Vísir - 11.02.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 11.02.1969, Blaðsíða 9
VTSTR . Prtöjudagur n. febrúar 1969. Hveraig lízt yður á þessa flutninga fólfcs til Ástralíu? Ámi Johnsen, blaðamaður: „Ég tel, að við eigum næga mögu- leika til þess aö lenda í ævin- týrum hér á íslandi. Við þurf- um ekkj að fara til suðlægra staða t'ii þess. — Þeir, sem viljann hafa, munu’ hafa næga atvinnu á íslandi í framtíðinni." Um niðurstöður og ályktanir Hafisráðstefnunnar upplýsingar og þekking af skorn um skammti." „Hvað er um ráðstefnuna að segja?" „Hlutverk ráðstefnunnar var fyrst og fremst aö vísa veginn til frekari rannsókna á þessu sviði, og ég held að óhætt sé að segja, að ráðstefnan sjálf hafi tekizt vel. Samtals 23 menn fluttu 30 erindi, og miklu fleiri tóku þátt í almennum umræð- um Fundina sátu þetta 70 til 100 manns, og mikill áhugi virt- ist ríkjandi." „Erindin, sem flutt voru, verða þau ekki gefin út í bókar- formi?" „Jú í ráði er, að Almenna bókafélagið' gefi út öll erindin fyrir almenning í einni bók, og ennfremur er gert ráð fyrir því, að nokkur erindanna birtist á ensku í tímaritinu „Jökli" þá í vísindalegri útgáfu." Það var fyllilega tímabært að halda ráðstefnu um hafísinn eftir hin tvö miklu hafísár 1965 og 1968, enda kom margt þaö fram, sem útvíkkar þekkingu manna og skilning á þessu sviði. Um helztu niðurstööur og á- lyktanir ráðstefnunnar vísaði Markús til greinargerðar frá stjórnarnefnd ráðstefnunnar, sem hér fer á eftir: að er sameiginlegt öllum vís- indalegum ráðstefnum, að full samræming hinna ýmsu staðreynda eða ályktana sem fram hafa komið, eöa einhver óvefengjanleg lokaályktun, næst ekki á sjálfum ráðstefnunum. Fyrst þegar frá líður og menn geta krufið til mergjar einstök erindi eöa lesið allt efnið í sam- hengi, eða gefið sér tóm til að vega og meta, verður árangurinn augijósari. Og stundum er þaö ekki fyrr en mörgum árum siðar að emhver rekur augu i mikil- vægt atriði sem fram kom á ráðstefnunni en enginn gaumur var gefinn á henni. Vonandi eykst einnig gildi þessarar ráð- stefnu við það, að efni hennar sé skoðað í tómi. Ýmsar niðurstööur eru þó nú þegar ljósar og ályktanir rétt-( lætanlegar. Vitað er margt um uppruna íssins, sem siglir suður Grænlandshaf, og hvernig mis- munandi geröir hans eru til komnar. Allir ræðumenn voru sammála um, að færsla. íssins suður Grænlandshaf og koma hans að íslandi í hafísárum ætti sér margar orsakir en þó fyrst og fremst strauma og Adnda, Auk þess gæti áhrifa nýmynd- unar íss sökum frosta og kulda í yfirborðssjó og loks eyðingar íss, ekki sízt að því er snertir möguleika hans á þvf að Jcomast suður fyrir sjávarhitaskilin sunnan við Austfirði, þar gæti og sérstakra áhrifa strandsjáv- ar. Loks er sú vitneskja, sem varð tilefni þessarar ráðstefnu, að allra síöustu árin hefur gætt kólnunar í lofti og sjó noröan fslands samfara tveimur mikl- um hafísárum. Vandasamt er að rekja sam- verkan þessara mörgu þátta, þar sem sumir þeirra, eins og vind- amir, eru síbreytilegir. Af hin- um mörgu þáttum í hafískomu, sem hér eru nefndir, er vindur- inn hvað áhrifamestur. Að sjá breytingar vinda fyrir með meira en fárra daga fyrir- vara telja veðurfræöingar ekki kleift þegar um hinar dagiegu veðurspár er að ræða. Hins veg- ar má álíta, að í spám til lengri tíma, sem að sjálfsögöu yrðu ónákvæmari kunni aö geta veriö vísbending um íshættur. Jafn- framt eru möguleikar á því að fylgjast með hinum samfellda hafís á Grænlandshafi á veður- tunglamyndum, sem hér er tekið við. Því er lagt til, aö auk áframhaldandi ísflugs verði fylgzt stöðugt með isnum á þenn an hátt. í framhaldi af þessu telur ráð stefnan rétt að beina þeim til- mælum til rtkisstjórnarinnar, að hún feli Veðurstofu Jslands að gera nánari grein fyrir mögu- Ieikum á hafísspám. Með slíka greinargerð í huga telur ráöstefnan ekki tímabært að álykta neitt um það hvemig eða hve þétt ætti að birta niður- stöður af könnun íssins, en telur eölilegt að við slíkar hafísspár, sem til greina virðast koma, leiti Veðurstofan samvinnu við Haf- rannsóknastofnunina og Raun- vísindastofnun Háskólans. Ljóst er að til eru mikil gögn um veðráttu og hafískomur á fyrri hluta þessarar aldar, sem ekki hefur