Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 9

Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 9
til á myndböndum og eru því miklar heimildir um stóran hóp hér í bænum. Aukastörf Auk kennarastarfsins starfaði Birgir á sumrin við ýmsa aðra hluti. Birgir var verkstjóri yfir unglingavinnunni að Reykjalundi í 15 ár og fararstjóri á Lignano á Italíu í 10 ár. Birgir og Jór- unn eru miklir Ítalíuaðdáendur enda landið óþrjótandi brunnur menningar fegurðar. Fram kom hjá Birgi að dætur þeirra tvær hafi á þessum árum þekkt Feneyjar betur en Reykjavík. Mikil uppbygging Birgir vann eins og áður sagði að byggingu Varmárskóla og var nem- endafjöldi þar í upphafi 60-70 nem- endur. A þeim árum var byggt það ríf- lega að nýstofnaður tónlistarskóli var þar einnig til húsa. Birgir var yfirkenn- Eftir spilamermsku 17.júní 1967. Aftari röðfrá vinstri: Jón Benediktsson, Hróbjarur Óskarson, Kjartan Pórðarson, Bjami Jónsson, Birgir D. Sveinsson, Halldór Frímannson, Guðmundur Jónsson, Ómar Magnússon, Jón Haraldsson og Guðjón Þorbjömsson. Fremri röðfrá vinstri: Þorkeli Jóelsson, Bjarki Bjamason, Sveinn Sigvaldason, Gunnlaugur Hreinsson, Páll Magnús- son, Erlingur Pedersen, Þórður Hauksson og Pétur Haukur Ólafsson. Spilað í Tívolí í Kaupmannahöfn. Frá vígslu sundlaug- arinnar. Frá vinstri: Guðmundur Jóns- son, Bjami Jónsson, Hróbjartur Óskars- son, Þórður Hauks- son, Pétur Haukur Ólafsson, Jón Benediktsson, Valgeir Guðmunds- son, ÓlafurÞór Ólafsson, Guðjón Þorbjömsson, Gunnlaugur Hreinsson, Kjartan Þórðarson, Sveinn Sigvaldason, Bjarki Bjamason, Þorkell Jóelsson og stjórnandi Birgir D. Sveinsson ari við Varmárskóla frá 1977 til 1983 er hann varð skólastjóri. Reyndar er það nú svo nteð marga Mosfellinga að þeim finnst Birgir hafa verið skóla- stjóri mikið lengur, enda nafn hans órjúfanlega tengt Varmárskóla. I dag eru 1100-1200 grunnskóla- nemendur hér í Mosfellsbæ. Búið er að byggja mikið við Varmárskóla og nú er hann kominn í endanlegt form. Birgir telur að vel hafi til tekist og er ánægð- ur með það starf sem þar er unnið og telur sig vera að skila góðu búi, bæði hvað varðar skólabyggingar og góða starfskrafta í Varmárskóla. MoslcllshlaUiit Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (01.08.2000)
https://timarit.is/issue/237288

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (01.08.2000)

Aðgerðir: