Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 27.09.1969, Blaðsíða 8
V i j • .> . Laugardagur 27. septenio— VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfuiitrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.____________________________ Hin mannlega innsýn J»ví veröur ekki neitað, að íslendingar hafa frá upp- hafi byggðar farið æði ómjúkum höndum um nátt- úru lands síns. Allir vita hvemig farið hefur um skóg- ana, og þrátt fyrir mjög auknar ræktunarframkvæmd- ir síðustu áratugina er gróðurlendi miklu minna en það var á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Þessi saga hefur gerzt víðar en hér á landi, og mörgum þjóðum er orðið ljóst, að reisa þurfi rammar skorður við jarð- vegseyðingu og margs konar náttúruspjöllum, sem svo mjög hafa farið í vöxt með aukinni tækni og stór- framkvæmdum. Sumt, sem spillt hefur verið, verður héðan af með engu móti bætt, hversu fegnir sem menn vildu, og margt af því ætti að geta verið sígild áminn- ing um að stinga við fæti og halda ekki lengur áfram á þessari óheillabraut. Hér á landi blasa verksummerkin víða við augum, og þó víðar en menn ef til vill átta sig stundum á í fljótu bragði. Syndir feðranna eru sumar gleymdar og mörg sárin, sem þeir veittu landinu, orðin svo gömul, að fólk heldur að þau hafi verið þar frá upp- hafi. En mörg þeirra yngri vita allir hvernig til hafa orðið, svo sem þau er veiít hafa verið í sambandi við vegagerð. Þau eru mörg Ijót, og höfum við Reykvík- ingar nærtækt dæmi þar sem Rauðhólar eru. Þar hafa verið unnin mikil náttúruspjöll, og á síðustu stundu var því afstýrt fyrir nokkrum árum, að Grábrók í Norðurárdal hlyti sömuörlög.Fleiri dæmi mætti nefna. Með aukinni tækni og stórframkvæmdum víðs veg- ar um land, eins og verksmiðjubyggingum, vatns- virkjunum o. fl. má búast við að mikil og óbætanleg náttúruspjöll verði unnin, nema öflug þjóðarhreyfing rfsi gegn þeim áætlunum, sem fyrirsjáanlega hafa þvílíkar afleiðingar í för með sér. Flestum er kunn- ugt um deilu þá, sem upp hefur komið um fyrirhug- aðar virkjunarframkvæmdir við Laxá í Þingeyjar- sýslu, sem hafa mundu í för með sér að Laxárdal yrði sökkt. Um það ritaði Þórir Baldvinsson arkitekt at- hyglisverða grein í Morgunblaðið nú í vikunni. Enginn neitar því, að nauðsyn slíkra framkvæmda geti stundum verið svo mikil, að hún réttlæti fórnir af þessu tagi, en því miður virðist stefnan hingað til ekki hafa verið sú, að komast hjá náttúruspjöllum þar sem það hefði verið hægt, heldur látið lönd og leið, hvort þau yrðu mikil eða lítil. Gegn þeim hugs- unarhætti þurfa allir að berjast, sem unna íslenzkri náttúru og vilja varðveita svipmót hennar og sér- kenni. Og þótt landrými sé nóg hér á íslandi eins og er, kann svo að fara, að óbornum kynslóðum þyki það miður viturleg ráðstöfun að sökkva heilum byggðarlögum, sem eiga sér merka sögu og eyða um leið ræktuðu landi. Þess verður að gæta, eins og Þórir Baldvinsson benti á í fyrrnefndri grein, að „mannleg innsýn“ sé höfð með í ráðum við allar slíkar fr^mkvæmdir. En til þess að svo verði þarf almenningur í landinu að standa vörð um þau náttúruverðmæti, sem hann vill ekki glata. Snúa Þjóðverjar við blaðinu í kosningunum á morgun? ■ Vestur-þýzkir kjósendur ganga að kjörborðinu á morg- un, og telja sumir að úrslitin verði söguleg. Vera kann, að þeir hverfi frá hinni „hefðbundnu“ stefnu í kosningum frá stríðslokum og leggi inn á nýjar