Vatns- og jarðhitaorka.
1 fyrsta lagi em auðlindir
takmarkaðar. Samt mætti nýta
betur og á arðvænlegri hátt
hráefni úr landbúnaði, svo sem
ull og skinn, og hráefni úr
fiskframleiðslu með þvl aö
auka niðursuðu og frystingu
til beinnar neyzlu. Mikilvæg-
ust þekktra auðlinda, sem hing-
að til hafa að mestu verið ó-
notaðar, era fossarnir og gnótt
jarðhita. Virkjun þessarar orku
gæti lagt gmndvöll að margs
kyns framleiðslu. Jarðhitinn hef-
ur þann kost umfram fossaaflið,
að unnt er að þróa hann smám
saman án hækkunar viöbótar-
kostnaðar.
Álverksmiðjan, sem mim hefja
framleiðslu um haustiö 1969, er
mikilvægt skref til að gera at-
vinnulífið fjölbreyttara. Hún
kann einnig að vera gmndvöllur
úrvinnsluliðnaöar, byggðs á hrá-
áli. Mikil almenn menntun þjóð-
arinnar er greinilega mikill-
styrkur, ef byggja á nýjar iðn-
greinar. Ekki ætti heldur að
útiloka þann möguleika, að
upp kynni að rísa útflutnings-
iðnaður, sem byggðj á innfluttu
hráefni, þegar tillit er tekið til
þeirrar reynslu, sem sumar iðn-
greinar hafa fengið af fram-
leiðslu fyrir innanlandsmarkað.
Nauðsyn erlends f jár-
magns.
í ööru lagi munu grundvallar-
breytingar og ör aukning vinnu-
afls þarfnast mikillar fjárfest-
ingar. Nú hefur innlendur
spamaöur minnkað, og kann
hann að rétta við seint, ef afla-
brögð og útflutningsverölag
veröa óhagstæö. Þess vegna
kann nauðsyn erlends fjármagns
að vera meiri en áður var talið.
í þriðja lagi gerir smæð inn-
anlandsmarkaöarins vöxt fjöl-
breyttara efnahagslffs erfiðari.
Enn fremur hefur íslands staðið
illa að vígi á svæðum EFTA og
EEC, þar sem landiö hefur ver-
ið utan við þessi bandalög. Litil
eining, svo sem ísland er, verð-
ur að sjálfsögðu aö stefna að
13. síða
h— M
STJORNUBÍÓ
Blái pardusinn
Marie Laforet, Akim Tamir
off, Francisco Babal. — Sýnd
kl. 5, 7 og 9. — Danskur texti.
NYJA BÍÓ
Fangalest Von Ryan's
Amerlsk stórmynd i lítum.
Fran. Sinatra, Trevor Howard.
Bönnuð yngri en 14 ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
GAMLA BÍÓ
Lady L
Islenzkur texti.
Sophia Loren — Paul Newman
David Niven. Sýnd kl. 5 og 9.
HAFNARBIO
Maðurinn sem hlær
Frönsk —ítölsk litkvikmynd.
Jean Sorel. Lisa Gastoni. —
Bönnuð Innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
LAUGARASBI0
Heimurinn um nótt
íslenzkur texti. — Endursýnd
kl. 5 og 9. — Bönnuð börn-
um.
ÍWMlMÍMMiM
Þriðji dagurinn
Islenzkur texti. Aðalhlutverk:
G- Peppard, Elisabeth Ash
ley. Bönnuð innan 12 ára. —
Sýnd kl. 5 og 9.
MAÐUR OG KONA miðvikud
Uppselt. Næsta sýning föstud.
ORFEUS OG ERVYDÍS
fimmtudag.
Aðgöngumiðasalan ■ Iðnó er
opin frá kl. 14, simi 13191.