Vísir - 16.12.1969, Page 3

Vísir - 16.12.1969, Page 3
Getraunaspá Vísis - eftir HALL SIMONARSON Þw* hafa veriö ótrúlegar sveifl ur leik 1. deildarliöanna aö und anförnu og raunverulega ekkert lið nema Leeds, sem heldur sama striki. Liverpool er kannski bezta dæmiö, einn daginn leik ur liðiö glæsilega knattspyrnu, en hinn næsta er það sviplaust, eða hvað annað er hægt að segja um liö sem sigrar Everton með yfirburöum, en tapar svo næsta leik illa gegn Manch. Utd. — félagi, sem Everton lék sér að í báðum leikjunum í haust. En þaö eru þessar sveiflur, sem gera ensku knattspyrnuna hina skemmtilegustu í heimi — úr- slitin koma manni alltaf á óvart. Þegar getraunaseðillinn með leikjunura 20. des. er útfylltur er rétt að hafa í huga, að undan farna tvo laugardaga hafa sex útivinningar verið í þeim leikj um sem hafa verið á ísl. seðlin- um, en það er nokkuö, sem er algjört einsdæmi. þegar um enska leiki er að ræða. En lítum þá á leikina. Bumley—Southampton 1 Síðan Southampton komst í 1. deild hefur liðið alltaf tapað f Burnley. Úrslit 3—1, 2—0 og 4—1. Heimasigur líklegur, þar sem Southampton hefur aðeins unnið einn leik af 12 á útivelli ,— en Bumley tapað 4 af 11 heima. Chelsea-Manch. City 1 Þama mætast góð lið, og Chelsea er enn taplaust á heima velli í 10 leikjum. Chelsea lék ekki illa gegn Úlfunum á laug- ardaginn, þrátt fyrir slæmt tap — en tækifæri nýttust illa. Tveir af beztu mönnum City, Colin Bell og markvörðurinn Corrigan em meiddir og kann það að hafa áhrif á leik City. Úrslit síðustu þrjú árin 2—0, 1—0 og 0—0. Coventry—Liverpool x Erfiöur leikur, en síðan Cov- entry komst I 1. deild hefur lið- ið ekkj tapað heima fyrir Liver pool. Jafntefli í báðum leikjun- um 0—0 og 1—1. Coventry er í sókn og hefur keypt svo ágæta leikmenn að undanförnu, þá John O'Rourke og miðvörðinn Barry fyrir 130 þúsund pund. Liverpool hefur aðeins tapað 3 leikjum úti af 11. Teningurinn er sennilega beztur á þennan leik. Everton — Derby 1 Liðin hafa ekki leikið saman í 16 ár á Goodison Park, svo ekk ert er við að styðjast. Everton hefur unnið 10 leiki heima, tap að einum fyrir Liverpool — samborgurunum. Derby hefur 50% árangur á útivelli — og Derby sigraöi Everton í haust 2 — 1 á Baseball Ground, sem var fyrsti tapleikur Everton í keppninni. Manch. Uíd.—Leeds x Enn einn þungur leikur. Manch. Utd. er stemningslið — og úrslit I þessum leik fara mik ið eftir því hver úrslit verða á miðvikudaginn milli Manchest- er-liðanna í undanúrsl. deilda- bikarsins. Ef United tekst að tryggja sér úrslitasætj á Wembl ey gegn WBA á kostnað Manch. City verður þetta áreiðanlega erfiður leikur fyrir Leeds. Ef ekki — ætti Leeds að hafa góða möguleika. Úrslit undan- farin 3 ár 0 — 0, 1—0 og 0 — 0 eða 2 jafntefii og einn sigur United. í haust gerðu liðin jafn- tefli í Leeds 2—2 og mátti Leeds þá þakka fyrir að hljóta annað stigið. Newcastle—Ipswich 1 Newcastle er sterkt lið á heimavelli með 6 