Vísir - 12.12.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 12.12.1969, Blaðsíða 7
V l S'I R . Föstudagur 12. desember 19gJ. MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Griska stjómm ræðst á Norður- löml, Vestur-Þýzkaland og Ítalíu — Akveðið um brottvisun i dag Gríska herforingjastjórnin réðist í gærkvöldi heiftar- lega á Vestur-Þýzkaland, Ítalíu og Norðurlönd. — „Verðum við reknir úr Evrópuráðinu, táknar það, að meirihluti ríkja þess slær á framrétta v:::r.rhönd Hellas.“ Skoriö verður úr í dag, hvort Grikklandi verði vikið úrEvrópuráð inu eða ekki. Gríska herforingja- stjömin átti í gærkvöidi í illdeilum við sænsku stjórnina. í mótmæla- orðsendingu til Svía segir, aö ung- menni í Stokkhóimi hafi í fyrra- dag móðgað og ógnað grískum sendifulltrúa og konu hans, og bii- stjóri þeirra hafi verið barinn nið- ur. Hafi þetta gerzt, þegar gríski fulltrúinn gekk út eftir afhend- ingu Nóbeisverðlauna. „Slíkir óafsakanlegir atburðir munu gerast, meðan Svíar gera ekki þær nauðsynlegu ráöstafanir að hegna hinum ábyrgu“, segir í orðsendingunni. Illt hefur veriö milli Svíþjóöar og Grikklands frá því að herinn tók völdin í Grikklandi árið 1967. Gríska stjórnin hefur ítrekað sakað Svíþjóð, Noreg og Danmörku um íhlutun í innanríkismál sín. Það eru og fulltrúar þessara ríkja, sem nú ieggja að Evrópuráð inu að víkja Grikkjum burt á fundi þess í dag. í ásökunum sínum í gærkvöldi minnti gríska stjórnin á mannfall Grikkja í síöari heimsstyrjöldinni og bar saman við mannfall Dana »V.’. Danskir mófmælo meðferð ú „svörtu hlébörðunum#/ „Srortu hlébarðamir“, félags- skapur mjög róttækra svertingja í Bandaríkjunum, hefur átt í átökum við lögreglu síðustu vikurnar, og margir fallið af „hlébörðunum“. Nær daglega berast fréttir af blóð- ugum bardögum í stórborgum Bandaríkjanna, þegar „hlébarðar" verjast handtöku og hefja skothríð á lögreglumenn, Einn hefur þegar verið sakaöur um ráðagerð um morð á Nixon forseta, og nokkrir hafa þegar fengið dauðadóm fyrir ofbeldisverk. Hópur Kaupmannahafnarbúa gekk fram fyrir skjöldu til að mótmæla því, sem þeir kölluðu „ofsókn á hendur svörtu hlébörðunum.“ Stilltu þeir sér upp fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna, og 39 þeirra báru spjöld með nöfnum þeirra hlébarða, sem fallið hafa fyrir lögreglunni eða hafa verið dæmdir til dauða og bíða aftöku. „Vestrænar þjóðir verða að velja milli Suður-Afríku og okkar — segir Kaunda, forseti Zambiu Á ELLEFTU STUNDU. Papadopoulos beitir skömmum og háfti. og Norðmanna. „ítalir bera ábyrgð á ofbeldisverkum gegn mörgum ríkjum, Eþiópíu, Albaniu og Grikk- Iandi“, segir þar. Staðan í Evrópuráðinu í morgun benti til þess, að tillagan um brott vísun Grikklands kynni að hljóta % atkvæða, sem tilskiliö verður. V.V.V'.’.V.V.V.V.V.'.W ■ // Stöðvum bernaðarstuðn- ing við Grikkland" — segir utanrikisnefnd Bandarikjabings UTANRÍKISNEFND Bandaríkja þings hefur mælt meft því, aft hætt verði ölluni hernaðariegum stuðningi við herforingjastjórn- ina grísku til þcss að sýna, að Bandaríkin styðji ekki þessa stjórn. „Bandaríkin eiga ekki að veita þeim ríkjum hernaðaraðstoð, sem fara eftir reglum, sem við sjálfir fordæmum," segir í yf- irlýsingu nefndarinnar. Áður haföi öldungadeildin á- kveðin ákveðiö að fresta þvi að staðfesta skipun Henry Tasca sem ambassadors Bandaríkj- anna í Aþenu, en Bandaríkin höfðu ekki haft þar ambassador um langt skeiö. Er þess nú beð- ið, hvort Grikklandi verði vikiö úr Evrópuráðinu. .V.V „Vestrænu rikin verfta brátt aft velja milli Suður-Afríku og ann- arra Afríkuríkja, er um ræftir hern- aft og fjárfestingu.“ Svo mælti Kenneth Kaunda, forseti Zambíu i sjónvarpi í gærkvöldi. Hann varaöi ríki Atlantshafs- bandalagsins við að rjúfa bann það, er Sameinuðu þjóðirnar hafa sett á vopnasölu til Suöur-Afriku. „Suður-Afríka og stuðningsmenn hennar hafi byrjað mikla baráttu í átt til ofbeldis. Aðaltilgangurinn er aö fá einstök NATO-ríki til að rjúfa bannið á vopnasölu og styrkja her landsins." „Rökin um nauösyn Suður-Afr- íku sem mótvægi við Sovétríkin á Indlandshafi eru eins og að ráða moröingja til að vernda sig“, sagði forsetinn að lokum. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 HJOLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR LJÚSflSTILLINGAR Látið stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 1 3-100 2000 kr. út og 1000 á mánuði Notið tækifærið og eignizt góð og vönduð borð- stofuhúsgögn á vægu verði og með einstaklega góðum greiðsluskilmálum. Aðeins 2000— kr. út og 1000— kr. á mánuði. Trésmiðjan VIÐIR hf. Laugavegi 166. — Símar 22222 — 22229.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.