brautir. í fyrsta sinn er nú hugsanlegt, að kristilegir demókratar lendi í stjórnar- andstöðu. ■ Vaiið er milli tveggja leiða: Annaðhvort að kjósa kristi- lega demókrata áfram til forystu í málum þjóðarinnar eða þá samsteypustjórn sósíaldemókrata og frjálsra demó- krata. Aðrar leiðir eru hugsanlegar en ekki taldar líklegar sem stendur. Ckoðanakannanir benda til þess að mjóu muni, hvemig 38,6 milljónir kjósenda muni skipast milli þessara tveggja leiða. Fyrr á tímum sváfu leiðtog- ar kristilegra demókrata vært talningamóttina. Nú hefur Kies- inger kanslari ákveðið að vaka yfir talningunni og komiö sér upp sérstöku kerfi í þeim til- gangi. „Franz Josef Strauss, foringi þess bandalagsflokks kristilegra demókrata, sem tíðkast í Bæjara- landi og nefnist Kristilegi „sósíali" flokkurinn, segir hik- laust „Kristilegir demókratar berjast fyrir sjálfri tilveru sinni. Þetta er síðasta tækifærið. Það skortir starfsemi allt frá hinum hæstu til hinna lægstu.“ Sósíaldemókratar hafa hins vegar verið mjög bjartsýnir. ..Verð ekki áfram utan- ríkisráðherra“, segir Brandt. Kristilegir demókratar fengu árið 1965 47,6 af hundraði at- kvæða, miklu meira en sósíal- demókratar. Kosningar í ein- stökum ríkjum sambands'vð- veldisins hafa ekki bent til fylgisaukningar sósíaldemó- krata. Hins vegar hafa skoöana- kannanir bent til aukins fylgis þeirra og vaxandi andstööu viö kristilega. Hitt skipir ef til vill mestu máli, aö frjálsir demókratar hafa færzt til vinstri i stjórnar- andstöðu. Þeir voru fyrr á árum þægilegur samstarfsflokkur kristilegra. Nú lýsir foringi þeirra yfir því, að samstjórn sósíaldemókrata og frjálsra demókrata sé æskileg, og hafi kristilegir gott af því að vera í stjórnarandstöðu, einu sinni. í framhaldi af þessari hugar- farsbreytingu frjálsra demó- krata hafa sósíaldemókratar gerzt æ harðvítugri í afstöðu til kristilegra. Vinsældir Schillers efnahagsráöherra hafa og ýtt undir þá. Þeir segjast nú vilja ljúka samstarfinu við kristilega, sem hófst á þessu kjörtímabili. Willy Brandt segist ekki geta hugsað sér að verða áfram utan- ríkisráðherra í stjóm meö Kies- inger. Brandt sér nú loksins fram á möguleika til að veröa kanslari. Samvinna sósíaldemókrata og frjálsra deómkrata leiddi til sigurs frambjóöanda sósíal- demókrata í forsetakosningum í Vestur-Þýzkalandi. Embætti for- seta er að vísu ekki ýkja öflugt þar í landi, en sumir segja, aö með þessu hafi þó að vissu marki hafizt nýtt timabil. Þá hafa ráöherrar sósíaldemó- krata svo sem Georg Leber og Hors Ehmke, þótt nýtir í starfi og notið vinsælda. Óttinn við „þá rauðu“. Kiesinger kanslari hefur nú skírskotaö til ótta Þjóðverja við Rússa og kommúnista. „Hugsið ykkur 750 milljónir Kinverja, vopnaða kjamorkueldflaugum," segir kanslarinn. Kristilegir berjast með kjörorðinu: „Það veltur allt á kanslaranum“, og ennfremur: „Viö viíum, hvað við höfum, en ekki, hvað við fáum“. sósíaldemókratar svara meö kjörorðum eins og: „Við sköp- um nýtt Þýzkaland og: Við höfum beztu mennina“. Kosningaúrslitin á morgun munu að mestu velta á því, hvort ótti Þjóðverja við „þá rauðu" muni enn sem fyrr valda því að þeir hiki viö a($ skipta um stjórn, eða hvort þeir telji Willy Brandt og félaga hans hafa sýnt nægilega „rósemi" í stjórnarsamstarfinu. ☆ ... og Willy Brandt boðar fylgjendum sínum sigur. Kurt Georg Kiesiriger kanslari lyftir bjórglasi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.