Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 7
V 1 S I R . Miðvikudagur 28. október 1970. 7 Skelegg skötuhjú .... ímyndunarafl þeirra, sem fjöldaframleiða þessa þætti, virðist vera talsverðum takmörkunum háð. Kristján Bersi Ólafsson skrifar um sjónvarp: Glæpareyf ar ar tVd byrjun hafa glæpareyfarar skipað talsvert rúm í dag- skriá sjónvarpsins, og hafa sum ir þeirra oröið eitthvert vinsæl- asta sjónvarpsefnið. Þefcta er i s§ðÉut sér ekfkent kynfegt, og í fullu samræmi við -erlenda reynslu. Manneskjan virðist að jafnaði þannig gerð, að hún haifi yndí af ævintýrum, dirfsku og tvnsýnni bariáittu, en aMt þetta bjóða reyfaramir upp á. Vera má einnig að í flestum búi ákveðin afbeldishneigð, sem finni nokkra svölun viö að sjá og heyra ofbeldisverk framin á myndskerminum. En hver sem ástæöan er, þá hafa glæpareyf- arar í bók eða á tjaldi lengi stytt mönnum stundir, og er ekki sjáaniegt að á þvi verði nein breyting í bráð. En þótt glæpareyfarar sjón- varpsins séu orðnir taisvert ilTargir frá upphafi, hefur fjöl- breytni þeirra ekki verið í sam ræmi við maghið. Sliks er held ur naumast að vænta. Aif glæpa reyfurunum hefur mest borið á framháldsflokkum, senum, þar sem hver þáttur er sjálfstæð saga en söguhetjan sú sama þátt eftir þátt. Erlendar sjón- varpsstöðvar fjöldaframleiða slíka þætti svo hundruðum og jafnvel þúsundum skiptir, ag virðist allt að því náttúrulög- mál, að nái einhver slík sería vinsældum hefur hún tilhneig- ingu til að verða óendanleg. Má nærri gela aö við siíka fram- leiðsluhætti verði söguþráður- inn stundum Htilfjörlegur og frumleikinn útþynntur. OÓ. te&W muþ^ir .synir ‘^jónji * varpið, eina .slikaseriu.. ErS su brezk og er koliuð Skelegg skötuhjú á íslenzku. Þessari seríu er engan veginn alls varn að. Hún er gamansöm og þar er stundum dregið hæfilega dár að öðrum glæpamyndaflokkum, sem vilja láta taka sig i fufilri alvöru. Baráttuaðtferðir skúrk- anna, sem söguhetjumar eiga í höggi við, eru yfirleitt aldrei af þessum heimi, heldur sverja sig í *tt við visindasögur (sei- ence fiction) og annan skyldan heilaspuna, og er þetta ekki sagt til lasts, hvorki sögunum né þáttunum. Hins vegar virðist ímyndunarafl þeirra, sem fjölda framleiða þessa þætti, vera tals verðum takmörkunum háð. Að undanförnu hefur verið sýndur hver þátturinn á fætur öðrum, þar sem grundvaliarhugmyndin hefur verið sú sama: Hæfileiki til að breyta manneðlinu, annað hvort með líkri aðferð og dr. Jekyll notaði, þegar hann breytti sér í Mr. Hyde, eða með sálnaflutningi, hliöstæðum þeim sem var uppistaða í elskulegri pólskri gamanmynd, sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir nokkr- um vikum. Það er í sjálfu sér ekkert óskemmtilegt að gæla við þessa hugmynd stöku sinnum, en hún verður há!f þreytandi kostur, þegar hún er borin á borð viku eftir viku. l"|anski reyfarinn, sean sýnd- ur er á þriðjudögum, er ó- líkt skemmtilegri en skötuhjúin brezku. Höfundur hans, Leif Panduro, er hugkvæmur rithöf undur. og saga harts virðist minna talsvert á verk þeirra höfunda leynilögreglusagna, sem ágætasfir eru. Áhorfendum er haldið f spennu og óvissu, í hverjum þætti bætast við nýjar upplýsingar,. sem verða fremur til að rugla málið en skýra það, og í lokin gerist jafnan eitthvað óvænt, sem varpar nýju ljósi á það, sem áður hefur gerzt. Allt er þetta í fullu samræmi við le ikregl ur leyn ilög regl usögu n n- Fiunast yður góðar ostrur? heitir þessi framhaldssaga i þýð ingu sjónvarpsins, og etf ég man rétt var sú þýöing átalin nýlega í málvöndunarþætti úbvarpsins. Auðvitað er það rétt að klassisk- ari íslenzka væri að segja: Þykja yður ostrur góðar? eins og máivöndunarmaöurinn lagði til, en hin setningin er þó i langt- urn meira samræmi við daglegt mál og fer engan veginn flla sem heiti á jafn nútímalegu fyr ir bæri og glæpareyfara. Ef sjón varpið syndgaði aldrei meira i málfarsefnum en þarna, mætti það vel við una, Mér finnst það langtum stærri