Vísir - 30.12.1970, Side 6

Vísir - 30.12.1970, Side 6
6 V í SIR . Miðvikudagur 30. desember 1970. Augfýsing um nýtt eyðublað fyrir aðflutningsskýrslu Ákveðið hefur verið að taka í notkun nýtt eyðublað fyrir aðflutningsskýrslu frá og með 1. janúar 1971. Er það af aðalstærðinni A 4 og verður áfram í þremur mismunandi gerðum eins og verið hefur, þ. e. almenn gerð í fjórriti, eyðublað fyrir póstaðflutningsskýrslu í fjór- riti og aðflutningsskýrslueyðublað fyrir toll- vörugeymslu í sexriti. Þess skal getið, að aðflutningsskýrslueyðublaði fylgir nú við- aukablað, sem nota ber, ef í sendingu eru það margir vöruliðir, að henni verði ekki gerð skil á einu blaði. Skv. ákvæðum í reglugerð nr. 257/1970, um gerð og afhendingu aðflutningsskýrslu til tollmeðferðar, skal aðflutningsskýrslu skilað vélritaðri og útreiknaðri til fulls, en um ann- an frágang og útreikning skýrslunnar vísast til skýringa á bakhlið eyðublaðsins. Skv. heimild í 17. gr. laga nr. 1/1970 um toll- skrá o. fl., getur tollyfirvald neitað að taka við skjölum til tollmeðferðar, ef aðflutnings- skýrslueyðublað er ekki rétt og nákvæmlega útfyllt, tilskilin gögn ekki afhent eða öðrum settum skilyrðum ekki fullnægt. Er því brýnt fyrir innflytjendum að vanda gerð aðflutn- ingsskýrslna, enda munu tollyfirvöld ganga ríkt eftir því, að kröfum um frágang þeirra sé fullnægt. Frá ársbyrjun 1971 verður aðflutningsskýrslu á eldra eyðublaði ekki veitt viðtaka. Fjármálaráðuneytið, 29. desember 1970. Auglýsing um ritun auðkennisnúmers innflytjanda á aðflutningsskýrslu Frá og með 1. janúar 1971 skulu innflytjend- ur tilgreina auðkennisnúmer sitt á aðflutn- ingsskýrslu, samkvæmt því, sem ákveðið er í reglugerð nr. 258/1970. Einstaklingur, sem flytur inn vöru, skal tilgreina nafnnúmer sitt samkvæmt þjóðskrá á aðflutningsskýrslu, en aðrir aðilar — þar á meðal firmu í einstaklings- eign — rita fyrirtækisnúmer sitt samkvæmt fyrirtækjaskrá Hagstofunnar. Sérhver einstaklingur á að hafa tiltækt nafn- númer sitt samkvæmt þjóðskrá, en að því er varðar hið sérstaka auðkennisnúmer sam- kvæmt fyrirtækjaskrá, var það tilkynnt hlut- aðeigendum á framtalseyðublaði til sölu- skatts í nóvember síðastíiðnum, enda telja svo að segja allir vöruinnflytjendur fram til söluskatts. F j ármálaráðuneytið, 29. desember 1970. Innréttingar rÖKUM AÐ OKKUR: skipulagningu innréttinga, gerum nákvæmar kostnaðar- áætlanir. INNRÉTTINGAR HF. SKEIFAN 7 - SÍMI 31113 Allt fyrir hreinlætið HEIMALAUG Sóllieimum 33. ■ •• o( t fíí.'Cj- f'mp *tinjv •mmmmmmmm.......-—<-*** SKOT - NAGLAR auglýsingar lesa allir a ÞJÓNUST A SMURSTÖÐIN ER OPIN ALLA DAGA KL. 8—i8 Laugardaga kl 8—12 f.h. :la hf. Laugavegi 172 - Simi 21240 SKEIFAN 3B SlMI84480 Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar vcrkfœri & jámvörur h.f. Kynningarfundur vegna nýrrar aðflutningsskýrslu V Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að halda kynningarfuna vegna nýrra eyðublaða fyrir aðflutningsskýrslu í húsakynnum Iðnaðar- málastofnunar íslands, Skipholti 37, þriðju- daginn 5. janúar 1971 kl. 10—12. Fundurinn er einkum ætlaður þeim innflytj- endum og starfsfólki þeirra, sem ekki áttu þess kost að sækja fundi, sem haldnir voru af þessu tilefni fyrr í mánuðinum. Fjármálaráðuneytið, 29. desember 1970. Yinningshafar i kúluspilakeppni Tómsfundahallarinnar Talið frá hægri: SpO Stigatala 1. Valgeir Hallvarðsson Ship Mates 1918 2. Sigbert Berg Hannesson Campus Queen 4302 3. Gu- ar R. Oddgeirsson Danshing Lady 2106 4. Jón R. Sigurjónsson May Fair 1719 5. Leifur Guðmundsson starfsmaður Tómstunda- hallarinnar Á myndina vantan Helga Halldórsson Shangri-Ia 4733 Þórð Einarsson A-go-go 6753 Vinningshafar i bikarkeppninni i Bowling 1. Ólafur H. Ólafsson í Regulation með 219 og í Flash með 6704 2. Tómas Baldvinsson í Daimonds með 8328 3. Valgeir Hallvarðsson í Strikes-90 með 2139. (mynd af þeim birtist síðar). Þ.Þ0R6RÍMSS0N&C0 SALA-AFGREIÐSLA SUÐURLANDSBRAUT6 ðSi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.