Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1969næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 11.02.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 11.02.1969, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Þriðjudagur 11. febrúar 1969. VISIR Otgefandi: Reyajaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjó'.fsson Riifiiióri: Jónas Kristjánsson * Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aöalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiöja Vlsis — Edda h.f. ’ga—e»* 1 «■-'I.■ Sársaukafull a&lögun §kýrsla Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunar- innar í París um efnahag íslands um þessi áramót endar á orðunum: „Greinilega er höfuðatriði að halda kostnaðarhækkunum í lágmarki eftir gengislækkun- ina. Reynsla tólf mánaðanna eftir gengislækkunina í nóvember 1967 hefur greinilega sýnt, að sjálfvirk leiðrétting l^una og landbúnaðarafurðaverðs dregur fljótlega úr áhrifum gengislækkunar á samkeppnis- aðstöðu atvinnuvega og kaupmátt neytenda, — vegna verðbólguspíralsins. Aðlögun rauntekna fólks að versnandi stöðu út á við er greinilega sársaukafull. Þess vegna er mikilvægt, að fyllsti skilningur sé af hálfu allra á nauðsyn slíkrar aðlögunar og á því, að gengislækkun krónunnar var lykilltnn að henni.“ Stofnunin er þeirrar skoðunar, að hinir erfiðu tím- ar á íslandi stafi af aflabresti, verðhruni fiskafurða og styrjöldinni í Bíafra. Hún teiur, að ekki megi gera ráð fyrir neinni verulegri aukningu síldveiða á þessu ári, en telur sæmilegt útlit í þoskfiskaveiðum. Hún telur ennfremur, að ekkert bendi á skjóta hækkuri fiskverðs á erlendum mörkuðum. Þetta er að sjálf- sögðu ekki falleg spá. í skýrslunni er því spáð, að útflutningur aukist dálítið á þessu ári og innflutningur minnki stórlega. Viðskiptajöfnuður íslendinga ætti því að batna veru- lega, þótt ekki sé gert ráð fyrir því, að hann verði hagstæður. Stofnunin telur, að íslendingar eigi að stefna að jafnvægi í utanríkisviðskiptum, þar sem skuldabyrði þjóðarinnar hefur aukizt töluvert við samdráttinn í útflutningi á undanförnum tveimur ár- um. Samt verði ekki hjá því komizt að taka erlend lán til að ná greiðslujöfnuði og til að fjörga atvinnu- lífið. í heild er því spáð, að þjóðarfrariileiðslan hætti að dragast saman og aukist raunar dálítið á árinu 1969. Efnahagssamvinnustofnunin vekur athygli á því, hve nauðsynlegt sé að auka fjölbreytni í atvinnulífi á Islandi, sérstaklega með því að nýta vatnsorku og jarðvarma. Álverið í Straumsvík er sagt mikilvægt skref á þeirri braut. Ennfremur er sagt, að hið háa mehntunarstig íslenzku þjóðarinnar eigi að auðvelda myndun nýrra iðngreina. Loks mælir stofnunin með því, að ísland gangi í EFTA til þess að fá markað fyrir nýjan og samkeppnishæfan útflutningsiðnað. Athyglisvert er, hve mikil áherzla er í skýrslunni lögð á nauðsyn aðlögunar. Það er rétt ályktað, að hún muni reynast sársaukafull. Við höfum nú haft á ann- að ár til að breyta lífsháttum okkar í samræmi við minni efni. Það hefur tekizt að nokkru leyti en ekki öllu. Sjómannaverkfallið er dæmi um, að við höfum ékki enn lært nóg af reynslunni. Ef okkur tekst aðlögunin, verður árið 1969 fyrsta ár hægfara framþróunar í efnahag okkar eftir tveggja aí^ lægð. Erfiðir tímar eru framundan, en möguleikar okkar era líka miklir. Nýr þjóðþingsforse ti í Bonn Frambjóðandi Kristilega lýðræðisflokksins í Vestur-Þýzkalandi, Karl Uwe von Hassel, var kjörinn forseti og greiddu 262 þingmenn honum atkvæði, tvö umfram það, sem þurfti tii þess að fá hreinan meirihluta í deildinni. — 123 greiddu atkvæði á móti honum, en 43 greiddu ekki atkvæði. Á