synd hjá sjón- varpinu að fást ekki til að telja konur til manna. Það er ekki aðeins málfarslega rangt, heldur í andstöðu við það jafnrétti kynj anna, sem flestir telja sig aðhýll ast. I rJ1il glæpareyfara má einnig með nokikrum rétti telja þátt, sem fluttur var siðastliðinn sunnudag, en hann fjallaði um þá keppinauta Stalín og Trotski. í þessum þætti var sýnt talsvert af gömlum fréttamyndum, sem gaman var að sjá, en sem heim- iild um þessi sögufrægu átök og þýðingu þeirra náði þátturinn skammt. Tfl þess var hann allt of grunnur og yfirborðskenndur. Jafnvel þótt valdasaga Stalíns væri öll hartnær ótrúleg glæpa- saga í raun og veru, hygg ég að hún hafi verið talsvert flókn ari en fram kom í þeirri ein- földu mynd. sem þessi þáttur dró upp. Þráinn Bertelsson skrifar um kvikmyndir: Hús gleðinnar || Kauptilboð óskast ( J 4 1 í eftirtalin notuð tseki: irk (House of Joy) Stjómandi: René Clement Aðalhlutverk: Alain Delon, Jane Fonda Fransk-íslenzkur texti: Gamla bió /4 Htaf annað veifið hafa Frakk ar búið til glettilega góðar sakamálamyndir, og þessa stund ina er verið að sýna eina slika í Gamla bíói. Að vísu er mynd in með ensku tali og töluverö dollaralykt af henni, en engu að síður er hér um ekta franska sakamálamynd að ræða. Söguþráðurinn er dálítið flók inn. Amerískur milljónamæring ur kemst að því, að franskur kvennabósi hefur verið að spá [ eiginkonu hans og bregzt hinn versti vio, og sehdir þrjá at- vinnugiæpamenn til Frakklands til að klekkja á kvennagullinu. Og til að gleðja konu sína gefur milljónamæringurinn glæpa- mönnunum fýrirmæli urn að koma aftur með höfuðið af flag aranum, sem að sjáifsögðu er ieikinn af Aiain Delon. Á siðustu stundu tekst Delon að flýja undan þessum mönnum, sem eiga svo brýnt erindi við hann. og hann leitar skjóls i fátækrabeimili, sem er starf- rækt af tveimur mjög svo dular fuilum konum. Þessar konur búa tvær einar í glæsilegu húsi, og það verður úr, að hann ræðst til þeirra í vist sem bílstjóri. Þegar svo er komið, fara dular- fullir atburðir að gerast, en það er ekki ástæða til að rekja þá hér. j' stuttu máli sagt er þetta ein af skárri sakamálamyndum, sem sýndar hafa verið hér um nokkurt skeið. Myndin er þokka lega ieikin, ^og frábærlega vel stjórnað af René Clément. Um hitt og þetta [t'yrir fáeinum dögum birtist ktausa í dálkunum „Lesend ur hafa orðið“ og þar var vikið aö þeirri grein, sean undirritað ur skrifaði um „The Green Ber- ets“. Leiðinlegur misskilningur kom fram í þessari klausu, sem birt ist merkt O — M. O — M Wtur svo á, að lesa beri kvikmynda- gagnrýni með tommustokk, það er að segja, að um góðar mynd ir sé skrifuð löng gagnrýni og um vondar myndir stutt gagn- rýni. Með þessari aðferð má sennilega dæma myndir mjög ná kvæmlega og flokka niður, t.d. gæti ein mynd verið þrem sentimetrum betri en einhver önnur. Þessa aðferð hef ég ekki tekið upp ennþá, svo að nauðsynlegt er að lesa skrifin í stað þess að mæla þau út, ef einhver hef ur áhuga á að vita, hvað mér finnst um kvikmynd. Ánnars er það líkast til rétt hjá O — M, að maður á ekki að skrifa lang- hunda um leiðinlega og ómerki- lega hluti eins og „Grænhúfurn ar“ og ég er þakklátur fyrir þá ábendingu. 1 stk. staekkunarvél, teg. Durst Laborator 184. Stækkun frá 200x250 til 24x36 mm. ; 1 stk. plötuþyrlari (Schleuderapparat) fyrir plötustærð 1150x250 mm. 3 stk. reikningsútskriftarvélar, teg. Siertiag. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu vorri, og skulu tilboð hafa borizt henni eigi A nm? n lr MGVDlég hvili * Jg„ með gleraugumfni l\#Ur M. OA C|Mi 14ftCC * utoijy.H!, Bjarni Benedíktsson ÞÆTTIR UR FJÖRUTÍU ÁRA STJÓRNMÁLASÖGU , BÓKIN FÆST I: BÓKABÚÐ LÁRUSAR BLQNDAL SKÓLAVÖRÐÚSTÍG 2 OG AÐALSTRÆTI 6, BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18 BÓKAVERZLUN ISAFOLDAR AUSTURSTRÆTI 8 VALHÖLL V/SUÐURGÖTU 39 OG GALTAFELLI, LAUFÁSVEGI 46 Austurstræti 20. Slmi 14566.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.