Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 2
Ilmferðar- mál eg um- hverfisvernd Umferðarmál hafa verið og eru mjög í sviðsljósinu vegna slysa og dauðsfalla. Þegar litið er yfir bæjar- félag sem Mosfellsbæ er ljóst að engin sérstök stefnumörkun er þar á ferð og yfirstjóm bæjarins gerir lítið í þeim málefnum nema ýtt sé við henni með einhverjum hætti. Bæjarbúar eiga að sitja við sama borð og ekki njóta mismununar í umferðaröryggi. Með- an lækkaður er hámarkshraði í einu hverfmu og hlaðið upp ófærum hraðahindrunum er næsta hverfi látið eiga sig. Umferðar- merkingar em af skornum skammti og nota hefði átti tækifærið vegna Kristnitökuhátíðar að laga aðkomu og umhverfi hringtorga svo þau verði skaðlausari en nú er og aðkoma að þeim eðlilegri fyrir bæjarbúa og aðra umferð. Ég hafði nýlega samband við nokkra aðila og leitaði upplýsinga um umferðarslys á ýmsum stöðum í Mosfellsbæ síðustu árin. Slíka samantekt fann ég ekki, en frá Umferðarráði fékk ég þau svör, að Mosfellsbæ hefði verið sent bréf fyrir fáum ámm og boðið upp á skráningu umferðar- óhappa og slysa, svo sjá mætti hættulegustu staðina, en bærinn hefði ekki talið þörf á því. Þetta sýnir áhuga á þessu málefni. LEIÐARI: GYLFI GUÐJONSSON Iðnaðarhverfrið við Skarhólabraut hefur verið í umræðu undanfarin ár vegna uppsafnaðs vanda á löng- um tíma hvað varðar umgengni og uppsöfnun á ýmsu drasli á svæðinu. Nú er svo komið að ýmsir telja tafir á aðgerðum skaða viðskipti og þjónustu á þessu mikilvæga atvinnusvæði bæjarins og nefnt er um leið verðfall á eignum. Geymslusvæðið á Lág- afelli er löngu orðið ónothæft og hrein svínastía um margra ára bil. Ennfremur kallaði móttaka á jarðvegsefni þama á sóðaskap sem var ólíðandi. Óviðkomandi hafa gengið í eigur fólks á geymslusvæðinu og dæmi em unt að dýr hafi lokast inni í gömlum bíla- eða vélahræjum og kvalist þar. - í upphafi kjörtímabils nýs meirihluta í Mosfellsbæ 1994 lagði ég til að móttaka jarðvegs- efna yrði færð af Lágafellinu og eigendur hluta á geymslusvæði aðstoðaðir við að flytja nýtilega muni á nýtt svæði sem yrði fund- ið og hjálpað við að henda öðm. Þessar hugmyndir mínar hlutu ekki hljómgmnn á þeim tíma. I dag hefur móttaka jarðvegsefna verið lokað á þessum stað sem betur fer, en geymslusvæðið er óhreyft með öllu sínu msli. Bæjarstjómarmeirihluti, hver sem hann er hefur þeim skyldum að gegna að leysa þessi málefni. Heilbrigðisfulltrúi gerir lítið og ekkert í málefnum iðnaðarhverfisins við Skarhólabraut og aðkoman að hverfinu er slæm. Vandamál iðnaðarhverfisins þarf að leysa með forgöngu bæjarins, bjóða fyrir- tækjunum aðstoð við malbikun, hreinsun og fegrun, sem setja mætti á afborgunarskilmála. Allir forsvarsmenn fyrirtækjanna mundu fagna slíku, en ekki að enda í vígaferlum sem óséð er hvernig enda muni. UNDARLEGUR FLÝTIRÁ \K\ÖKI>IM>I UI IKIIILI I V\S IU SKÓLAMÁL Boðað var til auka bæjarstjómar- fundar þann 19. júlí síðastliðinn og var eitt mál á dagsskrá þ.e. tillaga um framkvæmd tillagna Reksturs og ráð- gjafar um stjómskipulag fræðslu-og menningarsviðs Mosfellsbæjar, en frestað var að taka afstöðu til málsins á fundi bæjarráðs þann 6. júlí. Tillagan var svohljóðandi: „Bæjar- stjóm samþykkti á fundi sínum þann 28. júní sl. að Mosfellsbæ verði skipt upp í tvö skólasvæði Austursvæði og Vestursvæði með það að markmiði að um verði að ræða tvo heildstæða skóla fyrir 1-10 bekk á hvom skólasvæði. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að unnið verði áfram að útfærslu á skipu- riti fyrir skólana og starfslýsingum. í framhaldi af ákvörðun bæjarstjómar samþykkir bæjarráð að skólastarf fari af stað með óbreyttum hætti í haust og að breytingin á skólasvæðunum taki gildi frá næstu áramótum. Unnið verði að breyttu skipulagi skólanna á næsta ári og verði það komið til fram- kvæmda skólaárið 2001-2002. Skóla- starfsemi á Vestursvæðinu skólaárið Útgefið af Samtökum óháðra í Mos- fellsbæ. Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi G uðjónsson, s. 696 0042, fax 566 6875 íþróttir: Pétur Berg Matth- íasson, s. 861 8003 Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 5. tbl. 2000 - 3. árgangur 2000-2001 tilheyri áfram Austursvæði til loka skólaárs. Bæjarráð samþykkir því að auglýst verði eftir skólastjóra á Austursvæði og taki hann til starfa 1. janúar 2001.“ Mikill flýtir virðist vera uppi hjá meirihluta bæjarstjómar um að koma þessari skipan á og að því er virðist í engu samráði við kennara. Málið er enn undarlegra sé það skoðað í Ijósi þess að yfirlýsing var gerð við útkomu stjómsýsluúttektarinnar um að áfram yrði unnið að frekari útfærslu og þeirr- ar staðreyndar að skólinn á Vestur- svæðinu er ekki enn kominn í gagnið. Þá verður það að teljast undarlegt að skólastjóri taki til starfa á miðju skóla- ári, en það takmarkar mjög þá sem Útboð Samþykkt var á bæjarráðsfundi þann 3. ágúst sl. að gengið yrði að tilboði lægstbjóðenda, Verkframa og Álafossverktaka að upphæð 42.493.670 í gatnagerð í Höfða- hverfi 5. áfangi. Þá var samþykkt að ganga að til- boði Guðjóns Haraldssonar að upphæð 4.499.300 í göngu-og reið- stígagerð í Mosfellsdal. Einnig var samþykkt með tveim- ur atkvæðum gegn einu að ganga að tilboði Mælingar ehf. um útsetn- ingu húsa og lóða í Mosfellsbæ a.m.k. til tveggja ára. Hákon Björnsson fúlltrúi D-listans kom með þá tillögu að verkið yrði boð- ið út. Tillagan var felld. sækja um stöðuna og minni líkindi á að fá hæfan stjómanda. Þá vekur það furðu að meirihlutinn hefur lítið ráðfært sig við kennara skólanna en þetta er þrátt fyrir allt vinnustaður þeirra. Þá er það vitað meðal kennara að þegar ráðgjafarfyrir- tækið var að gera úttektina hafði það nær ekkert samband við kennara og skólastjóra. Þá skyldu menn ætla að ít- arlega hafi verið fjallað um málið í fræðslunefnd þar sem hér er um mjög umfangsmiklar breytingar að ræða og varða framtíðarskipan skólahalds í bæjarfélaginu. Nei, fundir hafa ekki verið haldnir í fræðslunefnd í tvo mán- uði eða frá því nefndin fékk kynningu á skýrslu ráðgjafanna og lagði til að áfram yrði unnið í útfærslum og þegar nánari útfærslur lægju fyrir í einstök- um þáttum kæmu þær til umsagnar fræðslunefndar. Fulltrúar D-lista hafa lagt til að þess- ar breytingar tækju ekki gildi fyrr en við upphaf næsta skólaárs þ.e. 2001, enda eðlilegt í tengslum við uppbygg- ingu nýs skóla. Þá lélu þeir bóka á þessum auka bæjarstjómarfundi þann 19. júlí að þeir leggi „áherslu á áfram- haldandi vinnu við endurskipulagn- ingu stjómsýslu fræðslu-og menning- arsviðs og stofnana sviðsins,- svo og við gerð heildstæðrar skólastefnu, verði þess gætt að farið verði að lögum og samráð verði við starfsfólk sviðsins og stofnana þess“. Nú er sumarið senn ú enda og haust og vetur tekur við. Margir geyma þó sumarið úfram í hjarta sínu og það gera lijónin Lára Olafsdóttir og Guðjón Guðmundsson að Helgalandi 5. Þau eiga undurfallegan garð í brekku neðan við hús sitt, gengið niðurgegn um trjágöng og síðan tekur þessi unaðsreitur við með miklu biómskrúði og hádegisblómin í fullum skrúða þegar myndin var tekin fyrir skömmu. Á myndinni er Lára Olafsdóttir með dóttur- dóttur sinni Láru Vtgdísi 12 ára og hundinum Als. o Mosfellsblaðlð

x

Mosfellsblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
Tungumál:
Árgangar:
5
Fjöldi tölublaða/hefta:
37
Gefið út:
1998-2002
Myndað til:
01.12.2001
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Fréttablað með áherslu á málefni Mosfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (01.08.2000)
https://timarit.is/issue/237288

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (01.08.2000)

Aðgerðir: