Vísir - 16.12.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 16.12.1969, Blaðsíða 7
VlSIR . Þriðjudágur 16. desember 1969. 7 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Sprengiagin i Búnaðarbankanum i Milan&. Lögregiuþjónar rannsaka hér gólf Búnaðarbankans (Banca Nazionale dell ’Agricoltura) í Míl- anó eftir sprengjutilræði fyrir nokkrum dogum. Á gólfinu liggja Iík fólks, sem fórst í tilræðinu.<s>- Nixon kallar heim 50 þús. frá Víetnam NIXÓN, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í ræðu sinni í gær kvöldi, að hann mundi kalla heim 50 þúsund her- menn til viðbótar frá Víet- nam. Nemur þá fjöldi þeirra, sem forsetinn hefur kvatt heim, 110 þúsundum. Heimkvaðningunni á að vera lokið hinn 15. apríl næsta ár. Nixon sagði, að greinargerö, er hann fékk frá sir Robert Thompson, sem stýröi sigurför Breta á hendur skæruliðum kommúnista í Malasíu um árið, hafi orðið til þess, að hann fækkaði enn i hernum í Víet- nam. Thompson sagði forsetanum, að nú hefðu Bandarikin góða aðstööu til að ná friöi með sæmd og varö- veita sjálfstæði Suður-Vietnam. — „Þessi greinargerð er í samræmi viö aðrar slíkar, er ég hef fengið um ástandið," segir Nixon. Nixon harmaði, hve litlar fram- farir hefðu oröið við samningaborö- ið í Paris, frá því að hann flutti sjónvarpsræðu í nóvember. „Við samþykkjum aldrei lausn Víetnam- málsins, sem felur f sér að í Suður Víetnam verði kommúnistisk ríkis- stjórn,“ sagði Nixon. Grunaður tilræðismaður stökk út um glugga Sfjórnleysmgjar og kommúnistar handteknir i Milanó £ Jámbrautarverkamaður, 41 árs, sem handtekinn hafði verið, grunaður um hiutdeild í sprengjutilræðunum í Mflanó, hentí sér út nm glugga í nótt á aðalstoðvum Rgregiunnar og beið bana. MaönrJon iséx Giuseppi Pinelli, og lézt hann á sjúkrahúsi af meiðslum þeim, er hana Want við fallið. Hann var í hópi stjómleysingja. Pinelíi stökk út. þegar lögreglan hafði skilið hann einan í herbergi, þar sem harm hafði verið til yfir- heyrslu. Samtals em 22 aðrir undir grun og sitjá i fangelsi. Lðgreglan í Róm handtók í gærkvöldi fimm meðiimi hins marx-lenini stíska kommúnistaflokks ítala. Flokkur- inn lýsti því yfir eftir handtökurn- ar, að hann væri andvigar sprengju- tilræöunum, sem væru tilgangslaus- ar og deyddu fólk. Heimildir innan lögreglunnar í Mílanó sðgðu, að yfirvöld hafi fengið upphringingu frá lækni, sem kvaðst hafa hjúkrað fimm ungmenn um eftir sprengingarnar. Fékk hann nöfn þeirra og sagði hann, að sár þeirra bentu til, að þau hefðu átt Dubcek sendiherru í Tyrklundi • Alexander Dubcek hefur verið skipaður sendiherra i Tyrklandi, sem er valdalítil staða. Má því segja, að þessi fyrrverandi for- ingi Tékka hafi verið sendur í „útlegð“. • Krustjev hinn sovézki hafði svip aöa aðferð við andstæðinga sina, sem hann gerði á sínum tíma að sendiherrum, forstjórum og bankastjórum, til þess að koma þeim „úr Ieik“ í stórpólitíkinni. Vinsældir Dubceks munu vafa- laust hafa hindrað, aö hann yrði dreginn fyrir dóm. þátt i