vinninga, en Ipswich hefur aðeins hlotið einn vinning á útivelli. Rétt er þó að fylgjast með leik Newcastle í borgakeppni Evrópu á miö- vikudaginn gegn Southampton — meiðsli gætu sett strik í reikn inginn. Til gamans má geta þess, aö þegar KR-ingar ákváðu búning sinn fyrir um 70 árum sóttu þeir hugmyndina til New castle. Valur er með sama bún- ing og Manch. Utd., Fram eins og Everton og Chelsea, Akranes eins og Úlfamir, Þróttur eins og Sunderland, Akureyri eins og Tottenham og Víkingur eins og Evrópu- og heimsmeistararnir AC Milan — og Manch. City hefur notað þann búning mikið síðustu 2 árin. Ekki veit ég hvort ísl. félögin hafa sótt hugmyndir \ sínar til þessara félaga — senni lega ólíklegt — nema KR. Nottm. For,—Wolves 2 Tvö félög frá miðlöndunum, sem bæði hafa náð allgóðum ár- angri að undanfömu, þar sem heppni hefur þó ráðið mestu hjá Forest. í fyrra varð jafntefli 0—0, en árið áður vann Forest 3—1. Úlfarnir eru mun sterk- ari nú en þá. Sheff. Wed.—Artsenal 2 Wednesday er í neðsta sæti og hefur tapað síðustu 6 leikjunum. I fyrra vann Arsenal stórsigur 5—0 og árið áður 2—1. Stoke—C. Palace 1 Stoke tapaði I fyrsta skipti heima fyrra laugardag gegn New castle, en átti þó nær allan leik inn Hefur unnið 6, en 4 jafn- tefli. C. Palace hefur ekki unnið á útivelli. Tottenham—West Ham 1 Tottenham vinnur West Ham oftast, en bæði liðin eru frá London. í fyrra vann Tottenham 1 — 0 og árið áður 5 — 1. Geoff Hurst, markhæsti leikmaður WH, var lagður inn á spítala á mánudag vegna meiðsla í baki. WBA — Sunderland 1 Albion er furðulegt lið á heimavelli — aðeins með 3 vinn inga og hefur þá unnið lið eins og Everton og Manch. Utd. — en tapaði t.d. fyrir Bumley fyrra laugardag. Sunderland hefur hlotið 3 stig af 24 mögulegum á útivelli. Huddersfield—QPR 1 Huddersfield hefur unnið 7 leiki heima af 10 og er í 3ja sæti í 2. deild. QPR er í 4öa sæti, en með slakan árangur á útivelli, 6 töp í 11 leikjum. Fyrir tveimur árum léku liðin saman í 2. deild og vann Huddersfield 1 — 0. Það er eini leikurinn milli þeirra f Huddersfield, því í fyrra var QPR í 1. deild — og fyrir þrem ámm 1 3. deild. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12. — Sími 22804. GÆÐI (GÓLFTEPPI VARIA HIJSGÖGN LISTAVERK SÓLVEIGAR EGGERZ GOLFTEPPAGERÐIN HF. Suðurlandsbr. 32. Sími 84570. ENDAST Ijósaperurnar stuft? Reynið jbó neOex 25000 klukkustundir við eðlilegar aðstæður. Þér sparið bæði fé og fyrirhöfn með því að nota NELEX. , Heildsala — Smásala. EINAR FARESTVEIT & CO. H/F Bergstaðastræti 10 A • Sími 21565 Þær endast meira en 2Vt sinnum lengur. Slmtöl til útlanda Vegna mikilla anna við afgreiðslu símtala til útlanda um jól og nýár eru símnotendur beðn- ir að panta símtölin sem fyrst og taka fram dag og stund sem þau óskast helzt afgreidd. Ritsímastjóri. Lítið verzlunarhúsnæði óskast til leigu í gamla bænum. Uppl. í síma 30509 eftir kl. 5.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.