Vísir - 03.01.1970, Blaðsíða 6
6
V í SIR . Laugardagur 3. janúar 1970.
V átryggingarskrifsfofu
Sigfúsar Sighvatssonar hf. Lækjargötu 2
vantar vanan skrifstofumann, strax. Vélritunarkunn-
átta nauðsynleg.
Staða ritara
Við embætti borgarlæknisins í Reykjavík er
laus til umsóknar staða ritara.
Væntanlegir umsækjendur þurfa að vera
vanir vélritun, m.a. erlendra bréfa og hafa
gott vald á íslenzkri tungu.
Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna
Reykj a víkurborgar.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í
síma 22400, kl. 11—12 virka daga.
Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist skrifstofu borgarlæknis í Heilsu
verndarstöðinni fyrir 15. janúar 1970.
Borgarlæknir.
Blaðburðarbörn
óskast strax
Afgreiðsla VÍSIS,
Keflavík sími 1349.
© Notaðir bílar til sölu &
0
Höfum kaupendur að Volkswagen og
Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu.
Til sölu í dag:
Volkswagen 1200 ’56 ’59 ’63 ’64 ’65 ’68
Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68
Volkswagen 1600 TL ’67
Volkswagen sendiferðabifr. ’66 ’68
Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68
Land-Rover dísil ’62 ’66
Willys ’62 ’66 ’67
Fíat 124 ’68
Fíat 600 T sendiferðabifr. ’66 ’67
Toyota Crown De Luxe ’67
Toyota Corona ’67
Chevy-van ’66
Chevy Corver ’64 sjálfskiptur m. blæju.
Volga 65
Singer Vogue ’63
Benz 220 ’59
Skoda Octavia ’65 ’69
Moskvitch ’68
Renault ’65
Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot
af rúmgóðum og giæsilegum sýningarsal okkar.
HEKLA hf
Laugavegi
170-172
Siml
21240
Guðlaugur Rósinkranz:
Apaspil gagnrýnenda
„rjrepum, drepum“, lætur
Mattías Jochumsson
Skugga-Svein hrópa þegar hann
hvetur útilegufélaga sína til at-
lögu gegn byggðamönnum. Sams
konar hugsun virðist ríkja hjá
Stefán,- Edelstein, gagnrýnanda
Visis, þegar hann fer að skrifa
gagnrýni um sýningu Þjóöleik
hússins á „Brúðkaupi Figarós."
Nú er það ekki lengur sá
smjaðrandi Edelstein, sem kom
til mín fyrir nokkrum árum til
þess að reyna að fá mig til þess
að sýna í Þjóðleikhúsinu svo
kallaða bamaóperu samda í ný
tízkulegu músikformi og nefnd-
ist „Apaspil", eftir Þorkel Sig-
urbjömsson. Bamaóperu þessa
höfðu þeir félagar áður sýnt 1
Tjamarbæ og gekk ilia, að sögn.
