Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 8

Mosfellsblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 8
BIRGIR D. SVEINSSON LÆTUR y STÖRFIM EFTIR 40 \R \ FARSÆLT S I ARI SEM SKÓLASTJÓRI OG Itl AWIU Birgir Sveinsson og Jórunn Arnadóttir á góðri stund í Kaupmannahöfn. Birgir D. Sveinsson lætur af störfum sem skólastjóri við Varmárskólann nú í haust. Með því er lokið 40 ára löngu og mjög farsælu starfl Birgis að uppeldismálum hér í Mosfells- sveit og síðar Mosfellsbæ. Mosfell- ingar munu þó enn um sinn njóta starfskrafta Birgis en hann verður áfram með Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar og hyggst Birgir skila þar einnig skila þar 40 ára starfí. Fyrstu árin Birgir er fæddur og uppalinn í Nes- kaupstað, en lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1960. í samtali við Birgi kom fram að tilviljun réði því að hann hóf kennslu hér í Mosfells- sveit. A þeim tíma eins og nú var kennaraskortur og var því lögð vinna í að fá nýútskrifaða kennara til kennslu. Mörg tilboð voru í gangi en Gunnar Klængsson, bróðir Klöru hafði vinn- inginn. Það sem réði úrslitum var að starfínu fylgdi íbúð. íbúðin var í gamla húsinu að Brúarlandi. Birgir var íþróttakennari fyrstu 3 árin og fór kennslan fram í kjallaranum að Brúar- landi. Þetta var um 80-90 fermeta stórt pláss ásamt sturtum. Þarna var sam- komusalur Mosfellssveitar áður en Hlégarður kom til og þarna voru haldnir dansleikir. Birgir vann sumarið 1961 að byggingu Varmárskóla og segja má að með því hafi hann markað sín spor að uppbyggingu skólaman- nvirkja hér í Mosfellsbæ. Varmárskóli var tekinn í notkun að hluta 1962 en fram kom í viðtali við Birgi að kennsla hafi einnig i'arið fram í Hlégarði. Birg- ir sagði að þegar þau hjón Jórunn Amadóttir, en hún er lærð hárgreiðslu- dama fluttu hingað í sveitina þekktu þau engan, en það hafí mjög fljótlega breyst. Asamt kennarastarfmu starfaði Birgir hjá Mosfellshrepp fyrstu þrjú sumrin og var sá fyrsti sem stýrði ung- lingavinnunni hér í sveitinni. Birgir minnist þess að á þeim tíma hafi hann verið kærður af mektar bónda í Mos- fellsdalnum til hreppsnefndar. Ung- lingamir voru þá að bika heitavatns- leiðslur í Mosfellsdal, en í kaffítímum var farið í fótbolta. Bóndanum þótti ófært að unglingamir væru í fótbolta í vinnunni. Skólahljómsveitin Nafn Birgis verður ávallt tengt Skólahljómsveit Mosfellsbæjar en hann var frumkvöðullinn að stofnun hennar. Hóf hljómsveitin að leika árið 1963, en miðað er við að stofnárið hafi verið 1964. Hljómsveitin spilaði fyrst á 17. júní 1964 við sundlaugina hér í Mosfellsbæ en hún var þá nýbyggð. Hljómsveitin hefur spilað á 17. júní óslitið síðan þá. Til fjölda ára fóm hátíðarhöldin fram við Varmárskóla og er þessi staður samtengdur hljómssveitinni. Fólkið tók verulegan þátt í þessum hátíðar- höldum og kom fram hjá Birgi að þetta hafi verið til marks um að byggðin hafi verið að þéttast. Saga Skólahljómsveitarinnar er mikil og tengist það farsælum stjóm- anda. I dag eru um 100 krakkar í hljómsveitinni og á 36 ára starfsferli em þetta líklega um 6-700 krakkar sem fengið hafa þennan tónlistalega undirbúning. Birgir sagðist hafa verið ákaflega heppin með krakka gegnum árin og ótrúlegur fjöldi þeirra hefur gert tónlistina að ævistarfi. Fjöldinn er það mikill að ekki er hægt að nefna þá alla í stuttu viðtali. Nægir hér að nefna atvinnuhljóðfæraleikara í Sinfoníunni, tónlistarkennara, trommuleikara og flautuleikara. Það er markmið Birgis að skila af sér eftir 4 ár en þá hefur hann verið með hljómsveitina í 40 ár. Hljómsveitin hefur komið víða við á þeim 36 árum sem liðin eru frá stofn- un. Arlega hafa verið haldnir stórir tónleikar og hljómsveitin heíiir farið Fyrsti bekkurinn sem Birgir kenndi. Frá vinstri Lárus Halldórsson skólastjóri í efri röð, Birgir Gunn- arsson, Reynir Oskars- son. Þorsteinn Guðmundsson, Eygló Ebba Hreinsdóttir, Valgerður Hermanns- dóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Guðbjörg Þórðardóttir, Hetga Haraldsdóttir og Birgir D. Sveinson. Neðri röðfrá vinstri, Páll Amason, Btynjar Viggóson, Kristján Kristjánsson, Jóel Kr. Jóelsson, Kjartan Jónnson, Kolbrún Gestsdóttir, Marta Hauksdóttir og Signý Jóhannsdóttir. o MosrcllKbluAiö

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (01.08.2000)
https://timarit.is/issue/237288

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (01.08.2000)

Aðgerðir: