Vísir - 12.07.1969, Page 16
VISIR
AUGLÝSiNGAR
AÐALSTRÆTI 8
SÍMAR 1-16-60
1-56-10 og 1-50-99
GLÆSILEGT HUSGAGNAURVAL O
í SiCflÁ WI
•
TRYGGIXG
HE
* * *
tng)
LAUGAVEGI 178 K
sími jmof
„Við höldum þessu áfram meðan bíllinn endist'
litið inn i nýja bókabilinn, sem hóf „göngu'' sina i gær
■ „Það hefur verið
alveg fullt síðan við
byrjuðum kl. I í dag. —
Ætli við eigum ekki eftir
að halda þessu áfram,
meðan bíllinn endist“ —
sagði Gróa Björnsdóttir
bókavörður í hinum
nýja bókabíl Borgarbóka
safnsins, þegar blaða-
maður leit þar við í gær,
en þá var bíllinn í Ár-
bæjarhverfinu.
„Við erum hér fimm eins og
stendur og veitir ekki af, en
verðum færri síðar. Ragnhildur
Helgadóttir verður hér bókavörö
ur með mér og Bjarni Björnsson
er bilstjóri."
„Hefur verið meira um börn
en fullorðna?"
„Já, heldur meira um börn,
en við erum þó með meira af
bókum fyrir fullorðna," sagði
Gróa ennfremur.
Bíllinn, sem tómur vegur 9
tonn og 890 kíló, er mjög lang-
ur og fyrirferðarmikill, og því
spurðum við bílstjórann, Bjarna
Björnsson, hvort ekki væri erf-
itt að aka þessum stóra bíl.
„Jú, maður verður náttúrlega
að fara varlega í beygjurnar, —
en annars hallast hillurnar aö-
eins inn á við.“
„En þær hafa ekki dottiö í
þessari fyrstu ökuferö hingað í
Árbæjarhverfið?"
„Ekki að ráði, bara svona ein
og ein. Seinna koma svo stoöir
fyrir framan þær, svo að það
ætti ekki að verða nein hætta
á því í framtíðinni," sagði Bjarni
að lokum.
Að kvöldi dags, þegar bóka-
bíllinn hélt ,,heim“ á leið höfðu
270 bækur verið lánaðar út. —
„Þetta var fremur rólegur dag-
ur,“ sagði Eiríkur Hreinn Finn-
bogason, borgarbókavöröur, „en
reyndar kom þaö ekki að sök,
því afgreiðslan er fremur hæg
vegna mikils fjölda af nýjum
lánþegum, sem veita þurfti láns-
kort.“ Þess skal getið til saman-
burðar, að aðalsafnið við Þing-
holtsstræti Iánar út um 1000
bækur á dag, og útibúið 1 Sól-
heimum milli 400 og 600 bækur
á dag, en það er aðeins opið
eftir hádegi.
Kostnaður við að gerast lán-
þegi í bókasafninu er ákaflega
lítill, — það kostar litlar tiu
krónur að fá eitt kort, sem veit-
ir réttindi til að fá að láni eina
bók í einu, en kortið gildir í ár.
Flestir fá sér fleiri en eitt kort,
— oftast 2—3.
Á mánudaginn verður bóka-
bílnum ekið í ný hverfi, fyrst í
Blesugróf, þar verður hann milK
14 og 15.30, og þaðan verður
haldið í Árbæjarhverfi og haldið
kyrru fyrir frá kl. 17 til 19.
„Málefnum Há-
skólans ekki sinnt
af kostgæfni
— segja lýdræðissinnaðir stúdentar
E3 Þeir gerast nú æ fleiri, sem rísa öndverðir gegn hinum nýju
innritunarreglum 1 læknadeild Háskóla íslands og lýsa óá-
nægju með málefni Háskólans almennt. Stjórn Vöku, félags Iýð-
ræðissinnaðra stúdenta, kom saman til fundar í gærmorgun og sam
þykkti einróma ályk*un þá um málefni Háskóla íslands, sem hér
fer á eftir.
Um langt árabil hafa stjórnvöld
ekki sinnt málefnum háskólans af
þeirri kostgæfni, sem ætlast mætti
til. Ljóst er, að Háskóla íslands er
sniðinn það þröngur stakkur, að
hann nær ekki að rísa undir því
hlutverki sem hann óneitanlega þarf
að gegna í vaxandi þjóðfélagi.
