Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 6
 V1SIR . Laugardagur 27. september 1969. FÉLAGSLÍF Handknattleiksdeild KR Æfingar verða um sinn, sem hér , segir. i Mfl. karla. Þriðjudaga kl. 10.15— ' 11.55, fimmtudaga kl 9.20—11.10 , 2. fl. karla: Þriðjudaga kl. 9.25 — , 10.10, föstudaga kl. 8.35—9.25 • 3 fl. karla: Sunnudaga kl. 10.20 — 11.10, föstudaga kl. 7.45—8.35 4. fl. karla: Mánudaga kl. 6.05— 6.55, laugardaga kl 1.20—2.10 II og 12 ára drengir: Sunnudaga kl 9.30. Mfl. kvenna: Föstudaga kl. 10.15 — 11.55, sunnudaga kl. 4.20—6.00. 2. fl. kvenna: Föstudaga kl. 9.25— 10.15, sunnudaga kl. 3.30—4.20 3. fl. kvenna, (byrjendur). Sunnu- daga kl. 2.10-3.00. Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin. Knattspymufélagið Valur Handknattleiksdeild. Æfingatafla fyrir veturinn 1969-’70 Telpur byrjendur (12-14 ára). — Mánudaga kl. 18—18.50 þriðjudaga kl. 18-18.50. 2. fl. kvenna. Mánudaga kl. 19.40— 20.30, fimmtudaga kl. 18,50—19,40. Mfl. og 1 fl. kvenna. Þriðjud. kl. 20—21,10, fimmtud. kl. 20,30- 21.20. 5. fl. karla (11—12 ára) sunnud. kl. 10.10—11.50. 4. fl. karla 12 — 14 ára. Mánudaga kl. 18.50 — 19.40, fimmtudaga kl. 18-18.50. 3. fl. karla. Þriðjudaga kl. 18.50— 20, fimmtudaga kl. 19,40—20,30. 2. fl. karla. Mánudaga kl. 21.20— fimmtudaga kl. 21.20. Mfl. og 1. fl. karla Mánudaga kl. 20.30—21.20, þriðjudaga kl. 21.10 -23. Knattspyrnuféiagið Víkingur Handknattleiksdeild: Æfingatafla veturinn 1969 — 1970. Réttarholtsskólinn: Kvennaflokkar: 2. fl. b. og 3-fIk sunnud. kl. 9.30— 12. — Meistaraflokkur 1 fl og 2. fl. a. þriðjudaga 19.50—21.30 og laugardaga kl, 14,40—15,30. Karlaflokkar: 4. fl. mánudaga kl. 19—19,50 og fimmtudaga kl. 18,10—19,50 3. fl. mánudaga kl. 19.50 — 20,40 og föstudaga kl. 19.50—21.30. Meistaraflokkur 1, og 2. fl. mánu- daga 20.40—22.20 og fimmtudaga kl. 19.50-21.30 íþróttahöllinni Laugardal: Karlaflokkar: Meistaraflokkur. 1. og 2. flokkur. þriðjudaga kl. 21.20—23.00. Félagsmenn em áminntir um að mæta stundvíslega á æfingar. Stjðrnin.____ Knattspyrnufélagið ÞRÓTTUR Handknattleiksdeild, 3 flokkur. Æfingar hjá 3 flokk verða fyrst um sinn mánudaga kl. 7.40 og föstu- daga kl. 10.10 að Hálogalandi. — Mætið vel og stundvíslega. Síjórnin. Aöalfundur HKRR veröur hald- inn mánudaginn 29. sept. kl. 8.30 i Domus Medica. — Venjuleg aðal- fundarstörf. — Stjórn HKRR. I—I 1969 HÚSGAGNAVIKA 18.-28. SEPTEMBERÍ ÍÞRÓTTAHÖLUNNI í LAUGARDAL OPIN VIRKA DAGA KL. 16 - 22 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. 14-22 SÝNING A GÆÐAMERKTUM HÚSGÖGNUW OG INNRÉTTINGUM EINNIG EFNI. AKLÆÐUM, GLUGGATJÖLDUM OG TEPPUM í—Listir -Bækur -Menningarmál- TVTýtt leikár er hafið í leikhús- unum í Reykjavík, senn koma út fyrstu bækur á haust- inu, málverkasýningar og tón- leikar taka nú hvaö við af öðru. Þá er ekki úr vegi að spyrja spuminga og ræðast við, ekki einasta um síöustu atburöi, bækur eöa sýningar, heldur einnig um stöðu og hlutverk bókmennta, leiklistar í samfé- laginu, reyna að gera sér grein fyrir komandi verkefnum í sam- hengi fyrri starfsára. Það hefur ekki farið dult að leikhúsin hafa átt við erfiðleika að