Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 2
„N>i, og hvað með þaö?“ Var það eina sem þýzki glaumgosinn Arvid Imiela hafði að segja þeg- ar lögreglan handtók og ákærði hann um leið fyrir að myröa 4 forríkar konur, Arvid þessi Im- iela 44 ára að aldri var færð- ur i fangelsi og neitaði hann að segja eitt einasta orö um þessa ákæru við fréttamenn, er lög- reglan fylgdi honum til fanga- klefans. Fyrir réttinum hefur hann þó neitað að hafa myrt kon urnar, en sitthvaö er þaö í mál- inu sem hann gétur ekki skýrt á viöeigandi hátt. Til dæmis seg ir hann að blóðblettir sem víða eru i íbúð hans séu annað hvort rauðrófusafi eða blóö úr hundin- um sínum, sem hann segir aö hafi meitt sig svolítið eigi alls fyrir Iöngu. Tvö lík hinna myrtu kvenna hafa fundizt, en til hinna kvennanna tveggja hefur ekkert spurzt síðan þær áttu í ástar- ævintýri með Imiela. „Eppli á dag kemur heilsunni í lag“ — þetta er enskur máls- h£ttur sem margir kannast við og hann Archie Bessley frá Brierley Hill í Englandi ekki síð ur en við hér uppi á Islandi. Archie hnikar málshættinum bara aðeins til sjálfum sér í hag: „Einn froskur á dag kippirheils unni í lag“. Archie borðar nefni lega einn frosk hráan daglega og segir það vera einu öruggu leið- ina til að halda sér frá rúminu og lifa lengi. Hann er núna 57 ára, en hefur borðað froska í meira en 40 ár. Reyndar borðar hann ekki nema allra' minnstu froskkvikindi sem finnast og þau eru kannski á stærö við tuttugu ogfimmeyring, en hann fékk upp skriftina hjá bróður sínum sem nú er 75 ára óg kveðst ætla að lifa önnur 75 ár! □□□□□□□□□□ Lagasmiðurinn Wolfe Gilbert dó 12 júlí s. 1. 83 ára að áldri. Gil- bert bjó I Los Angeles og varð heimsfrægur fyrir að semja lag- ið „Ramóna“ sem margir kann- ast við hérlendis. Brezka lögreglan lætur ekki að sér hæða. Upp á síðkastið hefur verið óvenju mikið um hvers kon ar slys og óhöpp á vegum úti í Bretlandi, og mörg þessara slysa hafa beinlínis stafað af ó- gætilegum akstri. Þar sem lög- regluyiirtöldum var fullljóst, að þegar lögreglumenn eru aó stöðva bifreiðir á hraðbrautum og veita ökumönnum þeirra ofaní- gjöf, er mjög svo óvtst að öku- maður taki tillit til slíkrar að- vörunar, einkum vegna þess að menn veröa yfirleitt vondir út í valdsmannlegan mann sem tef- ur förina með ámjnningum er menn hafa heyrt 3000 sinnum áð- ur. Lögregluyfirvöld brugðu þvi á það skemmtiléga ráð að ráða til sín ungar og broshírar stúlk- ur. Stúlkunum var kennt að aka bifreið af leikni og að öðru leyti þjálfaðar i störfum vegalögregl- unnar. Síðan fengu þær hrað- skreiða Cortínu til umráða og voru sendar út á hraðbrautirnar að veita mönnum áminningar á vingjarnlegan hátt. Þá eru stúlk- urnar oft staösettar þar sem veg urinn er af einhverjum orsökum hættulegur: Hengiflug á aðra hlið eða kröpp beygja. Þar standa þá þessar „fallegu turtildúfur" og brosa við ökumönnum og biðja þá með augnaráðinu einu sam- an að passa sig nú! Á þeim fáu vikum sem stúlkur þessar hafa verið í starfi hafa þær stöðvað mikinn fjölda bíla, en aðeins 5 ökumenn hafa fcngið kæru. Lög reglan kveðst þess fullviss, að að ökumenn, einkum þeir sem eru karlkyns, hljóti að taka því vel ef ung og brosandi lögreglu kona biður þá í guðanna bæn- um að gæta nú að eigin skinni og náungans. Blaðamaður einn sem brá sér út á hraðbrautina, akandi með lögreglukonunum, sagði, að sér fyndist vafalaust að þessi aðferð muni' duga betur en að hafa hörkulegan karl á vélhjóli, vopn- aðan kylfum og hvers kyns öðru dóti, en samt sé hann svolítið uggandi yfir þeirri athygli sem stúlkurnar njóta ennþá. Margir ökuménn snúi sér næstum viö i sætinu er þeir næta svo lag- legum lögreglumönnum og ein- staka gefi sér jafnvel tíma. til að senda þeim fingurkoss! DELON OG ROMY SCHNEIDER í SUNDLAUGINNI „La Piscine“ (Sundláugin) heit- ir ný kvikmynd sem er að koma á markaðinn nú á næstunni og á sennilega eftir að vekja for- vitni margra. Myndin fjallar um hóp fólks sem saman er komiö við sund- laug, en þetta fólk leikur Alain Delon, Romy Schneider, Maur- ice Ronet og Jane Birkin. Svo sem sjá má af þessum nöfnum er hér um að ræða franska mynd og mun hún ekki af verri endan um. Alain Delon kannast allir við og sömuleiðis Romy Schneid- er en hau voru einu sinni gift. Jane Birkin er sú sem söng og stundin inn á þá umtöluðu hljóm- plötu ,,Je t'aime moi non plus“. Maurice Ronet mun ungur og á uppleið. Fólk þetta við sundlaug ina kemur saman til einhvers fagnaðar, en allt fer öðruvísi en ætlað er því morð er framið og allt fer i upplausn. Hrifin af pínu pilsum Bandarísk blöð eru nú full með hvers konar skrif um þau Charl- es og Önnu drottningarböm frá Bretlandi, en þau koma í heim- sókn til USA á næstunni. Anna prinsessa er ekki síður en krón- prinsinn, bróðir hennar, mikið fréttaefni þessa dagana. Dagblað ið Sundey News heldur því blá- kalt fram að prinsessan elski að ganga í pínu-pilsum og sýna þannig sem mest af sínum eðlu leggjum. Sama blað segist hafa áreiðanlegar upplýsingar um að kroppmál prinsessunnar séu 87-62-92. Sem stendur eru syst- kinin á ferðalagi með foreldrum sínum um norðurbyggðir Kanada. l\i> »*« -""■ti. jjp: ' • : Romy Schneider í einu atriðanna úr „Sundlauginni“. Hún er í sólbaði á laugarbakkanum. (Leikur ekki lík). i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.