Vísir - 22.01.1971, Side 9

Vísir - 22.01.1971, Side 9
VlSXR . Föstudagur 22. janúar 1971, 9 Páll Zophaníasson, rennismiður: — Nei, það væri ég ekki. Þeir mættu meira að segja leita mjög rækilega — ég hef heldur aldrei haft neitt það í farangri mínum sem ekki mætti sjás-t. Á verði við „ — litið til tollgæzlunnar á Keflavikur- flugvelli „Aðeins vitneskjan ein um strangt toileftirlit mundi fæla marga frá þvf að reyna að flytja ólöglega inn fíknilyf,“ segir Kristján Pétursson, deildarstjóri í tolleftirlitinu á Keflavíkurflugvelli. jÞað sannast bezt á piltin- um, sem eftir dvöl í einu ná- grannarikja okkar kom hingað heim og sagði finá því, að hann hefði ekki þorað að ikoma með flfknilyf, sem hann hafði birgt sig upp með fyrir heimförina. — „iÞað var 'búið að segja mér, að þeir væru komnir með hunda og hvaðeina við leit í farangrin- um, og ég hætti við állt saman“ sagði pilturinn, sem hafði skiliö eftir bæði hass, örvandi töflur og fl., sem hann hafði komizt yifir með auðveldum hætti, „og ætlað sér að hafa með heim.“ Þessa sögu heyrðu blaðamenn Vísis hjá Kristjáni deildarstjóra, þegar þeir í vi'kunni brugðu sér tii Köflavíkurflugvallar, þar sem leið flestra, er hingað koma liggur um. Hátt I 70.000 manns Misnotkun róandi eða örvandi lyfja, sem aðeins fást gegn lyf- seðíum, knýr á aukið eftirllt með slílcum efnum í farangri ferðafólks. komu hingað til lands í fyrra um Keflavíkurflugvöll, sem fyrir þessar sakir er aðalinngöngu- dyrnar til landsins. Hefur því ekki litið mætt á tolleftirliti þessa staðar. Sennilegt er þó, að enn meira eigi eftir að mæða á þessari toiliskoðunarstöð, þegar hafður er í huga áhugi manna og vilji fyrir því, að haida hér utangarðs fíknilyfjum, sem erlendis víöa eru oröin ilikynjað vandamál Um leið og menn láta hugann hvarla að auknum vörnum gegn ólöglegum innflutningi sifkra for boðinna lyfja, er eðlilegt að þeir beini sjónum sínum að Keflavík urflugvelli, þar sem mest er um ferð ferðafólks. Reynsia erlendra yfirvalda kennir þeim, að mikill hiuti þeirra ffknilyfja, sem smygl að er inn fyrir landamæri þeirra kemur með farangri ferðafól'ks. „Hér er 22ja manna tollgæzlu iið, sem gengur hérna fjórskiptar vaktir," sagði Bjöm Ingvarsson lögreglustjóri á Kefiavfkurflug- velli og um leið yfirmaður toll- gæzlunnar þar, þegar blm. Vísis hitti hann að máli á skrifstofu hans. Undir stjórn Bjöms er einnig um 25 manna lögreglulið sem annast daglega löggæzlu á Vellinum — sex menn á vakt I einu. „Við erum þegar byrjaðir á ýmsum ráðstöfunum til þess aö bæta aðstöðu til tolleftirlits", sagði Bjöm okkur. „Þessa dag- ana er unnið að innréttingu sérstaks herbergis, þar sem tolil- verðir geta verið afsíðis við ýmsar athuganir, eins og per- sónuleit á grunsamlegu fólki, eða prófanir á töiíium eða tor- tryggilegum efnum, sem líkleg eru til þess að heyra undir fíkni lyfjalögin. — Núna nýlega vur hérna lyfjafræðingur til leiðsagn ar fyrir tollverði um meöferð hjálpartækja, sem viö höfum til þess að ganga í fljótu bragði úr sikugga um hvort þörf sé ýtar- legri rannsóknar á töflum, lyfj- um eða öðrum efnum, sem vakið hafa gmnsemdir. Mayo Hadden, aðmíráll, gaf embættinu þessi tæki, þegar hann hætti hér störf tun. Vamarliðið hefur sýnt mikinn áhuga á því að styöja okkar viðleitni til þess að herða eftir lit í þessum málum. Rannsóknar deild lögreglunnar hjá vamar- liðinu hefur látið okkur f té — til viðbótar þeim prófunartækj um, sem Hadden aðmlráll gaf — hjálpartæki, sem munu koma í góðar þarfir.'* „Þessi prófunartæki em okk- ur álí'ka mikil þarfaþing eins og blöðrumar em umferðarlögregl- unni í eftiriiti gegn ölvun við akstur“, sagði Kristján Péturs- son og sýndi blaðamanni Visis tösku fulla af tilraunaglösum með margvíslegum vökvum og efnum. „Þessi efni sýna viss lit brigði, þegar þau ganga í sam- band við efni eins og marijuana, hass, eða heróín eða einhver örv andi lyf. Af því getum við ráðið hvort ástæða sé til þess að ætla að eitthvað af þessum fiknilyfja efnum sé í því, sem vakið hefur Timsm: — Væruð þér andvig- ur rækiloghi tollskoð un í farangri yðar? Jón Sæmundsson, Sjómannaskól anum: — Nei, áreiðanlega ekki. Óiafur Brynjólfsson, prentari: — Nei, alls ekki, Þeir mættu þess vegna leita á mér sjálfum Ifka. Hlöðver Jónsson, flokksstjóri hjá Loftorku: — Með sérstöku tilliti til eiturlyfjasmygls tel ég rækilega toliskoðun ekki nema sjálfsagðan hiut, og mundi örugg lega ekki skorast undan henni, ef þvi væri að skipta. Ég sæi ekki eftir þeim peningum, sem rynnu til eflini’'ir toilgæzlunnar. In^i. ^íiyaHsson innheimtumað- ur: — Nei, bað ætti ég ekki að þurfa að vera. „Þessi prófunartæki eru okkur svipaö þarfaþing og blásturs- blöðrurnar eru viö eftirlit gegn ölvun í akstri", segir Kristján Pétursson, deildarstj. tollgæzlunnar á Vellinum. grunsemdir okkar. — Það hjálp ar okkur til þess að ákveða, hvort ástæða sé tll þess að senda efnið 1 rannsóknastofu til ræki legrar athugunar og efinagrein- ingar. Með aðstoð þess þurfum við t.d. ekki að eyða tíma ofckar tiil einskis við að rannsaka kannski meinlausar höfuðverkj- artöflur." Kristján var einn þriggja lög- gæzlumanna sem sendir voru í desember sl. til Englands og hinna Norðurlandanna að kynna sér starfsaðferðir löggæzlu- manna þar í vömum gegn ffkni- lyfjasmygli og dreifingu. Fyrir milligöngu lögreglu vamarliðsins fór hann sömu erinda til Banda rfkjanna í haust. „Það vakti sérstaka athygli okkar, hvernig þeir nota þjálf aða hunda til þess að létta sér störfin. Ýtarleg leit á einum manni með meðalstóran farang ur getur verið tveggja stunda stanf tollþjóni. En á ferð okkar sáum við að löggæzlumenn létu sérstaklega þjálfaða hunda ganga fram hjá töskuröðum og þefskyn þessara hunda var svo mikið, að þeir gátu fundið úr öllum bingnum í hvaða tösku hass var geymt — þótt það væri vandlega vafið inn i plast eða geymt í glerkrúsum. Slfkt spar ar mikla fyrirhöfn. Og alveg sér staklega sparar það feröafólkinu óþægindin af því að láta leita ná kvæmlega í föggum sínum. — Að vísu verður aldrei komizt hjá sliku í einstöku tilvikum, og við vonum, að venjuiegir, vammlaus Bjöm Ingvarsison, lögreglustjórl — yfirmaður tollgæzlunnar á Keflavíkurflugvelli, þar sem hátt í 70.000 manns hafði við- komu á siðasta ðri. ir ferðamenn umiberi slíkt og geri sér grein fyrir, aö það er ill nauðsyn, sem knýr á.“ —GP

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.