Vísir - 30.12.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 30.12.1970, Blaðsíða 9
V í S I R Miðvikudagur 30. desember 1970. // Gjöfult og hagstætt ár" „Á-rið 1970 var gjöfult og að ffestu leyti hag- stæfct ár. Enginn veit, hvað ár- ið 1971 ber í skauti sér. En allir vona, að það megi líkjast því ári, sem nú hefur runniö skeið sitt á enda. Og ðneitan- lega stendur þjóðin vel að vígi á þessum tímamótum.“ Þetta sagði Ingólfur Jónsson ráðherra, þegar Vísir sótti hann heim til að spyrja hann um, hvað honum þætti markverðast við árið 1970 og hver hann teldi vera brýnustu verkefni þjóðarinnar á því árd, sem nú er að ganga í garð. □ Hver eru merki þess, að þjóðarhagur sé góður á þessum tímamótum? — Arið hefur á margan hátt verið hagstætt. Aiflabrögð hafa verið fremur góð, nema að sfld- in hefur ekki veiözt að verulegu marki. Vitantega hefur það á- hrif á heildaraflann og hefði fyrir nokkrum árum nægt til, að þjóðarbúskapurinn í heild yrði óhagstæður. Verðlag á út- flutningsatfurðum hefur verið með betra móti. Aflinn og verö- lagið á mikinn þátt í, að við- skiptajöfnuðurinn út á við hefur verið hagstæður á árinu og gjaldeyrisvarasjóðurinn hefur haldið áfram að aukast. Það er augljóst, að þjóöin hefur kom- izt yfir efnahagsörðugleik- ana, sem steðjuöu að árin 1967 og 1968, þegar verðmæti vöru- útflutnings þjóðarinnar minnk- aði um nær 50%. Skynsam- legar ráðstafanir í efnahags- málum hafa leitt til þess, að erfiðleikamir voru yfirunnir á tiltölulega skömmum tima. O HvaB tun áhrif kjarasamn- inganna I vor? — Það var eðlilegt, að með batnandi þjóðarhag gerðu laun- þegar kröfu til að fá haekkuð laun. AIMir voru sammála um, að með aukinni framiteiðslu og auiknum þjóðartekjum væri rétt- látt og mögutegt að hækka laun- in. En menn voru ekki sam- mála um, hversu mikil sú hækk- un mætti vera. Þessar deilur um kjaramálin leiddu til verk- falilsins á síðastliðnu vori. Niö- urstaðan varð sú, að samið var um nokkuð stórstíga kauphækk- im. Menn töldu þó, að unnt yrði að varðveita þá kjarabót til langs tíma, ef ekki væru fyrir- sjáantegar áframhaldandi víxl- hækkanir kaupgjalds og verð- lags, er mundu setja atvinnulíf- ið í hættu og rýra þá lífskjara- bót, sem náðist í samningunum. □ Það hefur verið átalið. að langan tíma hafi tekið að undirbúa verðstöðvunina. — Sú ádeila er ekki sann- gjörn. Veröstöðvunin hlaut að eiga sér nokkurn aðdraganda. Fyrst þurftu atvinnuvegimir og hið opinbera að laga sig að hækkuðum launum, og ákveða varð búvöruverðið. Einnig varð að láta vinna umfangsmikla út- reikninga til að hægt yrði að meta réttifega, hrve stórtækar ráðstafanir þyrfti að gera. Það var farið að tala um verðstöðv un strax um sumarið. Rikis- stjómin benti á, að með verö- stöðvun, mundi ef til vrll verða hægt að tryggja, að kauphækk- im vorsins rynni efcki út í sand- inn og yrði ratmhæf kjarabót. Þá var Ijóst, að framundan voru miklar víxlhækkanir launa og vsrðlags, ef efckert yrði að gert, og að fijótlega mundu margar atvinnugreinar ekki geta greitt umsamið kaup. □ Má þá líta svo á, að verð- stöðvunin hafi komið nógu snemma og að hún nái til- gangi sínum? — Verðstöðvunin kom vissu- lega á réttum tíma. Hún hefur þegar sýnt að hún ber tilætlað- an árangur og að hún mun tryggja aukinn kaupmátt launa. Hún hefur sérstaklega bætt að- stöðu þeirra, sem verst voru settir. Fjölskyldubætur hafa verið auknar og brýnustu nauð- synjar almennings hafa verið lækkaðar í verði. Það fer ekki leynt að húsmæður eru mjög ánægðar með þessar ráðstafan- ir og telja, aö nú sé allt annað að kaupa nauðsynjar en áður var. Og það er illa gert af þeim, sem telja sig forsvarsmenn verkalýðsféilaganna, að reyna