Vísir - 29.04.1970, Side 7
7
V^IS&'R . Miövikudagur 29. apríl 1970.
cyflenningarmál
Gylfi Gröndal skrifar um sjónvarpið:
Hollywood og HimmeHond
JJoðuð hefur veriö styttíng
sjónvarpsdagskrár frá og
með 15. maí næstkomandi, og á
hún að gilda í sumar. Efniö
verður að sögn léttara og ódýr-
ara, og innlend framleiðsla
hverfur að mestu eða öllu leyti.
Þá verður væntanlega lokað í
einn mánuð vegna sumarleyfa
eins og undanfarin ár. Ef til
viíl er ekki ástæða til aö áfellast
þá stefnu aö leggja höfuö-
áherzlu á gæði dagskrárinnar á
vetrum, meðan ekki eru tök á
aö sjónvarpa samfellt allt árið
vegna fjárskorts og fámennis.
Átta mánuöi ársins dveljumst
við meira innandyra en flestar
aðrar þjóöir og höfum því mest
gagn af sjónvarpi þann tíma.
En óneitanlega þynnist súpan
meira en lítið, þegar innlenda
efnið er tekið úr. íslenzkt sjón- •
varp hlýtur að byggjast á ís-
lenzku efni fyrst og fremst og
því mest um vert, að hlutur
þess sé sem stærstur.
jpróðlegt er að velta fyrir sér,
hvort sjónvarpinu hefur
farið fram, hvort það hefur staö
ið í stað eða' hvort því hefur
hrakað, siðan það tók til starfa
fjfldr þremur og hálfu ári. Ein-
hver riiinningaljómi eða blekk-
ing fjarlægðarinnar kann að
koma' í veg fyrir hlutlaust mat f
þessum efnum. Öllum var Ijóst
í upphafi, að nýjabrumið færi
af eftir skamman tíma. En þrátt
fvrir þetta er sú skoðun áleitin,
að sjónvarpið hafi verið lff-
legra og skemmtilegra og öll
vinnubrögð þess vandaðri fyrstu
tvö árin en nú. Áreiöanlega er
enn ekki lögð nægileg áherzla
á ýmis grundvallaratriöi í gerð
íslenzka efnisins. Allt of margir
innlendu þættirnir eru eins kon
ar fyrirlestrar með skuggamynd
um, þar sem orðið ríkir yfir
myndinni, en ekki öfugt eins
og vera ber. Umræðuþættirnir
eru til dæmis um of staönaöir i
föstu formi. Það er þreytandi
til lengdar aö horfa á tvo eða
þrjá menn sitja við borð og
karpa um efni, sem á að vera
efst á baugi. Slikum þáttum
mætti fækka, en reyna i staðinn
að taka deilumál til rækilegrar
meðferðar og gera þeim skil á
myndrænni og fjölbreytilegri
hátt. Líklega var helzt nýja-
bragð á liónum vetri að nokkr-
um íslenzkum leikritum, sem
samin voru sérstaklega fyrir
sjónvarp, og þáttum af einstök-
um stöóum úti á landi, sem sjón
varpsmenn tóku í fyrrasumar.
|þn nóg um það að sinni. Vetr-
ardagskráin er enn við Iýði
þrátt fvrir sumarkomuna og sitt
hvaö umræðuvert úr síðustu
viku. Af framhaldsþáttum eru
Rósastríöin sem fyrr girnileg-
ust. Margir óttuðust, þegar
þessu vandaða efni var hleypt
af stokkunum, að það mundi
aðeins vinna sér hylli fámenns
hóps. En skyldi ekki áhorfend-
um hafa fjölgað jafnt og þétt,
síðan spenna þáttanna tók að
aukast?
Afhending Oscarsverðlauna
stóð í tvær klukkustundir og er
með lengstu dagskrárliðum, sem
fluttir hafa verið. Það var því
ekki árennilegt að setjast við
tækið og eiga slíkt í vændum.
En þetta revndist hið prýðileg-
asta efni og Öágóð skemmtun,
þegar allt kom til alls. Þarna
birtist hver kvikmyndastjarnan
á fætur annarri í eigin persónu,
bæöi ungar og gamlar. Áuk þess
var skotið inn á milli viðtölum
við nokkra af frægustu leikstjór
um heims og lagðar fyrir þá
spurningar um stöðu kvikmynda
gerðar nú á dögum. Þetta jók
Sigurður Jakobsson skrifar um kvikmyndir:
á hálum ís
The Fictíon Makers
Dýrlingurinn á hálum ís.
Aöathtutverk Rogór
Moore.
Hafnarbió
jprægur glæpasagnarithöfund-
ur verður fyrir þeirri rauna
legu reynslu að pensónur i bók
um hans gæðast tífi_ taka hann
höndum og skipa honum að
skrifa um sig glæpasögur, Fyrir
misskilning álíta vondu mennirn
ir að Dýrlingurinn sé fyrrgreind
ur ritihöfundur. En þar eð Dýr-
lingurinn lætur ekki að sér
hæða fer auðvitað að lokum ilia
fyrir glæpamönnunum.
