Vísir - 23.08.1969, Page 4

Vísir - 23.08.1969, Page 4
■ Oft veltir lítil þúf a þungu... Menntamálaráðherra Thailands, Sukit Nimanheminda, hefur bann að öllu kvenfólki, starfandi í ráðu neytinu, að ganga um í pínupils um á starfstíma. „Það er óþægi- legt fyrir augun“, segir hann. H Það friðar samvizkuna. Nú geta hvítir S-Afríkubúar drukkið Queen Anne ( skozkt viskí), innflutt, án þess aö þykja neitt verri þegnar þar syðra. Flöskurnar eru nú seldar með tvenns konar miðum. Á ensku er það Queu Anne-merkið, en á máli afkomenda Búanna stendur á hinum miðunum „Tant Anna“, en það þýðir Anna frænka. Fékk Kennedy taugaáfall eftir slysið? — Hann átti 17 simtöl áður en hann hringdi til lögreglunnar Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Edward Kennedy sagði eftir bílslysið 18. júlí sl., þar sem fyrrum einkaritari Roberts bróður hans, lét lífið: „Ég fékk mikiö taugaáfall. Þess vegna reikaði ég um í níu klukkustundir, áður en ég hringdi til lögreglunnar og tilkynnti um slysið.“ En nú er komið á dagin: að Kennedy var ekki ruglaðri en svo, að hann átti 17 símtöl á þessum níu klukkustundum. Dagblaöiö Man- chester Union hefur komizt á snoðir um símtöl þingmannsins og komizt að raun um, að fimm þeirra hafi farið fram fyrir mið- næt'' g tólf eftir miðnætti. — Tyrsta símtal Kennedys var frá sumarhúsinu á Chappaquiddic-eyj unni, þar sem hann var i sam- kvæminu ^yrr um kvöldið. Fyrsta símtalið, sem stóð yfir í 21 mínútu, átti Kennedy við sumarsetur Kennedy-fjölskyldunn ar í Hyannisport. Ní t ræddi Kennedy við hinn pólitíska ráðgjafa fjölskyldunn- ar Theodore Sörensen, en síðan við lögfræðinginn Burke Mars- hali en hann var aðstoðar-dóms- málaráðherra Roberts Kennedys sínum tíma. Hin samtölin "órtán fóru fram frá hótelinu í Edgartown, þar sem Kennedy hafði herbergi. Það var svo ekki fyrr en klukkan tíu morguninn eftir, að Kennedy hringdi sjálfur til lögreglunnar og tilkynnti slysið. Kennedy-fjölskyldan hefur ekki fengizt til að segja neitt um stað hæfingar Manchester Union né vísað þeim á bug, og b'~ menn spenntir skýringa á því, hvers vegna 9 klst. liðu, án þess að DEILUR UM Kennedy hringdi til lögreglunnar. Hins vegar mótmælti Kennedy strax grein, sem hinn þekkti blaðamaður Jack Anderson brif aði um málið, en þar er því m. a. haldið fram, ð Kennedy hafi um tíma verið að hugsa um að fá fræuda sinn, Joseph Gargan, til þess að Iátast hafa ekið bílnum er slysið varð. H Öheppilegt staðarval. Lisa Minelli stóð í Blue Hill- kirkjugarðinum í Braintree í Massachu^etts-fylki hér um dag- inn og tíndi af sér spjarirnar, en álengdar stóð Otto Preminger g horfði á með velþóknun. Þau voru að taka upp nektaratriði í næstu ynd Premingers. Frá listfræðilegu sjónarmiði kann þetta að hafa tekizt vel, en frá lör' æðilegu sjónarmiði verð- ur það ekki útkljáð fyrr en í rétt- inum í lok þessa mánaðar. Frú Margaret Forgano kærði bau nefnilega fyrir tiltækið og vitnaði •' reglugerðaratriði frá þvi 1861, þar sem svo er kveðið á um kirkjugarða: ,,að þeir séu stað ir. hvar hinir dauöu skulu í friði hvíla og hvar minningar eftirlif- endanna eru bundnar við“. Hún segir að þau Preminger hafi van helgað staðinn. Maður frú Forgano liggur graf nn í Blue Híll. B Eldfjallavatn Yfirvöld Mexico-borgar eru nú í þann mund að tappa drykkjar- vatni af tveim eldfjöllum, sem gnæfahátt í grenndinni. Það er ver ið að koma fyrir rörum frá eldf jöll unum til borgarinnar, en um þau á bráðinn snjór frá tindum fjall- anna að streyma. Ráögert er, að með þessu móti veröi unnt að sjá 400 þúsund íbúum í austurhluta borgarinnar fyrir drykkjarvatni. ■ Langlífasti • hjartaþeginn. J Eftir dauða Philip Blaibergs er* franski presturinn Charles Boul-J ogne sá hjartaþega sem lengst hef • ur lifað eftir ígræðslu. Hann er* sagður lifa eðlilegu lifi í klaustri* sínu í París og messar að jafn-J aði. Hann er dominikusarmunkur* og vill ekki láta hafa eftir sérj eitt eða neitt um dauða Blaibergs.J Charles Boulogne var skorinn* upp fjórtán mánuðum síöar enj BJaiberg á Broussais-sjúkrahúsinu • í París undir leiðsögn próf. Charl- J es Dubost. Hið nýja hjarta prestsj ins var tekið úr 39 ára gömlum* Frakka, sem látizt hafði úr heilaj blæðingu. • FRÆÐI HITLERS Nú er í ráði, að heimspeki Hitlers, Mein Kampf, verði