Vísir - 30.12.1970, Page 8

Vísir - 30.12.1970, Page 8
s V1SIR . Miðvikudagur 30. desember 1970. Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjöifsson Ritstjöri: Jönas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstfórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstfórn ■ Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðfa Vtsfs — Edda M. Á leið til nýrrar aldar gérfræðingar í hagsögu telja sennilegt, að nær alia sögu mannkynsins hafi þjóðarframleiðslan á íbúa hvarvetna verið 5—20 þúsund krónur á ári á nú- verandi gengi íslenzkrar krónu. Það sé hin eðlilega framleiðsla hjá öllum þjóðum, sem ekki hafi kynnzt iðnvæðingu að neinu ráði. Þeir telja, að þessi hafi verið þjóðarframleiðslan á íbúa í Rómarveldi að fornu og einnig í mörgum þróunarlöndum nútímans. Iðnbyltingin kom til sögunnar í lok 18. aldar og á 19. öld í auðugustu löndum heims. Þá hækkaði þjóðarframleiðslan á íbúa í þessum löndum upp í 50 þúsund krónur. Samkvæmt flokkun Hudson-stofn- unarinnar í Bandaríkjunum telst þjóð vera orðin iðn- aðarþjóð, þegar þjóðarframleiðslan á mann er komin í þessa upphæð. Síðan telja þeir, að þjóðir færist upp í það að verða neyzluþjóðir, þegar framleiðslan á mann er komin upp í 130 þúsund krónur. Bandaríkjamenn komust á þetta stig við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, og síðan hafa Japan, Kanada og lönd Vestur-Evrópu komizt á þetta stig. íslendingar hafa um alllangt skeið verið á þessu stigi. Á íslandi er þjóðarframleiðslan á íbúa komin rétt upp fyrir 200 þúsund krónur á ári. Hún er því orð- in 10—40 sinnum meiri en hún er meðal frumstæðra þjóða og var meðal fornþjóðanna. Þetta er vissulega umtalsverður árangur, því að hann hefur allur náðst á þessari öld. Bandaríkin eru enn í fararbroddi hinna þróuðu landa heims og hafa um 400 þúsund króna þjóðar- framleiðslu á íbúa. Síðan koma Svíþjóð og Kanada með um 300 þúsund krónur og Sviss með rúmlega 250 þúsund krónur. Þar á eftir koma Danmörk, Nor- egur, Vestur-Þýzkaland og Frakkland og svo ísland þétt á eftir; og síðan Holland, Bretland, Finnland og Japan með um eða tæplega 200 þúsund krónur á íbúa. Samkvæmt flokkun Hudson-stofnunarinnar eru Bandaríkjamenn nú komnir á þröskuld nýrrar aldar hartnær ótæmandi möguleika. Framleiðslan þar er orðin svo mikil, að þeir hafa ekki lengur við að neyta hennar. Þeir eru því að komast upp úr neyzluþjóð- félaginu í þjóðfélag offramleiðslu og allsnægta. Að sjálfsögðu fylgja önnur þróuð lönd á eftir. Hud- son-stofnunin spáir því, að á næstu þremur áratug- um eða fyrir næstu aldamót verði þessi lönd komin með um 400 þúsund króna þjóðarframleiðslu á íbúa og komin upp úr neyzlustiginu: Kanada, Japan, Sviss, Frakkland, Vestur-Þýzkaland, Holland, Belgía, ðfl Norðurlönd, þar á meðal ísland, og ef til vill ýmis fleiri lönd, einkum í Evrópu. Þessi bjartsýna spá er að vísu háð því, að engin ragnarök kjarnorkustyrjaldar, mengunar eða náttúru- hamfara verði á þessu tímabili. Um það ráðum við íslendingar Iitlu. Við getum því um þessi áramót glaðzt yfir bjartri framtíð lífsgæðanna. \\ I að hefur ekki verið til siðs hér á landi að hafa barna- vemdarmái í neinum hámælum, og það eru nánast einsdæmi, ef þau eru dregin upp á yfirborðið ti'l almennrar umræðu. Menn vita að eitthvað er til, sem heitir bamavemd, og að einhverjir starfa eitthvaö í ein- hverjum bamavemdamefndum og barnaverndarráðum, en allt er þetta háifvegis á huldu, og fátt er vitað um, hvemig þessum svonefndu bamavemdarmálum er háttað. Eðlilega fjalla starfsmenn bamaverndar um slfk máJl sem trúnaðarmál, vegna ívafinna til- finninga aðilanna. Slfkt þykir of sjálfsagt til þess að nokkur mótmæli því, aö með málin sé farið f kyrrþey. Það leiðir þó af sjálifu sér um leið að með því verður þá ekki fylgzt eins vel hvemig meðferð þessara mála verður, og því er starfsmönnum bamaverndar sýnt mikið trún- aðartraust, þegar þeir eru látnir vinna sfn störf, án þess að nokkur gægist yfir herðar þeirra trl þess að fylgjast með hand- bragðinu. En þær raddir hafa gerzt háværari að undanfömu, og náö að 'komast i fréttir fjölmiðlanna, — sem illa hafa unað málsmeð- ferð og afgreiðslu deilumála, sprottnum af ágreiningi foreldra við skilnað um forræði bama þeirra. Um slik mál fjajla bama- vemdarnefndir, jwí að þeirra umsagnar er leitað, áður en dómsmálaráðuneytið sker úr sifkum þrætum, og veitir öðru hvoru foreldrinu, (eða kannski einhverjum allt öðrum aðila) umlboð tiil forræðis viðkomandi barns eða barna. Þessi óánægja, sem farið er að gæta, berst öðr- um ti'l eyma