að ala á óánægju vegna verðstöðv- unarinnar. Sem betur fer munu almennir félagsmenn þeirra samtaka ekki taka til greina ó- sfcynsamteg ummæli þessara forsvarsmanna. □ Hvað tekur svo við á næsta hausti að loknu verðstöðv- unartímabilinu? — Menn spyrja náttúrlega, hvað taki við, hvort niður- greiöslum á nauðsynjavörum verði haldið áfram, eða hvort losað verði um dýrtíðarskrúf- una. Því er til að svara, að sú ríkisstjém, sem þá fer með völd, verður að gera heilbrigðar ' ráðstafanir til tryggingar at- vinnu- og efnabagslifinu. Vitan- lega verður að halda vísitölunni í skefjum og þá helzt með því að halda niðurgreiðslum á nauð- synjavörum áfram. Þetta verður unnt að gera, ef samhent ríkis- stjórn verður við völd og ár- feröið verður ekki langt fyrir neðan meðallag. □ Hver eru önnur stórmál ársins 1971? — Landhelgismálið er fcví- mælalaust eitt veigamesta mál þjóðarinnar. Hún verður að tó landgrunnið allt til eigin um- ráða. Og hún ein á að nýta fisk inn kringum landið. Að þess- um málum er nú ver- ið að vinna. Þá ber einnig að gera ráðstafanir til að leitað verði að oilíu og verðmætum á sjávarbotninum. Það getur eins verið, að olía finnist norður í höfum eins og i Norðursjó. Og vitanfega þarf að gera ráðstaf- anir til að rannsaka það hér. □ En hvað um þróun markaðs- málanna? — íslendingar gengu á síðast- Iiðnu ári í Fríverzlunarsamtök Evrópu og voru ekki sammála um, hvort það væri réttmætt eða eðlitegt. Stj órn arf'lokka m i r stóðu óskiptir að því. Alþýðu- bandalagið var á móti, en Fram- söfcnarflokkurinn tók ekki af- stöðu. íslendingar hafa nú þegar hagnazt mikið á þvi að vera í þessum samtökum. íslenzkar af- urðir eiga nú tolilfrjálsan aðgang að þe=sum mikla markaði og nemu- -nn af því háum fjárh hverju. Enginn vafi e að þjóðin heldur áfram að nagnast á samstarfinu við fríverzlunarlöndin og utan- ríkisviðskiptin veröa á margan hátt auðveldari og hagkvæmari. □ Og nú er Efnahagsbanda- lagið næst á dagskrá. — Við höifum tekið upp við- ræður við það bandalag. Það er Rætt við Ingólf Jónsson róðherrn unt órið 1970 og horfurnnr í þjóðmólunum á næstu dri vitað, aö hvorki meðal ráða- manna okkar né meðal þjóðar- innar er vilji fyrir því, að ís- lendingar gangi í það. Ýmis skil- yrði eru sett, sem ekki væri skynsamtegt fyrir okkur að ganga að. Það er eigi að síður sjálfsagt og nauðsyntegt aö þreifa fyrir sér um sam- starf og reyna að fá hag- kvæma samninga og að banda- lagið falli frá því að taka háa toHa af þeim vörum, sem íslendingar vilja selja til ianda þess. Aða'latriðið f viöræðunum við Bfnahagsfoandalag Evrópu er að ná hagkvæmum viöskipta- samningi án þess að ganga inn á nofckuð, sem gæti orðið þjóð- inni fjötur um fót f framtíðinni. □ Orkumálin voru til skammis tíma á yðar könnu í ríkis- stjórninni. Hvað er um þau að segja? — Nú er veriö að bæta við vélasamstæðum í orkuverinu við Búrfell og framleiðsla þess þar með tvöfölduð. í sambandi við þetta hefur í sumar verið unnið að vatnsmiðlun við Þór- isvatn og einnig að undirbún- ingi virkjunar við Sigöldu. Hundruð manna voru inni á ör- æfum langt fram á haust að vinna við þessar framkvæmdir. Það var ánægjuiegt að sjá, hvernig unnið var að þessum málum og að öræfavötnin skuli nú vera notuð til þess að göfa kraft til stórvirkjana. Það var mikið lán, að á alþingi skyldi vera meirihluti fylgjandi stór- virkjuninni við Búrfell og öllum þeim framkvæmdum, sem henni fylgja. Margir spyrja nú, hversu miklu fátækari íslendingarværu, ef þröngsýni og afturhaldssemi stjórnarandstöðunnar hefði feng ið að ráða, hvort ekki væri hér atvinnuleysi, tómur gjaldeyris- sjóður og áfram ótraust undir- staða fyrir iðnað í landinu. □ Það hefur