etja undanfarin ár, sumpart af tilkomu og samkeppni sjón- varpsins, sumpart af almennum kreppuástæöum. Reyndar held ég að erfiðleikar leikhúsanna stafi ekki einungis af fjárhags- legum heldur einnig af listræn- um ástæðum, og hinir listrænu erfiðleikar komi einmitt í Ijós þegar kreppir fjárhagslega að leikhúsunum. Leikár Þjóðleik- hússins í fyrra sýndi þetta glöggt að sínu leyti. Ekki svo að skilja að það sé á neinn hátt ósæmilegt að Þjóðleikhúsið sýni hrein og bein skemmti- og af- þreyingarverk eins og Fiölarann á þakinu. Fiðlarinn mun hafa bjargað við fjárhag leikhússins, og þökk sé honum fyrir það; og burtséð frá hinum beinu fjárhagslegu rökum má segja að eitt hlutverk Þjóðleikhússins sé aö skemmta, og skemmta sem flestum; því beri einnig að flytja verk sem líkleg séu til að ná til sem allra mests fjölda áhorfenda eins og Fiðlarinn ó- tvírætt gerði. En slíkt afþrey- ingarstarf má aldrei verða nema aukageta með eiginlegu list-f rænu verki leikhússins, sam- felldri vinnu þess að og viðleitni að flytja áhorfendum sínum raunverulega mikilsverða leik- list. Alvarlegasti ljóðurinn á ráði Þjóðleikhússins f fyrra var að Fiðlarinn yfirgnæfði önnur verk leikhússins sem lagði við hann alla sina alúö og atorku, en vanrækti raunverulega öll önnur verkefni leikársins. \TerkefnavaI í leikhúsi hlýtur aö mínu viti að mótast í meginatriöum af tveimur sjón- armiðum: annars vegar mati leikhúss á sinni eigin getu, leik- hóp þess á hverjum tíma og þeim kröftum, sem hann ráði vf- ir; hins vegar hugmyndum leik- hússins um áhugamál áhorfenda sinna, þarfir þeirra fyrir leik- list Af þessum sjónarmiöum saman mótast sú afstaða sem leikhúsið tekur til samfélags og samtíðar sinnar á hverjum tfma. Það var ekki aöfinnsluvert af Þjóöleikhúsinu að sýna Fiðlar- ann í fyrra: starfskraftar leik- hússins hrukku til að setja upp með fullnægjandi hætti þessa fólksfreku og kröfuhörðu sýn- ingu, sýningin reyndist höfða til mikils fjölda áhorfenda. Fjár- hagslegar ástæður gerðu knýj- andi að ráðast í ágóðavænlegt verkefni, og það tókst leikhús- inu með Fiðlaranum, Það er miklu meira álitamál hvort leik- húsinu hafi sjálfu verið nokkur listrænn ávinningur af sýning- unni. Og beinlínis ámælisvert, að verja á sama tíma fé og starfskröftum í annaö músíkal, Delerium búbónis, sem óneitan- lega er hégómlegt verk þó þaö hafi orðið vinsælt; val og með- I ar og í fyrra ferð þess í fyrra hygg ég að sýni miklu ljósar en sýning Fiðlarans vanmat leikhússins á sínu eigin starfi og áhorfendum sínum. Verkefnaval eins og Fyrirheitiö eða Candidá í Þjóð- leikhúsinu, Orfeus og Evrýdís í Iðnó í fyrra, virðist mér lítt skiljanlegt frá hvaða sjónarmiði sem á það er litið. Sýningar þessar voru ekki áhugaverðar vegna eigin innri verðleika sinna né augljóst erindi þeirra . á leiklistarmarkaðinn. Jafnvel þær sýningar sem betur tókust í fyrra, Púntila og Matti í Þjóðleikhúsinu, Yvonne, Maður og kona í Iönó skera ekki úr þessu efni. Sýn- ingin á Púntilu heppnaöist fyrst og fremst fyrir yfirburða-með- ferö Róberts Arnfinnssonar á aöalhlutverkinu, eins og að sínu Pilt og stúlku, og Mörð