Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 28.10.1969, Blaðsíða 1
Mildi að ekki varð stórslys Aðfaranótt 21. okt. sl. varð það slys norðan við jarðgöngin á Siglu- fjarðarvegi, að fólksbifreið sem kom frá Siglufiröi, ók á handrið það, sem er á vegarkantinum. Tveir menn voru í bifreiðinni og slasaðist bifreiðarstjórinn talsvert, en farþegánn, sem var í aftursæti, sakaði ekki. Málið er f rannsókn. -Þrj- Mun bifreiðinni hafa verið ekið á miklum hraða, svo bifreiðastjór- inn haföi ekki svigrúm til þess að beygja inn á ak- brautina. Hékk bifreiðin þar á brún hengiflugsins, og er það tal- in sérstök heppni að hún skyldi ekki steypast fram af í sjó niður. Handriðið losnaði allt af staurun- um sem héldu því, og glerbrotin úr bifreiðinni þeyttust lengst 14 'metra frá slysstaö í akstursstefnu. Bifreið in er talin mjög illa farin m.a. er vélin alveg ónýt. „Hrein kurfeisis- hehttsókn" 9 Okkur er ekki kunnugt um ann- að en að heimsókn flotamála- ráðherrans sé hrein kurteisisheim- sókn, sagði Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri utanrikisráðuneyt- isins í viðtali við Vísi í morgun í sambandi við heimsókn flotamála- ráðherra Bandaríkjanna til íslands í dag. Eins og kunnugt er, hefur Banda- ríkjastjórn lýst því yfir, að herstööv um þeirra verði fækkað erlendis og dregið verði úr starfsemi þeirra, sem eftir verða að einhverju leyti. Mun Nixon-stjórnin skýra frá því á morgun með hverjum hætti þessi samdráttur verður. Flotamálaráðherra, John H. Chafee, mun ræða við utanríkisráð- herra. Emil Jónsson, í fyrramálið, en hann heldur áfram ferð sinni á morgun. Þess má geta, að fólki hefur smám saman verið fækkað í her- stöðinni hér á landi allan þennan áratug eða síðan flotinn tók við rekstri herstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli. Dani flytur prjónastofu sína frá N-Jótlandi til Akraness Mun veita 40-60 konum vinnu — Fimmta prjónastofan á Skaganum • Danskur prjónaverk- smiðjueigandi hefur nú fengið inni í húsnæði því sem sokkaverksmiðjan Eva hafði á Akranesi og hyggst setja þar upp prjónaverksmiðju. Verk smiðja þessi á að prjóna úr hespulopa frá Ála- fossi. Verksmiðjueigandinn Gunnar Stokholm, var hér á landi til þess að kynna sér aöstæðurnar á Akranesi og mun hann senda fyrstu prjónavélina til landsins eftir áramót. Hann hefur um tveggja og hálfs árs skeið rek- ið prjónaverksmiðju í Hurup, þorpi á Norður-Jótlandi og þar hefur verið notaður íslenzkur hespulopi. Mun þessi verk- smiðja verða flutt að verulegu leyti til Akraness. Ásbjörn Sigurjónsson á Ála- fossi, sem veitt hefur Stokholm ýmsa fyrirgreiðslu hér á landi, sagði í viðtali við Vísi í gær, að ætlunin væri aö verksmiðj- an kæmist í gang með vorinu. Reiknað er með tíu manna starfsliði í sjálfri prjónastof- unni, en Ásbjörn sagði að reikn- að væri með að 40 til 60 konur fengju vinnu viö aö setja peys- ur og annan prjónavarning verk smiðjunnar saman, svo aö þarna yröi ekki um svo litla atvinnu- bót fyrir Akurnesinga að ræða. Verksmiðjan í Hurup hefur selt framleiðslu sfna á markaöi i Evrópu, en Stokholm rekur einnig tízkuverzlun í