Vísir


Vísir - 29.04.1970, Qupperneq 4

Vísir - 29.04.1970, Qupperneq 4
4 VISIR . Miðvikudagur 29. apríl 1970. Stríðsdans á Highhury, er Arsenal varð Evrópumeistarí Umsjðn Hallur Símonarson — sigraði Anderlechf 3-0 i gærkvöldi LOKSINS, eftir 17 ár í skugganum án sigurs í nokkurri keppni, varð Arsenal aftur nafn f enskri og evrðpskri knattspyrnu og sigraði Anderlecht frá Belgíu í síðari úrslitaleik félaganna í Borga- keppni Evröpu 3—0, samanlagt 4:3, í gærkvöldi á leikvelli fé- lagsins í Highbury-hverfinu í Lundúnum. Loksins fengu aðdáend- ur Arsenal (vopnabúr) á ný tækifæri til að fagna sigri í keppni. 60 þúsimd þeirra höfðu hvatt leikmenn allan leikinn, og þegar hinn austur-þýzki dómari flautaði leikslok, streymdu þúsundir niður á völlinn og dönsuðu stríðsdans ásamt leikmönnum Lund- únaliðsins. 1 fyrstu reyndu nokkur hundruð lögreglumenn að hindra mannfjöldann, en sáu að slíkt var tilgangslaust, og tóku þá bara sjálfir þátt í gleðinni, sem fór fram án þess til nokkurra átaka kæmi. Já, tákn félagsins, fallbyssan, hafði verið dregin fram úr vopnabúrinu í Háu-Gröf í gærkvöldi — gljáfægð og skín- andi — og nú voru það ekki púðurskot sfðasta áratugsins, sem hljómuðu á leikvanginum, heldur þrumuskot millistríðsáranna, sem minntu á foma frægð, þegar Arsenal var voldugasta og bezta knattspymufélag heims. Það voru fáir, sem hölfðu gefið ArsenaJ nokkra von til sigurs í keppninni eftir fyrri lei'k liðanna í Belgíu í vikunni á undan. Ander- ledht sigraði þá með 3 —1 og sýndi mikla yfirburði í leik, en með fé- laginu leika knattspyrnumenn frá mörgum löndum. En framkvæmda- stjóri Arsenal Bertie Mee hafði trú á leikmönnum sinum og stillti upp sama liði aftur. Peter Marinello, 100 þús. punda maðurinn, var því aftur meðal áhorfenda, en George Armstrong hélt stöðu sinni. Þetta var rétt ráðstöfun_ því Armstrong var hér og þar og alls staðar á veliinum í gærkvöldi, sá leikmaður- inn, sem vann bezt í leiknum. Arsenal sótti mjög í fyrri hálf- leik en vörn Anderleoht var sterk og vel skipuiögð með Sviann Thomas Nordahi (son Gunnars, sem frægur var með AC Milan) sem bezta mann. Þó gat hún ekki komið í veg fyrir mark Eddie Kelly, framvarðar, sem skoraði á 25. mín. með þrumuskoti utan vítateigs og lenti knötturinn innan á stöng og í markiö. Staðan í hálf'leik var 1—0, þrátt fyrir mikla pressu Arsenal. Framan af siðari hálfleiknum var Ansenal einnig mikið í sókn, en þegar líða tók á hálfleikinn virt- ist leikur liðsins vera að staðna, og belgfska liðið náði hvað eftir annað hættulegum upphlaupum. Aðeins 18 mínútur voru eifitir — og sigurmöguleikar Anderlecbt í keppninni virtust miklir. En þá skeði það. George Graham náði knettinum og gaf til Bob McNab, bakvarðar, sem brunaði upp kantinn, lék á kollega sinn í belgíska liðinu, og gaf mjög vel fyrir marklð til John Radford, sem skallaði í mark. Leikurinn hófst að, nýju — Arsenal náði strax knett- inum og Jon Sammels fékk hann út á hægri kant, renndi sér gegnum vömina og skoraði. Tvö mörk á sömu mínútunni og önnur eins fagnaðarhróp og þá hljómuðu á Highbury hefur undirritaður aldrei heyrt í gegnum BBC fyrr. En leiknum var ekki lokið og Anderlecht þurfti aðeins eitt mark til að jafna. Belgísku leikmennimir vissu hvað í húfi var og voru sbund- um allir — nema markvörðurinn — í sókninni. En ailt kom fyrir ekki, þeim tókst ekki að skora. Þriðja árið í röð hafði enskt félag sigrað í þessari keppni, sem svo mjög er farin að setja svip sinn á evrópska knattspymu, Newcastile sigraði í fyrra, Leeds 1968. Lið Arsenal í leiknum í gærkvöldi var þannig skipað. Wilson Storey, McLintock, Simpson, McNab — Kelly, Sammels, Graham — Arm- strong, Radford og George. Anderlecht náðj mjög athyglis- verðum árangri í keppninni og sló meðal annars út bæði Newcastle og Inter Mdian. — hsím. íslandsmót / fímleikum veriur háð um helaina Fimleikasamband íslands var stofnað í maímánuði 1968 að til- hlutan Í.S.Í., og voru þrettán fé- Iagasamtök stofnaðilar. Á þessum tæpum tveim ámm, sem liðin eru frá því að sambandið var stofnað, hefur það leitazt við að efla fim- leika í landinu. Fyrsta islands- meistaramót í fimleikum á vegum F.S.Í. fór fram 30. marz 1969 í íþróttahúsinu á Seltjamamesi. Geta má þess að þá voni liðin 30 ár síðan íslandsmeistaramót í fimleikum var haldið hér á landi. Mótið í fyrra fór hið bezta fram og var aðsókn svo mikil, að fjöldi manns varð frá að hverfa. Ýmsir örðugleikar voru við að halda þetta fyrsta mót, þar sem Mtið var unnt að styðjast við fyrri reglur og reyndir dómarar ekki til hér á landi. Reynt var að sníða keppnina við alþjóðakeppnisreglur, en miöa æfingaval við getu fimleikafólks okkar og haga þannig til, að sem flestir gætu tekið þátt í mótinu. Formaður fimleikasambandsins Valdimar Örnólfsson hafði sam- band við hjónin Kurt og Else Trangbæk, sem eru meöal bezta fimleikafóíks Dana og fékk hann þau til að koma hingað. Þau hjónin áttu stærstan þátt í því hversu mótið tókst vel í aMa staði. Keppendur i mótinu voru alls 31, frá þrem félögum, Ármanni, K. R. og fþróttabandalagi Siglufjarðar. Úrslifaleikur ensku bikar- keppninnar er í dag Úrslitaleikurinn i ensku bik- arkeppninni veröur háöur í kvöld á Old Trafford i Man- chester og leika þá Leeds og Chelsea öðru sinni. Líklegt er, að liðsskipan beggja liða verði hin sama og í fyrri leiknum á Wembley. Alan Hudson hjá Chelsea hefur enn ekki náð sér eftir melðslin og getur ekki leik- ið — en hjá Leeds var nokkur vafi í gær um markvörðinn Gary Sprake og fyrirliðann Billy Bremner, en þó meiri lík- ur taldar á, að þeir leiki. Mikill áhugi er á þessum leik og verð- ur honum sjónvarpað til flestra landa Evrópu. Þá er mikill und- irbúningur hjá útvarpsstöð BBC í sambandi við hann og verða allar endurvarpsstöðvar BBC í notkun og mun lýsing á leiknum því heyrast í öllum heimshorn- um. Leikurinn hefst kl. 18.30 eftir íslenzkum tíma og veröur lýst öllum og bezt hér er að ná þeirri lýsingu á 31 metra. BBC sýnir leiknum svo mikla virð- ingu að heimsfréttimar kl. 19 falla niður. Þetta var í fyrsta skipti, sem konur tóku þátt í ísilandsmeistaramóti í fimleikum hér á landi. fslandsmeist- ari í fimleikum kvenna varð Guð- rún Erlendsdóttir Á, og karla Krist- ján Ástráðsson Á. Flokkakeppnina unnu Ármenningar. Ársþing F.S.Í. 1969 var haldið 22. nóv. s.l. Stjórnin var endurkjörin, Valdimar Örnólfsson, formaður, Jens Guðbjörnsson, Þorgeröur Gísladóttir, Grétar Franklínsson og Sigurður R. Guðmundsson. Á þing- inu ríkti mikill áhugi á eflingu fimleikafþróttarinnar, bæði sem keppnisfþróttar og íþróttar, sem allir geta iðkað sér til heilsubótar og ánægju. Íslandsmeistaramót í fimleikum 1970, verður haldið 2. og 3. maí í íþróttahúsinu á Sel- tjarnamesi. Fyrri daginn verður keppt í skylduæfingum, en síðari daginn frjálsum æfingum. ■ r Sundmót Armunns er í kvöld í kvöld miðvikudag heldúr Ár- mann siít árlega sundmót í Sund- höll Reykjavíkur og hefst það kl. 8,30 e.h. Keppnisgreinar eru: 200 m. fjórsund karla 200 m baksund kvenna 200 m. bringusund karla (bikar- sund) 100 m. bringusund kvenna 100 m. skriðsund telpna. f. 1956 og síðar 100 m. skriðsund karla (bikar- sund) 50 m. skriðsund drengja (bikar- sund) 200 m. fjórsund kvenna (bikar- sund) 50 m. bringusund telpna, f. 1956 og síðar 4x100 m. bringusund karla AMt bezta sundfölk landsins keppir á mótinu og má búast viö spennandi keppn; í mörgum grein- um, en framundan eru m. a. tvær landskeppnir hér heima og sund- fólkið komið í góða æfingu. Bob McNab — sending hans lagði grundvöllinn að sigri ArsenaL — Hann er eini leikmaður Arsenal, sem fer með enska landsliðinu á HM í Mexíkó á mánudaginn. Leikið til úrslitiB í Vín í kvöld fer fram £ Vínarborg úr- slitaleikurinn £ Evrópukeppni bik arhafa £ knattspyrnu og leik. Manch. City og Gornik frá Pó! landi tiil úrslita. Reiknað er me mjög tvísýnum leik, en bæði lið halfa öllum sínum beztu mönnui á að skipa. Lýsing á leiknum ver.’ ur £ BBC og héfst kl. 21.15 að í. lenzkum tíma. Hvort felhir, KR eða Víkingur? í kvöld verður mikil barátta i Laugardalshöllinnj — barátta um fallsætið í 1. deild — og leika KR og Vikingur þennan mikilvæga leik, sem sker úr um hvort félagið heldur sæti sínu í deildinni næsta keppnistímabil. Bæði félögin hlutu fjögur stig i 1. deildar-keppninni, KR öll sín gegn Víking, en hins vegar vann Vikingur bæöi Hauka og Val. Eftir þessu að dæma, ætti lið KR aö vera sigurstranglegra í kvöld, þar sem það virðist hafa tak á Víkingum. En sá mun- ur er frá leikjunum fyrrímótinu að Jón Hjaltalín Magnússon leik- ur nú með Víking. Jón kom gagngert heim til að leika meö Víking síðustu leiki mótsins, en hann stundar verkfræðinám i Svíþjóð. Og nú er að vita hver áhrif hann hefur á Ieik félags síns til hins betra í kvöld. Þá Ieika einnig í kvöld Breiöa- blik og Grótta í 2. deild. en sá leikur hefur ekki nein áhrif á gang mála í deildinni. Þar leika ÍR og KA til úrslita um keppnls- rétt í 1. deild næsta ár-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.