Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 5
Ví S IR . Laugardagur 27. september 1969. 5 I I slátri í Húsmæðra- kennaraskólanum Uppskriftír og samantekt um súrmat ær voru búnar að vera i slátri allan daginn, en þaö sást hvorki blettur né hrukka á hvít um búningunum. í Húsmæðra- kennaraskóla íslands fá nemend- Hrnir tvisvar tækifæri, á náms- ferlinum, til aö vinna í slátri, og er þá miðaö viö að þær kenni þaö öörum, þegar skólagöngu þeirra lýkur. Kvennasíöan heimsótti þær i Húsmæörakennaraskóianum meöan sláturgerðin stóö yfir og fékk uppskriftir aö blóömör og lifrarpylsu og fróðlega saman- tekt frá skólastýrunni, Vigdísi .lónsdóttur, um súrmat, til birt- ingar. Nö er einmitt. tíminn til aö taka slátur og eins og Vigdís segir er hægt aö gera góð kaup á slátri og fá drjúgan mat úr þvá. „Gallinn er aðems sá, að eíus og allur okkar matur er siátriö feitt“, segir hún ennfrem un. „60% af hitaeiningunum í siátri eru úr fitunni, en hins veg ar er í því óvenju mikiö af járni og göð eggjahvita". Súrmatur Xhn langan aldur var geymsia í súr ein helzta aöferöin við aö varöveita matarforöa heimil- anna i landi okkar. Auk söltun- ar, reykingar og herzlu var um fatt annaö að velja, þegar geyma skyldi mat árlangt frá hausti til hausts. Á síöari árum hafa þess- ar geymsluaðferöir mjög þokaö fyrir frystingu og niðursuöu, er nú svo komið, að mörg heimili eiga engan súrmat eða annan forða, en sækja næstum daglega allar þarfir heimilisins í matvöru búðir. Slíkt kann að viröast hand hægt, en margar vinnustundir og mikil orka eyðist í að ganga í búöir og bera heim vörur hjá bæjarbúum, og noti sveitaheim- ili þá aðferö við aðdrætti, aö panta í síma og Iáta senda hvaö eina heim í smáslöttum, er sú aö ferð einnig kostnaðarsömog tíma frek, Þaö veitir öryggistilfinn- ingu aö eiga við höndina nægan góöan mat, boölegan við öli tæki færi, og þótt sláturgerö sé fáum hugljúft starf, sparar hún hús- móðurinni margar áhyggjur, og svo er um hverja þá foröasöfn- un, sem að er unnið af fyrir- hyggju. Söfnun matarbirgöa á heimilum kostar húsrými og góö þarf geymslan að vera, svo að slátur og annað súrmeti varöveit ist árlangt óskemmt. Víða hefur láöst viö uppbyggingu í sveit- um aö ætla sláturtunnu, salt- kjötsíláti og uppskeru garöá- vexta, rúm í nýja húsinu, má þá e. t. v. geyma súrmatarílátin í útihúsi, ef skilyrði eru hag- stæö. Geymslan skal vera raka- laus og köld, þó ekki svo aö frost geti skemmt súrinn. Bezt er aö nota ílát úr eik eða öðr- um harðviöi, mála þau eða lakka aö utan, afgisa þau, þvo og viðra, áöur en þau eru fyllt af mat. Vel þarf aö hiröa sýrutunn- urnar, þvo barma, hreinsa ofan af og gæta þess að alltaf fljóti vel yfir. Mygla eyðir sýrunni og skemfnir matinn. Þá skal hafa þéttan hlemm á ilátunum, trl þess aö útiloka ryk og flugur. Þessar fæðutegundir hentar vel aö súrsa: Blóðmör, lifrar- pylsu, lundabagga, sviö á bein- um eöa í sultu, fótasultn, bringu kolla eöa annað feitt kjöt, júg- ur af kúm og ám, hrútspunga, lungu, hval (rengi), selshreifa, sundmaga, harðfiskroð. Blóömör og lifrarpylsa súrna sjálfkrafa vegna sýrumyndunar í rúginum, en betra er aö láta mjólkursýru (skyrmysu) en ekki aðeins vatn á slátriö, meö því er tryggt að sýringin fari rétt af stað. Allt annað súrmeti skal leggja í góða mjólkursýru, er ráð aö aftó sér hennar með fyr- irvara, svo að sýran veröi nógu sterk, einkum ef hún er ætluð á feit matvæli. Rétt er aö geyma blóömör innan um annan súr- mat, rúgurinn heldur viö sýr- unni. Ef blóðmörsgerö á aö heppn- ast vel, þarf aö hafa þessi atriöi í huga: 1. Aö hræra vel í blóðinu, kæla það fljóíc í opnu íláti og gevma á köldum stað, þó eigi lengur en 1—2 daga, sé þörf á lengri geymslu má frysta þaö. 2. Aö hræra mjöl og mör vel saman við blóðiö, gjarnan i hrærivél með deighnoðara, ef lítið er búið til. Bezt er aö blanda saman rúgi og höfrum rúgi og hveiti eöa rúgi og fjalla grösum í blóðmörinn. Einnig má blanda saman fleiri tegundum kornmatar. Blöndunarhlutföll í blóömör er að finna í matreiðslu bókum. Þó veróur ætíð að meta í hvert skipti hve þykk hræran skal vera, og lærist það aðeins af reynsiunni. 