Greinilegast kemur þessi vanmátt-
ur háskólans í ljós nú, þegar tak-
markaður hefur verið aðgangur að
læknadeild, vegna mjög ófullnægj-
andi aðbúnaðar og aðstöðu deildar-
*nnar. En vandamál læknadeildar
eru ekki annað en hnotskurn af
vandamálum háskólans alls.
Eins og málefnum háskólans er
nú háttað skapar takmörkun að
einni deild skólans aðeins öngþveiti
í öðrum deildum hans.
Stjórn Vöku, félags lýðræðissinn-
aöra stúdenta, lýsir eindreginni and
stöðu gegn hvers konar takmörk-
unum á inngöngu stúdenta í Há-
skóla íslands. Það er skýlaus krafa
stjórnar Vöku, að hafizt veröi þeg-
ar á þessu ári handa um aukningu
kennslurýmis háskólans og fjölgun
námsleiða. Stjórn Vöku lýsir yfir
vantrausti á stjórn menntamála í
landinu þar sem gersamlega hefur
verið brugðizt þeirri sjálfsögðu
skyldu, að viðunandi menntunarað-
staöa sé fyrir hendi í landinu.
■ Börnin voru ekki síður áhugasöm í bókasafninu, sem kom akandi heim í hverfið þeirta í gær-
dag, en þeir fullorðnu. (Ljósm. Vísis B.G.)
-------------------------------------------------------------------- ------------------------------- I
llespulopi fyrir 9 millj.
til Bandaríkjanna
Álafossverksmiðjurnar fluttu i í Bandaríkjunum fyrir um fjóra
síðasta ár hespulopa á markað | og hálfa milljón króna á núver
■^indi gengi. Pétur Pétursson, for
itjóri tjáir blaðinu, að í ár sé
>úizt við, að þessi útflutningur
vöfaldist og nemi u:.i 9 millj. kr.
Nokkur þúsund teppi frá verk-
imiðjunum hafa farið á Bandarikja
markaö og er stööugt unnið að
sölustarfi.
Ásbjöm Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri verksmiðjunnar, hef
ur að undanfömu ferðazt um Evr-
ópu, Þýzkaland, Italíu, Sviss, Hol-
land og Frakkland, til að afla mark
aða fyrir Álafossvömr. Talsvert
hefur þegar selzt af peysum og
fleiri flikum.
Ævintýrabítlar
— Fyrst og fremst ætlum
við að skemmta fólkinu, en
látum okkar áhugamúsík sitja
á hakanum, sagði Björgvin er
Vísir ræddi lítillega við hann
í gær. Hann eg fjórir félagar
hans hafa stofnað nýja hljóm
sveit, sem koma mun fram í
fyrsta sinn n.k. laugardags-
kvöld í Tónabæ.
„Má með sanni segja, að „blóm-
n“ hafi sprungið út, þvi fyrir
kömmu lögðu Flowers upp laup-
ana og tveir úr þeirrf hljómsveit
Þetta er „Ævintýri“. Frá vinstri. Birgir Hrafnsson, var áður í Pops, Sveinn Larsson, áður í Bendix fóru yfir í hljómsveitina Trúbrot.
og þá „blómálfamir“ Arnar Sigurbjörnsson, Sigurjón Sighvatsson og Björgvin Halldórsson. Hinir „blómálfamir“ hafa nú feng-
iö menn í þeirra stað og ætla að
leika og syngja undir nafninu
„Ævintýri.“
„Það er meöal annars vegna þess,
að við erum ofsalega kristnir, að
við ætlum aö velja lagið „Jesús
Kristur" á okkar fyrstu hljómplötu,
sem væntanlega mun koma á mark
að í september. Viö höfum æft vel
undanfarið, en við ætlum þó ekki
að hafa hljómlistina að aðalat-
vinnu. Það vinna allir fulla vinnu
á daginn nema ég, sagöi Björgvin,
en ég er að „pæla“ í því að fá
eitthvaö að gera.“
Björgvin sagöist líta björtum
»->• 10. sfða.