Færeyjum. Sagði Ásbjörn aö mjög hag- kvæmt væri fyrir slíkt fyrir- tæki að starfa hér, þar sem slíkt sparaði flutninga á hráefninu, en til þess að hægt verði að selja framleiðsluna á Evrópu- markað yrðu Islendingar að ganga í EFTA og sagði Ásbjöm að framtíð þessarar verksmiðju færi því mjög eftir því hvort af EFTA-aðild yrði eða ekki. Þrjár prjónastofur hafa starf að á Akranesi til skamms tíma og eru þær hálft í hvoru sprottn ar upp úr sokkaverksmiöjunni Evu, þar sem eigendur þeirra kynntust prjónaframleiðslu. Ein þessara verksmiðja hefur tals- verðan vinnukraft og hefur keypt húsnæði það, sem Mjólk urstöðin á Akranesi hafði, undir starfsemi sína. Hinar tvær eru smærri í sniðum og auk hinnar. stóru, sem nú er verið að koma á laggimar mun fimmta prjóna- stofan vera í uppsiglingu á Skaga, en hún verður smá £ snið um fyrst um sinn aö minnsta kosti. 16 ára unglingar með brugg- stöð í hesthúsi á Akranesi ÞEIR ætluðu ekki að búa við áfengisskort í vetur piltamir, sem í gær voru teknir við brugg un í hesthúsi rétt ofan við Akra- nesbæ í gærdag. Þeir höfðu kotn- iö bruggtækjum mjög vel fyrir í hesthúsinu og vom að sjóða, þegar lögreglan kom að þeim. Áttu þeir þá á annað hundrað lítra af gambra, en vom búnir að sjóða eitthvað smávegis af honum. Þessa sérstæðu bruggstöð áttu fjórir piltar, að því er lögreglan telur, þar af tveir ekki nema um það bil sextán ára gamlir. Eigend- HmSÍSíS íbúar á Lögbergs- leið skrifa undir mófmæli • Innan tíðar verður engan strætisvagn að finna á þessum slóðum við Lögberg, því nú stendur til að leggja leið 12, Lögbergsleið- ina, niður. íbúamir f Lögbergslandi og á bæjunum ofan við Geitháls og | íbúar við Rauðavatnið eru nú að safna undirskrifitum undir áskorun til Strætisvagnana um að hætta við þessa ákvörðun. • Fréttamaður Vísis fór nú um daginn með Lögbergsvagninum í eina ferð og spjallaði við farþeg- ana um ferðirnar þangað upp eftir og erfiðleikana, sem óhjákvæmilega verða af vagnleysinu þar uppfrá. — sjá bls. 9 / dag urnir voru flestir á vappi í kring- um bruggstaðinn, þegar lögreglan kom að, en sumir yfir suðunni inni í húsinu í nábýli við hestana. Lögreglan hellti brugginu niður og tók bruggstööina £ sína vörzlu. Einhver kvittur mun hafa verið kominn um þessa vfnframleiðslu unglinganna, enda er talsverð um- ferð þangað inn að hesthúsunum í Kalmannsvik fyrir innan Akranes bæði af hestamönnum og öðrum, sem fara þangað gjarnan i skemmti- göngu. Að sögn lögreglunnar á Akranesi virðist talsvert hafa.borið á brugg- tilraunum upp á síðkastið, þó aö ekki geti það kallazt nein brugg- alda. Og hitt mun sjaldgæfara að sextán ára unglingar taki til við þessa iðju. „Hverju eruð þér aðstela?" • Það er handagangur i öskjunni á útsölu í verzlun í miðborg- inni. Kona ein kemur inn, stingur hönzkunum sínum varlega i vasann. Fruntaleg og klaufaleg afgreiöslu- stúlka svífur á hana og spyr „hverju hún sé að stela“. Þetta gerðist nýlega í Reykjavík, og á bls. 9 í dálkinum Lesendur hafa oröið, segir konan, sem varð fyrir þessu, frá þessum leiöa atburði. — sjá bls. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.