Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 3
LJÓS OG LOFTRÆSTING I ÍÞRÓTTAHÖLUNA Rætt v/ð Höskuld Goða Karlsson, hinn nýja framkvæmdastjóra Laugardalshallarinnar ■ Eftir áramótln í vetur ættu áhorfendur í Laugar- dalshöllinni að geta keypt sætismiða, en fram að þessu hefur eingöngu ver- ið um að ræða stæði í höll- nni. Loftræsting hefur ver ð mjög léleg og því erf- tt að standa tímunum saman við að horfa á leiki i þrengslunum. Höskuldur Goöi Karlsson er ný- skipaöur framkvæmdastjóri I'þrótta hallarinnar, sem er nýtt embætti og þarft við svo mikið mannvirki. — Hvern vetur stunda menn íþróttir í sal hallarinnar frá kl. 8 á morgn ana til kl. 11 á kvöldin. Stór mót fara þarna fram og landsleikir í íþróttum. Rekstur slíkrar stofnun- ar krefst því mikils tíma og fyrir- hafnar. Höskuldur kvaö þaö von sína, að sætaraöimar yrðu komnar fyrir áramót, en sá háttur verður hafð- ur á að keyptur verður ameriskur útbúnaður, svipaður þeim, sem er á Keflavíkurflugvelli, „harmóníku“- sæti, þ.e. hægt er að taka sætin saman og gera ák^flega fyrirferðar- lítil með því að styðja á takka. Er hagræðið af þessu greinilegt. Hins vegar verðuráhorfendastæðunumað öllu jöfnu lokað til að spara ræst- ingarkostnað á þeim mikla geimi, sem þar er, en sætin verða fyrir framan. Loftræstingu er verið að setja upp. Þetta er stórt verk, en unniö er skipulega að því. Um áramót stendur til að setja upp síðustu blás arana. Þeir eru ákaflega stórir og kraftmiklir, enda veitir ekki af því þegar á 4. þúsund manns em í hús inu. Blásarar þessir verða 8 tals- ins. Og við spyrjum um lýsinguna, sem hefur veriö mjög umrædd, eins og kunnugt er, og haft á orði, að leikir hér gætu tapazt á kæm, ef | Handbolti j : um helgina j • Á sunnudagskvöld verða • ileiknir 3 leikir í meistaraflokki J •karla í Reykjavíkurmótinu í • • handknattleik. Handknattleiks-• Jmenn okkar hafa sýnt að þeirj •em 1 mjög góðri æfingu núna» • og má því búast við skemmti-2 Jlegum leikjum, en þeir verða* • sem hér segir: • 2 Kl. 8.15: 2 2 Fram—KR. 2 Þróttur—Valur. • Víkingur—Í.R. 2 • • •••••••••••••••••••••••• Í.B.V. þakkar íþróttabandalag Vestmannaeyja óskar eftir að koma á framfæri til íþróttaráðs Reykjavíkur, þakklæti fyrir eftirgjöf á vallarleigu vegna leiks l.B.V. og Levski Spartak, svo og allra annarra, er sýnt hafa I.B.V. stuöning með fjárframlögum og annarri fyrirgreiðslu vegna áður- nefnds leiks. Beztu þakkir og kveðjur. Vestpiannaeyjum, 20. sept. 1969. F.h. Iþróttabandalags Vestmannaeyja, Guðjón Ólafsson, bréfritari. um alþjóðlega keppni væri að ræða, þar eð ljósmagn væri langt undir því sem alþjóðareglur gera ráð fyrir. Höskuldur kvað þar einnig tíð- indi í vændum. Keyptur hefur verið stór og mikill vinnupallur til að starfsmenn þurfi ekki lengur að klifra eins og apar við vinnu í mik- illi hæð. Vinnupallurinn bíður nú á hafnarbakkanum og verður leyst ur út innan skamms, enda eru peningar fyrir hendi til að gréiða fyrir hann. Með tilkomu vinnupallsins verð ur hægt aö setja nýjar og mun sterkari perur í ljósastæöin í höll- inni. Verða þær perur gasfyllt- ar og bera 700 kerta birtu. Perur þessar duga mjög lengi, allt aö 5 — 10 á. Fyrir nokkrum kvöldum var ljósmagn mælt á þeim stöðum á gólfinu þar sem nýju perurnar hafa •verið reyndar. Ljósmagnið mældist þar 300 lux, en það er mæliein- ingin fyrir ljós. Á það að vera nægilegt -fyrir alla keppni, og jafn vel ii! að' taka góðar liósmyndir af keppni. Þegar slíkar perur veröa f öllum Ijósastæðunum, má búast viö að auðveldara veröi að fylgj- ast með keppni en verið hefur, auk þess, sem keppendur verða ekki fyr ir erfiðleikum vegna Ijósleysis. Fyrsta mótið í Laugardalshöllinni verður Reykjavíkurmót í handknatt leik, en upp úr mánaðamótum leika sænsku meistaramir Hellas hand- knattleik gegn beztu liðum oxkar. Þann 18. okt. veröur fyrsti lands- leikurinn í handknattleik í höll- inni, og þá er vonazt til, að ljósin verði komin f lag. Starfsmenn hall arinnar eru 4, en kallaöir em til starfsmenn eftir þörfum, þegar mik iö er um að vera. ÚTBOÐ Laxárvirkjunarstjórn óskar tilboða í fram- kvæmdir við byggingavirki 1. stigs Gljúfur- versvirkjunar við Brúar í Suður-Þingeyjar- sýslu. Útboðsgagna má vitja gegn tíu þúsund króna skilatryggingu á skrifstofu Laxárvirkjunar á Akureyri og hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sf., Ármúla 4, Reykjavík. Frestur til að skila tilboðum rennur út 20. des. 1969. Laxárvirkjun. Barnavinafélagið Sumargjöf Forstöðukona óskast aS nýju dagheimili við Sólheima. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar Fornhaga 8, fyrir 6. okt. n.k. Stjórn SUMARGJAFAR. Höskuldur Goði Karlsson TRÉSMIÐJAN VÍÐIR HF. AUGLÝSIR: Skólafólk athugiðl Höfum fengið mikið úrval á góðum skólaskrifborðum á mjög góðu verði. — Verð frá kr. 4250,00—5480,00. Greiðsluskilmálar 1000,00 kr. útborgað, 500,00 á mán. Trésmiðjan VÍÐIR HF. Laugavegi 166 sírnar: 22222 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.