Vísir - 16.12.1969, Síða 16

Vísir - 16.12.1969, Síða 16
Stutt og skemmtilegt: „Dagur og vegur í umferöaröryggisniáluni“ JóBeshelgi- leikyr í Álfta- — en sluppu vel Þau systkinin, Sigríður og Þröstur, sluppu vel, en fleiri börn eru f umferðinni og ekki geta allir ökumenn treyst þvf, að lán sé með þeim í óláninu. ALLT ER GOTT, þá endirinn er góður — og öllum létti, þegar f ijós kom, að litiu systkinin, sem orðið höfðu fyrir bifreið í Eskihlíðinni, voru Iítið sem ekkert meidd. Engum létti meir en ökumann inum, sem var þó ekki talinn eiga neina sök á óhappinu, en systkinin, Sigrfður Andrésdótt- ir 6 ára og bróðir hennar, Þröst ur 4 ára höfðu dottið á hálkunni utan í bílinn um leið og hann ók hjá þeim skammt frá heim- ili þeirra í Eskihlíð 14 um síð- ustu helgi. Þótt menn lesi um slík atvik j í blöðum, trúa fæstir, að annað eins geti hent þá í umferðinni, | en það gerist bara samt. Verður að brýna fyrir ökumönnum að sýna alla gát, einkanlega. þeg ar þeir sjá böm f grennd við götuna, því að enginn veit, hver viðbrögð þeirra eru. Þau geta haldið sig tæpt á gangstéttinni og einfaldlega dottið eins og systkinin, Sigríður og Þröstur, en hemlunarskilyrði núna eru ekki slfk, að bílar verði stöðvað ir á punktinum. Það verður heldur ekki svo auðveldlega sveigt skyndilega upp úr djúp- um hjólförunum í snjónum, svo að ökumenn mega varlega treysta snöggum viðbrögðum sínum. Fyrsta minkaleyfið veitt Fyrsta leyfið til minkaræktar á íslandi hefur verið veitt. Það er fyrirtækið Húsminkur á Húsa vík, sem hefur fengið leyfið, sem undirritað er nf landbún- aðarráðherra. Skúli Skúlason, stjórnarformaður Húsminks, Lögregluþjónn hlýtur böfuðáverku í átökum við áfloguseggi 41 Lögreglumenn lentu í hörku átökum í nótt við þrjá menn, sem fjarlægja þurfti úr húsi í Austurbænum, og var einn lögregluþjónninn svo hart leikinn, að lækn ar þurftu að sauma þrjú nálarspor í höfuðið á honum, til þess að loka áverka, er hann hlaut. Lögreglumennirnir þrfr voru sendir í hús eitt við Snorrabraut f nótt vegna neyðarkalls hús- varðar, sem vildi láta fjarlægja úr einu íbúöarherbergi hússins þrjá óvelkomna gesti. Mennimir þrír yfirgáfu her- bergið í fylgd lögreglumannanna en á leiðinni út um útidvr húss- ins brugðu þeir skyndilega og óvænt hart við og snerust til mótspymu við lögreglumennina. Tveim lögregluþjónanna tókst að handjárna sína menn inni í gangi, þar sem ekki var rúm til mikilla umsvifa, en úti átti þriðji lögregluþjónninn fullt í fangi með að halda sinum. Sá beit, sparkaði og slóst af mikilli hörku, en slapp þó ekki og tókst löigregluþjóninum undir lokin að yfirbuga hann og setja f jám en ekkj fyrr þó en mað- urinn hafði veitt honum áverka á höfuð. Mennirnir voru hafðir í haldi i nótt og verður mál þeirra tekið fyrir f dag, en lögregluþjónninn var fluttur á siysavarðstofu und ir latknishendur. Hann fékk þó aö fara heim af slysavarðstof- unni að iokinni læknisaðgerð- sagði blaðinu í morgun, að þeg- ar á næstunni yrði hafizt handa um ailan nauðsyniegan undir- búning. Ráðgert er að minkarnir verði mest innfluttir frá Noregi og verði þeir þá fluttir flugleiðis til lands- ins, ætti það að verða með vorinu. Fyrstu íslenzku skinnin ættu lík- lega að fara á uppboð eftir um það bil ár. Verður það líklega í London hjá Hudsonflóa-félaginu (Hudson Bay), eða þá í Noregi eða Dan- mörku eða jafnvel f Stokkhólmi. Alls munu 10 