Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 3
VISIR . Laugardagur 18. júlí 1970. Forvitnilegar hljómplötur frá Fálkanum: Ríó tríóið í næstu viku, Engil- bert syngur „Let it be'' inn á sína fyrstu sjálfstæðu plötu Engilbert Jensen lætur nú heyra frá sér á ný á hljóm- plötu. Þaö kom fram í þættinum sl. laugardag aö í dag yrði getið um þær hljómplötur sem vænfan- legar eru á markaðinn frá Fálk- anum. Fyrir u.þ.b. viku var Engilbert Jensen að syngja inn á sína fyrstu sjálfstæðu plötu. Hér er um að ræöa tvö lög, annaö er fengið frá Beatles „Let it be“, en í flutningi Berta nefnist það „Fylgdu mér“. Sföara lagið er einnig vel þekkt en þaö nefnist „Raindrops keep falling on my head“, en á umræddri plöitu hefur þaö hlotið nafnið „Regn- dropar falla við hvert skref“. Undirleikurinn á þessum tveim lögum var keyptur frá Bretlandi, en Fálkinn lét ekki þar við sitja heldur fékk tvo ágæta íslenzka hljómlistarmenn til aðstoðar. Gunnar Þóröarson glímir við gftarsóló í „Let it be“ en Jón Sigurðsson blæs á tromp ett f „Regndropar" svo þaö má eiginlega segja aö þetta sé brezk—íslenzkur hljómsveitar- flutningur. Að öllu forfallalausu ætti plata þessi að koma át eft ir 3—4 svikur. Engilbert hefur sungið inn á þrjár plötur, þaö fyrsta sem heyrðist frá honum á þeim vettvangi var túlkun lím þessar mundir er TILVERA að spóka sig í Kaupmannahöfn, þriðjudag. Sex lög tekin upp með Tilveru í Höfn Fóru utan i gærdag, upptakan fer fram i sama stúdiói og Trúbrot ... en upptakan hefst n.k. Ljósm.: Bragi. Umsjón Benedikt Viggósson: • ......................... ..................................... hans á hinu gullfallega lagi Gunnars Þóröarsonar „Biáu aug un þín“. Næstu tvær piötur sem hann söng inn á voru einnig meö Hljómum, og báðar LP, en þekktustu löngin á þessum plöt um hafa einmitt verið sungin af Engilbert Jensen. Um miöja næstu viku kemur ný plata með Ríó tríóinu, en þetta verður jafnframt þeirra fyrsta plata meö hinum nýja meðlim trfósins, Ágústi Atla- syni. Lögin eru tvö, titillagið nefn- ist „Við viljum lifa“ en lagið hinu megin heitir „Tár f tómið“ og fjallar það um raunir eitur- lyfjanevtandans. Bæði þessi lög voru á meðal þeirra er Ríó-trí- óið fluttj í sjálfstæðum þætti í sjónvarpinu fyrir nokkru. Um þessar mundir er Ríó-trí óið á faraldsfæti ásamt hinum ötula umboðsmanni sínum Óm- ari Valdimarssyni. En þeir fé- lagar eru þátttakendur í heljar- miklu ferðalagi sem Þjóðdansa- félagið stendur aö. Flokkurinn fór utan um síð- ustu mánaðamót. Fyrst var kom Tveggja laga plata með Ríó kemur á markaðinn um miðja næstu viku... ið fram í Svíþjóð, síðan haldið til Danmerkur, Þýzkalands og um þessar mundir er Ríó-tríóið og sýningarhópur frá Þjóðdansa félaginu f Austurrfki. Þar lfk- ur ferðalagi flokksins, en Ríó- mun ætla að ferðast eitthvað meira upp á eigin spýtur. Sam- kvæmt upplýsingum sem Fálkan um hafa borizt hafa móttökum- ar verið mjög góöar. SPE POP .. FIosi og Pops. Tvö lög ÍJtgefandi SG-hljómplötur. Það fyrsta sem kom upp í huga mér er ég hlustaði á þessa plötu var það að Flosi hefði bara töluveröa rödd. Einhvern veginn hefur maður það ríkt á tilfinningunni að hon um hafí tekizt betur upp í túlk- un sinni í þeim sjónvarpsþátt- um sem þessi tvö lög voru frum flutt í, en auðvitað hefur það sitt að segja að núna hlustar maður bara á flutning Flosa, en áöur sá maður hann bæði og heyrði á sjónvarpsskerminum. Það er auðheyrt að honum tekst betur upp í síðara laginu „Ó Ijúfa líf“, en þaö er eftir Magn- ús Ingimarsson. Fyrra lagið er nú reyndar bandarfskur negrasálmur, en í meðförum Flosa hefur það hlot ið hið virðulega heiti: „Þaö er svo geggjað að geta hneggjaö“. Flosi hefur samiö báöa text ana, þeir eru báðir í stytzta lagi til flutnings á hljómplötu/ enda mikið um endurtekningar. Frekar finnst mér lítið til fyrri textans koma, en „Ó Ijúfa líf“ er afar hnittið. Pops annast undirleikinn og gera það mjög þokkalega, en satt að segja bjóst ég viö kröftugri flutningi frá þeim, en kannski hefði það ekki verið viðeigandi. Andrés Ingólfsson leikur með þeim í síð ara laginu. Ein af þeim hljómsveitum er voru stofnaðar fyrir ári er Hljómar leystust upp var Til- vera. Ekki er hægt að segja að hljómsveitin hafi borið nafn sitt með rentum, ferillinn hefur ver- ið nokkuð skrikkjóttur og tölu verðar breytingar hafa verið gerðar á hljómsveitinni þetta eina ár, sem hún hefur starfað. En nú er aö birta til hjá Til- veru, þeir félagarnir flugu til Kaupmannahafnar í gær, en þar verða hljóðrituð sex lög meö hljómsveitinni. Þau eru öll eftir gítarista og söngvara hljómsveitarinnar Ax- el Einarsson og textarnir sömu- leiðis. Aðrir meðlimir Tilveru eru Jóhann Kristinsson bassa, Ólafur Garðarsson trommur og Pétur Pétursson Hammond org- «L — Þessi sex lög veröa gefin út á þremur tveggja laga hljóm- plötum, löigin á fyrstu plötunni heita: „Kalli sæti“ og „Ferð- in“ .... Hljómsveitin fer út á vegum Fálkans og verða umrædd sex lög hljóörituð í sama stúdíói og Trúbrot unnu sín nýjustu plötu í. Piltarnir sögöust hafa notað tímann að undanförnu til að samæfa sig og að sjálfsögðu til að æfa fyrir plötuupptökuna. Þetta verður stutt ferð, en strax og þeir koma heim er meiningin að fara að æfa upp nýtt lagaprógram svo Tilvera verði „ballhæf" á ný. En til að byrja með verða þeir eingöngu út á landsbyggðinni á dansleikjum, sem þegar er búið að ráða þá á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.