myndinni er von Hassel að ræða við Gerstenmaier, sem varð að láta af embættinu. í miðju er Walter Scheel, leiðtogi Frjálsra demokrata. OrBrómur um ,toppfuud' Ný hætta 'i sambúð austurs og vesturs 9 í fréttum, sem birtar hafa verið hér í blaðinu, var drepið á orðróm um fund æðstu manna, „toppfund“ um Tékkó- slóvakíu, og gaus þessj orð- rómur upp, að því er virtist um það bil, er Marko utanrlkisráð- herra Tékkóslóvakíu kom til Moskvu. Á þessum fundi, ef haldinn verður, á að fjalla um Tékkóslóvakíu, og samkvæmt einni fregn að minnsta kosti, er eða verður hér um að ræða fund æðstu manna Varsjár- bandalagsrikjanna sem tóku þátt í innrásinni í Tékkóslóvak- íu f ágúst í fyrrasumar. TTaupmannahafnarblöö skýra frá því, að erlendir menn austantjalds, er gerst fylgist með málum, telji aö hafinn sé úndirbúningur að slíkum fundi. Það virðist, eftir Hafnarblöð unum að dæma, að það hafi kom ið mjög óvænt, að Janos Kadar ungverski kommúnistaleiðtoginn skyldi fara óvænt til Moskvu, og benda þau á, aö ungverska fréttastofan hafi ekki með einu orði minnzt á tilganginn meö heimsókn Kadars, né heldur hve lengi hann muni dveljast þar en umhugsunarefni varð það mörgum að Marko var þá nýkominn til Moskvu. Og einnig að Kadar kom nokkrum klukkustundum áður en von var Mika' Spiljaks, forsætisráð- herra Júgóslaviu í opinbera heimsókn en mesta athygli af þessum heimsóknum vakti þó heimsókn Jans Markos, en hon um var opinbertega boðlð til Moskvu, og þegar flugvél hans lenti var Vasili Kuznetsov 1. vara-forsætisráðherra þar, til þess að taka á móti honum, en það var hann, sem fyrst eftir innrásina i Tékkóslóvakíu var í Prag og hafði titilinn „ríkis- haldaW“. Andrei Gromyko, utanríkisráö herra Sovétríkjanna var fjar- verandi, og var sagður i sjúkra- húsi, handleggsbrotinn eftir að hafa dottið f hálku á götu í Moskvu. í Austur-Þýzkalandi sat aðal- forsprakkinn, Walter Ulbricht um kyrrt, en lét þó til sín heyra og bar fram kröfur um að styrkja einingu sósíalistísku ríkj anna, efnahagslega, stjórnmála lega og menningarlega, og svo er hann fremstur i flokki þeirra, sem halda uppi baráttu gegn því að Vestur-Þýzkaland haldi til streitu áformum um for- setakjör í Vestur-Berlín 5. marz, og hefir austur-þýzka stjómin sent um þetta orðsend ingu til Bonn og segir í henni samkvæmt skeytj frá Bonn í gær, að Austur-Þýzkaland verði að grípa til gagnráðstafana ef ekki verði hætt við áformið. í kjölfar frétta um þetta kom svo fréttin í fyrradag um bann austur-þýzku stjórnarinnar á ferðalögum vestur-þýzkra þing manna yfir Austur-Þýzkaland og fréttin um hótanir Rússa. (Sbr Vísi i gær). Horfir allískyggilega út af þessum málum, einkanlega að tvennu leyti: 1 fyrsta lagi gætu horfur á bættum samskiptum ríkjanna í austri ogvestri versn- að, og í öðru lagi hljóta sam- gönguerfiðleikar að leiða af banninu og tafir vegna aukins eftirlits á landamærum Austur og Vestur-Þýzkalands. Ólíklegt þykir, aö Bonnstjórn- in hætti viö áformið um að sambandsþingið komi saman til forsetakjörs i Vestur-Berlín 5. marz,. Minnt er á, að sovét- stjómin og austur-þýzka stjórn in hafa fyrr haft í hótunum af slíku tilefni sem þessu, en þungi hótananna virðist meiri nú en fyrr. f Bonn hefir aldrei komið annað til ■ greina en að þingmennimir færu loftleiðis til þinghaldsins í Vestur-Berlín og heim aftur. En ef reynt yrðj að hafa afskipti af loftflutningun- um kann að syrta í álinn svo að hinum mestu áhyggjum myndi valda. A. Tli. Walter Ulbricht

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (11.02.1969)
https://timarit.is/issue/236994

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (11.02.1969)

Aðgerðir: