Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 4
Ný brú yfir Vartná við Alafosskvos
er staðreynd ogfélagamir Joel
og Gunnar Már njóta þess vel með
tíkina Timt. Þeir búa í Kvosinni
ogfá stundum bleikju á stöngina í
Varmánni, sem ber vott um meiri
hreinleika í ánni.
Bráðabirgða-
ástand
í Mosfeilabæ
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
gegnir nú stöðu skólastjóra Gagn-
fræðaskólans til bráðabirgða, þar
sem staða skólastjóra sameinaðs
Varmárskóla hefur verið auglýst laus
til umsóknar frá og með næstu ára-
mótum.
Helga Richter
hefur verið ráðin til að gegna 50%
af stöðu aðstoðarskólastjóra Gagn-
fræðaskólans til bráðabirgða fram að
næstu áramótum.
Þyrí Huld Sigurðardóttir
gegnir nú stöðu skólastjóra Varmár-
skóla til bráðabirgða þar sem staða
skólastjóra sameinaðs Varmárskóla
hefur verið auglýst laus til umsóknar
frá næstu áramótum.
Sigríður Johnsen
hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri
Varmárskóla til bráðabirgða fram að
næstu áramótum.
Jóhanna Magnúsdóttir
gegnir stöðu útibússtjóra skólans á
vestursvæði til bráðabirgða næsta
vetur en fyrirhugað er að auglýsa
stöðu skólastjóra fyrir þann skóla á
næsta ári.
Margrét Pála Ólafsdóttir
hefur verið ráðin til bráðabirgða í
stöðu leikskólastjóra fram að næstu
áramótum þar sem María Ölvers-
dóttir verður í fríi fram að þeim
tíma.
Birgir Einarsson og
Gunnhildur Sæmundsdóttir
hafa verið ráðin til bráðabirgða til
þess að annast störf skólafulltrúa
fram að næstu áramótum þar sem
Sigríður Johnsen skólafulltrúi hefur
verið ráðin í annað starf til bráða-
birgða eins og áður hefur verið
nefnt.
Jóhanna Hermannsdóttir
verður leikskólastjóri í Hlíð til
bráðabirgða fram að áramótum í
fjarveru Gunnhildar Sæmundsdóttur
sem starfar á skólaskrifstofu
bæjarins til bráðabirgða eins og
áður getur.
Það er umhugsunarefni
fyrir bæjarbúa að skólamál-
um skuli meira og minna
stjórnað til bráðabirgða.
Er bænum okkar kannski
líka stjórnað til bráða-
birgða?
Undanfarið hafa farið fram fram-
kvæmdir í Alafosskvosinni, jarðvegs-
og lagnaskipti, malbikun og hellulagn-
ir, plöntun á trjám, árbakki hlaðinn upp
og bníin góða sett upp. Bæði íbúar og
atvinnurekstur í Kvosinni hefur liðið
fyrir langa bið á þessum framkvæmd-
um, en þama er afar skemmtilegt sam-
félag að mörgu leyti, vinsæll veitinga-
staður Alafossföt bezt og margir sterk-
ir karakterar í listinni.
Margir Mosfellingar hafa átt
ógleymanlegar stundir á þessum stað,
bæði frá fyrri tímum og okkar tíma.
Veðursæld er þarna mikil og upplagt
að hafa samkomur í snyrtilegu um-
hverfi. Laugardaginn 2. september
n.k. verðru Knattspymudeild UMFA
með sinn vinsæla Flóamarkað og síð-
an verður ball um kvöldið í stóra tjald-
inu.
Hús Björgunarsveitarinnar Kyndils rís nú hratt við
Völuteig hjá Meltúni. Myndin er tekin á dögunum þegar
verið var að reisa stálgrind hússins. Uppi á palli er Harald-
ur og stjómar, en niðri standa og láta misvel að stjóm f.v.
Sigsteinn, Kiddi og ívar. Á krananum er Þorsteinn T.
I dag er öll grindin komin upp svo þeir félagar hafa unni
vel, enda vanir björgunarsveitarmenn.
Hitaveitu§tokkur-
inn hættulegur
Nú er svo komið að gamli hitaveitustokkurinn er orð-
inn hættulegur, hann er nú í algjöru hirðuleysi, af sér
genginn og hluti hans er niðurgrafinn milli veitingahúss-
ins Ásláks og stjómsýsluhússins í Kjama, en þar er hann
að brotna niður á köflum og er hættulegur bílum, en göt-
in geta einnig fótbrotið bæði böm og fullorðna.
Hver ber ábyrgðina ef slys verða af hitaveitustokk, sem
er í algjöm hirðuleysi ?
Er það bæjarfélagið sem ber ábyrgð í þessu máli eða er
það f.v. Flitaveita Reykjavíkur?
Stokkinn mun hafa átt að fjarlægja á síðasta ári, en enn
er hann látinn draslast án hita og viðhalds og ekki hefur
hvarflað að bæjaryfix-völdum að vara fólk við hættum-af
honum sumar né vetur, eftir að hann var aflagður í ágætu
hlutverki sínu og var á sinn hátt upphituð og trygg sam-
gönguleið, íneðan heita vatnið rann um hann.
fers1{ur
o%
freistandi
O Mosfcllsblaöið