Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 8
* V 1S IR . Miðvikudagur 28. október 1970, Gtgefandi: Reykjaprent tit. FramkviemdastiOn Sveinn R Eyjólfsson Ritstjón Jónas KristjánssoD Fréttastjón Jón Birgir Pétursson Ritstiórnarfulltrúi Valdimar H lóhannesson AuglVsingar Bröttugötu 'Jb Simar 15610 11660 Afareiósla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstión Laugavegi 178 Simi 11660 f5 Itnur) Askriftar).jald kr 165 00 8 inánufti innanlands I lausasölti kr 10.00 eintakif Prentsmiftia Vlsis — Edda hf ■ jji wwwi—IMWIWj— Einfaldari rekstur ,4uk Landssmiðjunnar eru á vegum ríkisins rekin ellefu verkstæði í véla- og málmsmíði í Reykjavík einni. Á þetta benti Magnús Jónsson fjármálaráð- herra í fjárlagaræðu sinni í fyrri viku, er hann fjall- aði um ýmsar umbætur, sem unnið er að í ríkisrekstr- inum. Er nú sérstök nefnd að vinna að athugun á sameiningu ýmissa slíkra verkstæða. Fleiri en ein ríkisstofnun eiga sambærilegar eða sams konar vélar, sem standa stundum ónotaðar á sama tíma og önnur stofnun þarf á sams konar vél að halda. Þá ríkir ósamræmi í vélakaupum og veldur það erfiðleikum í rekstri og viðhaldi. Einnig fylgir hlutfallslega mikill stjórnunarkostnaður hinum litlu verkstæðum. Og loks eru breytingarnar svo örar á önnum hinna litlu verkstæða, að starfskraftur þeirra nýtist misjafnlega vel. Fjármálaráðherra taldi ljóst vera, að unnt væri að koma við verulegum sparnaði með sameiningu verk- stæða og aukinni samvinnu þeirra. Væri raunar eðli- iegast að stefna að því að koma 'á fót einni vélamið- stöð ríkisins, er tæki við af hinum mörgu smáverk- stæðum. Þetta er auðveldast í Reykjavík en erfiðara úti um land. Það er líka fróðlegt að athuga, hvort ekki mundi í ýmsum tilvikum sparast nokkurt fé á því að kaupa verkstæðisþjónustu utan úr bæ í stað þess að kosta dýra verkstæðisútgerð á vegum hins opinbera. Slíl< leið kæmi einkum til greina víða úti á landi, þar sem möguleikar á sameiningu eru minni en á Reykjavík- ursvæðinu. Ekki er auðvelt að meta framleiðni fjánnagns og vinnu í viðgerðum. En hætt er við, að ríkisrekstur á verkstæðum sé harla óheppilegt fyrirkomulag, þótt eitt og eitt verkstæði sé vel rekið. Á það minnir at- hugun, sem fjármálaráðuneytið hefur látið gera á kostnaði við mötuneyti ríkisins. Á því sviði er mat og samanburður á árangri auðveldari. Og í ljós hef- ur komið, að kostnaður á hverja máltíð er verulega frábrugðinn frá einu mötuneyti til annars. Fjármálaráðherra ræddi þetta nokkuð í ræðu sinni. Hann sagði, að ríkið starfrækti nú 29 mötuneyti árið um kring, auk mötuneyta, sem starfa hluta úr ári, og skólamötuneyta. Hann benti á hinn mikla mis- mun, sem er á rekstrarkostnaði þessara mötuneyta og kvað það koma til álita, hvort hagkvæmt sé að kaupa eða framleiða máltíðir á einum stað, í stað þess að reka matargerð með tilheyrandi búnaði á mörg- um stöðum.. / Dæmið um mötuneytin sýnir, hve tilviljanakennt það er, hvort ríkisfyrirtæki eru vel rekin eða ekki, þegar þau hafa ekki aðhald samkeppninnar. Það er án efa hagkvæmt að einfalda málin með því að sam- eina slíkan rekstur og líklega hagkvæmast af öllu að hætta slíkum rekstri og skipta við þá aðila úti í bæ, sem hafa ódýrastan rekstur á hverjum tíma. $ A ií fi> f AA S í £ |g|l||||l|ÍlggÍ^|;( ÞARNA ER OLÍAN. Hver tunna á myndinni táknar 100 milljón tunnur af olíu, sem þessi riki framleiða á ári hverju. Tölurnar í svörtu reitunum tákna milljarða tunna magn, sem talið er að finnist I jörðu þarna. Frá M-Austurlöndum liggur lífæð vestrænna iðjuvera Róttækar stjórnir Arabarikja láta oliukóngana afskiptalitla, enda er mikib fjármagn i húfi 0 I bakgrunni allrar stjórnmálabaráttu í Mið-Austurlöndum eru hinar gífurlegu olíulind- ir. Þetta svæði er eink- um