aðilar stefna að því að fá Ieyfi til minkaeldis hér. Stofnað verður Landssamband loödýraræktarfélaga og eru í und- irbúningsstjóm eftirtaidir menn: Ásberg Sigurðsson, Skúli Skúla- son, Adolf Björnsson, Hermann Bridde og Werner I. Rasmussen # Eins og kunnugt er, þá reka Samvinnutryggingar umfangsmik- inn klúbbrekstur, Öruggan akstur, vfða um land. Á aðalfundi eins þeirra, klúbbsins í Keflavfk í fyrra- kvöld taiaði félagsmálafulltrúinn Baldvin Þ. Kristjánsson. # Baldvin ræddi um Umferöar- málaráð og hlutverk þess, starf- semi klúbbanna, endurskinsmerki og uppfinningu Norðmanna, svo- kallað Knipetak, sem virðist hafa ýmsa góða kosti sem „hjálp i við- !ögum“ í umferðinni, þegar allt annað þrýtur með að komast áfram. # Nafnið á fyrirlestri Baldvins var: Um daginn og veginn í um- LENTU FYRIR BIL Þriðjudagur 16. desember 1969. Sjónvarpsumræðurnur um EFTA í nýstárlegu formi í gærkvöldi FLOKKARNIR okkar fimm leiddu saman hesta sína I sjónvarpi og hljóðvarpi í gær kvöidi, og var auðvitað EFTA á dagskrá. Var það almanna- rómur, að þetta hefðu verið einhverjar ánægjulegustu stjórnmálaumræður í útvarpi, nógu stuttar, þar sem ræðu- menn fengu aðeins tíu og fimm mínútur, samtals fimmt án hver. Samt komu þeir aö á þessum tíma svipuðu efni og áður hefði tekið heilt kvöld að flytja. Þrír forystumannanna voru fylgjandi EFTA: Ráöherrarnir Jóhann Hafstein og dr. Gylfi Þ. Gíslason og svo Hannibal Valdi marsson. Magnús, var mjög á móti, og Einar Ágústsson vildi fresta því, að við tækjum af- stöðu. Stuðningsmenn EFTA bentu til dæmis á mikilvægi brezka markaðarins, þegar vel veiðist hér, og væri ekki að marka þótt hann skipti minna máli í bili. Því væri mikilvægt, að brezki markaöurinn opnaðist okkur og yrði tollfrjáls. Magnús Kjartansson taldi hættu á, að stórfyrirtæki erlend tækju öll völd hér á landi. Ein- ar Ágústsson sagðist vilja „byrja á undirbúningi en ekki aöild“, en ráðherrarnir töldu undirbúninginn pieð sóma og málið á góðum vegi. Dr. Gylfi benti á, að Fram- sókn sé klofin í málinu og flokk ur sá, sem í fyrra hét Alþýðu- bandalag, sé nú að minnsta kosti klofinn í þrjár fylkingar. Stuðningsmenn EFTA bentu sem fyrr á nauðsyn nýrra at- vinnugreina til að taka við þvi fólki, sem kemur á vinnumarkað inn næfitn árfltiiPi mýrorskólo Steingrímur sýnir tunglskot og Þingvollamyndir Steingrímur listmálari Sigurðsson opnar sýningu á 33 myndum í dag í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Er þetta í áttuiiaa sinn siðan 1966 að Steingrímur heldur sýningu á verk- um sínum. Þarna sýnir Steingrímur nokkrar myndir, er hann málaði í Ameríku í sumar þegar Bandaríkjamenn sendu tunglflaug sína á loft, en með því fylgdist Steingrímur. Þing- vellir eru Steingrími og mjög hug- leiknir og eru margar myndir af staðnum. Þá eru þarna nokkrar „fantasíur". Sýningin er opin dag- lega frá 14—22 til 21. des. Yngri bekkjardeildirnar í Álfta mýrarskóla voru að æfa jólahelgi- leik þegar ljósmyndarann bar þar að í gær. Jólahelgileikinn á að flytja á litlu jólunum í skólanum og gera það bæði yngri og eldri bekkjardeildir, sitt í hvoru lagi. Jólahelgileikur hefur ekki verið áöur æföur í þessum skóla, en hann fer þannig fram að eitt bam anna les jólaguðspjallið um leið og atriði úr þvi eru sýnd með leik. Eru sum barnanna í hlutverki hirð anna en önnur í hlutverki engl-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.