Vísir - 12.12.1969, Síða 16

Vísir - 12.12.1969, Síða 16
VISIR Föstudagur 12. desember 1969. Ganga Grikkir sjálfir úr Evrópuráðinu? „Hotvapa bylting í fískveiium" — Verður l'iklega til jbess að hringnót leggist niður, segir Páll Guðmundsson, skipstjóri 1 • Grísk fréttastofa, sem talin er , túlka sjónarmið stjómarinnar, gaf í morgun í skyn, að Grikkland ' kynni að segja sig úr Evrópuráð- i inu á fundinum í dag. Væri mælir- inn fullur, og Grikkir hefðu sætt móðgunum. „Hellas þolir ekki í- hlutun í innanríkismál,“ segir þar. Annars spáði fréttastofan „harðri baráttu" á fundinum í dag, en taldi ekki útilokað, að eitthvert sam- komulag næðist á síðustu stundu um málamiðlun. — Sjá bls. 7. PÁLL Guðmundsson skip- stjóri lýsti því yfir á fundi með útgerðarráði nú fyrir skemmstu aö hinar nýju flot- vörpur, sem nú hafa verið teknar í notkun í þýzkum skuttogurum myndu að lík- indum verða til þess að veiði með hringnót legðist niður að mestu. — Hringnótin hefur til skamms tíma verið af- kastamesta veiðitæki ís- lenzkra báta, við sfldveiðarn- ar, og eins hafa nætur verið notaðar með góðum árangri við þorskveiðar sem kunn- ugt er. Páll hefur sérstaklega kynnt sér gerð þýzku flotvörpunnar og skýrði hann frá, að vörpur þess- ar væru einnig fariö að nota sem botnvörpur á góöum botni. Væri einn höfuðkostur vörpunn- ar að opið á henni væri marg- falt stærra en á venjulegum vörpum. Taldi hann mesta opn- unin sem náðst hefði væri 40x 60 metrar eöa um 25.800 ferfet. Hins vegar er venjuleg opnun botnvörpu 2.200 ferfet. Til þess að hagnýta þessa nýju vörpugerð yrði hins vegar að auka vélaafl skipanna veru- lega frá því sem nú er og einnig að auka afl togvindu. — Einnig taldi Páll að skuttogarar stæðu talsvert betur að vígi en síðutogarar til veiða með flot- vörpunni og öðrum togvörpum, þar sem reikna mætti með að 10—15% af vélaorku síðutog- ara færi forgörðum þar sem á- takið í drætti er ekki beint. Búast má viö að nýsmíði tog- ara veröi hagað þannig, að unnt verði að hagnýta hina nýju veiði tækni, og einnig að hún verði notuð f, auknum mæl; við síld- veiðar á næstunni, en tilraunir hafa lítillega verið gerðar 1 þá átt hér við land. Meðal annars hefur síldarleitarskipið Árni Friðriksson verið meö flotvörpu í seinni leiööngrum sínum í haust, — í tilraunaskyni. Htingaleikur við sítdina undir Jökli í nótt — Mikið kastað — litil veiði Miklð var kastað á miðunum út, neitt. Aflinn eftir nóttina var þetta af Jökli f nótt, en veiðin varö ekki frá 2 tonnum upp í 20 tonn hjá að sama skapi mikil. Fleet skipanna þeim skipum, sem hirtu um að til- fengu aðeins fáeinar síldar, eða ekki I kynna um afla. — Öminn RE var Mikið fræðirit um hafísinn komið út — á sama tima og hafisinn lónar við land á Hornstróndum Um leið og fyrstu fréttir berast af því að ísjakar lóni 1 víkum á Homströndum, kemur út veglegt fræðir.t, „Hafísinn“, frá Almenna bókafélaginu. í bókinni fjalla 23 innlendir fræði. menn úr ýmsum greinum raunvís- inda og sagnfræði um hafísinn, or- sakir hans og afleiðingar. Stígondamenn voru saklausir „Það fánnst ekkert um borð í bátnum af því, sem saknað var héð- an úr Ólafsfirði," sagði Sigurður Guðjónsson, bæjarfógeti á Ólafs- firði, én leitin um borð í bátnum varð þó til þess að hreinsa bátverja á Stígandg af öllum grun um kopar. hnupl. „Þó bað ég varðskipsmenn um að taka með sér nokkra smákopar- hluti, sem þeir fundu um borð í bátnum, til þess að bera þá við ým- is stykki hérna, og kanna hvort þeir eigi við, en okkur hafa ekki