Vísir - 18.07.1970, Page 5

Vísir - 18.07.1970, Page 5
VlSIR . Laugardagur 18. júlí 1970. Þessir sjö prestar þjónuðu Útskálaprestakalli árin 1896 til 1952 .Þeir eru (fremri röö, talið frá vinstri): Sr. Bjarni Þórar- insson, sr. Sig. P. Sívertsen, sr. Kristinn Daníelsson. — Efri röð: Sr. Helgi Árnason, sr. Eiríkur Sv. Brynjólfsson, sr. Frið- rik J. Rafnar, sr. Friðrik Hallgrímsson. — Myndin er tekin í Reykjavík vorið 1928. Sjö Útskálaprestar Guðshugmynd • Einn af kunnustu kennimönnum landsins var um tíma prestur á Útskálum. Það var síra Friðrik J. Rafnar, síðar vígslubiskup. Hann vígðist tii Útskála 1. júní 1916 og var þar prestur rúman áratug, unz hann fluttist til Akureyrar. í tilefni af því að Kirkjusíðan birtir nú mynd af Útskála- kirkju er hér prentaður kafli úr hugvekju eftir sr. Friðrik J. Rafnar. Hann fjallar um guðshugmynd kristindómsins. Hér á Kirkjusíðunni birtist nú mynd af útskálakirkju í Garöi. Alls eru nú 8 kirkjur á Suður- nesjum. Áður hafa verið birt ar myndir af hinum 7. þ.e.a.s. kirkjunni í Grindavík, Keflavík, Krísuvik og Njarðvík á Hval- nesi og Kálfatjörn og Kirkju- vogi. Allar þessar kirkjur — nema tvaer — eru guðshús fjöl mennra safnaða í þéttbýli og vaxandi fólksfjölda Suðumesja. En á tveim stöðum þar nyrðra er þessu öfugt farið. I Höfnum er nú fátt fólk og úr Krísuvíkur sókn er söfnuður horfinn. ÚTSKÁLAR — það er eins og maður finni hressa' hafgoluna leika um hvern staf í þessu ris mikla nafni. Hvað kemur rnanni fyrst i hug? Engin molla logns og kyrrðar — ekkert hnípur í skjóli brattra fjalla — engin örugg höfn i friði og öryggi. Heldur — hin frjálsa víðátta — hið opna haf, — hið svalandi kul, hinn hressandi gustur. Útskálar er einn kunnasti stað ur Suðurnesja, sem stendur hátt og virðulega á hólnum í Útgarð- inum svo hann ber yfir byggð- ina og setur á hana sinn alvöru svip — svip myndugrar, strangr ar móður, ,,sem á þó til blíðu og meinar allt vei.“ Á Útskálum í Garðj hefur kirkja staðið lengi. Er hennar getið um 1200 í kirknarali Páls biskups. Útskálar er mnihaids- ríkt orð. I því hljómar bæði nið ur hafsins og rödd kennimanns- ins. Úr sögu þessa staðar bregð ur fyrir vit manns seltu sjáv- ar og irfsmyndum þeirra, sem áttu að hafa það hlutverk að vera ,,salt jarðar" að boði meist- arans. Það væri löng saga að rekja þótt ekki væri nema nöfn þeirra mörgu presta, sem setið hafa þennan stað. Þau má iesa í prestatali og prófasta. Þar eru nefndir 34 Útskálaprestar, svo að sr. Guðmundur Guðmunds- son, sem nú situr staðinn er sá 35. í röðinni. Af Útskálaprest um hefur einn orðið biskup, sr. Halldór Brynjólfsson og tveir vígslubiskupar sr. Sigurður P. Sívertsen og sr. Friðrik Rafnar. Sá, sem lengst allra hefur haldið Útskálabrauð er sr. Sig- urður Br. Sívertsen eða alls um „Um nálega 10 aldir hefir hin íslenzka þjóð talið sig til krist inna manna, og meiri hlutj þeirr ar álfu, er vér byggjum, mikið Iengur. Fyrir það eigum vér mik ið að þakka ómetanleg áhrif má vissulega rekja tii hins kristi- lega uppeldis, er kynslóðirnar hafa notið, og til þeirrar marg- háttuðu menningar sem kristin dómurinn hefir af sér Ieitt þó að furðanlega ókristiieg sé sú 50 ár, (1837—86). Auk þess var hann ár aðstoöarprestur föð- ur síns. Hann má teljast höfuð skörungur