Nú átti að koma henni inn á
Þjóðleikhúsið og láta það borga
brúsann. En ég hafnaði þessu
verki. Nú álítur Edelstein tíma
til kominn að hefna sín og telur
sig vist ná sér bezt niðri á mér
með þvi að ófrægja eiginkonu
mina Sigurlaugu Rósinkranz
Ég hefi í allt haust orðið var
við hatramma rógsherferð nokk-
urs hóps söngvara, sem áður
hafa oft fengið tækifæri til þess
að syngja I óperum Þjóðleik-
hússins og telja sig sjálfkjöma
til þess þar i hvert sinn sem
leikhúsið flytur ópera. Þeir
virðast einnig telja það glæp að
láta nokkum nýjan söngvara
fá tækifæri til þess að syngja
þar. Edelstein virðist vera mál-
pípa þessa óánægða fólks og
hefur tekið að sér að níða niður
ofannefnda óperasýningu og þá
sem bera hana uppi og stjóma
henni. Edelstein taiar um að
hljómsveitarstjórinn hafi valið í
hlutverk „á móti betri samvizku
sinni“ eins og hann orðar það,
„vegna þrýstings annarra aðila
(á þar sennilega við mig). Ef
svona skrif era ekki rógur veit
ég ekkj hvað gæti heyrt undir
það hugtak. Hljómsveitarstjór-
inn stóð ekki undir neinum þrýst
ingi hvorki frá mér né öðram
um val söngvara. Hann valdi i
byrjun I öll helztu hlutverkin,
nema í hlutverk Susönnu og
Cherabins, sem ég valdi. Hann
valdi úr hópi fimm söng-
kvenna, sem hann hlustaði á,
og þar á meðal Svölu Nielsen,
en auk þess heyrði hann og sá
Guðrúnu Á. Símonar f „Fiðlar-
anum“. Ég nefnj þessar tvær
konur þar eð Edelstein telur
að þær hefðu átt að syngja í
„Figaró". En hér má skjóta þvi
inn f að þegar Svala Nielsen
tók við af Mattiwilda Dobbs f
óperanni Mörtu féll aðsókn svo
til alveg niður, og þá lýsti Svala
þvf yfir við mig að hún myndi
aldrei framar vilja syngja í Þjóð
leikhúsinu. En Guðrún Á. Símon
ar taldi sig hins vegar yfir það
hafna að fylgja taktsprota hljóm
sveitarstjórans í „Fiðlaranum"
nema þegar henni sýndist. Það
værj kannskj ekki gott i Moz-
art-ópera. Það er ekki gott að
vinna með fólki, sem slíka
afstööu hefur til listaverks sem
það vinnur að.
Meöan á æfingum stóö spurði
ég hljómsveitarstjórann fleiram
sinnum hvort hann teldi að
breyta ætti til um söngvara í
einhverjum hlutverkum, og svar
ið var alltaf á þá leið að engin
ástæða væri til bess, þvf hver
og einn myndi öragglega gera
sínu hlutverki góð skil. Sama
svar, eða mjög svipað, fékk ég
hjá leikstjóranum. Enda voru
bæði leikstjórj og hljómsveitar-
stjóri mjög ánægðir með frammi
stöðu allra einsöngvaranna á
framsýningu. Það verð ég að
segja að ég treysti betur ráöu-
nautum mínum og samstarfs-
mönnum eins og Carl Billich,
Ann-Margret Pettersson og Al-
fred Walter, sem öll þraut-
þekkja músík Mozarts og óper-
ur, heldur en Stefáni Edelstein
þótt hann hafi lært einhverja
músík, svo hann geti kennt
byrjendum aö spila á einhver
hljóðfæri.
Gagnrýni eins og sú sem Ed-
elstein skrifar í Vísi 29. des. er
ekki skrifuð af þekkinau eða góð
vild, heldur í hefndarhug til
þess að ná sér niöri á fmynduö-
um andstæðingi. Mest' áf þeirri
gagnrýni sem skrifuð hefur ver-
ið um óperusýningar Þjóðleik-
hússins fyrr og nú, virðist hafa
þann aðaltilgang að spilla fyrir
gangi sýninganna. Það er erf-
itt að sýna hér óperur þegar
hópur óvildarfólks. sem ekki er
með f óperusýningu í það eða
hitt skiptið leggur sig fram um
að spilla fyrir.
Líklega eina réttmæta að-
finnslan hjá Edelstein er sú aö
óperan er ekkj flutt á íslenzku.
Það er allmikill galli. En ástæð-
an er sú að ógerningur reyndist,
þrátt fyrir margítrekaðar tilraun
ir f fimm ár, að fá nokkum
mann til þess að þýða óperuna
á íslenzku. Þetta er staðreynd
þrátt fyrir fullyrðingar Edel-
steins um hið gagnstæða. Það
er enginn vandi að segja þetta
eöa hitt og hirða ekkert um sann
leiksgildi þess sem sagt er.
