Vísir - 11.02.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 11.02.1969, Blaðsíða 4
THELMA INGVARSDÓTTIR TALIN MEÐAL FIMM BEZTU i PARÍS Tappi í eyranu í 20 ár Adrian Bennett, tuttugu og þriggja ára, hefur náð heilsu. Hinn ungi maður býr í Bridge- water í Englandi, og nú hefur læknum loks tekizt að komast fyrir orsök hinnar þrálátu heym- ardeyfu hans. Sjúkdómsgreining: Adrian hefur verið með kork- tappa í eyranu í tuttugu ár! -X „Það er engin frétt, þótt hund- ur bíti mann,“ sagði ritstjórinn við blaðamanninn sem var að héfja starf hjá hinum fyrmefnda. „En ef maður bítur hund, þá gegn ir öðru máli.“ Þvi verður varla þagað yfir at- viki, sem gerðist fyrir viku í fang- elsinu í Acqui Terme á Ítalíu, þegar Jolanda Caputo, sem er kona þrftug að aldri, kom í heim- sókn til manns síns. Hann beit fráman af nefi hennar. Hann var samstundis úrskurð- aður í geðrannsókn, en hún hef- ur sótt um skilnað á þeim forsend um, að hann sé óður orðinn, en ekki fylgir sögunni, hvort það var hundaæði, sem að honum gékkj Hvort sem drottning Victoria- Eugenia á eða á eldd La Pere- grina, einhverja frægustu perlu heims, þá vill prins Alfonso de Bóubon Asturias gera úr því vissu. Prinsinn var nýlega yfirboðinn á Parke-Bemet uppboðinu, fræga, af Richard Burton, sem keypti perluna til þess að bæta í hið fræga skartgripasafn Elizabetar Taylor. Alfonso hefur nú boðið Burton tvöfalt kaupverð perlunn- ar, sem slegin var á 37.000 doll- ara. Hinn kurtéisi aðalsmaður á ekki aðra ósk heitari en þá, að fæm hinni áttræðu, fyrrverandi drottningu Spánar, perluna að gjöf sem hollustuvott La Pere- grina var i eigu drottningarinnar, en þjónustustúlka hennar fullyrð- ir, að perian sé enn f tryggri geymslu í Sviss — ennþá í eigu drottningarinnar. Aðspurður um, hvers vegna hann hafí hækkað upphæðina i 74.000 dollara, svaraði Alfonso: ;,Ég óttaðist, að hann mundi eng- an áhuga fá á sölu á perl- unni, ef ég hækkaði prísinn aðeins um nokkur þúsund. — Það kann að vera, að frú Taylor sé drottning á sinu sviði, en af sögu- legum ástæðum finnst mér, að perlan eigi að vera áfram eign Eugeniu drottningar." „Pr'imadonnan" svaf yfir sig á frumsýningardegi, segja dönsk blób, en óstundvisi báir henni annars ekki Danskir keppinautar: Birgit Larsen. Dönsk blöö skrifa vel um Thelmu Ingvarsdóttur þessa dag- ana. í fyrirsögn eins þeirra er hún kölluð „dönsk stúlka“, en annars „dönsk-íslenzk tízku- dama“. íslendingar vilja þó eigna sér Thelmu. — Frásögn eins blaðs ins er eitthvaö á þessa leið: „Thelma Ingvarsdóttir, sem áð- ur var dönsk-íslenzk tízkusýning- ardama, en er nú franskari en flestar aðrar, umtumaði frumsýn- ingu í tízkuhúsinu Ferraud í Par- ís. Hún svaf yfir sig. Thelma heföi ekki komizt upp með það fyrir nokkrum árum, en nú er hún „stjarna", í hópi fimm eða sex þeirra beztu tízkudama í París. Þess vegna getur hún leyft sér ýmislegt, sem „prímadonnur" mega gera. Annars háir slíkt at- hæfi henni ekki. í einkalífi er Thelma sú hiri sama létta stúlka, sem hún hef- ur alltaf veriö. Dálítið grennri, dálítið öruggari og miklu yndis- legri en menn muna hana úr tízkuheiminum í Kaupmannahöfn. Á tindinum. Thelma Ingvarsdóttir hefur ver ið nálægt því að skipta um