Vísir - 23.08.1969, Side 8

Vísir - 23.08.1969, Side 8
8 V í S IR . Laugardagur 23. ágúst 1969. VÍSIR ■ _\_I Útgerandi ReyKjaprept h.t FramKvæmdastjón Sveinn R. Eyjólísson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjón; Jón Birgii Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimai H Jóhannesson Auglýsingai: Aðalstræti 8 Simai 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla Aðaistræti 8. iStmi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Aslrriftargjald Kr 145.00 * mánuði innanlands f lausasttlu kr 10 00 eintakið “renrsmiðja Visis — Edda h.f Haldlítil úrræði i gær var vikið nokkuð hér í forustugreininni að þeim „úrræðum“ Framsóknarmanna, sem talin voru upp í Tímanum s.l. miðvikudag, en rúmjð leyfði ekki að fjallað væri um þau öll. Ótalin var sú tillaga, „að rík- ið hefði forgöngu um ýmsar framkvæmdir þar sem einkaframtakið héldi að sér höndum, t. d. hefði ríkið forustu um smíði skipa innanlands og tryggði skipa- smíðastöðvunum þannig næg verkefni.“ Það verður alltaf nokkurt álitamál, hvað ríkið á að ganga langt í slíkum efnum, meðan ekki er tekinn upp ríkisrekstur í öllum megin framleiðslu- og at- vinnugreinum þjóðfélagsins. Hingað til hefur Fram- sóknarflokkurinn ekki virzt því fylgjandi, né heldur Sjálfstæðisflokkurinn. Þróunin hefur samt orðið sú, að með alls konar framlögum, styrkjum og lánum til svokallaðs einkareksturs er komið hér á það afleita afbrigði af ríkisrekstri, að töpin lenda á ríkinu, en hagnaðurinn hjá einstaklingum, ef um hann er að ræða. Framlög einstaklinga sjálfra t. d. til skipa- kaupa, eru í flestum tilvikum svo lítill hluti kaup- verðsins og rekstrarféð að mestu fengið að láni, að segja má að megin áhættan sé hjá ríkinu, bönkum og öðrum lánastofnunum. Þar af leiðandi kann svo að virðast, að ekki mun- aði miklu fyrir ríkið, þótt það stigi skrefið til fulls, léti smíða skipin og lánaði allt kaupverðið ásamt rekstrarfé. En á erfiðum tímum, eins og nú, hljóta því að vera takmörk sett, hvað ríkið getur gert í þess- um efnum; og það væri óneitanlega umdeilanleg ráð- stöfun hjá ríkinu, að láta smíða fjölda skipa, sem eng- in vissa væri fyrir að nokkur maður vildi kaupa og reka, jafnvel þótt framangreind kjör yæru í boði. Stjórnarandstæðingar sleppa oftast að geta þess, þegar þeir eru að bera fram kröfur sínar á hendur ríkinu og stjórninni um alls konar framlög og fram- kvæmdir, hvar hún eigi að taka allt féð, sem til þeirra þarf. Þeir virðast ekki vilja skilja, að það skipti nokkru máli, þótt þjóðartekjurnar minnki um allt að helming á tveimur árum. Það á að vera hægt að halda öllu í sama horfi og þegar bezt gekk, eftir sem áður! í fyrrnefndri forustugrein Tímans var klikkt út með því, að ef farið hefði verið að ráðum Framsóknar- manna, „væri nú frekar of mikil en of lítil atvinna í landinu. Hér gæti verið þörf fyrir erlent vinnuafl á vissum árstíma“. Dettur nokkrum lifandi manni í hug að málið sé svona einfalt? Nei, og ekki einu sinni rit- stjóra Tímans sjálfum. Hann veit mæta vel, að þessi „úrræði“ Lramsóknar hefðu engu breytt. Það væri lítill vandi að stjórna landinu, ef ekki þyrfti annað og meira til en þessar vangaveltur Tímaritstjórans. Það er ósköp hætt við að þessi „úrræði“ hefðu