Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1969næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 11.02.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 11.02.1969, Blaðsíða 13
VÍSIR . Þriðjudagur II. febrúar 1969. 13 SkýrsBss @ICD — ;P—>- 6. síöu. fremur sérhæföri framleiöslu aö mestu ætlaöri til útflutnings. Aðild íslands aö EFTA mundi opna aðgang að stærri mörkuð- um og auðvelda viögang nýrra útflutningsiðngreina. Stærri markaöur fyrir framleiðendur á íslandi samfara frekari iækkun tolla mundi örva þróun sam- keppnishæfari iönaðar. Hvaö sem líður horfum, er á lengri tíma er iitið, er það víst, að stjómarvöld munu glíma við mikilvæg stefnuvandamál á þessu ári. Þar sem mikil óvissa er um horfur um síldarafla og útflutningsverðlag, getur svo farið, að útflutningur fisks og fiskafurða reiknaður í erlendum gjaldeyri muni vaxa aðeins miðlungj mikið. Annar útflutn- ingur kynni ekki heldur að vaxa mikið, þar sem álverksmiðjan hefur ekki starfsemi fyrr en seint á árinu, og líklegt er, aö framleiðslan fyrstu mánuðina verði lítil. Þótt áframhaldandi vöxtur ætti að vera á duldum tekjum, sem nýafstaðin gengislækkun styrkir, gætj svo farið, aö ekki yrði mjög veruleg aukning á út- flutningi vara og þjónustu reikn- að í erlendum gjaldmiðli. Á árinu 1969 ætti samdrátt- urinn í atvinnulífinu að hverfa, en ósennilegt er, að framleiðslan vaxi mikið. Árið 1968 nam bygg- ing álversins um 20% af heild- ar fastri fjárfestingu. Þessum framkvæmdum mun verða hald- ið áfram á fyrra helmingi ársins 1969, en mjög mun draga úr ' byggingarframkvæmdum, þegar álverið verður fullgert síðari hluta sumars. Önnur fjárfesting fyrirtækja og íbúðarbyggingar mun sennilega verða íftil, þar sem slík óvissa rfkir í efnahags- lífinu. Minni ráðstöfunar- tekjur. Sennilega verður einhver aukn- ing í útgjöidum hins opinbera til vara og þjónustu, en líklega mun einkaneyzlan minnka enn, þar sem raunverulegar ráðstöf- unartekjur munu sennilega minnka. Byggt á þessum líkind- um má búast við litlum vexti raunverulegrar þjóðarfram- leiðslu brúttó. Linkan í efna- hagslífinu mun þess vegna auk- ast, einkum á síðara helmingi ársins, þegar álverið er fullgert. Vinnuaflið, sem losað verður úr þessum framkvæpidum mun \ TAKIÐ EFTIR Til sölu vegna brottflutnings: Frístandandi hansahillur — Borðstofu- borð og 4 stólar — Sófasetís standlampi — Hjónarúm, snyrtiborð. gæmstóll, gólf- teppi 3.65x3.65 — Super 8 sýningavél 8 mm. Sunbeam-hrærivél, útvarp o. m. fl. Til sýnis og sölu að Hverfisgötu 42, 3. h. til hægri frá kl. 1—6 og 20—23. Eldhusinnréttingar, raf- tæki, ísskápar, stálvaski arl svefnherbergisskáp- ar. harðviðarklæðning- ar, inni- og útihurðir. NY VERZLUN NY VIDHORF OÐINSTORG Skólavörðustíg 16, — sími 14275 II ÍSLENZKUR IÐNAÐUR ALLT TRÉVERK Á EINUM STAÐ sennilega nema um einum af hundraði heildarvinnuaflsins. Búizt er við mikflíl minnkun innflutnings 1969. Varla mun nokkuð flutt inn af skipum og flugvélum. Stjórnarvðld búast við að innflutningur í sambandi við álverksmiðjuna, sem byggð er með erlendu fjármagni, muni minnka um millj 25 og 30%, reiknað í dollurum. Ennfremur ætti annar innflutningur mikið að minnka vegna nýgerðrar gengislækkunar og þess, hversu háttar um eftirspurnina innan lands. Þar sem útflutningur er talinn munu aukast eitthvaö, vegna eðlilegs vaxtar bolfiskafla og vaxtar síldarafla eitthvaö fram yfir hinn óeðlilega litla afla ársins 1968, þá ætti veru- legur bati að sjást á vöruskipta- jöfnuði. Samt er við því að búast, að hallj muni nema milli 450 og 900 milljónum króna á árinu 1969, og miklar samningsbundnar af- borganir á erlendum lánum verða á árinu. Frekari rýrnun varasjóða ættj ekki að vera. Sennilega verður komizt hjá frekari rýrnun varasjóða, þar sem þegar hefur verið samið um nokkra fjármögnun erlendis. Þessar horfur skapa erfitt stjórnarvandamál. Þrátt fyrir gengislækkun nýlega, virðist halli verða á greiðslujöfnuði. Halli gæti orðið á vöruskipta- jöfnuð, þótt hann yrðj miklu minni en var árin 1967 og 1968. Þessi spá er háð mikilli óvissu. Þar sem til koma mögulegar skekkjur í sérhverri spá um fiskafla og verðlag, gæti niður- staðan orðið hagstæðari, en menn ættu einnig að vera búnir undir verrj niðurstöðu. Mikilvægur þáttur er vextir og afborganir af erlendum skuldum, sem orðið hefur til- tölulega miklu meiri byrði en áður, þegar : útfíutrririgstékjur rýrhuðu. Þar sem varasjóðir f erlendum gjaldeyri eru litlir, eru miklar erlendar lántökur riauðsvnlegar, jafnvel þótt jafn- vægi færðist nær