í prestastétt, bæði sem kennimaður, menningar- frömuður og framkvæmdamað- ur í búskap og útgerð. Hann ritaði Suðurnesja-annál merkis, rit um samtíðarm. og málefni Einu sinni á prestskaparárum sr. Sigurðar — þann 7. júní 1875, — vísiteraði Pétur biskup Út- /skálakirkju. Segir í vfsitasíugerð ,inni að sóknarprestur hafi í engu til sparað að gera kirkjuna sem bezt úr garði og viðhaldi henni á eigin kostnað í ágætu standi. Við vísitasíuna hélt prestur mjög uppbyggilega ræðu, en því næst prófaði biskup 29 ungmenni, er komin voru til kirkjunnar. Voru þau vel að sér, enda flest geng ið í skóla, sem prestur hafði sjálfur stofnað og notið þar góðr ar' kennslu. Biskup fer hinum mestu viðurkenningarorðum um sr. Sigurð og alla hans embættis þjónustu. í öllu gerði hann söfn- uði sínum gott fordæmi og njóti virðingar hans „lige som hann ogsaa paa Grund af sin iange og nidkjære Embedsforelse af der- er Majestet allarnaadigst er de- koreret með Dannebrogsorden ens Ridderkors." Loks klykkir biskup út með því að á íslenzk an mælikvarða sé sr. Sigurður auðugur maður og skuldi kirkj an honum 816 kr. 47 aura. 1 anná! sínum árið 1861 getur sr. Sigurður um byggingu kirkj unnar „og hljóp sá kostnaður upp f 1725 ríkisdali.‘‘ Árið eftir að sr. Sigurður lést 1888 hlaut kirkjan mjög ræki- lega viðgerð. Var þá sett á hana járnþak, turninn hækkaður hún máluð utan og innan „og gert að henni sem brostfeldugt var‘v Fyrir öllum viðgerðarkostnaði átti kirkjan nóg í sjóði sínum Síðan hefur Útskálakirkju jafn an verið haldið vel við o? er enn þrátt fýrir aldur sinn. hinn feg ursti helgidómur. Hún tekur um 200 manns í sæti. Á aldar-afmæ': kirkjvnnar bár . t/st henni margir góðir gripir, þ.á.m. 4 veglegir altarisstjakar og fögur messuklæði. En elzti gripur hennar er tinkanna ein næstum 200 ára gömul. Hún var notuð til að bera vatn í kirkjuna er börn voru færð þar til skirnnr heimsmynd, sem blasir við aug- um ef litið er til menningar- þjóða nútímans. En þrátt fyrir það verður aldrei metið og full- þakkað gildi þeirrar kristnu þjóðmenningar, sem vér öll höf um notið góðs af. Og áhrifin sjást víða, þá gegnir þó furðu, hve lítil ítök einn meginþáttur hinnar kristilegu lífsskoðunar, sem Jesús boðaði, virðist hafa í hugum almennings og lífi. Sá meginþáttur er guðshugmyndin, guðsvitundin. Guðsihugmynd Jesú er alveg einstæð í sögu allra trúarbragða. Guð hefir ekkí á neinum tíma eða í neins manns kenningu verið eins ná- lægur mönnunum, eins skyldur þeim og tengdur, eins og hann er boðaður í kenningu Jesú. Það er hann faðirinn algóði, andleg vera, sem gegnumstreymir alla tilveruna, hann er eins og postul inn orðar það: „ekki fjarlægur neinum af oss, því í honum er- um lifum og hrærumst vér.“ Af kenningu Jesú getur hinn trú andi og hugsandi maður séð hönd Guðs alls staðar að verki, hann er í hinu smaesta duft- korni í sérhverri mannlegri sál lins og sólkerfi himins og hnatt raðir alheims lúta hans stjórn. Lárviðarskáldið orðar þetta af sinni venjulegu snilld: „Hann heyrir stormsins hörpu slátt, hann heyrir barnsins andar- drátt, hann heyrir sínum himni frá, hvert hjartaslag þitt jörðu á.