Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 16
VISIR - ■ •__■_ ■ i -______ Laugamagurz/T september 1969 AUGLÝSINGAR AÐALSTRÆTI 8 SÍAAAR 1-16-60 1-56-10 og 1-50-99 BOLHOLTI 6 SlMI 82145 c™' v a M s,, *« SMíííi oöo mnruM ©*£>■' '■■ .djonusta SVANS-PRENT SKEIFAN 3 - SÍMAR 82605 OG 8TO4 RIT5TJÓRN LAUOAVEGI 178 SÍMI 1-16-60 >NAAAAAAAAAA/\AAAAAA/y Þrír dagar eftir ÞRlR dagar eru eftir þar til < | dregið verður í Landshappdrætti1 [ Sjálfstæðisflokksins um hina ] : glæsilegu Ford Galaxie fólks-1 > bifreið. Miðar fást í sjálfum! [ kostagripnum við Útvegsbank- nn. Kaupið miða — geriö skil. Opið til klukkan 7. Laufásvegi 46. Sjálfstæðisflokksins, Enginn fulltrúi héðan á heimssýningunni í Japun — Islendingar borga !°]o af sameiginlegum kostnaði Norðurlanda Danski arkitektinn Bent Severin teiknaði sýningarskála Norður- landa á heimssýningunni í Japan. Gólfflötur skálans eru 2.052 fermetrar, hæð 8,5 metrar. • „Við komum fram sem ein þjóð, Norðurlöndin, sagði Gunnar J. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Félags ís- lenzkra iðnrekenda, um þátt- töku íslands og annarra Norð urlandaþjóða á heimssýning- unni í Osaka í Japan, sem hefst í marz næsta ár og stendur yfir í sex mánuði. Þá sagði Gunnar að skerfur Norðurlandaþjóðanna til heims- sýningarinnar yrði sá sami frá hverri þjóð. Norðurlöndin hafa sameiginlegan sýningarskála þar sem fer fram fræðsla um löndin í máli og myndum. Af kostnaðinum borga íslend- ingar 1%. Sýningin samanstendur mikið af myndum, og er þegar fariö að senda filmur héðan, sem síð- an verður valið úr ásamt film- um frá hinum Norðurlöndunum og myndimar síðan sýndar á sýningunni. Einnig gefa Norður- löndin út landkynningabækling. Á heimssýningunni verður veit- ingahús með norrænum mat, en ekki er ennþá ákveðið hvað verður sent héðan. Ekki er að vænta þess að neinir fulltrúar héðan verði á sýningunni þar sem ferðalagið yrði allt of langt og dýrt, en fjórir Norðurlandabúar, sem tala japönsku verða í sýningar- skála Norðurlandanna GÆSADAUÐINN SKÝRAN- LEGT FYRIRBRIGÐI — grasbrestur og jbráðormar liklegasta ors'ókin segir dr. Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur • Það vakti mikla athygli, þeg- ar spurðist til byggða, að menn hefðu rekizt á dauða fugla í hundraðatali í Þjórsárverum — allt saman heiðagæsir og mest af því ungar, meira eða minna stálpaðir. Menn, sem leið áttu þarna um óbyggðirnar, fluttu þessar fréttir með sér fyrir nokkru, og síðan hafa menn velt vöngum yfir því, hvað kunni að hafa valdið þessum fugladauða. „Það kemur fyrir stöku sinnum, að gæsaungar, einkum stálpaðir, drepast þarna á varpstöðvunum í stórum stíl,“ sagði dr. Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur, þeg- ar blaðamaður Visis innti hann á- lits á þessu. „Orsökina að þessu er að rekja til þráöorma, sem lifa í innyflum gæsanna, en svo viröist, sem þetta gerist ekki, nema þegar grasbrest- ur hefur verið í Verunum. Þá er fuglinn í lélegri holdum og mót- staða hans minnkar, og hann verð- ur veikari fyrir sníkjudýrum og öðru. — Að minnsta kosti virðist þetta fara saman, og hafa orðið að þessu töluverð brögð, þó ekki kannski í mjög stórum stíl. Síðan við byrjuðum rannsóknir á varp- • Norska ríkisstjómin hefur bannað verðhækkanir á öllum vörum, sem háðar eru verðlags- eftirllti, heimilistækjum hvers kon- ar og rafmagni. Tekur