Vísir - 20.09.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 20.09.1969, Blaðsíða 4
VAR HENNI MISÞYRMT. Á myndinni sjáið þið dönsku tízkusýningardömuna, Kirsten Larsen. Fyrir skömmu var hún dæmd í 3 ára fangelsi fyrir til- raun, sem hún gerði til að smygla hash úr landi alls um 22 kg. Nú hefur birzt grein í dönsku blaði um það, að í fangelsinu hafi hún orðið að þola misþyrm- ingar. Eftir stranga yfirheyrslu og hótanir um 15 ára fangelsi, ef hún segði ekki allan sannleikann í málinu, segir blaðið, að hún hafi verið bundin niður á bekk og handjárnuð, en iljar hennar pikkaðar með nálum. Það er langt síðan almenn- ingur í Bretlandi las um að hjóna band væri í nánd, heföi veriö á- kveðið bak við tjöldin af hinum konungbornu fjölskyldum eða öllu heldur hinu alþjóðlega og feonungiega hjónamiðlunarkerfi Hin hamingjusömu „hjón“ eru: Hin léttlynda og laglega Anna Bretaprinsessa, nýlega orðin 19 ára og hinn aðlaðandi krónprins Svíþjóðar, Karl Gustav, 23 ára. Allt frá því að þau fóru 1 sigl- ingaferð saman í Cowe sem ungl ingar fyrir nokkrum árum, hafa slúðursagnahöfundar verið önn- um kafnir við að koma þeim sam an. SÖGUSAGNIR. Evrópsk blöð og tímarit hafa verið full af sögum og feitum fyrirsögnum, um „Mestu tíðindi ársins“, sem þau telja greinilega á næsta leiti. Sem fyrirsögn í ítölsku blaði mátti lesa eitt sinn „Anna í giftingarhugleiöingum — sá hamingjusami tilvonandi kon- ungur." Parísarblööin skýrðu þannig frá málinu, að fjölskyldur beggja Kirsten Larsen, — eiturlyfja- smyglari? Karl Gustav er sagöur ganga í augun á kvenfólkinu, enda sagður mjög skemmtilegur og myndarlegur. ekki áhyggjur Anna Yfir 40 tegundir áklæða Ábyrgð á allri smíði og bólstrun AFBÓRGUNARSKILMÁLAR TréttEhni Framleiðendur — símar 14275—19669 Spáin gildir fyrir sunnudaginn 21. september. Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Deginum getur brugðið nokkuð til beggja vona, sennilega vegna einhverra aðstæðna í fjölskyld- unni. Ef til vill verðuröu þess vegna að fresta einhverju, sem þú hefur ákveðið. Nautið, 21. apríl —21. maí. Ferðalög heldur óæskileg, að minnsta kosti á landi, og yfir- leitt skaltu fara gætilega úti við. Heppilegast væri fyrir þig að halda þig heima, seinni hluta dagsins að minnsta kosti. '"víbur vrnir, 22. mai—21. júní. Vissara fyrir þig að fara gæti- lega í orði og verki þar sem fjölskyldan er annars vegar, en þó lagast það nokkuð, þegar á líður. Láttu þér ekki bregða þótt þú sért lágt skrifaður í bili. Krabbin. , 22. júni — 23. júlí. Það lítur út fyrir, að þetta verði þér ekki neinn hvíldardagur, heldur hafirðu í svo mörgu að snúast, að þér þyki meira en nóg um. Jafnvel kvöldið getur orðið erilsamt. Ljónið, 24. júlí — 23. ágúst. Þetta getur orðið skemmtilegur dagur, meira að segja ekki ó- líklegt aö eitthvað það gerist, sem þú hefur ánægju af til lang frama. Einkum getur kvöldið orðið mjög ánægjulegt. Meyjan, 2' ágúst — 23. sept. Þetta getur orðið ánægjulegur dagur, en þó geta ferðalög, eins þótt skemmri séu, ekki gefið góða raun. Taktu fullt tillit til þinna nánustu, og hafðu þá með í í ráðum. Vogin, 24. sept. — 23. okt. Ánægjulegur dagur, að því er viröist, og mun gagnstæða kyn- ið eiga sinn þátt í því. Kvöldið rómantískt fyrir að minnsta kosti yngri kynslóðina, en lof- orð og efndir fara ef til vill ekki saman. Drekint. 