Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 1
Unnið við a' reka saman kassa undir Norðursjávarsíld fyrir vel- skipið Örn frá Reykjavík á Granda í gær. „Við gerum ráð fyrir að einir 150—200 bílar verði f mótmæla förinni á morgun, sem efnt er til á vegum félagasamtaka til vernd ar Laxá og Mývatns, svo og ým- issa áhugamanna um náttúru- vernd“, sagði Hermóður Guð- mundsson, bóndi í Árnesi í S- Þingeyjarsýslu, er blaðið hafði nband við hann í p" Trollii sprakk í fyrstu veiðitilraun- imi á koimunna —„Vonum að hægt verði að fara skófla honum upp", segir Jakob Jakobsson, sem nú er við kolmunnaleit úti af Austfj'órðum Fyrsta veiðitilraun ís- lendinga á kolmunna fór heldur illa. Árni Friðriks son reif flottrollið í fyrstu tilraun sinni við kolmunnaveiðar austur í hafinu núna fyrir nokkrum dögum og í annarri tilraun sprengdi hann trollið. Ekki er vit- að hvort það hefur verið magnið í vörpunni sem sprengdi hana, en mjög mikið af kolmunna virð ist vera í henni. Veður var fremur óhagstætt þegar þetta var. — Við höfum verið norður í hafi, og leitað meðan við vor- um að gera við þetta, sagði Jakob Jakobsson, leiðangurs- stjóri í þessum leiðangri. Það fór þama um það bil 1/4 af vörpunni. Við vorum að toga 70—80 horður með austurjaðri kalda straumsins allt að 150 mílum AnA af Jan Mayen, en lítið fundið, aðeins dreiifðar lóðning- ar, engar torfur. Við vorum að toga 70—80 mílur út; af Austfjörðum, þegar við rifum trollið og náðum fyrst tveim þrem hölum 5 — 6 tonn- um í hverju hali áður en við urðum fyrir þessum óhöppum. Við munum reyna þetta aftur núna. Við vonum bara að hægt verði að fara að skófla þessu inn. Þetta er þó altént betra en ekki neitt. Að sögn Jakobs hefur ekkert frétzt til síldar. Færeyzkt síld- arleitarskip hefur stöðugt leitað á svæöinu 50—20 mílur út af Áustfjörðum að undanförnu og lagt reknet á hverri nóttu. — Hann hefur tvisvar fengið tvær síldar, sagöi Jakob. Síld- arleit hefur engin verið norður f höfum síðan rússnesku skipin voru þar í vor. Við tímdum ekki að eyða þessum leiðangri í það. Slík ferð hefði tekið svo laiígan tíma. Ég reikna með að reynt verði að fylgjast með þvi frekar, hvort hún kemur upp hérna nær. Hún reyndist líka illveiðanleg þarna norður frá f fyrra, það sem fannst af henni. Jakob sagði að allmikið hefði fundizt af dreiföum kolmunna lóðningum á stórum svæöum þar eystra. Fyrir kæmi að hann fyndist líka í torfum, þannig að hugsanlegt væri að veiða hann í nætur. — JH. Sem kunnugt er hafa bændur á Laxársvæðinu hafið Iögbanns- mál gegn stjórn Laxárvirkjunar vegna fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda við ána. Hermóður hefur ásamt fleiri mönnum skipulagt þessa mótmælaför, en lagt verður af stað frá Húsavík klukkan 1 á morgun. „Viö höfum lögreglufylgd og þetta verða friðsamleg mótmæli. Við höldum fyrst aö Laxárvirkjun- inni og strengjum þar upp á háar stengur borða, en á borðanum stendur: „Mótmæli gegn Laxár- virkjun — verndun gimsteina ís- lenzkrar náttúru — Laxá verður varin“. Bílar okkar verða einnig með ýmsum slíkum mótmælum. Þá veröur ekið til Akureyrar og gert er ráö fyrir að þangað verði kom ið kl. 16.30. Við afhendum bæjar- stjóranum þar mótmælaskjal til bæjarstjórnarinnar. Við munum einnig hafa lögreglufylgd til Akur- eyrar.