Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 13
V í SIR . Laugardagur 27. september 1969. 13 Urval úrdagskrá næstu viku MkMmíGoíu SJONVARP Sunnudagur 28. sept. 18.00 Helgistund. Séra Felix Ól- afsson, Grensásprestakalli. 18.15 Lassí. Dýralæknirinn. 18.40 Yndisvagninn. Þulur Hösk- uldur Þráinsson. 18.45 Villivalli í uðurhöfum. Sænskur framhaldsmyndaflokk- ur fyrir börn, 9. þáttur. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 I leikhúsinu. Umsjónarmað ur Stefán Baldursson. 20.45 Það er svo margt. Kvik- myndaþáttur Magnúsar Jó- hannssonar. Vetrarferð 1952. ísland í lifandi myndum 1924 — 1925 (úr safni Lofts Guðmunds sonar, ljósmyndara). 21.15 Stjarnfari. Brezkt sjónvarps leikrit. Aðalhlutverk: Victor Jory og Marianne Stewart. — Foringi í flughernum tekur við störfum hjá flugvélaverksmiðju sem framleiðir nýja gerð af þot um. 22.05 Jazz. Teddy Buckner og Dixieland-hljómsveit hans leika. — Kynnir Oscar Brown. 22.30 Dagskrárlok. Mánudagur 29. sept. 20.00 Fréttir. 20.30 Hollywood og stjörnurnar. Hinn ódauðlegi Jolson. 20.55 Hörkutól. Kanadísk mynd um líf þeirra manna, sem fást við olíuboranir og olíuleit á noröurslóðum og þá leynd, sem hvílir yfir allri leitinni. Þulur Gylfi Pálsson. 21.15 Kapp er bezt með forsjá. Brezkt sjónvarpsleikrit eftir John Kruse. Leikstjóri Sidney Heyers. Aðalhlutverk: Herbert Lom, Michael Johnson, Sally Smith, Mary Yeomans, Edward Judd og Sylvia Syms. Leikritið fjallar um framgjarn- an rnann og heimilislif hans. 22.05 Hauststörf húsmæðra. Leið beiningar um geymslu græn- metis. Umsjón Margrét Kristins dóttir húsmæðrakennari. 22.30 Dagskrárlok. Þriðjudagur 30. sept. 20.00 Fréttir. 20.30 Á öndverðum meiði. 21.05 Á flótta. Auglýsingin. 21.55 íþróttir. Landsleikur í knattspyrnu milli Finna og Norðmanna. 23.25 Dagskrárlok. Miðvikudagur 1. október 18.00 Mjallhvít og dvergarnir sjö. — Ævintýrakvikmynd. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.30 Þrjár stuttar ástarsögur. — Ballett eftir Jorunn Kirkenær. 20.45 Réttardagur í Árnesþingi. Sjónvarpið lét gera þessa mynd í haust. Kvikmyndun Ernst Kettler. 21.05 Ævintýri í frumskóginum. Brezk kvikmynd gerð árið 1954 og byggð á sögu eftir S.K. Kennedy. Leikstjóri George Marshall. Aðalhlutverk: Jeane Crain, Dana Andrews, David Farrar og Patrick Barr, Trygg- ingafélag nokkurt sendir full- trúa sinn til aö kanna slys úti fyrir Afríkuströndum. 22.30 Dagskrárlok. Föstudagur 3. október 20.00 Fréttir. 20.35 Búlgarskir listamenn í sjónvarpssaL.Eddy Kasassian og söngkonan Lea Tvanova skemmta. 20.45 Fræknir feðgar. Sjónvarpið hefur hér sýningar á sjöunda flokki Bonanza-myndanna um Cartwright-feðgana og ævin- týri þeirra í „villta vestrinu". Þessi þáttur nefnist Skríniö. Aðalhlutverk: Dan Blocker, Michael Landon og Lorne Greene. Leikstjóri Gerd Os- wald. 21.35 Hljómkviða lífsins. Kvik- mynd um danska tónskáldið Carl Nielsen, ævi hans og verk. Stjórnandi Mogens Wöldike. 22.10 Erlend málefni. Umsjón Ás- geir Ingólfsson. 22.30 Dagskrárlok. Laugardagur 4. október 16.10 Endurtekiö efni: Hjartaáfall 17.00 Þýzka í sjónvarpi. Fyrsta kennslustund af 26. 