Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 6
6 V ISIR . Miðvikudagur 28. október 1970. „Opna skrifstofu í næstu viku" — seqir forsfóðumaður hjónabandsmiðlunar HJÚSKAPARMIÐLUN er tekin til starfa í Reykjavík. Vísismenn hittu að máli mann þann er fyr ir henni stendur, og vildi hann ekki láta nafns eða heimilis- fangs getið, en svaraði fúslega öllum okkar spurningum. „Ég vinn tvöfalda vinnu, og sinni þessu milli kl. 4 og 7 á kvöldin“, sagöi maðurinn, „fólk hringir í síma 10459, sem ég auglýsti í Vísi um daginn og fær þar upp gefið heimilisfang mitt. Það hefur veriö svo mikið að gera við að svara fyrirspumum, að ég býst við að opna skrif- stofu í næstu viku. Þetta er fylli lega lögleg stofnun og mér geng ur ekki annað thl, en kynna fólk, karla og konur. Ég skrifa niður nöfn manna, beimilisföng, atvinnu, menntun. aldur og á- hugamál. Síðan reyni ég að finna handa þeim einhvern, karl, ef um konu er að ræða — og svo öfugt. sem ég álít hafa sam svarandi áhugamál, eru á svip- uðum aldri og af sams konar þjóðfélagsstigum. Fólk greiðir mér 1000 kr. fyrir að setja nafn þess á lista hjá mér og þar fær nafnið aö vera í 2 mánuði. Á þessum tíma reyni ég að finna einhvern heppilegan aðila handa viðkomandi að kynnast. Ef ég hef ekki kynnt hann eða hana fyrir neinum eftir 2 mánuði, þá endurgreiði ég 1000 krónumar." Sagði maðurinn að hjúskapar miðlun sín hefði starfað aðeins í 4—5 daga og hefði mlkiM fjöldi manna leitað til sín, marg ir af fbrvitni, en þegar væri hann kominn með á annan tug nafna á lista hjá sér, „það er fólk úr öllum stéttum og á aldr inum 25—55 ára. Allt er þetta heiðvirt fólk og í góðum efnfan“, Sagði maðurinn einnig, að t=ann kynnti aðeins fólk af gagnstæö um kynjum, en ekki neina tvo aðila af sama kyni, enda væri það ekki löglegt. „Það er greini lega grundvöllur hérlendis fyrir slíka stofnun, þaö sé ég af þvi hve margir hafa leitað hingð. Sumt af því fólki sem er á lista hjá mér er fólk sem hefur góða menntun og vinnur þannig störf, að ekki kemur til greina að það sé einmana og félagalaust, held ur segir það sjálft að sér finn- ist heilbrigðara að kynnastihugs anlegum maka á þessum grund- velli, en rekast á hann á dans- húsi eða sliíkum stöðum. Það er og athyglisvert, að enginn þeirra karla sem til mín hafa leitað, setur það fyrir sig, þótt konan sern ég kynni þá fyrir, eigi böm.“ —GG 18.5 stiga frost niðri við grasrót í Fossvogi „Nú er frost á Frónl frýs í æðum blóðgeta Iands- menn kyrjað. í fyrrinótt var frost og stillt veður um allt land og búizt er við áfram- haldandi frosti. í fyrrinótt mældist mesta frostið í Reykjavík 9 stig i tveggja metra hæð frá jörðu, en við Sólland í Fossvogi, þar sem Veðurstof an hefur haft smámælastöð und anfarin 2—3 ára, mældist frost ið 18,5 stig niðri við grasrót. Á Hólmi i nágrenni Reykja- víkur mældist frostið 14 stig í nótt. Á Hveravöllum mældist 18 stiga frost og var þar einna kaldast á landinu, á Staðarhóli i Aðaldal og á Grímsstöðum mældist 16 stiga frost. Víða ann ars staöar á landinu mældist 10 stlga frost. i gærmorgun var víðast hvar milli 5 og 9 stiga frost á landinu. Á stöku stað var þó kaldara og 11 stiga frost á nokkrum stöðum. Kaldast var á Hveravöllum 15 stiga frost. — SB Hótel Nes hættir Hótel Nesi við Skipholt hefur nú verið lokað og hið 17 herbergja gistihúspláss með öllu tilheyrandi nú verið auglýst til sölu. Tók hótel ið til starfa um mánaðamótin júni- júlí sL og miðað við það að það i var nýtt og lítið auglýst, mátti nýt ingin yfir mesta ferðamannatímabil ið heita