“ Þegar Jesús fyrstur flutti mönnunum þennan boðskap, mætti hann örðugri mótspyrnu. Guðshugmynd fornaldarinnar var svo gagnólík þessu. Að hugs un samtíðarmanna Jesú var Guð fjarlægur, ríkti á himni, hátt haf inn yfir allt hið jarðneska og tímanlega. Kæmi hann hingað til jarðar, var hann lokaður inni í musterunum eða tyllti sér á fjallatindina ti) þess að fjar- lægjast ekki himininn um of. Af þessari trú skapaöist helgin á vissum fjöllum í löndum fornald ar. þangað komu guðimir ef til vill en nær mönnunum ekki. En Jesús segir: „Hann er ekki þar og hann er ekki hér. Guðsríki er hið innra með yður.“ Guðsríki er í hverri mannssál, hann er ekki fjarlægur neinum af oss. Þessi hugsun liggur oss nútíð armönnum furðulega fjarri, þessi vitund, að vér erum ekki einir, að kraftur Guðs gegnum streymir allt, að Guð er Mffið sjálft, f hverri mynd, sem það birtist. Lffið sjálft er kraiftur Guðs. Það er furðanlega fjarri hugsunarhætti nútímamanna að reikna með Guði stjóm hans, lögmálum, vilja og nálægð. Sú vitund er flestum óþekkt, að vér séum í stöðugu sambandi við annan heim og æðri, stöð- ugt undir áhrifum himneskra afla og stjórnumst af þeim. Og þessu vitundarleysi um hinn andlega heim mun vera að finna ástæðuna fyrir því. hvemig nú tímamenning mannkynsins lýsir sér. Einn af vorum þekktustu rit höfundum segir í einni af bók- um sínum: „Sannlerkurinn er sá, að flestir lifa eins og enginn Guð væri til.“ En þessi skortur á guðsvitund er átakanlegt frá hvarf frá hinum upprunaiega kristindómi. þar sem eirm megin þátturinn í trúarskoðun hvers kristins manns var skoðun Páls: Hann er ekkj fjarlægur neinum af oss, því í honum er- um lifum og hrærumst vér, og boðskapur Jesú: Guðrrki er bið innra með yður. Guð hefir alltaf boð inni fyrir hina leitandi manssál. Hann er alltaf að leita vor í öllu því ósjálfráöa, sem oss ber að hönd um. Allt, sem fyrir oss kemur og er ekki að vorum eigin vilja eða fyrir atbeina eigin gjörða, allt það sem eigin mætti vorum er ofviða að spoma gegn, er til- raun Guðs til þess að nálgast oss. Það kunna flestir Ijóðlínum- ar i nýárssálmi séra Matthíasar: „I sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð aö leita þín.“ En Guð leitar oftar og víðar sambands við oss, heldur en f sólskininu og meðlætinu. Hann er ekki síður að leita vor í sorg inni og mótlætinu, hinni marg- víslegu og þungu reynslu mann lífsins. Þá er hann að þröngva oss til að koma þeim sem ekki hafa viljað koma af fúsum og frjálsum vilja. Kirkjan að Útskálum í Garði. Bænin á ströndinni Þá var það í einni slíkri Eyjaferð, þegar skipið Pét- ursey renndi inn í Hliðið milli eyrafjallanna beggja vegna, að landsjóar risu háir, svo að þeir, er í landi biðu, sáu ekki í masturstopp skipsins, er hæst gekk ' brimið, og flaut skipiö þó á innstu bárum fyrir utan. Varð mörgum fátt til orða, og þótti allt ófært vera. Meðal þeirra, er þar biðu í landi, var séra Brandur Tómasson prestur í Skaftártungu. Lét hann sér ekki bregða, en sagöi: „Við biðjum fyrir þeim,“ og gjörði hann þar bæn sína að öllum viðstöddum. Fór og saman, að lag kom í brimið, og er séra Brandur lauk bæn | sinni var Pétursey lent með öllu óskemmdu. Mörgum hafði hitnað um hjartarætur við bæn sr. ! Brands, er hann flutti þar í fjörunni og þakkaði guði handleiðslu hans. (Eyj. Guöm.: Pabbi og mamrna)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.