gefin út retlandi í haust í fyrsta skipti . frá stríðslokum. Utgáfan mun kosta fjórar gíneur hvert ein tak og Sir Robert Lusty, fram- cvæmdastjóri Hutchinsons-útgáfu fyrirtækisins, sem standa mun að útgáfunni segir svo: „Bókin var gefin út hjá fyrirtæki okkar árið 1933 og við förum í einu og öllu eftir þeim skilmálum, sem settir voru í útgáfusamningnum þá. Hundrgösgjald af hverju eintaki f.er tji. u’ borðsmanna okkar og þeir muni. koma þvi áleiðis, eins og samningurinn segir til um — til þýzku ríkisstjórnarinnar. Hvað hún gerir við féð, veit ég ekki né hirði um. Þó mun ekkert renna til ættingja Hitlers vegna þess, að útgáfurétturinn var fenginn ríkis stjórninni í hendur á sínum tíma.“ — Sagt er, að Þjóðverjar sjálfir séu ekkert allt of hrifnir af væntanlegri útkomu hinna nazistísku fræða. Talsmenn þýzka fjármálaráöu neytit egja, að enn hafi ekk- ert leyfi verið gefið fyrir endur- útgáfu bókarinnar. „Það er ekki um það að ræða að taka við á- góða, því að okkur vitanlega hef- ur enginn leyfi til þess að gefa þessa bók út. — Þaö er ekki gott að segja, hvað við myndum gera við peningana, ef okkur bær- ust þeir, — hvort viö myndum skila þeim aftur, halda þeim eða gefa þá í góðgerðarstarfsemi. — Ef einhver sendir okkur hagn að af útgáfu bókarinnar eftir að hafa fengið þvert bann frá okk- ur fyrir útgáfu, lendum við vissu lega klípu.“ Eigendur útgáfufyrirtækisins í Bretlandi segjast ekki enn hafa fengið mótmæli eða blátt bann frá þýzku ríkisstjóminni, enda vilji þeir sízt af öllu þyrla upp moldviðri vegna útkomu bókar- innar og samningurinn sé enn í fullu gildi. ^lalalalalalaSalaíalaElEÍISIalslalalalals m m isi m 13 13 13 0$. STALHUSGÖGN húðuð með hinu sterka og óferðarfallega RILSAN (NYLON 11) Framleiðandi: STÁLIÐN HF., Akureyri 13 31 31 3i 31 31 31 31 31 lol Söluumboð: ÓÐINSTORG HF. Skólavörðustíg 16, Reykjavík_ BllalbilEIIalElEniaHalblÍallaUalElEllalÉllallalEIIaÍ 9 tímar — 17 símtöl. Þá fyrst var hringt í lögregluna. ápáin gildir' fyrir sunnudaginn 24. ágúst. Hrúturinn, 21. marz — 20. apríl. Leggðu við eyrun 'ti. fréttum sem eru að gerast í kringum big. Það m„ vel vera að þú fáir Pá réttari skilning á mönnum og Nautið, 21. apríl — 21. mai. Þaö ge^’ir farið svo í dag að eitthvað það bregðist, sem þú reiknaðir leð — ef til vill fyr- ir hirðuleysi annarra, ef til vill f 'r klaufaskap þinn. Tviburarnir, 22. maí — 21. júni. Á stundum getur það borgað ,sig aö segja ekki það sem manni býr í brjósti. Hugsaðu þig að minnsta kosti vel um áður en erist óþægilega -einskil- ’'r>n. Krabbinn, 22. júní — 23. júlí. Sjáðu svo um að þú megir ekki fljótfærni þinni eöa ráðríki um kciuia, ‘■-■ri eitthvað út um þúf- j.-, sem þú hefur lengi að unn- iö, og skiptir þig talsveröu máli. Ljón’* 24. júlí — 23. ágúst. Leggðu ekki mikið upp úr áróðri og lausafréttum og ró- mi þótt gangi á ýmsu í kringum þig. Treystu meir á elju en heppni f starfi og áætl- unum. Meyjan, 24. ágúst — 23. sept. Fyi hluta uugsins ættirðu að undirbúa ýmsar aðkallandi fram kvæma' ræðá við ráðamenn, ef þess þarf við —. eins ef þú þarft uð leita aðstoðar vina þinna. Vogin, 24. sept. — 23. okt Taktu ekki hart á fljótfæmi ann arra i dag, jafnvel þótt hún valdi þér --kkrum óþægindum í bili. Gerðu allt til að halda friði heima fyrir. *rekinn, 24. okt. — 22. nóv. Tillitsleysi þitt við aðra, senni- lega þína nánustu, getur valdið ósamkomulagi og sársauka, sem ef tn vill fyrnist seinna en þú vildir. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Leggðu ekki um of áherzlu á formsatriði, ef þau tefja undir- búning eöa ákvarðanir. Láttu ekki áróður villa þér sýn, að þú sjáir ciki hvað mestu máli skiptir. Steingeitin, 22. des. — 20. jan. Faröu hægt og rólega að öllu, reyndu fremur að koma fram vil=- þínum með ýtni og lagni, en að þú beitir skapi og á- gengni, eins þótt þér finnist Unt ganga. Vatnsberinn, 21. jan. — 19. febr. Vertu á verði gagnvnrt þeim, sem vilja fá þig til að ganga aö einhvers konar tilboðum eða samningum. - Athugaðu að minnsta kosti öll bindandi á- væði. Fiskarnir, 20. febr. — 20. marz. Vertu rólegur þó að nokkur s .gangur verði ■ i hlutunum vfir hádegið að minnsta kosti, og gerðu ekki neitt til hraða gangi þeirra í bili.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.