“ „Hefur verið ákveðið hvort farið verður í skaðabótamál í framhaldi af lögbannsmálinu?" „Já, við höfum ákveðið aö höfða skaðabótamál, en ákæra hefur ekki verið lögð fram ennþá“, sagði Her móður að lokum. Yfirhevrslur í málinu fóru fram í gær og verður nú viku hlé, þar til endanlegur málflutningur fer fram og úrskurður kveöinn upp. —ÞS _ Þjóðfélagsfræði n tekur við stúdentaaukningunni — 499 látið innrita sig til náms i Háskólanum Litadýrð Heklu Visir i vikulokin með Heklumyndir ■ Vísir i vikulokin, sem fylgir blaðinu til áskrifenda í dag er nokkuð frábrugðinn því, sem venjulegt er. Allt blaðið er lagt undir litmyndir frá Heklugoslnu þeim til fróðleiks og ánægju, sem ekki hafa sjálfir litið dýrð- ina augum og þó ekki síður fyr ir þá, sem hafa séð gosið. Með myndunum geta þeir endurlifað litadýrðina og hið mikla meistar ans sjónarspil, sem þarna var á ferðinni. Ljósmyndirnar tók ljósmynd- ari Vísis, Bragi Guðmundsson, sem varð einna fyrstur allra at- vinnuljósmyndara á staðinn við upphaf gossins og Ijósmyndarar Myndiðnar, Leifur Þorsteinsson og Ævar Jónsson. Skemmtilegt er fyrir áskrif- endur Vísis að eiga þessar mynd ir um ókomin ár, en einnig er til valið að senda vinum og ættingj um erlendis blaðið, því að mynd ir segja oft meira, en þúsund orð geta. Þess vegna er mönnum gefinn kostur á aö kaupa blaöið á kostnaðarverði, 25 kr., þó að þeir séu ekki áskrifendur. ■ Skrásetningarfresti nýrra stúdenta við Háskóla ís- lands er lokið og hafa 499 lát ið innrita sig nú. Að vísu má búast við nokkru fleiri innrit unum, utan af landi og er- Iendis frá, þannig að endan- leg tala þeirra nýskráðu er áætluð um 540. Þeir, sem þegar hafa látið skrá sig við Háskólann næsta vetur skiptast á milli deilda þannig: I guðfræðideild 8, lækn irfræði 70, lögfræði 33, við- skiptafræði 58, heimspekideild 130, verkfræðideild 38, tann- læknadeild 16, lyfjafræði 11, Bs. raungreinadeild 77 og þjóðfél- agsfræði 58. Meðal nýrra inn- ritunar eru nokkrar, þeirra stú- denta, sem hafa skipt um náms grein. Sex slíkar innritanir eru i viðskiptadeild, 6 I tannlækna deild og 6. í þjóðfélagsfræði. Aðrar slíkar innritanir skiptast niður á hinar deildirnar. Það virðist sem þjóðfélagsfræði taki við aukingu nýrra stúdenta, sem er 50—60 fleiri en í fyrra, en innritun í aðrar deildir er nokkuð svipuð því, sem hún var í fyrra, samkvæmt því sem Stefán Sörensson tjáði blaðinu. Stúdentafjöldi við Háskólann var 1450 manns á síðasta ári en búizt er við 1600—1650 stúdentum við nám í Háskól- anum í vetur, sem kemur ekki fram fyrr en við árlega skrán- ingu, sem er í byrjun skólaárs- ins. —SB Skipum fjölg í Norðursjó Talsvert amstur hefur verið í Reykjavíkurhöfn kringum bata, sem eiga að fara til síldveiða i Norðursjó. Fjórir bátar héldu úr Reykjavikurhöfn um síðustu helgi áleiöis suður i Norðursjó, en þar eru nú hátt í fjörutíu skip við síld veiðar. Flestir Ianda aflanum í Danmörku og selja yfirleitt vel, allt upp í 18 krónur ísl. fyrir hvert kíló, en bátarnir afla svona 40—60 tonn á nokkrum dögum, ef vel gengur og veður er gotL Síldin er ísuð niður í kassa jafn óðum og hún kemur um borð. Á myndinni sést hvar verið er aö reka saman kassa út á Granda til þessara nota fyrir vélskipið Örn RE, sem er að halda út á síld- veiðar einhvern næstu daga. „VERNDUM GIMSTEIN ISLENZKRAR NÁTTÚRU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.