reynzt Framsóknarmönnum sjálfum haldlítil, ef þeir væru við völd, en þeir hafa heldur aldrei þótt sérstaklega fundvísir á góð úrræði og ótrúlegt .að þeir séu allt í einu orðnir það nú. Á Venceslas-torgi 21. ágúst 1969. Það hefur komið i ljós æ of- an i æ í sösunnf, að frelsisþrá- in er svo rík í brjóstum menn- ingarþjóða, að ógerlegt er að uppræta hana, þrátt fyrir of- beldi, kúganir og auðmýkingu. Tékkar eru ein þeirra þjóða, sem eiga sér menningararfleifð sem er henni styrkur, er inn- limun gæti vofað yfir og horf- urnar þær, eins og sakir standa, að Tékkar séu þjóð án framtfð- ar. í hópi þeirra sjálfra heyr- ast raddir í þá átt. Flóttafólk- ið segir það berum orðum. Það gerir sér ekki lengur neina von um framtíðina það var á þessa leið, sem ung stúlka í hópi flótta fólks talaði, eins og margirmunu minnast úr sjónvarpinu nýlega. En frelsisþráin deyr ekki út. í>að sýnir reyndin, sagan hefur sýnt það æ ofan i æ, í brjóstum útlaganna, heima fyrir Hún gengur í arf, jafnvel frá kynslóð til kynslóð'ar, ef til vill svefn- eða dvalabundin í brjóst um margra, ólgandi í hugum annarra, og fyrr eöa síðar get ur sá tími komið, að hún vaxi svo og eflist, að kúgunaröflin fái ekki rönd við reist. Kúgun- armáttur hins sterka í hernað- arbandalagi á okkar tímum get ur hrunið til grunna eins og keisaravalds fyrri tíma. Hvers vegna? Vegna þess, að kúgar- arnir geta ekki „eitrað, höggvið hengt né brennt“ frelsishug- sjónirnar. Jafnvel þar sem allt er í stálgreipum bregður þjarma á loft i svip á stundum, upp frá fangelsum og vinnubúðum, þar sem frelsisunnandi mennta menn taka út hegningu sína fyr- ir að mótmæla ofbeldinu. Þegar þessi orð eru skrifuð, á innrásardeginum, 21. ágúst, er enn á huldu hvað gerast kann í þessari viku. örlagaríkir atburðir kunna að gerast. Auk- in kúgun kann að vera framund an, ef til vill um langan aldur, en engin nótt er svo löng, að ekki birti af degi um síðir. A.Th. Bretar hafa raunverulega tekið við i Ulster í brezka útvarpinu komu þeir fram forsætisráðherrarnir Wils on og Chichestpr-Clark, að Iokn um sex stunda fundinum i nr. 10 við Downing-stræti fyrr í vikunni, og svöruðu fyrirspurn um um samkomulagið, sem náö- ist, en um þaö er lesendum En fyrirlesarinn kvað þaö aug Ijóst að það sem hefði gerzt væri það, að brezka stjórnin . hefði raunverulegá tekið við í Noröur-írlandi, og bæri ábyrgð- ina, þar til málum væri komið í gott horf, en hversu lengi það yrði, væri ekki hægt um að segja, að sjálfsögöu, en á- reiðanlega eins lengi og þyrfti og þar til er því marki væri náö, að öllum borgurum væru tryggð jöfn mannréttindi. Brezka stjórnin hefur nú sent tvo embættismenn til Stormont sem fulltrúa sína, yfirmaður brezka liösins ber alla ábyrgð á öryggi — boöað er, að Chich- ester-Clark komi aftur til Lond- on til frekari viðræðna. blaösins kunnugt af fréttunum undangengna daga. I fréttaauka í London var rætt um svör forsætisráðherr- anna — og fyrirlesarinn vék að þvi aö Chichester-CIark hefði svarað á þá lund, að hann hafi greinilega ekki verið alveg á sömu bylgjulengd og Wilson. en báðir hafi vitanlega rætt málin af diplomatiskri varfærni. en þó einarðlega. Chiches er-Clark í London

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.