Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 8
Hinn þekkti dugnaðarforkurSkarphéð-
inn Össurarson hætti störfum í Kola-
portinu á Þorláksmessu, en hann var
mörgum kunnur sem skemmtilegur kaup-
maðurog átti allsstaðar vini. Hann fæddist
30. júlí 1916 í Bolungarvík, en ólst upp að
Skálará í Keldudal í Dýrafirði. Kona hans
er Valgerður Magnúsdóttir fædd í Reykja-
vík, en af Götuhúsaætt á Stokkseyri. Þau
eiga fimm börn.
Skarphéðinn fór í Bændaskólann að
Hvanneyri 1936-1938, lærði síðan kjötiðn og
fór til Danmerkur til náms. Hann vann að
verslunarstörfum og var lengi hjá Silla og
Valda. Bjó ásamt fjölskyldu sinni um 14 ára
skeið í Mosfellsbæ, fyrst á Blikastöðum þar
sem hann rak hænsnabú, einnig bjó fjölskyld-
an í Bugðutanga. Eftir það bjó hann á Hvann-
eyri, þar sem hann rak hænsnabú með útung-
unarstöð. 1988-89 kom hann að fiskeldi í
Gufunesi, sem Össur sonur hans stóð að.
Hann setti þá á fót ijölskyldufyrirtækið Deplu,
sem verkaði lax og silung með reykingu og
fleiri aðferðum. 1991 kom hann upp sölubás
í gamla Kolaportinu við Kalkofnsveg og flut-
ti síðan í nýja Kolaportið þegar það var flutt í
Tollhúsið líklega 1996. Þar varð hann kunnur
fyrir góða söluvöru og gott viðmót við alla
sem til hans leituðu.
Skarphéðinn sendir góðar kveðjur til allra
sinna góðu vina fyrir tryggð og trygglyndi.
Skarphéðinn er hér í bás sínum í Kolaportinu að afgreiða vörur sínar skömmu
fyrir Þorláksmessu og að sjálfsögðu ber hæst laxinn og silunginn.
—^ns200l
Hlín
Blómahús
með
verðlaun
Orkuveita Reykjavíkur verðlaunaði
nokkra aðila á höfuðborgarsvæðinu fyr-
ir sérstaklega fallegar jólaskreytingar
fyrir þessi jól.
Hérí Mosfellsbæ varþað Hlín
Blómahús sem fékk verðlaunin,
en þeint Hlín og Sigþóri erfleira
til lista lagt en blómaskreyting-
arog geta bæjarbúar verið
stoltiraf sinni ágætu
blómabúð.
(aSKreyt'ng ...........
abúðtn Hlí"
B,Ó«ÍKolt. 2*
0nnin9u
. ðln Hlín hl*tU’ "ér mSð Vl°
. w ,/
rf
Menningarmálanefnd Mosfells-
bæjar auglýsir eftir umsóknum
um fjárframlög til lista-
og menningarstarfsemi 2002
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsa eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá menn-
ingarmálanefnd vegna listviðburða og menningarmála árið 2002. Hér undir falla áður árviss fjár-
framlög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra.
Reglur um úthlutun.
1.
2.
3.
5.
6.
Rétt til að sækja um framlög til nefndarinnar hafa listamenn, samtök listamanna og félaga-
samtök, sem vinna að listum og menningarmálum í Mosfellsbæ.
Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga:
a) Verkefnastyrkir til einstakra verkefna.
b) Starfstyrkir til félagasamtaka á sviði lista og menningarmála í Mosfellsbæ.
Nauðsynlegt er að umsækjendur tilgreini nákvæmlega til hvaða verka ætlað er að verja
framlögunum.
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 1. mars 2002 á skrifstofu fræðslu- og menn-
ingarsviðs Mosfellsbæjar. Þeim ber að skila á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem
hægt er að fá á skrifstofu Mosfellsbæjar eða á heimasíðu bæjarins.
Nefndin áskilur sér rétt til að hafna umsókn umsækjanda að hluta eða alfarið.
Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 20. mars
2001 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar.
Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar
Þverholti 2, 270 Mosfellsbær
Nýlega er liðið eins árs afmæli lóðahneykslisins, sem bæjarstjórn-
armeirihlutinn stóð fyrir á sínum tíma. har sem stór hluti umsækj-
enda er enn hundóánægður þrátt fyrir peningagjafir meirihlutans,
hefur verið ákveðið að setja upp mikla afmælishátíð við Súluhöfða
með virkilega stórum potti. Umsækjendur taka hringdans kring
um pottinn með meirihlutanum í von um að ekki sé búið að ausa
öllu úr honum. Aðalgrínið verður þegar forseti bæjarstjórnar lýs-
ir yfir á Stöð 2 hvaða árgangar húsasmíðameistara megi hræra í
næsta lóðapotti.
cM&U&liHXjÆ/l í VOA,
Púkinn bíður í ofvæni eftir vorinu, þegar heræfingar hefjast hjá
Nato. Varmárskóli með stærð sinni og stærsta skólamötuneyti
landsins er orðinn eitt ákjósanlegsta víghreiður hér á landi til að
taka á móti hermönnum Nato í gistingu. Púkinn styður heils hug-
ar fyrri tillögu formanns bæjarráðs að skólinn hýsi herinn, því sýna
þarf fram á betri nýtingu mötuneytisins, sem gæti dugað fyrir alls
kyns hernað, jafnvel Talibana, ef þeir sækja um skólavist.
Sktyi. a
Púkinn er mjög stoltur af hinum heitu réttum sem börnin fá nú í
Gagnfræðaskólanum í hádeginu, en fæðið samanstendur af góm-
sætu þurru brauði og dós sem á stendur: Skyr.is. Þetta gæðafæði
mun vera flutt til skólans með tölvupósti og kemur hlýtt og nota-
legt beint undir stigann í skólanum, þar sem börnin neyta þess.
JícunLciíimí
Gífurleg ánægja ríkir nú meðal verslunareigenda í Mosfellsbæ og
Grafarvogi með þá stefnu bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ að fá nýtt
moll á svæðaskipulaginu við Lambhaga, ■ lögsögu Reykjavíkur rétt
ofan við Blikastaðina. Þarna mun rísa upp gífurleg verslunarmið-
stöð með stórum Ijósmyndum af meirihlutanum á áberandi stöð-
um, því Lambalind keppir við Smáralind en eins og allir vita hefur
verið örtröð út úr dyrum í Smáralind frá opnun. Öllum þessum
kompum í Mosfellsbæ og Grafarvogi verður lokað og þá verður
gaman í Lambalind.
Masnús
ldippir
Hér er Magnús Már Ólafsson að
klippa og saga fallegt birki sitt að
Asparteigi 1 í vorblíðunni þann 20.
janúar, það er norðaustan gola og 7
stiga hiti.
Blaðið hafði samband við Davíð B.
Sigurðsson í golfi á Flórída, þar var
bara 18 stigum hlýrra.
I viðtali við blaðið sagði Oddgeir
Ámason garðyrkjustjóri Mosfellsbæj-
ar, að rétti tíminn til að klippa birki
væri janúar og febrúar. Þrátt fyrir veð-
urblíðuna og hitann má fólk ekki
hreinsa beð, en klippa má limgerði, en
allt í lagi að láta það bíða fram í
mars/apríl.
Þrátt fyrir gott veður er stuttur
birtutími svo gróður lætur ekki plata
sig svo glatt, nema einhverjir kvistir.
Hins vegar er stórhættulegt að fá
svona veður í mars og síðan frost,
sagði garðyrkjustjóri að lokuin.
MOSFELLS 8 BLAÐIÐ