Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 7

Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 7
í einni veiðiferðinni brugðu menn sér til ^jarinnar Q_agssimiut, sem er fyrir opnu hafi vestan við Breiðafjörð. Eyjan er afskekkt og er byggðin deyjandi. lonatan Motzfeld, formaður Grænlensku landstjórnarinnar er frá ^junni, hann hefur lagt henni lið með byggingu frystihúss, en þorskurinn hvarf og atvinnan um leið. Nú búa þarna um 60 manns, lítil búð, enginn bíll, veiddur er selur og fugl. íbúarnir eru afar smávaxnir eins og myndin ber með sér og tala almennt ekki dönsku. Kvöldið sem Bjarki og félagar komu til Nar- sao, fóru þeir um borð í íslending, sem var þar í höfninni ásamt fylgdarskipi frá Sam- herja. Skipin voru að undirbúa ferð áfram til Kanada og Bandaríkjanna. Myndin er tekin af hópnum og hluta áhafnarinnar um borð í ís- lendingi, í baksýn er grænlenskt rækjuskip. Ýmis goð og verndarvættir voru um borð í víkingaskipinu og heldur Páll Ásmundsson á einu þeirra og Vestmanna^ingur úr áhöfn á öðru. Fremst er verið að útdeila söltuðu hvalspiki frá Færeyjum, organisti hópsins þiggur góðan bita. Gunnar Marel Eggertsson, skip- stjóri á íslendingi sagði í viðtali við Mosfellsblaðið að hann hefði alist upp við skipasmíðar í Vestmanna- eyjum og síðan lylgt eftir þessari hugniynd sinni að smíða víkinga- skip og sigla því í kjölfar Leifs Ei- ríkssonar. Elann kvað hafa verið með erfiðari stundum í lífi sínu siglinguna í hafísnum við Græn- land, er hann sigldi skipinu frá ís- landi til Eiríksfjarðar. Etann var þreyttur, en afar ánægður með skip sitt og áhöfn. Elann lagði úr höfn tveimur dögum seinna til Nýfundnalands, eftir að víkinga- skipið hafði veriðyfirfarið. lulius Poulsen fra Klakksvík taldi þennan grænlenska marhnút rnikinn happadrátt. Pað varð orð að sönnu því vel veiddist eftir það af sjóbleikjunni. / Hér liggur dagsveiðin af fallegri sjóbleikju, en hópurinn veiddi um yfir 200 bleikjur í ferðinni og fór hinn ánægðasti á leið heim til ís lands. Menn elduðu sjóbleikju á Refabúinu þetta kvöld. Þessir voru harðir í horn að taka í veiðinni, Bjarki, Davíð, Páll og lóhann og flugan herjar á þá. Hins vegar er á engan hallað ef Ingvar Hreinsson er nefndur sem veiði- tröll hóps- Friðurinn á Refabúinu var rofinn eitt kvöldið með heim- sókn hins þekkta hreindýra- bónda Stef- áns Magn- ússonar og konu hans. Slegið var upp smáveislu og rabbað langt fram á kvöld. Aftari röð f.v. Bjarni Olesen, Svavar, Páll, hjónin Bodil Mogensen, Helgi lónasson og sonur þeirra Michel Toby. Fremri röð f.v. frændurnir Bjarki og Stefán Magnússon, Ingvar, Lone eigin- kona Stefáns, lóhann, Davíð og Bjarni Óskarsson. íburðarmiklir kvöldverðir voru snæddir á Refabúinu, hér eru þeir Davíð og Bjarni Óskarsson með sýnishorn af „Sushi" forrétti úti á ver- önd, í aðalrétt var hreindýr, en Bjarni sló upp þvílíkum veislum sem ávallt enduðu með ræðuhöldum og fjöldasöng. lörgen við Pingavallavatn. lörgen Olesen kom heim til ís- lands með fjölskyldu sína og frænku um leið og veiðihópur okkar. Kona hans og börn höfðu aldrei flogið áður, svo þetta var ævintýraferð. Þessum útgerðarmanni og örugga skipstjóra fyrir íslenska ferðamenn á Grænlandi var boðið í sumarbú- stað Gylfa og konu hans við Þingvallavatn og síðan í bleikju- veiði í Þingvallavatni ásamt föruneyti. Myndin er tekin við bát á veiðistað, f.v. Katrine, Ágústa Ólesen, systir Bjarna, lörgen Olesen, Bjarni Olesen, Maren og Bent, börn Katrine og |örg- ens, aftan við þau er frænka þeirra, Karen María. Fjölskyldan dvaldi hér í hálfan mánuð hjá frændfólki sínu og síðan var far- ið lil Grænlands á ný. Mosfdlsblaðið O

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (01.08.2000)
https://timarit.is/issue/237288

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (01.08.2000)

Aðgerðir: