Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 18.07.1970, Blaðsíða 7
VÍSIR . Laugardagur 18. júlí 1970. 7 □ Líflegra sjónvarp. Það er vonandi að sjðnvarps- menn komi nú hressir og end urrtærðir úr sumarfríinu — og finni up á einhverju nýju og hressandi. Þaö verður spennandi að sjá sjónvarpið þegar það byrjar á ný. Skyldi það nú ekki verða dáiítið fjölbreyttara en í vetur? Hvemig væri að taka til fyrir myndar dagskrár frá Norður- löndunum, þar sem fjallaö er á lifandi hátt um málefni, sem eru ofarlega á baugi. Það er ekki endilega nauðsynlegt að fjalla um „andlegt efni“ á jafn þurran og einhæfan hátt og hér refur veriö gert. Hér er ekkert til á milli Ieiklistar og viðtalsþátta, en þarna á milli liggur einmitt sviö sjónvarpsins. I guðs bæn- um hressið nú upp á stemmning una sjónvarpsmenn. Hvemig væri að gera þætti, eins og sænska þáttinn um mótmæla- unglingana? Hvernig væri að hverfa dálítið frá fortíðinni og gamla fólkinu og gefa t.d. stúd entum kost á að gera sjálfsíæða lifandj og fræðandi þætti um ýmsa hluti, um skoðanamyndun um atvinnulífið, um neyzluþjóð- félagiö um skólakerfið, um unga fólkið — en nú eru sjónvarps menn h'klega búnar að fleygja blaðinu í ruslakörfuna. S.P. □ Ófriður við veiðar í Elliðaám. „Einn morgun fórum ég og kunningi minn til að veiða i Ell iðaánum. Við hö.fðum keypt leyfin dýrum dómum. Þegar við komum þangað voru brúarfram kvæmdirnar neðst í ánni miög truflandi, og var mikil styggð á laxinum, svo að ekki var við komandi að fá hann til að taka, sama hverju beitt var. — Við færðum okkur þá upp með ánni, því við hugðum að þar mundi vera meira næði til veið anna, en þegar þangað kom tök ekki betra við. Þar var allt fullt af krökkum úr nágrenninu að ,,leik“, þ.e.a.s. kastandi grjóti út í árnar. Eins og menn geta rétt ímyndað sér var nær von- laust að reyna að veiða eftir þá meðferð sem áin var búin að fá. Meöal annars var búið að henda miklu grjóti í einn hvlinn svo telja má hann óvirkan með an hann er ekki hreinsaður. Ot- koman úr þessum veiðitúr okk ar varð sú, að við fengum engan fisk, þó að nóg hefði verið af honum í ánum. Við fréttum að þejr sem á eftir okkur voru hefðu heldur ekki fengið neitt, en væru samt vanir veiðimenn. Væri nú ekki ráð að ráða- menn réðu mann til þess að sjá um að halda mestu umferðinni frá, svo menn gætu notið þess- arar stundar sem þeir kaupa við áraar, en þurfj ekki að vera að ergja sig á þvi að reka frá sér allan tímann. Veiðimaður □ Af hverju öryggis- belti bara í nýjum bílum? Öryggisbelti eru sjálfsagt mjög nytsamleg í bifreiðum ef til á- rekstrar kemur og ég ætla sízt að neita því að þau geti komið í veg fyrir slys á fólki, séu þau notuð. Hitt skil ég ekki, af hverju þetta er ekki haft í öll- um bílum, fyrst á annað borð er verið að setjá reglur um þetta. Á að^meta mannslífieftir þvi hvort það ferðast f nýjum bfl eða gömlum. Ég skil ekki for sendurnar fyrir því að eigendum nýrra bíla er gert skylt að hafa öryggisbeltj í bílum sinum en ekki eigendum gamalla bila. — Þetta er svo til athugunar fyrir Bifreiðaeftirlitið. Bileigandi. A að meta mannslífin eftir því, hvort þau aka í nýjum bílum eða gömlum. Af hveriu ekki öryggisbelti i alla bila: r | HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KI.1R-1R * FELAGSLIF Hinar áriegu tjaldsamkomur Sambands íSl. kristniboðsfélaga varða nú öðru sinni við Nesveg vestan Neskirkju hvert kvöld frá 18—26 júlí kl. 8.30 e. h. Sunnudaginn 19 júlí verður sér- stök kristniboðssamkoma þar sem ti! máls taka Bjarni Eyjólfsson rit stjóri og danska hjúkrunarkonan og Indlandskristniboöinn Ellen Lund. Síðar munu taka til máls séra Frank M. Halldórsson sóknar prestur, Árni Sigurjónsson, banka- fulltrúi og Magnús Oddsson raf- veitustjóri. Einnig mun margt skólafólk tala .Mikill söngur verð ur. Gunnar Sigurjónsson mun stj. samkomunum, Kristniboðssambandið. COOKY GRENNIR COOKY i hvert eldhús. Hreinni eldhús. Auðveldar uppþvott. — COOKY fyrir þá, sem forðast fitu. Bandaríska tónskáldið Harold Clayton leikur eigin tónsmíðar í Norræna húsinu á rnorgun sunnudag 19. júlí kl. 16. — Aðgangur ókeypis. Norræna húsið. Viögeröir á sportgúmmíbát- um. — Kókos og marlindregl ar fyrirliggjandi í Iitavali. — Hentugt í bíla. Gúmmíbátaþjónustan Grandagarði 13. Sími 140,10 NÝKOMINN Vntnslímdur útíburðukrossviður 90x210 cm — 9 mm Glæsileg vara — Mjög lágt verð. Hannes Þorsteinsson, heildverzlun. Hallveigarstíg 10. Símar 24455—24459 JON LOFTSSÖN h/f hringbraut 121, s/mi W600 í O U ö V> V át * Grillaðir kjúklingar, ásamt fjölda annarra heitra og kaldra rétta. Smurt brauð og.snittur og einnig hinar vinsælu nestissamlokur, afgreiddar allan daginn. Lækjargötu 8. — Sími 10340.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.