allsæmileg, að sögn for- svarsmanna hótelsins. Flesta viðskiptavini sína fékk Nes fyrir milligöngu ferðaskrifstof- anna í borginni og eins Loftleiða. Ekki hefur fengizt nein skýring á því, hvers vegna hótelið hefur ver ið sett í sölu og fasteignasali sá, sem með söluna hefur að gera verst alilra sagna fyrir bönd eigandans, en sagði þó blaðinu, að allmargir aðilar hefðu sýnt hótelkaupunum ■ áihuga. — ÞJM LEIGAN s.f. Vinnuvélar til leigu Litlar fteypuhrœrlvélar f Múrhawrqf- m. borum og fleygum $ j Rafknúnir Steinborar Vatnsdœlur (rafmagn, benzfn ) Jarðvegsþjöppur Rafsuðutœki Vlbratorar Stauraborar Sllpirokkar Hitablásarar HDFDATUNI M- SIMI 23460 Nýkomin styrktarblöð 1 fólksbfla 1W, 2", 2'A" og 2W breiS. Augablöð og stuðfjaðrablöð í Benz 322, 1418 og 327. Afturaugablöð í Bedford 7—9 tonna, fram- og afturaugablöð og krókblöð að aftan í Scania L 76. Augablöð og krókblöð aftan í Scania L 56 og koparrör 3/16”, 1/4”, 5/16”, 3/8“. Fjöðrin Laugavegi 168 — Sími 24180. LOFTSSON h/F HRiNGBRAUT 121, SÍNii 10600 5 □ Er munur á erlendri útvarpsstöð og erlendri sjónvarps- stöð? 16 ára stúlka skrifar: „Manni finnst þetta íslenzka sjónvarp vera „að fara alveg yf ir um“ — svo lélegt sem dag- skrárefniö er. Það eru í hæsta lagi tvær kvikmyndir á viku, sem verjandi er tíma til þess að horfa á — miðvikudagsmyndin og laugardagsmyndin. Oft er það ekki nema önnur myndin, sem eitthvað kveður að. En fyrst maður greiðir þeim- an lúxus — að hafa sjónvarp — fulfam afnotagjöldum, hví leyf- ist manni þá ekki að láta eftir sér að horfa á aðra sjónvarps- stöð sem til er f landinu á næstu grösum? Keflavfkur sjón varpið bauð upp á mikið atf á- gætu dagskrárefni — man ég. Hver hetfur nokkum tfma fett fingur út í það, þótt útvarps- eigendur, sem greiða reyndar lægri afnotagjöld, hlusti á aðrar útyarpsstöðvar? — Enginn! En hver er þá munurinn?“ □ „Dyrasölumennska“. Húsmóðir skrifar: „Þessi dyrasölumennska finnst mér meö afbrigöum hvimleið, en illu heilli hefur færzt í vöxt hin seinni árin, meðan hún var nánast óþekkt hériendis fyrir ca. 10 árum — nema þá á sér- stökum merkjasöludögum. En þessi útlendu sölumenn, sem ganga hér hús úr húsi og hálfvegis nauðga mönnum til þess að undirrita einhverja kaup samninga á alfræðibókutn, eða bökaflokkum eru verri en Gyð ingamir í skrýtlunum. Þeh- eru líka stórlega varasamir með það að gylila svo söluskilmálana fyr ir fólki, að það veit varla af því, að það sé að skuldbinda sig til þess að kaupa kannski einhver kynstur af bókum mörg ár fram í tfmann. Ég hélt, að það varðaði við verzlunarlög svona verzlun hús úr húsi, en þau virðast ekkert amast við svona verzfanarmáta. Þó er öllum mönnum augljóst, að þessi viðskipti eru að nokkru byggð á prettum, eða hvers vegna gæta þessir nátmgar þess að hafa þessa samninga á erlend um tungumálum og erfiðustu skuldbindingamar oftast með srnáu letri — ef ekki bara hrein lega neöanmáls?“ HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Auglýsing Stjórn Styrktarsjóðs ísleifs Jakobssonar aug- lýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðnaðarmenn til að fullnuma sig erlendis í iðn sinni. Umsóknir ber að leggja inn á skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna, Lækjargötu 12, 4. hæð, fyrir 6. nóvember næstkomandi, ásamt sveinsbréfi í löggiltri iðngrein og upp- lýsingum um fyrirhugað framhaldsnám. Sjóðsstjórnin. JAPÖNSK EIK VALIN VARA HAGSTÆTT VERÐ Hannes Þorstelnsson, heildverzlun Hallveigarstig 10. — Siml 24455 — 24459

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.