Þaö er sannarlega frágangs-
sök að ætla sér að fjalla um
mynd þessa á einhverjum á-
kveðnum forsendum þvi það
liggur hreint ekki Ijóst fyrir,
hvers konar mynd þetta á að
vera. Helzt mætti þá álita þetta
vera einhvers konar afþreyingar
mynd i svipuðum stíl og Dýr-
Iings-myndimar sem sýndar
voru hér í sjónvarpinu fyrir
skemmstu við almenna hrifn-
ingu. En sem afþreyingarmynd
er þessi mynd gersamlega mis
heppnuð og á köflum hreint og
beint Ieiðinleg. En varla verður
nokkrum einum kennt um þessi
leiðinlegu mistök, allir hafa
lagzt á eitt með að gera mynd-
ina sem hrapallegast úr garði,
og er þar fremstur í flokki Rog-
er Moore snoppufriður súkku-
laðidrengur blessunarlega laus
við minnsta snefil af leikhæfi-
leikum, en þó af til vill mestur
leifeari þeirra sem sjást í mynd
inni.
Það er í raun mesta ráðgáta,
hvernig unnt er að safna saman
svo stórum hópi hæfileika-
snauðs fólks á einn stað og þó
er hitt ef til vill enn stærri ráð-
gáta hvernig hægt hefur verið
að telja þessú fólki trú um að
það gæti búið tiil kvikmynd. En
stórþjóðirnar láta sér vissulega
ekki allt fyrir brjósti brenna
þegar kvikmyndagerð er annars
. vegar.
Danger Route
Hættuleg leið
Leikstjórh Seth Holt
Aöalhlutv. Richard Johnson
Tónabíó.
Tónas Wilde er starfsmaður
" brezku leyniþjónustunnar
með manndráp sem sérsvið. —
Hann kemst að því eftir þó
nokkurt þóf að eitthvað er ekki
eins og það á að vera því 6 af 31
drápi hafa verið skipulögð sem
aðgerðir gegn brezka heimsveld
inu og þá sennilega af vondu
kommúnistunum. Því er það
sem Jónas tekur til eigin ráða
og fer að athuga yfirmenn sína
nánar.
Eins og ailir sjá sem kannast
við myndir af þessu tagi er sögu
þráöurinn gamalkunnur og marg
dagskrárinnar að
efnisgildi
mun.
Á eftir HoIIywood kom gjör-
ólíkt efni: þáttur frá'danska sjón
varpinu um Jóhannes V. Jensen.
Ekki var gerð tilraun til að sýna
heildarmynd af lífi og list Nó-
belsskáldsins, heldur fjallað ít-
arlega um örfá atriði: ljóð höf-
undar, sem munu hafa haft á-
hrif á danska nútímaljóöagerö,
umhverfi Himmerlands, þar sem
nokkrar kunnustu sögur Jen-
sens gerast og loks trúarskoðan-
ir hans. Viðtöl voru við son
skáldsins, Klaus Rifbjerg og
Tom Kristensen. Þessi smekk-
legi og athyglisverði þáttur
minnti óþvrmilega á, hversu lít-
ið hefur verið framleitt af sam-
bærilegum bókmenntaþáttum ís- •
lenzkum. Þær tilraunir, sem
geröar hafa verið til aö túlka
bókmenntir okkar, hafa flestar
veriö vanmáttugar og misheppn
aðar. Væri nú ekki ráð að læra
af Dönum og byrja á næsta vetri
að gera þætti um einhver af
eldri skáldunum, til dæmis Ein-
ar Benediktsson? Enn eru á lífi
menn, sem þekktu Einar per-
sónulega, og mætti ræða við þá
samhliða því sem einhverjum
atriðum úr lífi hans og skáld-
skap væru gerö skil — ekki í
fyrirlestrarformi, heldur á mynd
rænan hátt.
Dagskrárefni úr Hollywood:
John Wayne í verðlaunahlut-
verki sínu.
þvældur því þær eru ófáar
myndirnar sem gerðar hafa ver
ið úr þessu efríi. Raunar er eng
in ástæöa til aðfjölyrða um
myndir af þessari gerð, þær eiga
sér sinn trygga áhortfendahóp,
er sér sérhverja þeirra, — hvaö
sem hver segir — yfir sig hrif-
inn, étandi poppkorn, uggandi
um örlög söguhetjunnar fram á
síðustu stund og slefandi af á-
. nægju í hvert sinn sem einhverj
um vondum manni er misþyrmt.
Fólk sem sækir þessar myndir
að staðaldri er langtum áhuga-
verðara rannsóknarefnj en þeir
sem gera slíkar myndir því fyrir
þeim vakir efeki annað en pen-
ingagræðgi. Það er auðvitað lúx
us fyrir unglinga aö fá dag-
drauma sina i Cinemascope og
Pathe-litum fyrir einar 100 krón
ur, en virðulegir forstjórar stór
fyrirtækja og undirkontóristar
hjá bænum ættu að hafa gert
sér grein fyrir því að nokkurn
veginn er útséð um að CIA
eða brezká leyniþjónustan fari
að bjóða þeim stórfé og falleg
ar konur fyrír að berja á tröll-
um í austurvegi.
En nóg um það. Hættuleg leið
er á margan hátt betur gerð en
gerist og gengur um slíkar
myndir. Aðstandendur myndar-
innar eru ekki jafngjörsneyddir
hæfileikum og venjan er, og þvi
verður efeki annað sagt en mynd
in sé allt að þvi sæmilegur iðn-
varningur.
Aðalfundur
Aðalfundur Loftleiða hf. verður haldinn föstu
dagi.nn 29. maí n.k., kí. 2 e.h. í Hótel Loftleiðir
(Leifsbúð).
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Hluthafar fá atkvæðaseðla í aðalskrifstofu
Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, fimmtudag-
inn 28. maí.
Stjórn Loftleiða hf.
WFTLEIDIR.
®Z,r •Vf,;
MGMéahvili
HUUUlleg hvili
með gleraugumfiú ÍW|i w
Austurstræti 20. Siml 14566, í "