3. Að nota ekki garnmör, hon- um hættir til að renna við langa suðu, Það má eins bræða hann í tólg. 4. Að nota eingöngu vamba- keppi og hafa þá ekki mjög stóra, þeir htóupa utan um blóð- mörinn og gera hann þéttari og bragðbetri. 5. Að láta keppina niður í sjóð andi vatn þegar í stað, eftir að búið er að láta í þá og sauma fyrir, en aldrei svo mikið í einu að það hætti að sjóöa í pottin- um. Við gerð í rúginum mynd- ast loft, verður slátrið þvi holótt (eygt), ef suðan dregst. 6. Að sjóða blóðmörinn nógu lengi, 3—4 klst., og láta suö- una aldrei fara úr á meðan. 7. Aö kætó slátrið snöggt, gjarnan í rennandi vatni, mn leið og það er fært upp úr. Allan mat, sem á að súrsa, skal sjóða svo lengi að öruggt sé að hann gegnsoðni. Dæmi eru til, aö hættulegar eitranir hafi leftt af neyzlu kjöts, sem geymt var hálfsoöið, auk þess sem það fúlnar í sýrunni. Um kælingu er sama regla um öll matvæli, hún skal vera snögg og maturinn gegnkaldur, þegar honum er raðað í ílát. Hvalur er ævinlega kældur i vatni, og á sama hátt má kæla annað. Næringargildi matvætó rýrnar nokkuö við geymslu í súr, en súr matur er yfirleitt talinn hollur fyrfr meltinguna. í innyflum og blóöi sláturdýra er miklu meira af steinefnum og vítamínum en í kjöti, einkum er lifrin foröa- búr heilsustyrkjandi efna. Blóð er mjög járnauðugt. Einnig er i blóðinu fullgild eggjahvíta. í blóðmör og lifrarpylsu fást efni sem of lítið mun af i venjulegri fæðu. Sjálfsagt er því að viö- halda þeim þjóðlega sið, aö birgja sig upp með slátur aö haustinu og Iáta ekki súrmatinn þoka fyrir öðrum og lakari fæöu tegundum. Blóðmör. i lítri blóð, 2 dl vatn, 2—3 tsk salt, 300 g hafrár, 500 g rúgur, 500 g mör, 2 vambir fyrir blóð mö,r, saltað vatn. Úr þessari uppskrift fást 2 1 /2—2 3/4 kg blóðmör, eða 7 meðalkeppir. Lifrarpylsa. 450 g lifur, 100 g nýru, 3 dl undanrenna eða soð, 2 tsk. salt, 100 g hafrar, 100 g hveiti, 300 g rúgur, 300 g mör. Úr þessari uppskrift fást 1,7 —1,8 kg af lifrarpylsu. 'l Það þarf að gæta þess, að slátrið fái nógu langa suðu áður en það er fært upp. lalsIsIslsIsilallilsislsislsislEÍlsIsIslsIsls STALHUSGÖGN Bi Bi 131 131 B1 131 . _________________7_________________________________________ 131 ' O Söluumboð: ÓÐINSTORG HF. Skólavörðustíg 16, Reykjavík [lj| húSuð me'S hinu sterka og rri áferðarfallega RILSAM (NYLON U) Framleiðandú STÁLIÐN HF., Akureyri UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í gerð undir- byggingar Vesturlandsvegar um Elliðaár og Ártúns- brekku. Útboðsgögn eru afhent á Vegamálaskrifstofunni, Borg- artúni 7, frá kl. 14, miðvikudaginn 24. þ. m., gegn 3000 króna skilatryggingu. VEGAGERÐ RÍKISINS @ Notaðir bílar til sölu LAND - -RQVÍR Höfum kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðuin gegn stáðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ’58 59 ’61 ’62 ’68 ’69 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 Volkswagen 1500 ’67 ’68 Volkswagen Fastback ’66 ’68 Volkswagen sendiferðabifr. ’63 ’65 ’68 Volkswagen station ’63 ’64 Land-Rover bensín ’62 ’64 ’65 ’66 ’67 Land-Rover dísil ’67 Saab ’65 Willys ’42 ’66 ’67 Fiat 600 T sendiferðabifr. ’67 Toyota Crown De Luxe ’66 Volvo station ’55 Chevy-van ’66 Vauxhall 2000 station ’69 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. Simi 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.