Slfkt getur hvaða ómerkingur
sem er gert.
Eitt hið allra bezta dæmi, sem
ég þekki um óvöndugheit gagn
rýnenda er að finna hjá gagn-
rýnanda Tímans, Unni Arnórs-
dóttur í gagnrýni hennar um
„Brúðkaup Figarós“ og sýnir
kannskj 'bezt vinnubrögð gagn-
rýnenda og óheiðarleik, Þar seg
ir hún um Sigurveigu Hjalte-
sted: Hún hefur bæð; sviðsör-
yggi og rödd sem fellur vel að
hlutverkinu og njóta þessir kost
ir sín vel f aríu fjórða þáttar
„II caproela.“ Sá galli er bara
á þessum dómi að Sigurveig
söng alls ekki þessa aríu, þvi
hún var felld niður í þessari sýn
ingu og aldrei æfð. Og ekki bæt
ir hún úr skák þar sem hún
segir um Gest Guömundsson:
„Tenórrödd Gests er á köflum
áferðarfalleg, og aríu fjórða þátt-
ar „Ingue glianne“ leysti hann
vel af hendi. Þessi aría var lfka
felld niöur, svo sem algengt er,
og Gestur söng hana heldur
aldrei. Ég spyr, er hægt að taka
svona gagnrýnendur alvarlega,
sem skrifa dóma um hvemig
listamaður leysir af hendi verk
sem hann gerir ekki. Hvemig
er hægt að ætlast til að dóm
ar slfkra gagnrýnenda séu tekn
ir gildir? Getur nokkur maður
tekið mark á svona gagnrýni?
Það virðast engin takmörk
fyrir heimskupöram gagnrýn-
enda, sem ljóst er af ofangreind
um dæmum. Það er auðveldara
að tala digurbarkalega og álasa
öðrum fyrir það sem þeir gera,
heldur en að gera hlutina sjálf
ur. Það verður líka oft býsna
lítið úr þeim, sem mestar kröf
ur gera til annarra, þegar þeir
eiga að gera eitthvað sjálfir,
sem vandasamt er. Enda er það
býsna algengt að misheppnaðir
listamenn gerast listgagnrýn-
endur, vegna þess að þá geta
þeir fengið útrás fyrir minnimátt
arkennd sína með þvf aö níða
aðra og verk þeirra. Það virðist
vera þeim sjálfsfróun. En er
slíkt ekki aumt hlutskipti og
lágkúrulegt?
Guölaugur Rósinkranz.
ITg taldi sjálfsagt, að Guðlaug-
ur Rósinkranz fengi rúm í
blaöinu fyrir athugasemdir út
af gagnrýni um óperu Þjóðleik-
hússins, þegar hann ræddi við
mig um það í síma. Hins vegar
verð ég að játa að ég hélt, að
hann mundi f grein sinni ræða
meira um efnisatriði málsins, en
ekkj beita aðferðum, sem mér
finnast ekki sæmandj til birt-
ingar í blaðinu. Þar á ég við, að
hann skuli vitna í raunveraleg
eða fmynduð samtöl við gagn-
rýnanda blaösins. Slíkt er sið-
leysi, sem ógemingur er fyrir
menn aö elta ólar við, Þvf mið-
ur er þetta ekki f fyrsta sinn,
sem Guðlaugur gerir slíkar „til-
vitnanir" í persónuleg samtöl
um óskyld mál að homsteini
kvartana sinna um gagnrýnend-
ur. En ég taldi ófært að bregð-
ast loforði mínu um birtingu.
Jónas Kristjánsson.
BÍLASKODUN & STILLING
Skúlagötu 32
HJÓLASTILLINGAR
M 0 T 0 H S TIL LIN G A R LJÚSASTILLINGAR
Láfið stilla í tíma. *
Fljót og örugg þjónusta. !
13-100