ekki gengið eins vel i landbúnaðinum og í öðrum greinum. — Það er rétt. Þrátt fyrir góðan þjóðarbúskap, viðskipta- jöfnuð og aflabrögð hefur land- búnaðurinn átt við erfiðleika að stríða, einkum vegna kólnandi veðurfars. í júlí síðastliðnum var hitinn 3,7° fyrir neðan meðallag á Akureyri og 1,7° í Reykjavfk, þrátt fyrir sólrfka daga í mánuðinum. Þetta hefur mikil áhrif á jarðargróður og afkomu landbúnaðarins. Það gerir framleiðsluna dýrari en í meðalárferði og reynir á þolrif þeirra, sem landbúnað stunda. Það er hins vegar fagnaðarefni, að þrátt fyrir kulda og kal hef- ur framleiðsla landbúnaðarins lítið dregizt saman. Bændur hafa sýnt dugnað og þraut- seigju, sem þeim er til sæmdar. Afkoma bænda væri nú góð. ef þeir hefðu búið við meðalár- ferði síðustu 3—4 árin, og það viðurkenna þeir. □ Megum við búast við krafti I lagningu hraðbrauta á næstu árum? — Það átak er þegar hafið. Plestir munu fagna þvt, aö haf- in skuli vera fyrir alvör'ú lagn- ing hraðbrauta með varanlegu slitlagi, og sætta sig við hærri álögur á umferðina í því skyni. Tekið hefur verið lán i Alþjóða- bankanum með góðum kjörum, en það greiðir þó ekki nema lít- inn hluta kostnaðarins við þefcta. Varanleg vegagerð er mikið nauðsynjamál. Þjóðhagslega er mikill ávinningur að því að gera góða vegi. Gjaldeyrir sparast vegna betri endingar á ökutækj- um. mirtni varahlutakaupa og minni eldsneytisnotkunar. Og jafnframt eflist atvinnullfið f landinu. Or því að þetta átak er nú hafið, verður minni vandi að halda áfram vegna þess að almenningur vill, að þessum þjóðhagstegu framkvæmdum verði haldið áfram, þar til var- anlegt slitlag er komið á fjöl- fömustu vegina sem allra víð- ast. □ Er vegagerö hér á landi nógu hagkvæm? — Hér er áreiðanlega reynt að nota þau beztu tæki, sem þekkt eru og að gera fram- kvæmdir eins ódýrar og mögu- legt er. Þegar um miklar fram- kvæmdir er að ræða, eru verkin boðin út og nú sfðast á alþjóða- markaði. Reynslan var sú á þessu ári, að fstenzku verktak- arnir voru mun lægri jí- tilboð- um sínum en hinir útlendu. Af þvf má draga þá ályktun, að ís- lenzku verktakarnir ráði yfir þeirri tækni, sem bezt gerist, og kunni vel til verka. □ Hvemig lízt yður þá í heild á nýja árið? — AJlir vona að árferði og aflabrögð verði a.m.k. í meðal- lagi. Þá stendur þjóðin vel að vígi efnahagslega. Hún á gjald- eyrisvarasjóð og fjölbreytt framleiðslutæki. Nýjar atvinnu- greinar eru að þróast og munu gefa arð í seinni fcíð. Það getur orðið áhrifaríkt fyrir framtíð þjöðarinnar, hver verða úrslit alþingiskosninganna á árinu 1971 og hvaða stefna í þjóðmál- um verður ráðandi að þeim loknum. Þaö hefur stundum verið sagt, að þjóðin fái þá stjóm, sem hún á skilið. Kjós- endum er þvf mikil ábyrgð á höndum á næsta ári. — Fámenn þjóð, sem býr við yzta haf, á vitanlega al'ltaf f vök að verjast. Baráttu hennar fyrir sjálfstæði, efnahagslega, menn- ingarlega og stjórnarfarstega, linnir aldrei. Með framsýni, dugnaði og samhentri ríkis- stjóm mun takast að halda á- fram uppbyggingarstarfinu og búa þannig að þjóðinni, að hún geti setið á bekk með fremstu menningarþióðum heims og lif- að við sambærileg lífskjör. og gerist meðal nágrannabjóðanna. — íslendingar hafa ástæðu til að þakka forsjóninni fyrir það ár, sem er að enda. Það hef- ur, þegar á heildina er litið, verið þjóðinni gjöfult og hag- stætt. Þjóðin hefur sótt fram tiil bættra Iffskjara og gert átak til þess að tryggja átramhaldandi framicvæmdir og góða aðstöðu í framtíðinni. Það er ósk mfn, að nýja árið megi einnig verða gjöfult os hagstætt og að bióð- in beri gæfu til að nýta mðgu- leika sína. — JK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.