17.20 Sæsimastrengurinn mikli. Um sæsímann milli Evrópu og Norður Ameríku um ísland (Scotice-Icecan). 17.45 Dönsk grafík. Næstsíöasti þáttur. 18.00 íþróttir. 20.00 Fréttir. 20.25 Sieglinde Kahmann og Sig- urður Björnsson syngja. Upptaka í sjónvarpssal. 20.45 Smart spæjari. Bandariskur myndaflokkur. 21.10 Kraftajötunn. Myndin grein frá ævi og afrekur finnsks afl- raunamanns. 21.35 Eitt góðverk á dag. Banda- rísk kvikmynd gerð 1951 og byggð á sögu eftir Önnu Perrott Rose. 23.15 Dagskrárlok. UTVARP Sunnudagur 28. sept. 11.00 Messa í Neskirkju. Prestur: Séra Frank M. Hall- dórsson. Organleikari: Jón ís- leifsson. 19.30 Ljóð eftir Þórodd Guö- mundsson. Hu'da Runólfsdóttir les. 20.00 Svaf við spurningum um lífsskoðun. Brynjólfur Bjarna son fyrrum ráðherra flytur er- indi. 20.45 Kvöld í óperunni. Sveinn Einarsson segir frá. 21.15 Lundúnapistill. Páll Heiðar Jónsson flytur. Mánudagur 29. sept. 19.30 Um daginn og veginn. Valdimar Kristinsson viðskipta- fræðingur talar. 20.20 Æskan og uppeldið. Séra Magnus Runólfsson flytur erindi. 21.00 Búnaðarþáttur. Axel Magnússon ráðunautur talar um haustverk i görðum. Þriðjudagur 30. sept. 19.35 Eitthvað fyrir augað - og kannski eyrað líka. Thor Vilhjálmsson rithöfundur talar. 20.50 Kveðja til „Esju". Anna Snorradóttir rifjar upp sitthvaö úr fyrstu ferð skips- '-mmmmmmmmmmmBmammmmmmm ins, sem hefur nú kvatt íslenzk ar hafnir. 21.30 I sjónhending. Sveinn Sæmundsson ræðir við Gunnar og Kristján Kristjáns- syni um leiðangur Gottu til Grænlands 1929, — síðasti hluti viðræðnanna. Miðvikudagur 1. október 19.30 Á líðandi stund. Helgi Sæmundsson ritstjóri spjallar viö hlustendur. 20.15 Sumarvaka. a. Leikritaskáld á Mosfelli. Ragnar Jóhannesson cand. mag. flytur erindi um Magnús Gríms son og les kvæði eftir hann. Ragna Jónsdóttir les þjóðsög- una „Höllu bóndadóttur", sem Magnús skráði. Ennfremur flutt lög við ljóð eftir Magnús Gríms son. b. Lífiö er dásamlegt. Ragnheið ur Hafstein les kafla úr minn- ingabók manns síns, Jónasar Sveinssonar læknis, er hún hef ur búiö til prentunar. c. Islenzk lög. Sinfóníuhljóm- sveít Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. d. Mjallhvít. Oddfríður Sæ- mundsdóttir les kvæði eftir Tómas Guðmundsson. 22.35 Á elleftu stund. Leifur Þórarinsson kynnir tón- list af ýmsu tagi. Fimmtudagur 2. október 19.35 Viðsjá. Þáttur í umsjá Ólafs Jónssonar og Haralds Ólafssonar. 20.25 Á rökstólum. Björgvin Guðmundsson við skiptafræðingur tekur fyrir Spurninguna: Eiga Bandaríkja- ménn að flytja allt herlið sitt á írbrott frá Víetnam? Með hon- • um veröa á fundi Jón E. Ragn- arsson lögfræðingur og Sigurö- ur A. Magnusson rithöfundur. 21.30 Spurning vikunnar: Þjóöfé- lagið og fóstureyðingar. Davíð Oddsson og Hrafn Gunn laugsson leita álits lækna og hlustenda. ¦22.35 Við allra hæfi. Helgi Pétursson og Jón Þór Hannesson kynna þjóðlög og létta tónlist. Föstudagur 3. október 19.30 Efst á baugi. Magnús Þórðarson og Tómas Karlsson fjalla um erlend mál- efni. 20.30 Listmálarinn Francis Bacon Ólafur Kvaran og Ólafur Hauk j ur Símonarson sjá um þáttinn. Rætt er við Einar Hákonarson listmálara. Laugardagur 4. október 19.30 Daglegt líf. Árni Gunnarsson fréttamaöur stjórnar þættinum. 