Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 2
Bannað að reka bera manninn Edward Northrop, dómari í Baltimore, USA hefur úrskuröað að lögreglustjóri b^rglarinnar, hafi ekki haft neina heimild til aö reka frá störfum Jercwne Bums, lögreglumann fyrir þær „sakir“ að vera formaður samtaka strípa- linga í borginni. Sagði dómarinn að Bums skyldi þegar í stað verða settur aftur i lögregluna og í deild þeirra lög reglumanna sem aka um á þjóð vegum og hafa eftirQit með um- ferðinni. Sagði dómarinn ennfrem ur að hver maður hefði rétt á að vera í þeim félögum sem hjálp uðu honum að sinna áhugamáíum sínum, og því væri ekki hægt að i'eka Bums. Upphaflega var Bums lögreglu þjóni sagt upp störfum á þeim forsmdum, að þar sem hann væri nektardýrkandi og því oftlega allsnakinn einhvers staðar á ferli væri hann ekki fær um að bera skammbyssu sér við hlið, hvenær sem þess væri krtafizt! YORIÐ ER KOMIÐ 1 PARlS! Þó spumir hafi af því borizt hingað tíl íslands, að venjulega vori snemma suður I París, þá trúum við nú ekki að það sé þeg- ar farið (að grænka þjá þeim —• sennilega allt hvanngrænt hjá þeim enn. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að það er kominn vorhugur I tízkusérfræð inga. Þetta er ein af þeim nýj- ungum sem vorið mun halfa í för með sér hvað snertir klæðnað kvenna. „Þetta kemur beint I kjölfar þessara stóru, uglulegu sólgler- augna“, sagði Jean Barthet, sá er hannlaði þessar húfur. Segir hann að þessi húfa sem er samföst sól gleraugunum, sé einkar heppileg þegar farið er í ökuferðir út í nátt úruna á opnum sportbíl. Heppnaðist flóttí frá Djöflaeyju — eini maðurinn sem jbað hefur tekizt Sjálfstæð ráðherrafrú Andrew Peacock, heitir her- málaráðherra Astraliu, og er sá ekki nema 31 árs að aldri. Hann er kvæntur mjög svo fagurri konu á svipuöum aldri og hann sjálfur. Frú Peacock geröi þlað upp á sitt eindæmi um daginn að koma fram á auglýsingu I út- breiddu tímariti. Auglýsing þessi var á vegum fyrirtæteis eins sem framleiöir allan þann útbúnað sem þörf er á í sérhverju góðu hjónarúmi. Leyfði ráðheritífrúin að birt væri af sér heilsíðu lit- mynd, þar sem hún lá á rúm- inu í stellingum sem sýndu greini lega fagurt útlit likama hennar. — Hvort sem frúin hefur gert þetta til að vekja athygli á sjálfri sér, manni sínum eðla hans lágu launum, þá fannst hermálaráð- herranum, manni hennar full- langt gengið og hann sagði af sér. Forsætisráöherrann neitaði að tlaka afsögnina gilda. Þá sagði hermálaráðherrann aftur af sér, svona til að leggja áherriu á ein lægni sína I málinu. Gorton, for sætisráðherra neitaði enn að taka lafsögnina gilda og sagði aö her- málaráðherra sinn gæti ekkert að þvl gert þó konan aflaði sér auka tekna upp á sitt eindæmi — þar að auki væri frú Peacock ein af fallegustu ráðherrafrúm sem hann þekkti. Og var málið þar með úr sögunni. Lord George-Brown George Brown, sá er var utan- ríkisráðherra I stjóm Wilsons í Bretlandi um 2ja ára skeið, breytti um daginn nafni sínu í George-Brown. Herra Brown bætti þessu band striki I eyðuna milii ntífna sinna vegna þess að honum var eigi alls fyrir löngu veittur sá virðulegi tit