eftir- nafn nokkrum sinnum, síðan hún kom: til Parísar. Eitthvað er talað um bezta kappakstursmann Par- ísar. „Maöurinn í lífi hennar" nú er þekktur ungur lögfræðingur, sem á framtíðina fyrir sér. Þessi glæsilega stúlka, sem er áhugasamari um morgunlúr sinn en vekjaraklukkuna, starfar til skiptis á Ítalíu og í Frakklandi. Einnig kemur hún við í Englandi. Blaðamaðurinn spurði hana hversu mikiö hún fengi í laun á tindi frægðarinnar. Thelma svar- aði: Nóg. 1 tízkuhúsinu Real var önnur dönsk stúlka gráti næst. Það var hin ljóshærða Grete Thomsen, sem finnast starfssystur sínar hér í París ekki sérlega ^amvinnu- Thelma er nú á tindinum í tízkuheimi Parísar. þýðar. Hún hefur líka staðið sig vel. Grete fékk sitt tækifæri sem ljósmyndafyrirsæta, og nú starfar hún í París og er á uppleið. | Erfitt starf. Svo er önnur Grete með eftir- nafnið Kaspersen. Hún hefur grennzt tapað tuttugu pundum á öllu saman. Þá má nefna Birgit Larsen, sem hefur náð miklum -frama sem Ijósmyndafyrirsæta hjá Elle. — og fleiri og fleiri —“ Þannig skrifar eitt danskt blað um sýningardömumar. Þær eru í sviðsljósinu, eins og leikarar og kóngafólk, og verða að láta sér lynda að sérhvert atriði í einka- lífi þeirra, smátt og stórt, sé dregið fram í dagsljósið. Eins og allir vita ér margt ekki alveg sannleikanum samkvæmt, sem um þetta blessaða fólkl er sagt. Hins vegar er augljóst, að Thelma er meðal þeirra allra dáðustu í París. LÖGREGLAN EFLD Á GRÆNLANDI Afbrotum hefur fjólgab, enda þétfbýli laukizt — Það er mikil mannekla á grænlenzkum lögreglustöðvum. segir Jörgen Hertling í Godthaab, en hann er lögreglustjóri Græn- Iands. „Tregða manna til þess að ganga í liðið var slík, að okkur var hreint ekki farið að lítast á blikuna." En nú hafa horfumar batnað og lfkur aukizt fyrir því, að mönnum þyki nú lögregluþjóns- staða á Grænlandi eftirsóknar- verðari en áöur. Grænlenzkur lög regluþjónn hafði áður í byrjunar- laun kr. 850 danskar, en fjármála ráðuneytið danska hefur fallizt á að hækka þau laun upp í 2000 kr. danskar á mánuöi. „Alls eru 22 menn í græn- lenzka lögrqgluliðinu og er langt frá því aö það fullnægi þörfinni," segir Jörgen lögreglustjóri. „Nú hefur fengizt leyfi til þess að ráða fimm nýja menn til viðbótar." Fjöldi afbrota á Grænlandi hef- ur aukizt óhugnanlega hin síðari ár, í svipuðu hlutfalli og kaup- túnin hafa stækkað, en hins veg- ar hefur lögregluliðið ekkert verið eflt í mörg ár. Möguleikar til þess að senda liðsauka frá næstu lögreglustöðvum eru sáralitlir. Lögsagnarumdæmið, Egedes- minde, er t. d. jafnstórt að flat- armáli og Danmörk öll, en þar eru aöeins þrír lögreglumenn til þess að halda uppi röö og reglu. Enda gerðist það fyrir nokkrum árum, að það tók hálft ár að ná tiF moröingja, sem hélt ttl í ein- um útkjálkanum. Yfirstjóm hverrar lögreglu- stöðvar f Grænlandi, nema í Um- anak og Artgmagssalik, er í hönd- um skólaðra danskra lögreglu- manna, sem hafa sér til aðstoðar grænlenzka lögregluþjóna, er gengið hafa á lögregluskóla ríkis- ins. Lögreglan starfar undir emb- ætti lénsfógetanna. Auk lög- reglubílanna býr lögregluliðið ekki yfir öðrum aðstoðartækjum, en einni björgunarskútu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.