á vöruskipta- jöfnuði. Aðalmarkmiðið verð- ur því að vera að lag- færa stöðuna á greiðslu- jöfnuði, en tid þess er nauö- synlegt aðhald í peningapólitík og fjármálum ríkisins Þar sem nú þegar gætir nokkurs sam- dráttar í atvinnulífinu, verður að taka tillit til áhrifa á atvinnu- ástandið. Nokkurt svigrúm kann að vera til sveigjanleika, eink- um í peningamálum, að svo miklu leyti sem stöðugleiki fæst í launamálum og greiðslujöfn- uður nálgast jafnvægi. Þetta svigrúm er þó mjög takmörkun- um háð, þar sem greiðslujöfn- uðurinn verður að ganga fyrir. Greinilega er höfuðatriðið að halda kostnaðarhækkunum í lágmarki eftir gengislækkunina. Reynsla tólf mánaðanna eftir gengislækkunina í nóvember 1967 hefur greinilega sýnt, að sjálfvirk leiðrétting launa og landbúnaðarafurðaverðs dregur fljótlega úr áhrifum gengis- lækkunarinnar á samkeppnisað- stöðu atvinnuvega og kaupmátt neytenda, — vegna verðbólgu- spíralsins. Aðlögun rauntekna fólks að versnandi stöðu út á við er greinilega sársaukafull. Þess vegna er mikilvægt, að fyllsti skilningur sé af hálfu allra á nauðsyn slíkrar aðlögun- ar og á þvi, að gengislækkun krónunnar var lykillinn að henni.“ Get nú aftur bætt viö mig nemendum. — Þórir Hersveins son. — Símar 19893 og 33847. Samvinna og verksldpíing Islenzkir stórkaupmenn hafa formlega boðið starfskrafta sína í því skyni að auka útflutning á íslenzkum iðnaðarvörum. Óska þeir nú eftir viðræðum við sam- tök iðnrekenda um þessi mál. Er það vel, að kaupsýsiumenn skyldu á þennan hátt bjóða fram krafta sína, því öllum er Ijóst, að ef íslenzkur iðnaður á aö geta haslað sér völl á erlendum mörkuðum, þá veröur kynning og vörudreifing að vera á þann hátt, að sem fiestir neytendur kynnist íslenzkum vörum. Er ekki að efa, að árangurs má ein- mitt bezt vænta með samvinnu reyndra verzlunarfyrirtækja og þeirra, sem framleiða. Margir undrast það, að is- Ienzkir kaupsýslumenn skyldu að fyrra bragði bjóða upp á slíka samvinnu, en tilboðið sýn- ir aðeins að öllum er ljós sú nauðsyn, að útflutningsfram- leiðsla sé aukin á sem flestum sviðum. Vafalust munu íslenzk- ir stórkaupmenn ná árangri í út- flutningi ekld síður en í inn- flutningi, en marj'ir þerira hafa verið stórvirkir og útsjónarsam- ir á þeim vettvangi. En hvers vegna bjóða ekki ís- lenzkir kaupsýslumenn fram þjónustu sína í þágu hinna stóru framleiðendasamtaka í fiskiðnað inum? Fiskiðnaðurinn kvartar og kveinar vegna sölutregðu á sama tíma sem milljónir svelta úti í heimi. Á þvi sviði ætti að 'Vera veirk að vinna. Til dæmis er ekki allur saltfiskurinn seldur úr iandi frá því i fyrra, og nú h'tur út fyrir að erfitt ætli að veröa með karfasölur til Rússa. Okk- ur er nauðsyn vegna atvinnuá- standsins að láta togarana landa heima, en þá er það karfavinnsl an, sem mesta vinnu skapar og auðveldast er að veiða í ein- hverju magni. En þá vantar betra verð og meiri markað fyrir karfann. Því ekki að virkja hinn mikla dugnað íslenzkra kaup- sýslumanna í þágu fiskiðnaðar- ins? Það er ljóst, að þó að sölu- samtökin hafi góða sölumenn í þjónustu sinni, þá komast þeir ekki yfir það að selja allt það magn, sem atvinnuvegimir þurfa að selja, enda sýnir það sig nú, þegar að kreppir. Því þá ekki að njóta samvinnu við kaup- sýslustéttina? Heimsmarkaðurinn er stór og það þarf að dreifa dugmiklum ís- lenzkum kaupsýslumönnum um allar jarðir til að kynna vörur okkar, bæði fiskafurðir og iðn- aðarvörur, og selja þeim sem hæst bjóða. Þannig má árangurs vænta, en varla þó tveir eða þrír menn séu sendir í kurteis- isheimsóknir til ákveðinna um- boðsmanna, öðru hverju. , Tilboð stórkaupmanna til iðn- aðarins um samvinnu er virðing- arverð viðieitni til að bæta hag okkar og verzlunargetu. En stórkaupmenn ættu að gera meira, þeir ættu að bjóða fisk- framleiðendum hið sama, því að þeir eiga fyrir hendi óseldar vör- ur, sem þeim er brýn nauðsyn á að geta selt sem allra fyrst. Ekki þarf að efa að samvinna og verkaskipting í útflutnings- framleiðslu og útflutningsverzl- un er nauðsyn, ef árangur á að nást. Þrándur í Götu. Elín Sigurvinsdóttir sópran og Ragnheiður Guðmundsdóttir messósópran halda TÓNLEIKA í Gamla bíói laugardaginn 15. febrúar 1969 kl. 3 síðdegis. Við píanóið verður Ólafur Vignir Albertsson. Aðgöngumiðasala í bókaverzlunum Lárusar Blöndal.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (11.02.1969)
https://timarit.is/issue/236994

Tengja á þessa síðu: 13
https://timarit.is/page/3227009

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (11.02.1969)

Aðgerðir: