Vísir - 20.09.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 20.09.1969, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Laugardagur 20. september 1969. VISIR Otgefandi: Reysjaprent hJ. Framkvæmdastjón Sveinn R. Eyjólfsson Rltstjóri: Jónas Kristjánsson A.ðstoðarritstjðri: Axel Thorsteinson Préttastjóri: Jón BirfciT Pétursson Ritstjörnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Sími 11660 Ritstlórn: Laugavegi 178. Sfmi 11660(5 Unur) Áskriftargjald kr. 145.00 1 mánuði innanlands í lausasölu tor. 10 00 eintakið ^rentsmiðja Vísis — Edda h.f. > Stjórnmálabaráttan Enginn mun hafa búizt við að blöð stjórnarandstöð- unnar færu að flytja ríkisstjórninni þakkir fyrir ráð- stafanir hennar gegn atvinnuleysinu. Það er fátítt hér á íslandi, að andstæðingar ríkisstjórnar láti hana njóta sannmælis, hvað þá beri á hana lof opinberlega. Þótt leitað væri með logandi ljósi í þeim blöðum, sem verið hafa í stjórnarandstöðu á hverjum tíma síðustu 4—5 áratugina, mun vandfundin viðurkenning á því, að ríkisstjórn hafi nokkuð vel gert. Þeir, sem væru ókunnugir íslenzkri stjórnmálabaráttu og læsu þessi skrif, og tækju þau alvarlega, mundu eflaust undr- ast, hvernig hægt hefði verið að fleyta þjóðarskút- unni áfram allan þennan tíma með slíku ráðslagi. Skyldi það ekki vera fullt svo árangursrík aðferð að viðurkenna, a. m. k. öðru hverju, það sem and- stæðingarnir hafa vel gert, því að vitaskuld hljóta allir vitibornir menn að sjá, að allar ríkisstjórnir fá nokkru góðu afrekað, en tekst annað miður? Þannig er um öll mannánna verk. Að sjálfsögðu eru ríkis- stjórnir misgóðar og um stefnuna má alltaf deila, og þar skilur vissulega mikið á í grundvallaratriðum milli flokka, t. d. lýðræðissinna og kommúnista, en samt sem áður er alltaf fjölmargt, sem allir flokkar ættu að geta verið sammála um, og eru það oft í raun og veru, a. m. k. í meginatriðum. Þetta kemur oft fram í því, að stjórnarandstæðingar þakka sér framgang mála, sem stjórnarflokkarnir hafa beitt sér fyrir. Þegar vel hefur tekizt „vildu allir Lilju kveðið hafa". Sumir halda því fram, að stjórnmálabaráttan hér á íslandi sé ekki orðin eins hörð og óvægin og hún var fyrir 30—40 árum. Vera má að hún sé ekki eins persónuleg nú og hún var þá, enda þurfti sannarlega þar um að bæta. Samt sem áður er enn meiri siðfág- unar þörf í þessu efni, og einkanlega þyrfti Þjóðvilj- inn að taka sig þar á. Margt af því sem þar er fram borið, er íslenzkri blaðamennsku til mikillar van- sæmdar. Ýmsir greindir og öfgalausir menn segja, að engu blaði á landinu sé treystandi til að skýra rétt og hlut- laust frá því, sem gerist á stjórnmálafundum, heldur sé málum alltaf vikið til þeim í vil, sem blaðið styður. Þetta ætti að vera óþarfi, ef málstaðurinn er nógu góður, en afleiðing þessa er sú, að almenningur tekur oft sáralítið mark á því sem blöðin segja um stjórn- mál, og jafnvel allur fjöldinn les það ekki, nema þá mjög lauslega. Þess gætir talsvert, að fólk sé búið að fá bað. sem kalla mætti stjórnmálaleiða. Það er orðið uppgefið á þrasinu, þar sem annar segir allt hvítt, sem hinn segir svart. Það vill breyttar og drengilegri baráttuaðferðir. Væri ekki reynandi að' taka þær upp? BÍAFRAMENN BERJAST í JESÚNAF // „Við erum Bíafrabúar, berjumst fyrir frelsið. I Jesú nafni munum við sigra". D Rigningarnar í Owerri fleyttu moldinni af fjölda- gröfum, þar sem hermönnum Nígeríu hafði verið hrúgað saman, eftir að Bíaframenn náðu borginni á sitt vald. Blað hersins í Bíafra segir, að 17000 Lag- osmenn hafi verið umkringdir og skotnir niður á þessum slóðum. Engar frásagnir