í brennidepli í átök- um stórvelda, vegna þess að þar er að finna lífslindir Vesturlanda. Meira en helmingur allr- ar -olíu ,:"sem :Evrópuríki nota, kemur frá svæð- inu, og Evrópa hefur að- eins tveggja mánaða olíubirgðir á hverjum tíma. Ef þarna væri sett loita fyrir, mundu áhrif- in á iðnað á Vesturlönd- um verða skjót og hroða leg. „Systurnar sjö“ Martröö sækir á olíumenn á Vesturlöndum í hvert sinn, sem ný pólitisk krepþa dynur yfir Arabaríkin. Aðstaða olíufólag- anna er vissulega ótrygg i þess um rikjum sfeildra byltinga og styrjalda. Getur svo farið, að Arabar skrúfi fyrir olíuikran- ann? Munu vaxandi áhrif Sov- étrikjanna á þessu svæði leiöa til þeíss? Þessar og aðrar spum- ingar þrúga ol'íumenn. Á oilíusvæðunum í Mið-Aust- urlöndum og Norður-Afríku eru 70 af hundraði allra þeirrar oiíu, sem fundizt hefur í heiminum. Þaðan komu í fyrra 39% allrar olíu, sem notuð var í heimi. — Olíulindimar á þessu svæði eru höndum sjö stórra olíufélaga, „systranna sjö“, og eru fimm þeirra bandarísk og tvö brezk. Bandarísku félögin framleiða alla olíu í Saudi-Arabíu, 75% af oilíuframleiðslu hinnar vinstri sinnuðu Líbíu, helming af fram leiðslu hins auðuga smáríkis Kuwaits, 40% olíunnar i íran og fjórðung i íraik. Verð mæti framleiðslu banda rísku „systranna" er metið á 2000 milijarða króna næstu tíu árin. Líbía fékk 5% arð Þrátt fyrir allar byltingarnar í Arabarikjunum, hefur fátt bfeytzt undanfarin ár. Libía stendur einkar vel á olíumarkað inum vegna gæða olíunnar, sem þar er framleidd. Þriðjungur af olíunotkun í Evrópu kemur frá Líbíu. Hina róttæku byltingar- stjórn Kaddafis skortir ekki stór orð um heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Rikisstjómin lét sér þó nægja að fá fram verð- hækkun á olíunni um 13%, og telja ol-íufélögin á að greiða 5% skatt til rfkissjóðs Líbíu. Að öðru leyti vindur svo fram sem áður í Líbíu. Bandaríkin sjálf ónæmari Bandaríkin efu sjálf mikl-u ó- næmari fyrir olíu Mið-Austur- landa en Evrópa. Aðeins 3% af innanlandsnotkun í Bandaríkjun um koma frá þessu svæði. Hins vegar eru hagsmunir Bandaríkj anna í rauninni feikilega miklir, þar s-em NATO-rfkin og Japan eru háð þessari olíu. 90% a-f olíu HMIlIilll m mm Umsjón: Haukur Helgason notfcun Japana koma frá olíulind unum við Persaflóa. Með vax- andi oMunotkun má búast við að Bandaríkin veröi að auka innn- flutning sinn á oliu. Þótt fund izt hafi miklar oMulindir ( Alaska, þá em þær ekki taldar munu gefa nema einn tíunda af oliíumagninu í Mið-Austurlönd um. Bandaríkjamenn gera ráð fyrir að þurfa að kaupa erlend- is um helming olíunotkunar sinn ar eftir tíu ár, ef neyzluaukning in heldur áfram. Olíuverð tvöfaldast Verðlag fer mjög hækkandi á oliu ekki aðeins á íslandi, og hefur olíuverð tvöfaldast á einu ári. í maí sleit jarðýta olíu- leiðslu í Sýrlandi, og Sýrlending ar hafa neitað að leyfa viðgerö ir á leiðslunni. Munu Sýrlend- ingar með þv-í viija ergja hina hægfara stjórn Saudi-Arabíu, en Saudi-Arabía tapar 10 milljón- um króna á dag vegna þessarar bilunar Mikið magn fór áður um þessa leiðslu, svo að biiun- in bakar oliufélögum mikið tjón og veldur veröhækkunum vegna minna framboðs. Þótt á ýmsu gangi, telja flest ir, að Arabar muni ekki í ná- inni framtíð reyna „að skrúfa fyrir kranann‘‘ til vest- rænna ríkja. Til þess er o-Iían of mikilvæg fvrir fjárhag Ai-ab anna sjáifra. Saudi-Arabía fær tvo þriðju rfkisteknanna af oliu framleiðsiu og Líbia svipað hlut fall, Kuwait hvorki meira né minna en 94% og frsk rúman helming. Róttækar s-tjómir i Líbfu og frak eru þv-í tregar til stórræða í þeim efnum. Byltingarforinginn Khadafi lét sér nægja að „múta“ olíu- féiögunum til að gefa sér 5%. miam

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.