Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 10

Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 10
Auglýsing um úthlutun lóöa í Höfða- hverfi, í Mosfellsbæ Mosfellsbær auglýsir hér með lausar til umsóknar eftirtaldar lóðir í Höfðahverfi, Mosfellsbæ. Við Súluhöfða: Lóð fyrir 1 einbýlishús. Við Svöluhöfða: Lóðir fyrir 19 einbýlishús, þar af 5 lóðir þar sem hámarksstærð húsa er: 152 m2, að meðtöldum bílskúr. Lóðir fyrir 4 parhúsaíbúðum. Lóð fyrir eina raðhúsalengju með 3 raðhúsaíbúðum. Við Arnarhöfða: Lóðir fyrir þrjár raðhúsalengjur með 12 raðhúsaíbúðum. Alls er um lóðir fyrir 39 íbúðir að ræða. Umsóknareyðublöð ásamt byggingar- og skipulagsskilmálum svo og gjaldskrá liggja frammi í afgreiðslu Mosfellsbæjar, l.hæð, Þverholti 2, milli kl.8.00-15.30. Umsóknum skal skila í afgreiðslu Mosfellsbæjar eigi síðar en 30. september n.k. Mosfellsbær. 50LFVÖLLUR Starfsmanna- ráðning í heimildarleysi eða ekld? Á fundi bæjarstjómar 28. júní s.l. var lögð fram áfangaskýrsla verkefnis- stjórnar Staðardagskrár 21 ásamt kostnaðaráætlun fyrir verkefnið frá júní til áramóta. I umræðu um kostnaðaráætlunina á fundinum kom í ljós að fulltrúar meiri- hlutans og bæjarstjóri vissu lítið um framkvæmd verkefnisins eða kostnað því tengdu. Því var samþykkt að fres- ta málinu og vísa því til afgreiðslu í bæjarráði. I framhaldi af því kom fram minnisblað og tillaga frá bæjarstjóra í bæjarráði þann 13. júlí um að veita aukafjárveitingu til staðardagskrár- verkefnisins að upphæð kr 2,5 milljón- ir til viðbótar einni milljón króna sem ákveðið hafði verið að veita til verk- efnisins í fjárhagsáætlun. Á þessum fundi var upplýst að ráð- inn hefði verið sérstakur verkefnis- stjóri til verkefnisins án þess að fjár- heimilda hefði verið leitað hjá bæjar- ráði eða bæjarstjóm til þeirrar ráðn- ingar. Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði samþykktu tillöguna um aukafjárveit- ingu en Hákon Bjömsson fulltrúi D lista í bæjarráði greiddi atkvæði gegn henni og lagði fram svohljóðandi bók- un: „Ráðning starfsmanns í sérstaka stöðu verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 er gerð án vitundar og heimildar bæjarráðs og bæjarstjómar. Ráðningin fór fram án þess að samþykkt væri sér- stök fjárveiting fyrir henni. Ég mót- mæli þessum vinnubrögðum". Á fundi bæjarstjómar fimm vikum síðar bregður svo undarlega við að bæjarstjóri óskar eftir að leggja fram svohljóðandi bókun í tilefni af bókun Hákonar í bæjarráði 13. júlí: „Með ráðningu verkefnisstjóra Staðardag- skrá 21 var ekki farið fram úr fjárveit- ingum samkvæmt fjárhagsáætlun. Ráðningin var gerð með vitund forseta bæjarstjómar og formanns bæjarráðs.“ Þessi bókun kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Bæjarstjóri óskar 13. júlí eftir auka- fjárveitingu til þess að greiða laun verkefnisstjórans, sem hann var þá þegar búinn að ráða í vinnu, en bókar síðan að sú ráðning hafi verið gerð innan ramma fjárhagsáætlunar. Fjömgum umræðum um þetta mál lauk með því að Sjálfstæðismenn létu bóka eftirfarandi: „I bókun HB um ráðningu verkefnisstjóra í Staðardag- skrá 21 á 469. fundi bæjarráðs er því haldið fram að ráðning verkefnisstjóra hali verið gerð án vitundar og heimild- ar bæjarráðs og bæjarstjómar og án þess að samþykkt íjárveiting væri fyr- ir hendi. Þessari fullyrðingu var ekki mótmælt af forseta bæjarstjómar og formanni bæjarráðs". llndarlegl athæn Við Háholt 14 er verslunar- og skrif- stofuhús, sem hefur einkagám fyrir ut- an húsnæði sitt. Gámurinn hefur það eina hlutverk að taka við rusli frá Há- holti. Það sem gerst hefur er að fólk hefur komið á jeppum með kerrnr og ýmsum bílum, sett msl í gáminn og hent síðan fyrir utan hann þegar hann var fullur. Slík staða er óhæfa og fólki á að vera ljóst að ekki má bera msl endalaust að ókunnugum. Ef einhverj- ir nýfluttir í bæjarfélagið em í óvissu um þessi mál, er rétt að fólk sameinist um reglumar og taki höndum saman. BÍLAVERKSTÆÐI Guðvarðar og Kjartans Önnumst allar almennar bifreiðaviðgerðír, jeppabreytingar, rennismíði, sprautun o.fl. Flugumýri 16 c, Mosfellshæ Sínii 566 6257 - Fars. 853 6057 Fax 566 7157

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.