Val- garðsson. Á hugi, umræöa er lífsloft bók- mennta og lista; það menn- ingarstarf sem hér fer fram á hverjum tíma byggist beinlínis á miklu meiri hlutdeild og þátt- töku alls almennmgs en þekkist annars staðar. Engu að síður þykir manni opinbert listmat oft harla hæpið og sú umræða sem fram fer i heyranda hljóði um bókmenntir og menningarlíf fábreytt og einhæf. Á þessu sviöi eiga blöö og útvarp, að sjónvarpinu meðtöldu, miklu hlutverki að gegna — meöal annars vegna þess hve fábreytt- ur og vanmegna tímaritakostur okkar er á þessu sviði. Og hlut- verk þeirra er ekki einasta að halda uppi af sinni hálfu rök- leyti Fiðlarinn; báöar þessar sýningar snerust aö mjög veru- legu leyti um hinn mikilhæfa leikara. Hitt tókst sýningunni ekki, að heimfæra kennmgar Brechts um „pólitískt leikhús“ íslenzkum kringumstæðum né draga af þeim eða verkinu neina aðra lærdóma leikhúsinu til handa þrátt fyrir sérfróða leik- stjórn frá sjálfu leikhúsi Brechts, Berliner Ensemble; mér þótti í fyrra mun minni bein skemmt- un að hinum gráglettna „al- þýðuleik" Brechts en vænta mátti fyrirfram hvort sem um var að kenna fastheldni leikstjór ans við fræði Brechts eða qðrum ástæöum. Sýning Leikfélags Reykjavíkur á öðrum alkunnum og vinsælum alþýðuleik, Manni og konu, varö markveröasta leiksýning vetrarins í Iðnó. En sýningin benti engan veginn til þess að reynt væri að móta neinar nýjar aðferðir, viðhorf við hinni „þjóölegu hefð“ ís- lenzkra leikrita á leiksviðinu; þvert á móti voru glögg kyn- slóöaskilin milli yngri leikara í sýningunni og hinna eldri sem báru hana uppi, Brynjólfs Jó- hannessonar, Ingu Þórðardótt- ur, Regínu Þórðarardóttur, Valdemars Helgasonar. Þetta er efni sem áður hefur verið tima- bært aö ræöa í sambandi viö sýningar á verkum Jóhanns Sigurjónssonar í báðum le khús- unum og veröur það á ný í vet- ur þegar Þjóöleikhúsið sýnir studdum umsögnum um hvaö- eina sem fyrir ber í menningar- lífi eins og á öörum sviöum þjóðlífsins heldur einnig að vera opinn vettvángúr’ fyrir menningarlegar umræður úm þessi og önnur éfni. Eitt af þeim verkefnum sem dagblö.ðin hafa að verulegu leyti brugð’zt er einmitt að stuðla að vitlegri um- ræðu, samræöu, rökræðu um hvaðeina sem efst er á baugi við hliöina á sínu eilífa pólitíska jagi. Af blaöagagnrýni verður þess varla vænzt að hún kveöi jafnharðan upp varanlega dóma um gildi þess sem fram kemur á hverjum tíma í bókmenntum og listum, hlutverk hennar er ekki, eða ekki einungis, að gefa verkum og höfundum einkunnir þó að oft og einatt virðist mest upp úr þeim lagt. Til þess verður híns vegar ætlazt af gagnrýn- endum að þeir miðli upplýsing- um, stuðli að umræðum með greinargóðum umsögnum, rök- studdri skoðun um það sem er aö gerast á þeirra umræöusviði; það skiptir meira máli að þetta takist með skilmerkilegum hætti, líklegum til að vekja á- huga annarra, en hvort dómar falla „vel“ eða „illa“ um til- tekin verk. Og að sjálfsögðu má gagnrýnandi ekki láta per- sónulega dul eða vild ráða af- stööu sinni; með því að bregð- ast þeirri skyldu að taka af- stöðu með heiðarlegum hætti, einungis eftir sinni eigin beztu samvizku, er hann beinlínis að kippa fótunum undan sjálfum sér og starfi sínu. Á hinn bóginn er auövelt aö kenna illum og ranglátum dóm- um um ófarir misheppnaðs skáld rits eða sýningar; skella skuld- inni af gengisleysi verksins á ólund eða uppdráttarsýki áhorf- enda eöa lesenda þess. Einnig það er misnotkun gagnrýninnar af annarlegum hvötum. Þetta rifjast upp vegna þess m.a. að í sambandi við frum- sýningu Þjóðleikhússins á Fjaðrafoki Matthíasar Johann- essen, var óspart látið í veöri vaka að Matthías hefði sem skáld og rithöfundur á einhvern hátt verið látinn gjalda stöðu sinnar á Morgunblaðinu og stjórnmálaskoðana sinna. Vera má að svo sé, að einhver hafi spillt fyrir sér notum af skáld- skap Matthíasar, vegna ofstæk- is í garð Morgunblaðsins eða Sjálfstæöisflokksins. En ætli hitt sé þá ekki einnig til í dæm- inu að skáldskapur Matthíasar hafi notið ritstjórans, bæði með þeirri athygli sem hann hefur vakið umfram það sem ella hefði verið og í dómum og umsögn- um um einstök verk hans, mati manna á skáldinu? Hvort tveggja er jafn skaövænlegt öllum umræðum um þessi efni, öllu menningarlegu samneyti — að mikla fyrir sér það sem einsk isvert er, eöa lítillækka það sem sem reyndar er eitthvað í variö, af annarlegum utanaðkomandi ástæðum. TJinar nýju sýningar leik- húsanna í haust. Iðnó- revían og Fjaörafok í Þjóðleik- húsinu, virðast mér báðar benda til að fram sé aö koma einhvers konar þjóöfélagslegur áhugi í leikhúsunum; þetta á leiklistin þá sammerkt bæöi við bókmenntir og myndlist um þessar mundir. Ekki verður þó séð að svo komnu að sá áhugi muni endast leikhúsunum til neinna listrænna nýjunga. í revíunni er lagt mest upp úr beinu skemmtigildi sýningar- innar, hennar eina mark og mið er að koma fólki til aö hlæja, ■ hlæja bara að einhverju. Hvaö sem Fjaðrafoki líður að öðru leyti eru í leiknum drög aö mannlýsingum og umhverfis, einhvers konar þjóðfélagslegu leikriti — sem höfundur virðist sjálfur skirrast að semja og leikhúsið sízt af öllu reyna til að vinna úr að sínu leyti. Eins og leikárið í fyrra benda báðar þessar sýningar til að á skorti listræna stefnumótun, einbeitta leikforustu í leikhúsunum sjálf- um og jafnframt greinargóðar hugmyndir þeirra um stööu og hlutverk sitt í samfélaginu. Þaö er ef til vill alvarlegasta aöfinnslan að starfi leikhúsanna í fyrra að ekkert verk þeirra virtist sérlega tímabært, eiga brýn og bein erindi við leik- húsfólkið sjálft né heldur viö áhorfendur leikhúsanna. Þó getur satt að segja verið meiri fengur f áhugaverðum mistök- um en sléttri og felldri meðal- sýningu þó hún takist að nafn- inu til Og þetta á að breyttu brevtanda, auðvitað einn'g við um bókmenntir — að þeim get- ur reynzt mestur vandi á hönd- um að sanna erindi sitt við samtíðina. Seljum bruna- og annað fyllingarefní á mjög hagstæðu veröi Gerum Lilboð 1 jarðvegsskiptingai og alla flutninga. ÞUNGAFLUTNEMGAR h/f . Sími 34635 . Pósthólf 741 OSVALDUR e, trautarholti 18 Sími 15585 SKTLTI os AT7GLYSINGAR BÍLAAT1G’ vptmgaR ENDURSKTNSSTAFIR á BÍLNÚMER UTANHUSS auglýsingar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.