ill, „Life-peer“ sem mun merkja að hann sé orðinn einn af hinum virðulega brezka aðli — riddari barón eður eitithivað slikit. Héðan i frá gietur herra George Brown, fyrrum verkamannaflokksráð- herra kallað sig Loid George- Brawn. Átta sinnum slapp franskur sakamaður, þekktur undir nafn- inu „Fiðrildið“ úr hinu illræmda fangelsi Frakka, Frönsku Guiana — eða „Græna vitinu“, eins og fangelsið var oft kallað. Þessi maður er Henri Charriere. Hann var fyrst fangelsaður fyrir 39 ár- um og er nú eftir sinn slðasta flótta, loks orðinn frjáls maður. Hann er 65 ára. Henri gisti mörg fangelsi I Suður-Ameríku og flýði I 9. skiptið frá Djöflaeyju - fyrstur allra manna til að flýja þaðan. Núna er Henri þessi Gharriere orðinn moldrfkur maður. Hann græddi auð sinn á þvl lað skrifa bók um ævintýralegt líf sitt. Bók- in héitir „Papillon“ og hefur ver- ið metsölubók í mörgum Evrópu- löndum. Nýlega var hún svo gef- in út í USA, gerði þaö William Morrow, New York. 1931 var Charriere dæmdur.til ævilangrar fangelsisvistar fyrir morð. Hann kom til Frönsku .Gutona 1933. 42 dögum seinna reyndi hann flótta. Hann sigldi 1.500 mílur á smábát með 4 mönnum öðrum. Hann náðist en flýði strax aftur úr fangelsi * Kólumbiu. Lifði hann þá í 6 mán- Uði með frumstæðum Indíánum sem bjuggu við landamæri Kól- umbíu og Venezúela. Segir hann i bók sinni, að hungur eftir sam- neyti viö upplýst fólk, hlafi rekið sig til aö snúa aftur til Kólumbíu. Þar fékk hann þá skjól um stund arsakir I nunnuklaustri. En nunn urnar sviku hann, og hann var aftur settur í fangelsi. — Tókst honum þá skömmu síðlar, að koma eitri niður í vörðinn og reyndi síðan að sprengja sér leið út úr fangelsinu. Það mistókst, og „Fiðrildið", eða „Papillon“ var sendur til Frönsku Guiana aftur. Þar var htínn hafður ofan í opinni gryfju gjörsamlega hlífðarlaus fyrir brennandi sólargeislum I 2 ár. Allan þann tíma talaði hann aðeins 4 sinnum við menn. Samt hélt hann geöheilsu sinni og seg ist því aðeins hafa gert Jað, að hann gekk daginn langan fram og aftur I gryfjunni, þar til hann hné niður áf þreytu. Er honum var sleppt úr gryfjunni, reyndi hann aö flýja frá eyjunni. Hann náðist strax og var sendur til Djöflaeyjunnar. Þar hafði Gharr- iere engan áhuga á hð vera lengi. Hann bjó sér til fleka úr kókos- hnotum og lét sig reka á honum fyrir hafstraumum. Það tók hann 60 klst. að komast til lands á fleka þessum, en landi náði hann loks í Veuezúela. Þar bjó hann svo í 25 ár og reyndi að framfleyta sér með hin- um ýmsu störfum. Það var ekki fyrr en honum hugkvæmdist að skrifa ævisögu sína, að hann vtarð auöugur. Bókin kom fyrst út 1968. Popkorn handa prófessornum Æ, hann var orðinn heldur hvimleiður þessi brandari hans með popkomshátíðina — þessi prófessor, Thomas O’Connor sem kennir við Springfield College, USA, var alla ctoga aö jagast út í popkornsmenninguna og loks brast þolinmæði nemenda. Er pró fessorinn kom út I bílinn sinn á afmælisdegi sínum, sá hann að hin alþjóðlega popkomshátíð sem hann hafði svo oft lofað nemend um sínum áð standa fyrir var orð in að veruleika! V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.