verknaðinum. Fjórtán fórust í sprengingunum. Reynt að stofna til fundar Gowons og Ojukwu Fimmti fundur styrjaldaraðila hefst SENDINEFND Bíafra kom til Addis Abeba í Eþiópiu í morgun til að hefja þar viðræður um friöarsamninga við fulltrúa Níg- eríu. í nefndinni eru þfir full- trúar undir forystu dr. Plius Okigbo. Létu Bíaframenn í Ijós von um að aðilar getl náð samkomulagi um fund þeirra Yakubu Gow- ons, leiðtoga Nigeríu, og Odu- mcgwu Ojukwu leiðtoga Biafra. Dr. Okigbu sagði í Libreville i gær, að þetta væri í fyrsta sinn að Nígeríumenn tækju þátt í við ræöum án skilyrða, en aðílar hafa hitzt fjórum sinnum áður. Þá settu Nígeriumenn jafna sér- stök skilyröi fyrir viðræðunum, áöur en þær hófust. Bandankin hjálfuðu Israels- menn á herstöðvum í Libíu // # „íbúar Líbíu saka Bandaríkja- menn mn að hafa notað stöðvar sínar hér til að þjálfa hermenn ísraels, flugmenn og skemmdar- verkamenn,“ sagði Muhammed Gaddafi, formaður byltingarráðsins í gærkvöldi. „Þá getum við ekki haft hér her- menn rikis, sem er flækt i styrjald- // ir eins og Víetnamstríðið. Við von- um, að Bandaríkin, sem telja sig forysturíki frjálsa heimsins, muni styrkja Líbíubúa í tilraunum þeirra til að halda frelsi sínu. Við þökkum þá aðstoö, sem Bandaríkin hafa veitt okkur,“ sagði Gaddafi að lok- um. Goldberg krefst rann- sóknar á „pardusamálinu GOLDBERG, fyrrum fulltrúi hjá Sameinuöu þjóðunum, krafðist i gærkvöldi, að rannsókn færi fram á skiptum lögreglu og „svörtu pardusanna“ í Bandarikj unum. Sagöi Goldberg, að vera mætti að reglur væru brotnar á þessum félagsskap róttækra svertingja. Margir hafa fallið af „svörtu pardusunum" víða i stórborguni Bandaríkjanna síðustu vikurnar, og virðist lögreglan gera átak til að uppræta félagsskapinn. A UGL ÝSING um úthlutun lóðu undir íbúðurhús í Reykjuvík 10. janúar 1970 rennur út frestur til sem hér segir: að sækja um byggingalóðir, svo 1. Einbýlishúsalóðir: 48 lóðir við Kvistaland, Traðarland, og Vogaland (Fossvogi). 2. Raðhúsalóðir: Fyrir 69 íbúðir við Logaland, Ljósaland og Sævarland (i Fosstfogi). 92 íbúðir í Breiðholti III, samtals 161 íbúð. 3. Fjölbýlishúsalóðir: Fyrir 96 íbúðir á fjölbýlishúsalóðum við Markland, Seljaland og Snæland (í Fossvogi). Fyrir 46 íbúðir á fjölbýlishúsalóðum við Vesturberg (Breiðholt III). Hverju stigahúsi verður aðeins úthlutað einum aðila eða fleiri, sem sækja um sameiginlega. Stefnt er að því að auglýstar lóðir verði byggingarhæfar á árinu 1970 og að úthlutun fari fram fyrir 15. febrúar n. k. Skipulagsteikningar og upplýsingar um gatnagerðargjöld o. fl. eru fyrir hendi á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, III. hæð. Eldri umsóknir eru ekki teknar gildar og óskast endurnýjaðar skv. aug- lýsingu þessari. Erfðafestuhafar og/eða samningsaðilar, sem fengið hafa fyrirheit um lóðaúthlutanir eru jafnframt beðnir um að leggja inn umsóknir. Umsóknareyðublöð eru í Skúlatúni 2. BORGAR STJÖRINN f REYKJAVÍK.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.