Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 14
T
I
Umsjón Pétur Berg - Þeir sem vilja koma upplýsingum og fréttum í blaðið geta haft samband í síma 8618003
i meistari í fyrsta sinn
Meistaramót Kjalar var haldið í
byrjun júlí og var góð þátttaka í mót-
inu. Veður lék ekki við kylfinga og var
síðasta degi í meistaraflokki kvenna
frestað vegna vonskuveðurs. Helstu
úrslit urðu þau að í meistaraflokki
karla sigraði Skúli Skúlason, í öðru
sæti varð meistarinn frá því í fyrra
Davíð Már Vilhjálmsson og í því þrið-
ja varð Amar Sigurbjömsson. í meist-
araflokki kvenna vantaði þrjár þær
bestu í klúbbnum, Helgu Rut, Katrínu
Dögg og Nínu Björk en þær voru að
keppa erlendis. Sigurvegarinn var
Snæfríður Magnúsdóttir, í öðm sæti
varð Eva Omarsdóttir og í því þriðja
Ama Hilmarsdóttir.
Önnur úrslit:
2. flokkur karla: högg
1. sæti: Haukur Hafsteinsson 349
2. sæti: Kristinn J. Gíslason 356
3. sæti: Sæþór Ásgeirsson 361
2. flokkur kvenna:
1. sæti: Þuríður Pétursdóttir 275
2. sæti: Soffía Guðmundsdóttir 314
3. sæti: Rósa Gestsdóttir 327
3. flokkur karla:
1. sæti: Guðmundur Þ. Pálsson 265
2. sæti: Jón Guðbrandsson 265
3. sæti: Ragnar Ingvarsson 269
4. flokkur karla:
1. sæti: Amar Unnarsson 297
2. sæti: Þorgeir Jónsson 300
3. sæti: Axel Axelsson 302
5. flokkur karla:
1. sæti: Geir Þorsteinsson 428
2. sæti: Kári Tryggvason 433
3. sæti: Ágúst Líndal 35
Öldungaflokkur:
1. sæti: Grétar Snær Hjartarson 302
2. sæti: Georg Tryggvason 303
3. sæti: Jóhann E.W. Stefánsson303
Unglingar 13 -15 ára:
1. sæli: Alfreð B. Kristinsson 340
2. sæti: Tryggvi Georgsson 353
3. sæti: Guðni Birkir Ólafsson 367
12 ára flokkur:
1. sæti: Kristján Þór Einarsson 106
Stúlkur 10 ára og yngri:
1. sæti: Lilja Vignisdóttir 157
Dregnir, 10 ára og yngri:
1. sæti: Teodór Emil Karlsson 115
Ótrúlegt golfsumar
Segja má að sumarið í ár haft verið
það besta í sögu Golfklúbbsins Kjalar
og hafa golfstelpurnar, Katrín Dögg,
Helga Rut, Nína Björk og Snæfríður
unnið hvern stórsigurinn á fætur öðr-
um. Fyrst má nefna að stelpnasveit
Kjalar sigraði í sveitakeppni unglinga í
júní síðastliðnum. Það var síðan Helga
Rut Svanbergsdóttir sem sigraði á ung-
lingameistaramóti Islands sem haldið
var í Reykjavík, það var Nína Björk í
öðm sæti eftir að hafa háð mikið ein-
víg við hana Helgu.
Segja má þó að stærsti sigurinn hafi
komið hjá Katrínu Dögg Hilmarsdótt-
ur en hún lenti í öðru sæti í meistara-
flokki kvenna á Landsmótinu í golfi
sem haldið var á Akureyri um miðjan
ágúst. Enginn kylfingur úr Kili hefur
endað Landsmót svona ofarlega í
meistaraflokki áður. Katrín lék af-
burðavel alla daganna (81-75-76-82)
314 samtals. Katrín vann m.a. íslands-
meistara síðustu ára, Ólöf Maríu og
Ragnhildi Sigurðardóttur. í fjórða sæti
var Nína Björk en hún lék á (80-76-77-
85) 318 samtals, Nína var lengi vel í
þriðja sætinu en íslandsmeistarinn frá
því í fyrra endaði í því eftir mikla bar-
áttu við Nínu. í sjötta sæti var annar
kylfingur úr Kili, Helga Rut lék hring-
ina fjóra á 321 samtals og má vel við
una.