eru af herföngum. D Svo blóðug var baráttan um Owerri, að ástæða þótti til að svipta einn herforingja Bíafra titli sínum. Haf ði hann att mönnum sínum til atlögu gegn skot- hríð andstæðinganna og sent marga beint í dauð- ann. Fór svo, að hermenn hans gerðu uppsteit. S™ Azikiwe, áður Ieiðtogi fbóanna, þrýstir hönd Gowons hers- hófðingja Lagosstjórnarinnar. Azikiwe hefur snúið baki við Bíafra og leitar vináttu og upphefðar á öðrum stöðum. TVú er sagt, að tvær milljónir 1 hafi látið lífið í Bíafra, hálf milljón á vígvellinum og ein og hálf að baki vígh'nunni. Bíafra- menn halda í sér lffinu meö að- stoð erlendis frá, en þaðan fá þeir vopn og skotfæri. Það eru einkum Frakkar, sem rétta þeim hjálparhönd í þeim efnum. Sjö og hálf milljón manna mun haf ast við á yfirráðasvæði Bíafra- stjórnar. Bíafrahermenn sækja fram. ¦¦¦¦¦¦ EKKI FRÉTTIR UM MANNÁT Eitt þúsund láta lífið dag hvern af hungri. Fréttir herma, að það séu hinir snauðu, sem deyja. Eigi menn peninga, geta þeir með einhverjum hætti orð- iö sér úti um vistir. Ríkisstarfs- menn gæða sér annað veifið a kjúklingum. Mannát tíðkaðist á þessu svæöi áður fyrr. Þrátt fyrir hungursneyð eru engar staðfest- ar frásagrtir af því að sá háttur hafi verið aftur upp tekinn. Þó gætir spillingar í hernum, sem vænta má. Odumegwu Oju- kwu, hershöfðingi og þjóðar- leiðtogi, skoraði nýlega á her- menn sfna „að ræna ekki né stela eigum fólks og sýna kven- fólki í Bíafra tilhlýöilega virð- ingu." Þótt Bíaframenn hafi heldur unnið á í styrjöldinni í seinni tíð, eru tfð strok úr hernum. Hermenn ræna gjarnan vagna, er flytja matvæli tn nauö- staddra. Engu síður eru foringj- ar þeirra hreyknir af gððum árangri hersins í stríðinu við hinn volduga ðvin. Ojukwu tel- ur, að hann sýni svarta kynþátt- inn í öllum sfnum mikilleik. „Við erum sannfærðir um, að svertinginn getur aldrei sýnt, hvað í honum býr, fyrr en hann reisir nýtízkuleg rfld, grund- völluð á hugsjón Afrikumanns- ins. Þetta er hlutverk Bfafra í baráttu hins svarta manns fyrh* því að verða viðurkenndur sem maður.'* VINDLINGAPAKKINN Á ÞÚSUND KRÓNUR Helmingur fólksins í Bíafra hefur orðið að flýja heimili sm. 90 af hundraði eru Ibðar, framsækinn og menntaður kyn þáttur, sem hreifst 'af vestrænni menningu. Þeir eru flestir kristn ir, en andstæðingarnir Múham eðstníar. Sendimenn Bíafra- stjórnar í Vesturlöndum, meðal annars hér á landi, leggja mikla áherzlu á þennan trúarlega og menningarlega mun ríkjanna tveggja, þegar þeir falast eftir stuðningi við málstað sinn. Þeir virðast þess albúnir að þola hungur fremur en gefast upp, Enda er sá kvittur uppi meðal þeirra, að Nfgeríumenn mundu slátra þeim, hverjum og ein- um, ef þeir bæru sigur úr být- um. Stjórnin berst harðlega gegn spillingunni. „Jafnvel í miðri styrjöld fyrir tilveru þjððarinn- ar, finnast opinberir embættis- menn, sem halda feiknalegar veizlur og slátra kúm, er þeir skíra börn sín. Höndlarar hamstra mikilvægar vörur og hækka veröiö og auka þannig þjáningu fólksins". Svo mælti Ojukwu. Vindlingapakkinn er að kom ast í þúsund krónur, og útlend ingar verða fyrir sffelldri að- sókn betlara, sem biðja um vind! inga. Þrátt fyrir allt eru Bíafra- menn vongóðir. Þeir setja traust sitt og hald á tímann. Nígeríumenn kunna að telja stríð ið óarðbært og veita Ibóum frelsi til að búa einir í ein- hverjum hluta hinnar víðfeðm\) Nígeríu. Nú ráða íbóar aðein^ yfir um 6000 fermílna landi fimmtungi hins upphafleg Bi- afraríkis. „Þetta er okkar glæstasta stund, og það vita menn, þótt svo horfi ekki í fljótu bragði".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.