borizt þessir hlutir ennþá," sagði bæjarfógeti. I Er þessi bók sennilega einstök I að sínu leyti þar sem gera má ráð fyrir að fáar þjóðir eigi hafísinn sem sinn „landsins forna fjanda“. Bókin Haffsinn hefur að geyma megin hluta þess er kom fram á hafísráðstefnunni, sem haidin var snemma á þessu ári. Meðal þess var fjallað um veðurfar og hafstrauma, uppruna hafíss, hegðun hans og ferð ir, og einnig gerð grein fyrir veður- farssveiflum á norðurhveli jarðar og heimildum um hafís allt frá for- sögulegum tíma til vorra daga. Að lokum eru hagnýt vandamál, skyld hafísnum, tekin til meðferðar, svo sem fsing skipa og áhrif kólnandi veðurfars á fiskigengd og jarðar- gróður. Ritstjóm bókarinnar hafði Mark- úis Á. Einarsson á hendi, en útgáfu- ráð skipuðu Trausti Einarsson, Hlynur Sigtryggsson, Sigurður Þór- arinsson og Unnsteinn Stefánsson. Bókin er 552 bls. f stóru broti, auk margra ljósmynda em í henni um það bil 250 skýringakort og uppdrættir. Hún er prentuð í Set- bergi og bundin í Félagsbókbandinu. Torfi Jónsson sá um útlit og teikn- aði kápu. Niðurgreiðslur á kjöti og smjöri Rfkisstjórnin mun greiða niður verð á kjöti og smjöri til þess að hækk- un söluskattsins úr Tí/i% í 11%, sem nú er lögð til, valdi ekki hækk- unum á þessum nauðsynjavörum al „lennings. Mjólk hækkar ekki vegna hækk- unar söluskattsins, þar sem enginn söluskattur er greiddur af mjólk. Þá mun ellilífeyrir hækka og þær bætur, sem fylgja þeim lífeyri, um 6%. með 20 tonn. Um miðnætti var tek- iö aö bræia á miðunum og sum skipanna voru að lóna inn í morg- un til hafna. Engin veiði var f Breiðamerkur- dýpi og þrjú skip, sem síöast seldu síld ytra úr Norðursjó, em nú á heimleið. Mun skipum vera farið að fækka mjög þar um slóðir. En Austfirðingar hafa einkum verið þar að veiðum. — Síldarflotinn virðist því ætla að taka jólafríiö snemma aö þessu sinni, enda ekki eftir miklu aö sælast á miðunum. Níu erindi á Veiði- málaráðstefnunni Erindaflutningur er opinn óllum, sem áhuga hafa og stuttar fyrir- spurnir leyfðar Veiðimálaráðstefna Landssam- bands stangaveiðimanna árið 1969 hófst að HÖtel Sögu í morg un, en Landssamband stanga- veiðimanna hefur um nokkurra ára skeið haft mikinn áhuga á að efna til slíkrar ráðstefnu manna, er vinna að fiskiræktar- og veiðimálum í landinu. Á ráðstefnunni, sem hófst kl. 10 í morgun og á sama tíma á morgun, laugardaginn 13., verða flutt fjöl- mörg erindi. í dag heldur Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri erindi um þróun veiðimálanna á lslandi. Dr. Jónas Bjarnason talar um fram. leiðslu fiskafóðurs úr íslenzkum hráefnum, og Steingrímur Her- mannsson, forstjóri Rannsóknar- ráðs ríkisins ræðir um nauðsynlegar rannsóknir á íslenzkum veiðivötn- um til grundvallar skynsamlegri nýtingu þeirra. Alls verða flutt sex erindi í dag og þrjú á morgun. Einnig ávarpar Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráöherra ráðstefnuna. Erindaflutningur er opinn öllum sem áhuga hafa á þessum málum og stuttar fyrirspurnir eru leyfðar. Áslí kuldanum Já, það veitir svo sannarlega ekki af, að halda á sér hita þessa dagana og nota til þess öll tiltæk ráð. Þetta unga og ást- fangna par var heldur ekki í neinum vandræðum. Þarna gengu þau arm í arm um götur miðbæjarins í hörkugaddinum með bros á vör, rjóð og sælleg, þegar flestir aðrir máttu sætta si.rr við að norpa um með bláar kinnar og sultardropa á nef- broddinum. Já, það er munur að vera ungur og ástfanginn. t

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.