Guðfinnur sigraði
Stelpumar voru nálægt því að vinna
en það var Guðfinnur Vilhjálmsson
sem tókst það en hann sigraði í 3.
Hér má sjá Katrínu DOgg Hilmarsdóttur, Helgu Rut Svanbergsdóttur og Nínu Björk Geirsdótt-
ur en þœr stöllur hafa unnið til ótal verðlauna á þessu sumri.
Yngri flokkarnir að standa sig vel
Eftir sumarið er óhætt að segja að yngri flokkamir hjá
knattspyrnudeildinni geta verið ánægðir með sinn árangur á
mótum sumarsins. Nú síðast sópuðu lið úr yngri flokkunum
verðlaunum með sér heim af Króksmóti. Tvö lið urðu
Króksmótsmeistarar og tvö í öðm sæti, aldeilis glæsilegur
árangur það. Þess fyrir utan hefur liðunum gengið vel á Is-
landsmótinu og hafa liðin tekið miklum framfömm frá fyrri
ámm. Það má sjá vemlegan mun frá Shellmótum og Ess-
omótum síðari ára. Það er óhætt að segja að mikill uppgang-
ur hafi verið hjá þessum ungu knattspymumönnum í sumar.
Á mótum sumarsins hefur það vakið mikla athygli af
keppinautum hversu fjölmennur hópur foreldra hefur fylgt
strákunum og sýnt þeim mikinn stuðning, enda er foreldra-
telagið Þrumur og eldingar sem að baki þeim yngstu stend-
ur orðið ljölmennt.
Það hefur verið gott starf unnið af fjölmörgum áhugasöm-
um foreldrum, auk þess sem þjálfarinn Bjarki Már hefur
einnig lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að auka veg og vanda
starfsemi yngri flokkanna í knattspyrnudeildinni.
flokki karla. Kylfmgar í þriðja flokki
karla kepptu á Sauðárkróki og var
mikil spenna alla dagana. Guðfinnur
lék hringina fjóra á 351 einu betur en
sá sem endaði í öðm sæti. Davíð Már
Vilhjálmsson bróðir Guðfmns keppti í
meistaraflokki karla og stóð hann sig
best kylfinga úr Kili, hann lék hringina
fjóra á 305 og endaði í 20 sæti.
Páll
komlnn
hefm
Það hefur verið þó nokkuð um
hreyfingar á leikmannamarkaðn-
um að undanfömu og ber þar hæst
að geta úr herbúðum Afturelding-
ar að Páll Þórólfsson er kominn
aftur. Páll sem hefur verið að spila
í Þýskalandi síðustu tvö ár með
Essen ákvað í sumar að ganga til
liðs við liðið er Jón Andri Finns-
son ákvað að flytja til Vestmanna-
eyja með unnustu sinni og spila
með ÍB V. Jón Andri hefur átt stór-
an þátt í velgengi Aftureldingar
undanfarin ár og óskar Mosfells-
blaðið honum velfamaðar með
sínu nýja liði.
Jón Andri, sem hefur átt stóran þátt í
sigrum Aftureldingar undanfarin ár er á
förum og mun spila með IBV á nœsta
ári.
Það hafa orðið fleiri breytingar
á hópnum en þær em að Hjörtur
Öm Amarsson er kominn til liðs-
ins en hann hefur verið ein aðal
drifrás Víkinga undanfarin ár,
Hjörtur getur spilað vinstra hom
og einnig verið á miðjunni. Svo
hefur handknattleiksdeild Aftur-
eldingar gert samning við Ásgeir
Sveinsson en honum er ætlað að
aðstoða Bjarka í vetur. Ásgeir hef-
ur mikla þekkingu á handbolta og
mun hann stjóma liðinu ásamt
Bjarka í vetur.
©
tlosli'llsllludiA