Vísir - 23.08.1969, Side 7
Vl S IR . Laugardagur 23. ágúst x»o9.
morgim. -
Skæruliðar dæmdir i ævilangt
fangelsi í Saðvestar-Afríku
Frá Windhoek í Suðvestur-Afríku
bárust fréttir uni það í gær, aö
fimm menn hefðu verið dæmdir í
ævilangt fangelsi fyrir hryðjuverk.
Sá sjötti var dæmdur í þriggja
missera fangelsi.
Réttarhöldin hófust í lok júní-
mánaðar. Menn þessir voru einnig
sakaöir um tilraunir til þess aö
steypa stjórn Suövestur-Afríku.
Allir sakborningar lýstu sig ekki
seka.
Dómarinn kvaó þaö sannaö mál,
að blökkumenn fengju þjálfun í
skæruhernaöi í Sovétríkjunum,
Kína, Egyptalandi og Tanzaníu, og
aö þjálfun lokinni væri hlutverk
þeirra að koma upp skæruliðastöðv
um i Suðvestur-Afríku.
Suður-Afríku var falið, af gamla
þjóðabandalaginu, aö fara með um
boðsstjórn í Suðvestur-Afríku og
hefur virt að vettugi fyrirmæli
Sameinuðu þjóðanna um að láta
yfirráðin í þeirra hendur.
Tvær mifljónir
manna hafa lótið
lifið í Nígeríu
Owerri í gær: Tvær milljönir manna
hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni
í Nígeríu, þar af 1V2 milljón manna.
sem beðið hafa bana af hungri eða
af völdum loftárása flughers sam-
bandsstjórnarinnar. Hinir eru her-
menn og fólk borgaralegra stétta
sem hafa látið lífið þar sem bardag
ar hafa geisað.
Fimm voru drepnir og 600
handteknir í Tékkóslóvakíu
Prag í gær: Aöalmálgagn komm-
únistafiokks Tékkóslóvakíu toirti í
gær frétt um það, að alls hefðu
600 menn veriS handteknir undan-
gegrfa 3 daga.
Samtímis birti blaöið fyrstu
myndimar af óeirðunum sem leyfð
hefur verið birting á.
Blaðið Rude Pravo, þakkar lög-
reglunni fyrir að hafa hindarð, að
Prag yrði eins og „villta vestrið".
Að minnsta kosti 9 fréttamönn-
um og fréttaljósmyndurum hefur
verið vísa'ð úr landi í Tékkóslóvak-
íu.
Stokkhólmi: Tékkneska innanrík
isráðuneytið hefur tilkynnt sænska
sendiráðinu, að fleiri fréttamönnum
(frá Svíþjóð) veröi ekki hleypt inn
í landið um sinn. Blaðamanni frá
Aftenbladet og fréttaljósmynd-
ara var nýlega vísað úr landi.
Á slóðum Kamillu var svona umhorfs
Hvirfilvindurinn Kamilla olli meira tjóni en nokkur annar hvirfilvindur í Bandaríkjunum í hálfa
öld. Þessi mynd úr þorpinu Biloxiú sambandsrikinu Mississippi þarfnast ekki skýriuga, cn svona
var eða svipað umhorfs í hundruðum bæja i 3—4 sambandsrikjuin Bandaríkjanna eftir storminn.
Bann við, aö varalió norbur-
irsku lögreglunnar gegni
störfum á götum Belfast
og Londonderry
Belíast: Sir Ian Frieland, yfirmað
ur brezka liösins á Norður-írlandi
skipaði svo fyrir í gær, að bann
yrði lagt við, að varalögrcglan
norður-írska hefði skyldustörf með
höndum á götum Belfast og London
derry.
Þetta er 8000 manna liö, sem hef
ir sætt harðri gagnrýni fyrir fram-
komu sina gagnvart rómversk-kaþ-
ólsku fólki. Hún var eitt þeirra höf
uðmála sem rædd voru á Lundúna-
fundinum.
Bretar hafa nú 6000 manna lið á
Norður-írlandi og í dag er von
þangað á 600 manna liði úr frægri
brezkri hersveit, Grenadier-verð-
inum.
SIMASKRÁIN 1969
t
Mánudaginn 25. ágúst n.k. veröur byrjað aö
afhenda símaskrána 1969 til símnotenda í
Reykjavík. Fyrstu tvo dagana, mánudaginn
25. og þriðjudaginn 26. ágúst, verða afgreidd
símanúmer frá 10000 til 26999, það eru síma-
númer frá Miðbæjarstöðinni. Miðvikudaginn
27. og fimmtudaginn 28. ágúst verða afgreidd
símanúmer sem bylja á þrír og átta, það eru
símanúmer frá Grensásstöðinni.
Símaskráin verður afgreidd í Kirkjustræti
8-10 (í húsnæði sem Gefjun-Iðunn var í
áður) daglega kl. 9—19.
í Hafnarfirði verður símaskráin afhent á sím-
stöðinni við Strandgötu föstudaginn 29. ágúst.
Þar verða afgreidd símanúmer sem byrja á
fimm.
í Kópavogi veröur símaskráin afhent á póst-
afgreiðslunni Digranesvegi 9 föstudaginn 29.
ágúst. Þar verða afgreidd símanúmer sem
byrja á fjórir.
Athygli símnotenda skal vakin á því, ao síma
skráin 1969 gengur í gildi um leið og tvö þús-
und númera stækkun Miðbæjarstöðvarinnar
verður tekin i notkun, að öllu forfallalausu að-
faranótt mánudagsins 1. september 1969.
Símnotendur eru vinsamlega 'beðnir að eyði-
leggja gömlu símaskrána frá 1967 vegna fjölda
númerabreytinga, sem orðið hafa frá því hún
var gefin út, enda ekki lengur í gildi.
BÆJARSÍMINN