stöövunin gildi þegar í stað. Þetta nær til vara svo sem húsgagna, eidhúsinnréttinga, ís- stöövum gæsanna i Þjórsárverum, hefur þetta borið tvisvar áður upp á,“ sagði dr. Finnur, en aðspurður, hvort í þessu væri að' finná skýr- ingu á lítilli veiði gæsaveiðimanna í haust, kvað hann það misskiln- ing. „Þarna er um heiðagæsir að ræða, sem einkum halda sig á mið- hálendinu og koma lítið á lág- lendið, en það er grágæsin, sem er aðalveiðifengur gæsaskyttnanna." skápa, frystikista, þvottavéla og ryksugna, einnig sjónvarps- og út- varpstækja, plötuspilara og segul- bandstækja. Lögin taka einnig til varahluta í bifreiðir, byggingavara o. fl. Lögin em sett vegna væntanlegra skattahækkana um áramótin, en þá verður lagður á veröaukaskattur þar f landi. Verðstöðvun á ýmsum vörutegundum í Noregi „Þú færð annað stykki" • Hún missti heldur betur mat arlystina fjölskyldan í Hafn arfirði, sem fann velktan og tjásulegan plástur í smjörlíkis- stykkinu, sem ætlunin hafði ver- ið að nota við matargerðina, enda var iiturinn á smjörlíkinu umhverf.s plásturinn ekki beint lystaukandi. Húsbóndinn tók sig til og hringdi í fyrirtækið, sem fram- leiddi smjörlíkið, til að kvarta yfir vömnni. „Við skulum senda þér annað stykki“ var svarið, sem hann fékk. Það er því miður ekkert eins dæmi, að ýmislegt óæskilegt slæðist með, þegar matvara er framleidd hér á landi. Oft geta forráðamenn fyrirtækjanna kom ið í veg fyrir slfkt með nægjan- legu aðhaldi, en ekki alltaf. Hið rétta hugarfar gagnvart mat- vörum virðist enn skorta. Sjónvarpsloftnet spretta upp eystra Sjónvarpsloftnet spretta nú upp á húsþökum Seyðfirðinga líkt og gorkúlur á taöhaugum. Fóik sýnir í þessu mikla fyrirhyggju, þar sem almennar útsendingar berast ekki þangað austur fyrr en í fyrsta lagi 1. desember, en eflaust vænta menn talsverörar huggunar í sjónvarpinu með skammdeginu þar eystra. Einn fossanna kom með um 30 metra langt mastur sem setja á upp á Gagnheiðarhnjúk, þar sem verið er að reisa endurvarpsstöðina. Hún verður þar í 978 metra hæð yfir sjávarmáli, allmiklu ofar en hæsti fjallvegur landsins liggur þar skammt frá yfir Fjarðarheiði. Víðar á Austfjörðum mun vera viðbúnaður til þess að taka á móti þessum anga af menningunni, sem teygir sig þangað austur væntan- lega um jólaföstu. Til dæmis munu nokkrir vera búnir að fá sér tæki á Norðfirði. „Eins og erfið útgerð44 — að halda sýningu, segir Sverrir Harálds- son, sem opnar i Casa Nova um helgina KANNSKI má segja það, já, að þetta sé orðin erfið útgerð eins og síldarúthald að opna sýningu í þessu sýningaflóði, segir Sverrir Haraldsson, sem opnar nú um helgina mynd- listarsýningu í Casa Nova, nýja menntaskólahúsinu við Lækjargötu. — Sverrir sýnir þama 35 olíumyndir, 25 teikn ingar og 12—15 fígúrur úr tré og gifsi. — Þetta er allt unnið síðan ég sýndi síðast ’66, segir Sverrir. — Eru þessar myndir málað- ar í Reykjavík, ellegar uppi í Mosfellssveit kannski? — Nei, ég er ekki kominn þangað nema þá í huganum kannski. Ég er að innrétta þar vinnustofu fyrir mig og frúna. — Gallery kannski? — Nei, ég ætla ekki að hella mér út í útgerðina, ekkert gallery — og enginn búskapur, ekki nema maður hafi þar beiti- land fyrir iistmálara. Sýning Sverris verður opin í viku, eða fram á næstu helgi — frá klukkan 2 á daginn til 11 á kvöldin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.