Vísir - 16.12.1969, Page 2

Vísir - 16.12.1969, Page 2
... OG SKJÓTA SVO! „Áfram svo KR-ingar, skjótið þi8“. Og KR-ingar skoruðu markið á siðustu sekúndunum. Þetta var aðeins „fyrri hálfleik- urinn“ í taugastríði Jóns Ftiö- steinssonar, þjálfara KR í fyrra- kvöld, þegar leikimir f 1. delld- inni fóru fram. Hans lið hreppti fyrstu stigin sín, — en að þess- um leik loknum byrjaði barátt- an fyrir hans eigið félag, Fram. Og enn vann sá aðili, sem hann hvatti. Ánægður hefur þessi kunni forustumaður, þjálfari og dómari, haldlð heim á leið að leikjum loknum. Á myndinni eru auk Jóns Friðsteinssonar (Iengst til vinstri) þeir Gunnar Hjaltalín, leikmaður í KR, og Sveinn Kristjánsson, e'inn forystu- manna handknattleiksmanna í KR. Og það er auðvitað 16. mark XR, sigurmarkið, sem þeir eru að fagna. Vikugamalt félag hlaut sigurinn • Hið árlega innanhúsknatt- spyrnumót Iðnnemasambands ís- lands var haldið í Keflavík sunnud daginn 14. desember. Að venju var mikill áhugi ríkjandi meðal iðn- nema varðandi mótið, og sendu ails 11 félög víðs vegar að, 17 lið til keppninnar. Úrslit mótsins urðu þau, að Félag múraranema í Reykjavík sem sendi eitt lið til keppninnar, sigraði b. lið Iðnnemafélags Akra- ness £ úrslitaleik mótsins með 6 mörkum gegn 3 eftir harðan og spennandi leik og varð sigurveg- ari mótsins. í öðru sæti varð b lið Iðnnemafélags Akraness, og x þriðja til fjórða sæti urðu a lið Iðnnemafélags Akraness og Félag iðnnema Hafnarf. Þess má geta aö Félag múraranema var endurstofn- að fyrir aðeins viku síðan, svo ætla má aö sigurinn veröi hinu nýja félagi hvatning til frekari dáöa. Formaður Iðnnemasambands ís- lands, Magnús E. Sigurðsson af- henti sigurvegurunum til varð- veizlu hinn gullfagra bikar sem gefinn var af rakarastofu Geirlaugs Ámasonar og Harðarbakaríi á Akranesi. Nýtt heimsmet i tugþraut Óiympíumeistarinn í tugþraut Bill Toomey, Bandarikjunum, seltti í síðustu viku nýtt heimsmet I tug þraut á móti f Santa Barbara i Kalifornu. Hann hlaut 8417, sem er 98 síigum betra en eidra heimsmet- ið. Þjóðverjinn Kurt Bendlin átti það. Toomey varð Óiympíumeistari í Mexíkó 1968 — og nú í vikunni mun hann kvænast hinni kunnu, ensku íþróttakonu Mary Rand, sem meöal annars sigraöi á Ólympíuleik unum í Tokíó í langstökki. L EIG A N s.f. Vinnuvélar tii leigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og tleygum RafknOnir Steinborar Vatnsdœlur ( rafmagn, benzín ) J arðvegsþjöppur Rafsuðutœki Víbratorar Stauraborar Slípirokkar Hitablásarar HOFDATUNI M- - SÍMI 23JJSO . •V FLOKKAGLÍMA Reykjavíkur fór fram aö Hálogalandi fyrir nokkru, en það mun væntanlega vera í síðasta sinn sem Háloga- land verður nýtt sem vettvangur fyrir þetta jafnan skemmtilega glímumót, sem hefur veriö fast- ur liður í vetrardagskrá reyk- vískra glímumanna síðan 1947. Þrjú félög tóku þátt í þessu móti Ármann, Víkverjar og K.R., en Víkverjar viröast vera að hasla sér æ stærri völl í þessari íþrótt. Mótið tókst í alla staði mjög vel og vakti það athygli, hversu allar tímasetningar og mótsstjóm gengu vel fyrir sig, en oft hefur það ver- ið eitt hið erfiðasta hlutskipti á- horfenda, að finna sér eitthvað til dundurs meöan beðiö var eftir aö glímur hæfust, eða stjórnendur sætu að ráðstefnu £ miðju móti. Glfmustjóri var hinn gamalkunni glimumaður Guðmundur Ágústs- son, yfirdómarar Ólafur Guðlaugs- son og Garðar Erlendsson. Með- dómarar Gisli Guðmundsson, Sig- urður Sigurjónsson og Skúli Þor- leifsson. Ritarar Ólafur Sigurgeirs- son og Kristmundur GuömUnds- son. Tfmaverðir Matthias Guð- mundsson og Hjörtur Elíasson. Fánaberi var Sigtryggur Sigurös- son. Hörður Gunnarsson formaður glímudeildar Ármanns setti mótið og fór nokkrum orðum um starf- semi glímuráðs Reykjavíkur á liðn- um árum. í fyrsta flokki varð sigurvegari Sigtryggur Sigurðsson K.R., lagöi hann keppinauta sína örugglega og virtist ekki fá þá keppni að meta Sigtryggur Sigurðsson. megi glfmuhæfni hans á komandi keppnistímabili. I ööru sæti varð Sigurður Jónsson U.V., er hann vaxandi glímumaður, léttur og sækinn, en gætir ekki þeirrar var- kárni fyrir mótbrögðum andstæð- inga, sem skapa Sigtryggi yfir- burði. Ingvi Guðmundsson varð þriðji, Ingvi er ávallt skemrhtilegur glimumaður, gamalreyndur keppn- ismaður sem ekki er vanur að gefa hlut sinn baráttulaust, en hann átti enga sigurmöguleika í glímum sinum gegn Sigtryggi og Siguröi og virtist vera eitthvað miður sín. ■.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV. Yel þegin ráð | siivai ctT C VISIR © Væntanlega mun margur golfmaðurinn láta sig dreyma um iðjagrænar golf- flatir nú um hátíðina, þegar hann rennir augum yfir ný- útkomna golfbók, „Má ég gefa yður ráö“, sem enginn annar en Jack Nicklaus hefur samið. Grágás í Keflavík á þakkir skild ar fyrir að gefa þessa bók út. Hún er frábær í allri gerð, lit- myndir prýöa hverja síðu og textinn hefur verið þýddur mjög smekklega af Einari Guönasyni. Er frágangurinn all- ur slíkur að athygli mun vekja meðal þeirra, sem vit hafa á bókagerð. Jack Nicklaus þarf ekki að kynna fyrir golfáhugamönnum. Hann hefur um árabil verið einn frægasti golfsnillingur heims og sá launahæsti jafn- framt. Bók þessi, sem heitir á frummálinu Take a Tip from Me, er myndskreytt af Francis Golden. Ekki er neinum blöðum um það að fletta að margir munu hafa bæði gagn og gaman af þessari bók, svo skemmtilega er frá henni gengið. V í SIR . Þriðjudagur 16. desember 1960. Sigtryggur síðasti sigurvegarinn á Hálogalandi?

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.