oftast frá þeirn aðilanum, sem fariö hefur hall- oka í málaiyktimum, en er þó aMs ekki eingöngu til komin vegna málalokanna, heildur mest megnis vegna málsmeð- ferðarinnar. „Mér finnst rangnefni að 'kai'la þefita bamavemd. Réttnefni væri mæðravemd,“ sagði frá- skilinn faðir, sem leitað hefur til Vfsis með svo reyfarakennda raunasögu, að hún er á viö hvaða skáldsögu sem er nerna maðurinn styður frásögn sína með ýmsum gögnum og vottum, sem virðast óhrekjandi, en hafa aldrei verið teikin til athugunar, eftir þvi sem maðurinn fuMyrðir. Frá baráttu þeirri, sem maður- inn hefur háð til þess að fá að umgangast böm sfn tvö var sapt í frétt f Vísi í fyrradag. Hann segir móður bamanna hafa vamað þeim aö eiga nokkur samskipti við sig, föður þeirra, siðastliðin 2 ár. og refsað þeim stranglega ef þau hafi laumazt til þess. „'C’g varaði barnavemdarnefnd við því, þegar ég sieit samvistum við konuna fyrir tveim árum. að fela henni á hendur forræði barnanna,“ seg- ir maðurinn. „Ég vakti athygli á skaphöfn konunnar. — Þessi á- stæða ein hefði átt að sannfæra menn, ef þeir hefðu gert sér það ómak að ganga úr skugga um þetta. Una illa /IBJÍV barna- verndar Það tök bamavemdarnefnd marga mánuði að fjalla um mál- ið, og á meðan vakti ég athygli hennar á því, hver brögð væru að því, að konan skildi börnin ein eftir á heimili þeirra meöan hún var úti að skemmta sér um nætur. Og aliir vissu, sem ekki voru gjörsamlega blindir, að á heimilinu voru haJdnar veizlur frameftir nóttum, og þangað tók að venja komur sín- ar alls kyns lýður, sem börnun- um var öhollt að umgangast, enda komst annað barniö 1 stðrhættu, þegar það varo fyrir árás að næturþeli inni á heimilinu. í það skipti barst hjálp, og kom þá í ljós, að móð- irin var víðs fjarri kl. fjögur um nótt, en bömin ein. Þegar börnin höföu búiö við slíkar aðstæður í tvö ár, með- an fyrst barnaverndamefnd og síðan barnavemdarráð fjallaði um málið, mæltist ég eindregið til þess að sálifræðingur fengi börnin til athugunar, en undan því var skorazt. Það var aðeins við upphaf málsins framkvæmd einhver málamyndaathugun, sem risti grunnt. Ailan tímann voru bömin í umsjá móðurinn- ar, og það var ekki fyrr en síð- ustu 2 eða 3 vikumar, áður en úrskurður barnavemdamáðs birt ist. að bömunum var komiö fyr- ir bjá hlutlausum aðiíla. Sú erfiða spuming var borin undir bömin, hjá bvoru oikkar þau kysu heldur sijálf að dvelja — og það var gert í viðurvist móðurinnar, svo að bömin vissu, að hún Maut að heyra þeirra svar, enda fékk það svo á drenginn, aö hann brast I grát. Það voru ekki teknir til greina þeir meimbugir, sem hlutu að vera á því, að konan gæti framfært þessi tvö böm auk nokkurra, sem hún átti frá fyrra hjónabandi. Og skollaeyr- um skellt við því, þótt ég gæti boðið þeim upp á heimrli, þar sem þau þyrftu ekki að líða neinn skort. Það virðist heldur ekki hafa orðið þungt á metun- um, að í fjölmörg ár starf- aði ég aö uppeldistnálum og hlaut þar meiri skólun en marg- ur uppeldisifaöir hefur annars átt kost á. En hinu gáfu menn þó gaum, að augljóslega vom bömin svo hænd mér og háð tilifinninga- lega, að andleg heilbrigði þeirra þótti vera undir því komin, að þau fengju aö umgangast mig, eftir að konunni var falið for- ræði þeirra. Samt hefur enginn séð ástæðu til þess að grfpa í taumana á því ári, sem liðið hefur síðan, án þess að konan haifi leyift beim að hafa samband við mig. Enginn gaumur er gef- inn að því, að í skóilanum þyki börnin sýna skort á stundvísi og félagslegri aðlögun. Þaö eftirlit, sem haft hefur verið með heimilinu, hefur farið fram svo reglulega, að vitað er um vitjanir ðftirlitsmanna með fyrirvara, og fleira, sem telja mætti upp, virðist manni bera því vitni, hve lítill áhugi er hjá starfsmönnunum á málinu. í júlí í sumar hirti ég ann- að barnið upp af götunni, svo illa til reika að það hlaut að renna hverium manni til rifja, og fór með hann þannig á sig kominn á fund þáverandi for- marins barnaverndamefndar, sem gat ekki orða bundizt, held- ur sagði, að við þessu þyrfti eitthvað að gera, og binda endi á þetta. En það var ekkert gert,“ segir maðurinn. Viðbrögð lesenda í gær við frétt Vísis um þetta mál sýndu það strax, að fleiri þekkja dæmi þess. að bað er algerlega und- ir ftorráðamanni barns lwmið hvort þaö fær aö umgangas: hitt foretdri sitt. Nofckrir hringdu strax til ritstjórnar og sögðu svipuð dæmi um, að beiim væri meinað að hafa nokkur samskipti við sitt emið hold o" blóð. — Við því virðast emrín ráð. — GP

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.