24. okt. — 23. nóv. Dagurinn einkennist sennilega af annríki, ef til vill meira en góðu hófi gegnir. Það getur farið svo, að eitthvað það gerist, fremur jákvætt að minnsta kosti sem hefur varanleg áhrif. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Skemmtilegur dagur yfirleitt, en þó lítur út fyrir aö einhver kunn ingi eða vinur komi þannig fram, við þig eða aðra að álit þitt breytist verulega áður en dagurinn er allur. Steingeitin, 22. des. — 20. jan. Það lítur út fyrir að eitthvað skyggi á ánægju þína, einkum ef þú ert af yngri kynslóðinni. Taktu ekki um of mark á loforð um, og treystu reyndum vinum betur en nýjum. Vatnsberinn, 21. jan. — 12. febr. Farðu að ráðum þinna nánustu, það mun bezt gefast i dag, jafnvel þótt þér kunni að sýn- ast annað í bili. Þú færð að öll- um líkindum tækifæri til að end urgjalda gamlan greiða. '^islornii, 20. febr. — marz. Að öllum líkindum yerður þetta þér skemmtilegur dagur, en ekki er víst að öllu verði að treysta, og ekki skaltu taka um of mark » á hrósi og gullhömrum, þótt / hrós sé betra en ekki. * „hjóna-kornanna“ gerðu það sem þau gætu til að koma þeim sam- an og heföi skemmtiferðin til Nor egs eingöngu verið farin til að gefa Önnu og Karli tækifæri til að hittast. Hvað sem er svo satt í þessu öllu saman þá er bezt að hafa eitt hugfast, að Anna hefur lýst því yfir, ,,að eiginmanninn ætl' hún að velja sér sjálf.“ HVAÐ ER SATT í ÖLLU ÞESSU? Eftir því sem sannastar fréttir herma, þá er það víst staðreynd, að drottning Stóra-Bretlands yrði i raun og veru mjög hamingju- söm, ef Anna dóttir hennar giftist Karli og yrði drottning í Svíþjóð. í augum brezku konungsfjölskyld unnar er Svíþjóð eitt af fáum löndum heims, þar sem konung- dómur virðist eiga stöðuga fram tíð fyrir sér. Karl er einnig mjög ákjósanleg ur eiginmaður handa prins- essunni. Hann er á hennar aldri. í æðum hans rennur blátt blóð. Hann á framtíð sem konungur. Prinsinn er vinsæll meðal brezku hirðarinnar. Hann hefur verið gestur nokkrum sinnum 1 Balmor al og Windsor. Hann og Anna hittust einnig við brúðkaup Kon- stantíns Grikkjakonungs. ÞAÐ ER AÐEINE EITT SEM VANTAR Á FULLKOMLEIKANN Málið virðist líta Ijómandi vel út, og allir ættu að geta orðið ánægðir með hjónabandið. Það er aðeins eitt sem á vantar: Þau eru ekki ástfangin hvort af öðru og jafnvel í konungsfjölskyldum tíðk ast ekki nú á dögum að þvinga ungt fólk í hjónaband á móti vilja þess. Anna er ekki eina stúlkan, sem Karl Gustav, hefur veriö bendl- aður við. Það er á allra vitorði í Svíþjóð, að tvær sænskar og ljós- hærðar éru nánar ýinkonur hans, sænska leikkonan Pia Degermark, og ljósmyndafyrirsæta nokkur, sem gengur undir nafninu Titti. Sögusagnir herma, að hann hafi farið í samkvæmi með þeim til Hamborgar til að Iosna við að fara í afmælisboö Önnu Breta- prinsessu. ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS KR. 22.870.— Þessi mynd var tekin af Önnu á 19 ára afmæiisdaginn. Það var Snowdon lávarður, sem var bak við myndavélina í þetta skiptið. Hafðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.