Vísir - 30.12.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 30.12.1970, Blaðsíða 3
PllSIR . Miðvikudagur 30. desember 1970. 3 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Fremur lítíll kagvöxtur 1971 Umsjón: Haukur Helgason. •— í fíestum r'ikjum OECD — k>ensla j Bandar'ikjunum Rak 200 kíló- metra á ísjaka Tvítugur Grænlendingur neydd- ist tli að halda jólin hátíðleg einn með hundi sínum á ísjaka. 1 fjóra sólarhringa rak hann um á sjónum í ofsaveðri. Það var veiðimaðurinn Ajlbert Lukassen frá afskekktri sveit, Satut f Umanak-héraði. Hann hafði farið á hundasfeða sínum út á Umanak-fjörðinn hinn 22. desember til að huga að net- um. Er á daginn leið gerði hið versta veður. Þegar Lukassen var ekki kominn heim um há- degi næsta dag, gerði fólk við- vart. Leit hófst. ísinn var brotinn i höfninni í Umanak, og stór bátur, sem gat siglt um hinn ísilagða fjörð, lagði af stað til að leita hins týnda manns. — Smærri bátar fóru frá Satut. Dagsljós var skamma stund, og leitin bar ekki árangur. Lögregl- unni í Syðra-Straumsifirði var gert viðvart og hún beðin að leggja til flugvéi. Á aðfangadag fór f'lugvél af stað, ' en ekki tökst að finna veiðimanninn. Veður var of slæmt ti'l leitar á jóladag, og var það fyrst á öðrum degi jóla, að unnt var að leita í þyrium. Þegar menn voru aö veröa úr- kula vonar, bárust boð frá sveit- inni Igd'lorssuit á eyjunni Ej- land, 200 kílómetrum frá Satut. Albert Lukassen hafði rekið alla þessa leið á ísjaka og komizt í Iand þar. Hann hafði séð ljóskastara bát anna, sem að honum leituðu og heyrt tii þyrlanna, en honum tó'kst ekki að gera vart við sig í rökkrinu. Veiðimaðurinn tók síðan þátt í jólagleði á eyjunni, þar sem hann var heiðursgestur. Á komandi ári mun efna- hagur Bandaríkjanna batna, en tilhneiginga til i stöðnunar í efnahagsmál- um gæta áfram í flestum öðrum aðildarríkjum Efna- hags- og framfarastofnun- arinnar OECD. Þessu spá sérfræðingar OECD í ný- útkominni skýrslu. Skýrslan er samin undir stjóm Emile van Lenneps, framkvæmda- stjóra samtafcianna, sem heimsótti ísiand fýrir skömmu. í S'kýrslunni er varað við stöðugri hættu á verð- bölgu í aði'ldarríkjunum tuttugu og tveimur. Búizt er við, að nú muni Ijúká tím'abili minnkandi hagvaxtar i Bandaríkjunum og muni þenslan þar á næsta ári væntanfega verða meiri en aukning fram'leiðslugetu. Hinn fremur litli hagvöxtur, sem orðið hefur í öörum OECD-lönd- um að undanfömu, mun væntan- lega halda áfram á fyrra helmingi ársins 1971, en á síöari hiuta árs- ins megi búast viö aukningu. Telja má, að hagvöxtur aukist i Japan, Frakklandi og Ítaiíu, en úr honum dragi í Vestur-Þýzkaiandi og sumum hinum minni iðnaðar- rífcjum Evrópu. Brúttóþjóðarframleiðsian muni vaxa um 5,25% í Bandarfkjunum og Kanada og um 6% í öðrum OECD-löndum. Jóla- klæðn- aður á Miami • JÓLIN voru óvíöa hlýrri en á • o íslandi að þessu sinni. Þó! 'munu þau hafa verið heitaril u á Miami, og sýna myndirnarj Jjóiaklæðnað fólks þar umj J slóðir. Þarna voru að minnsta J Jkosti 15—20 stig. J . . ■ ■ ■ ..................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... y.v.v- Halda frúnni í gíslingu til að tryggja viðskipti Iðnjöfurinn Friedrich Pleuger frá Hamborg segir, að eiginkona hans sé gísl í Mið-afrísku Gíneu og krefj ist ræningjamir lausnargjalds. — Hann segisí vongóður um, að hún komi heim í vikunni. Pleuger, sem er 71 árs sagði blaðamönnum í gær, að hann hafi fengið bankaábyrgð fyrir mifclu fé, sem hann vildi ekki tilgreina frek ar. Þetta mundi verða greitt for- seta Afríkuríkisins Francisco Maci as Nguema, þegar eiginkona hins þýzka iðnjöfurs Irmgard 48 ára, verður komin heim hei'lu og höidnu. Einn ráðamanna fyrirtækis Pleug ers, sem framleiðir dælur, hefur sagt að forseti Afríkuríkisins hafi krafizt feikilegs lausnargjaids fyrir frúna. Frú Pleuger fór í nóvember í við skiptaferð til Afríkuríkisins, sem stofnað var fyrir tveimur árum. Segða menn, að hún hafi í raun inni verið fangi Afrfkumanna á eyj unni Femando Po síðan í desember byrjun. Þetta stafi al'lt af samningi, sem Pleuger hafi gert við Afríkumenn um sölu á lyfjum frá Þýzkalandi í =kiptum fyrir kakó. Þýzka blaöið Die Welt segir að Afríkumenn hafi ekki verið ánægðir með verðið, •°rn samið var um. Blaðið segir, að forseti Afríku- "'"kisins hafi talið, að kakósending H1 Þýzkaiands hafi numið sex nilljónum marka í verði, en Pleug er hafi ekki fengið fyrir kakóið nema 44 milljómr marka. Þvl er nú talið að frú Pleuger fái að fara heim eif Pleuger greiðir mismuninn 1,6 mi'Iljón mörk (yfir 30 miiljónir kr.) ,................................................ NEGLDIR SNJÓHJÓLBARÐAR Tékknesku hjólbarðarnir eru þrautreyndir við ís- lenzkar aðstæður og hafa reynzt afburða vel Eftirtaldar stærðir fyrirliggjandi: 155 — 14/4, 590 — 15/4, 600 — 16/6. Verðið á þessum afbrngðs lijólbörðum er ófrúlegga hagstætt Qshodb BUBIN Auðbrekku AA—46 Kópavogi — Sími 42606. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.