enn reynzt kleift að vinna úr. Ráðstefnan mælir ein- dregið með því að slík úrvinnsla fari fram og kannað sé spágildi gagnanna. Þá mælir hún meö frekari og fyllri hafrannsóknum en nú er veitt fé til, einkuyi grundvallarrannsóknum. Ráð- stefnan leggur áherzlu á mikil- vægi ísflugs og að mælingar úr lofu verði auknar eftir því sem unnt er. J hinum sögulega hluta ráð- stefnunnar kom það skýrt fram, að möiguleikar eru nú orðnir allt aðrir og meiri til aö rita áreiöanlega veðurfarssögu íslands, en þegar Þorvaldur Thoroddsen samdi sín merku rit um þetta efni. Lagt var til að sagnfræöingar, veðurfræðingar, haffræöingar og landfræðingar tækju höndum samap um það að vinna að útgáfu nýrrar veður farssögu, og er þess vænzt aö sagnfræðingar eigi frumkvæði að slíkri samvinnu. Brýnasta verkefnið frá sjónarhóli raun- vísinda virðist vera veðurfars- sagan frá byrjun 19. aldar. Jöklar gefa mikilvægar upp- lýsingar um veðurfarssögu lands ins. Á því sviði hafa komið fram nýjar aðferðir sem enn auka á heimildagildi jökla. Jöklarann- söknafélag íslands sem annast jöklarannsóknir. að sumu leyti í samvinnu við sérfræðinga frá öörum stofnunum, hefur þá sér- stöðu að rannsóknarstvrkur nýt- ist margfaldlega vegna sjálfboða vinnu hinna mörgu áhugamanna í félaginu. T? áðstefnan beindist að nútíma og fortið. Hún lagði ekki fram neina spá um framvinduna í ískomu, veðráttu eða haf- straumum á komandií árum. En gerð var grein fyrir kenningum varðandi skýringar á veöurfars- breytingum og þess getið að ein- stakir erlendir fræðimenn spái fremur kólnandi veðráttu hér. Á lokafundi ráðstefnunnar beindist athyglin meira að at- vinnuvegum. Skýrt var rækilega frá vísindalegum rannsóknum og reynslu varðandi ísingar- hættu á skipum og bent á þau ráð sem helzt eru tiltæk til varn- ar. Ráðstefnan taldi nauösyn- legt að skipaskoðunarstjóri kynnti þetta efni einnig á víð- arj vettvangi. Ennfremur hvetur hún sjófarendur til að bregðast vel við málaleitun um útfyllingu eyðublaða um ísingu á skipum. Skýrð var tilkoma mikilla flóða í ám og bent á að þau geta komið á hvaða tíma árs sem er. Ennfremur var bent á samband flóðahættu og veðr- áttu. Skýrt var frá áhrifum sjávar- hita á vaxtarhraöa þorsks og þýðingu þess fyrir veiöina. Rætt var uih áhrif langærra hitabreyt- inga á hrygningarsvæðin og til- flutning þeirra og á flutning þorska milli Islands og Græn- lands. Skýrt var frá breytingum á síldargöngum hin síðari ár og hvern þátt hitabreytingar í sjón um hefðu átt I þeim og vexti síld arinnar. Fjallað var um áhrif veðráttu á gróður og landbúnað. Áhrifin virðast vera mjög fjölþætt og er lögð áherzla á frekari rannsókn- ir á því sviði. Að lokum þetta: Öllum er ljóst að auknar rannsöknir og aukin þjónusta hefur kostnað í för með sér, en ráðstefnan telur vandséð hvernig unnt sé að verja opinberu fé í sambandi viö ■ hafíshættu skynsamlegar en með því að efla rannsóknir og þjónustu sem þær geta leitt til. X- Hafísráðstefnunni er nú lokið, og stjórnaraefnd hennar hefur sent frá sér helztu ályktanir og nið- urstöður, þar sem kenn- ir margra grasa, eins og sjá má hér á eftir. Að lokinni ráðstefnu ræddi blaðamaður Vísis stuttlega við Markús Á. Einarsson veðurfræðing, sem var framkvæmda- stjóri Hafísráðstefnunn- ar: „Er búizt við miklum hafís nú í ár, Markús?" „Um það treysti ég mér ekki að spá neinu að svo stöddu, enda var það mál manna á Haf- ísráðstefnunni, að enn væri of snemmt að byrja hafísspár — til þess er grundvöllurinn naum- ast nógu traustur, og ýmsar Hjörtur Bjamason, skrifstofu- Unndór Jónsson, stjómarráðs- fulltrúi: „Mér finnst þetta vera feikileg dirfska, aö hverfa yfir á hinn hluta hnattarins til gjör ólíks fólks. Sjálfur mundi ég hugsa mig tvisvar um“. Vilhelm Ingimundarson, kaup- maður: „Fólkinu er þetta frjálst enda á svo að vera. Ég reikna þó með því, að það komi allt til baka aftur (ef því tekst að vinna fyrir farinu). Þannig hefur farið fyrir öllum, sem ég hef vit aö til þess aö hafi farið þangað á síðustu árum. — Heima er bezt!“ Jóhanna Thors, húsmóðir: „Mér Ifzt engan veginn á það. Mér finnst að fólk verði aö reyna aö berjast til brautar." Hafísspár ekki enn tímabærar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.