20.15 Leikrit Þjóðleikhússins „Húsvörðurinn" eftir Harold Pinter. Þýðandi: Skúli Bjarkan. Leikstjóri Benedikt Árnason. Nýjung—bíEastæði Vantar öflugri neytendasamtök Þess hefur oft verið saknað, að ekki skuli vera öflugri starf- semi Neytendasamtakanna en raun ber vitni. Á haustin er þetta áþreifanlega tilfinnanlegt, því þá koma nýjar landbúnaðar- vörur á markaðinn, svo sem nýj ar kartöflur, slátur og aðrar kjötvörur. Verð og sölufyrir- komulag á þessum vörum er einhliða auglýst, án þess að sam tök neytenda séu talin þess verð ug að vera með í ráðum, enda þykir lífsvotturinn kannski ekki svo hressandi, að til þessara samtaka þurfi að taka tillit. Nú hefur verið lítillega á það minnzt, að mjólkurskortur kunni að Eera vart við sig á komandi vetri. Uppástungur hafa komið fram um að þynna út mjólkina með vatni og bæta hana svo með smjöri. Þegar hafa birzt raddir, sem mótmæla þvílíkri aðferð til að bæta úr mjólkurskorti. í slfkum tilfellum er mikil hagkvæmni aö því, ef neytendasamtök geta komið fram fyrir meginþorra neytenda og verið með í ráðum til að tryggja að aöeins boðlegar að- ferðir séu viðhafðar tll að bæta úr skorti, f þessu tilfelli á mjðlk. Það er furðulegt, að til dæmis hin ýmsu kvennasamtök, skuli ekki láta sig neytendamál meira skipta. Það er þó alkunna, að konur taka virkan þátt í ýniiss konar félagslífi með góöum ár- angri. Margar konur eru einmitt skeleggar þegar þær snúast á sveif til að fylgja fram ýmsum máluni. Má í því tilfelli minna á slysavarnamál, sem konur sinna með miklum ágætum. Það er þvf undraverðara, hve lfíið er sinnt neytendamálum alls konar, en það ætti einmitt að vera vettvangur kvenna fyrst og fremst að fylgia þeim málum eftir. Vetrarmánuðirnir eru öðrum mánuðum fremur tími félags- mála. Þar eö við eigum því tímabil félagsmála fyrir hönd- um, og afkomumál hafa sjaldn- ar verið ofar i hugum fólks en einmitt nú, þá væri óskandi, að tfminn yrði nú notaður til aö skera upp herör f félagsmálum neytenda. Verkefnin á þessum vettvangi eru mikil og margvís- leg. Vonandi eiga þessi þörfu sam- tök eftir að láta frá sér heyra með endurnýjuðum starfsþrótti til hagkvæmni og þæginda fyrir neytendur alla. Þrándur í Gtitu. HÚSBYGGJENDUR'f |vEKKTAKAR! IFRAMKVÆMUM ALLS . .;¦<, KONAR JARÐÝTUVINNU UTANBORGAR SEM INNAN 82005-82972 !JWAGNÚS SMARINÓ sr HUSEI6MDI! Þér sem byggið Þér sem endurnýiS Sýnumm.a.: Eldhúsinnréttingar Klæðaskápa Iimihurðir •Ctihurðir . Bylgjuhurðír ýiðarMæðningar Sólbekki Borðkrókshúsgögn Eldavélar Stálvaska Isskápa o. m. fl. ÓÐINSTORG HF. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI 14275 Bifreiðaeigendur. Höfum opnað bón og þvottastöð að Sölvhóls götu 1 (portið). Leigjum bílastæði gegn dag- greiðslum og mánaðargreiðslum. Uppl. í síma 16454 eftir kl. 19.^0 á kvöldin og á staðnum. BÓN & ÞVOTTUR Söívholsgöf u 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.